Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 Samleikur á sembal o g gítar ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Robyn Koh semballeikari og Ein- ar Kristján Einarsson gítarleikari léku á þriðjudagstónleikunum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar verk eftir Ponce, Boccherini, Þor- kel Sigurbjömsson og Ásket Más- son. Eftir Manuel Ponce (1882- 1948) voru á efnisskránni tvö verk, það fyrra Preludia en síðara Són- ata. Ponce er talinn vera upphafs- maður nútímatónlistar í Mexíkó en framhaldsnám stundaði hann í París hjá Dukas. í síðari verkum sínum tamdi hann sér rithátt sem rekja má til barokkmanna, svo sem heyra mátti í báðum verkunum. Tónlist Ponces er þægileg og var ágætlega leikin, bæði hvað snertir samleik og tónrænt jafnvægi hljóð- færanna. Besta verkið á tónleikunum var hins vegar Inngangur og fandango, eftir Boccherini, sem hefði mátt leika með meiri gáska sem að öðru leyti var smekklega flutt. Fiori heitir verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son og er það fremur sviplítill sam- setningur, þar sem unnið er með einfaldar tónhugmyndir í endalaus- um endurtekningum, sem hjóma aldrei sem samfelldur tónbálkur, heldur sem þrálátar endurtekning- ar. Lítið lag, Kansóna, eftir Ásket Másson var ágætlega flutt. Lagið er í svonefndum „þjóðlagastíl" popplaga, laglegt í heild, þó „frá- hvarfið" í niðurlagi þess truflaði framvindu þessa einfalda en elsku- lega lags. Robyn Koh og Einar Kr. Einars- son eru ágætir tónlistarmenn og var flutningur þeirra í heild vel yfirvegaður og samstilltur. Trúlega er ekki auðvelt að finna mörg sam- leiksverk fyrir sembal og gítar, að minnsta kosti fá úr smiðjum betri tónskálda og því reyndi ekki mjög á leikhæfni flytjendanna. Vonandi gefst tækifæri til að heyra þessa ágætu tónlistarmenn í átökum við stórbrotnari tónlist, þar sem á reyn- ir til hlýtar, eitthvað í ætt við það sem mátti heyra í leik Robyn Koh í Skálholti um síðustu helgi. Lokað í dag föstudaginn 14. júlí, vegna flutnings á skrifstofum Brunabótafélags íslands af Laugavegi 103 í Ármúla 3. Viðskiptamenn eru beðnir að hafa samband í síma 696000 ef brýna nauðsyn ber til. Mánudaginn 17. júlí opnar VÁTRYGGIISIGAFÉLAG ÍSLANDS HF. í Ármúla 3, sími 605060. Brunabótafélag íslands. Smíðisgripir innan um amboð Jómundar, frá vinstri rokkur, snældustóll, hesputré, klára, hrífa og orf og ljár. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Jómundur við skúrinn sinn, íbúðarhúsið í baksýn. Andakíll: Aðgerðalaus get ég ekki verið Hvaimatúni. „Hann er úti allan daginn og oftast fram á kvöld,“ var fréttarit- ara sagt í símann þegar hann spurðist fyrir um Jómund Einars- son, níræðan bónda og nú smið í Örnólfsdai í Borgarfirði. Hann vill ekki kalla það vinnu, sem hann fæst við enda er það í samræmi við verðlagningu þeim á hlutum, sem hann smiðar. Dóttir hans Iðunn og maður henn- ar, Kristinn Egilsson, tóku við mest- um hluta búsins fyrir um 15 árum. Þegar hann gat sjálfur ekki lengur hjálpað til við búskapinn og kominn á níræðisaldur lét hann innrétta lítinn skúr, sem áður hýsti díselrafstöð bæjarins. Þar er að vísu hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, aðeins um 4 til 5 fermetrar en öllu er haganlega fyrirkomið. Hann leitaði fyrirmynda að gömlum munum, meðal annars í Þjóðminjasafninu og byijaði að saga, hefla, tálga og með heimilisborvél renndi hann hluti í eftirlíkingar af kerrum, vefstólum, taðkvömum ám- um, hrossabrestum og fleiri munum úr tré og málmum. „Ég var vanur að vinna og aðgerð- arlaus gat ég ekki hugsað mér að Jómundur í smíðastofú sinni. . vera,“ segir Jómundur. Hann vandist vel rennivinnunni og eignaðist svolít- inn rennibekk. Allir hlutir eru hands- míðaðir, t.d. eru ljáir í orf barðir annaðhvort úr koparvír eða nöglum. í seinni tíð hefur honum þótt þægi- legra að smíða aðeins rokka, hespu- tré, orf, hrífur, snældustóla, klárur, pála og rekur. „Þessi iðja er mér ómetanleg, ég veit ekki hvernig fyrir mér væri kom- ið án hennar. Eg met mikils að vera hér hjá mínu fólki,“ segir Jómundur. Kona hans var Guðrún Magnúsdóttir og varð þeim átta barna auðið. Bærinn Ömólfsdalur er í sam- nefndum dal, sem liggur upp af Norð- tunguskógi í Þverárhlíð. Dalurinn er birkiskógi vaxinn og nýtur Jómundur þess nú, því hann notar timbur úr birkinu til að renna úr. I 8 til 9 ár hefur hann nú stundað þessar smíðar og er hægt að finna muni hans víða á landinu. Á ámnum 1950 til 68 flutti Jó- mundur allar vistir fyrir veiðimenn, sem héldu til í veiðimannahúsinu Víghól. Það stóð norðan Kjarrár, en svo heitir Ömólfsdalsáin fram á af- rétti. Annan hvern dag fór hann með hestalest um tveggja tíma lestagang með allar vistir, hvaða nafni sem þær nefndust, frameftir og með veiðifeng til baka. Margt getur hann sagt af ferðalögum sínum og því fólki, sem hann flutti vistimar fyrir. Það verður hinsvegar ekki gert í þessum pistli, heldur er aðeins meiningin að kynn- ast hvernig hann eyðir tíma sínum í hárri elli. - d.j. T'O* P* P TUTTUGU I. Ýmsir - Bandalög Z. Prince - Batman 3. Stuðmenn - Listin að lifa 4. Guns n'ROSeS ■ Appetite for destruction 5. Prefab Sprout - Protest songs 6. Disneyland after dark - No Fuel left 7. íslensk alpýðulög 8. Roxette - Look sharp 9. Gunsn’Roses - Lies 10. Paul McCartney - Flowers in the dirt II. Simply Red - A new flame 12. Mezzoforte ■ Playing for time 13. Edie Brickel - Shooting rubberbands 14. Cult - Sonic temple 15. Deacon blue - When the world 16. Queen - Mirade 17. Ör mynd - The big blue 18. Madonna - Like a prayer 19. Mlchael Jackson - Bad 20. 1927 - Ish LP/Kass. 1.099,- 899,- 1.149,- 899,- 899,- 899,- 799,- 949,- 899,- 899,- 899,- 1.199,- 899,- 899,- 899,- 899,- 899,- 899,- 899,- 899,- C0 1.599,- 1.599,- 1.649,- 1.599,- 1.499,- 1.499,- 1.199,- 1.599,- 1.599,- 1.599,- 1.599,- 1.599,- 1.599,- 1.499,- 1.499,- 1.599,- 1.499,- 1.599,- 1.499,- 1.599,- Gerið verísamaiM! Erlendar kassettur á góðu boöi kr 699,-. T.d.: 1. Billy Joel - 52nd Street 2. Janis Joplin - Greatest Hits 3. Michael Jackson - Of The Wall 4. Simon and Garfunkel - Bridge Over Troubled Water 5. Bob Dylan - Greatest Hits 6. Chicago - Greatest Hits 7. America - History, Best of Amerika 8. Donald Fagen - Nightfly 9. Doobie Brothers - Best Of Doobie Brothers 10. Eagles - Hotel California 11. Everly Brothers - Very Best Of Everly Brothers 12. Fleetwood Mac - Rumours 13. Pat Boone - Hit Singles Collection 14. Ella Fitzgerald - Golden Great 15. Mamas And The Papas -16 Of The Greatest Hits 16. Bill Haley - Best of Bill Haley islenskar kassettur á góðu boði kr. 799,-. T.d.: 1. Ríó tríó - Á þjóðlegum nótum 2. Spilverk þjóðanna - Sturla 3. Brimkló - Eitt lag enn 4. Stuömenn - Sumar á Sýrlandi 5. Grettir Björnsson - Harmonikulög 6. Magnús Eiríksson - 20 bestu lögin 7. Ómar Ragnarsson - Gamanvísur og gamanþættir Eins og áður býður Hagkaup viðskiptavinum sínum að eignast allar vinsælustu plöturnar (CD.kass) á mun lægra verði en annarsstaðar. Einnig bendum við á hið gífurlega úrval af plötum, og kassettum á GÓÐU BOÐI (kr. 699-799) sem við eigum. Prefab Spraut - Protest songs Alveg frábær ný plata með einu besta bandi heims um þessar mundir. LP/kass ki. 899,- CD kr. U99,- GunsA’Roses - Appetite for destriction Lang vrnsælasta þungarokkssveit heims í dag enda alveg þrælgóðar plötur frá þeim. LP/kass kr. 899,- CD kr. 1.599,- Prince - Batman Höfundur, útsetning, upptökustjórn og flytj- andi: Prince. Stórfengleg plata og hans besta hingað til. LP/kass kr. 899,- CD kr. 1.499,- Disneyland after dark N.F.L.F.T.P. Það nýjasta i heimi þungarokksins. Einstak- lega kraftmikil og góð plata. LP/kass kr. 899,- CD kr. 1.499,- Bandalög Ný plata meö 12 nýjum íslenskum lögum sem flutt eru af 9 vinsælustu hljómsveitum landsins. IP/kass kr. 1.999,- CD kr. 1.599,- Stuðmenn - Listin að lifa Alveg sérstaklega góð plata frá Stuðmönn- um hefur litið dagsins Ijós. Átt þú eintak? LP/kass kr. 1149,- CD kr. 1.649,- HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.