Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.07.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989 43 faám , FOLK ■ HALLDÓR Halldórsson, . varnarmaður úr KA, handarbrotn- aði í leik liðsins gegn Fram á dög- unum. Halldór verður í gifsi í tvær vikur og óvíst er hvenær hann verð- ur tilbúinn í slaginn á ný. ■ GRÆNLENSKUR hand- knattleikmaður er væntanlegur til Akureyrar til þess að skoða að- stæður hjá KA. Anas Helman er hávaxin vinstrihandarskytta, einmitt það sem vantar í herbúð- ir KA-manna. ■ BRASILÍUMENN sigruðu Argentínumenn 2:0 í leik þjóðanna í úrslitakeppni S-Ameríkubikars- ins í knattspyrnu. Babeto og Rom- ario gerðu mörkin í seinni hálfleik. Diego Maradona náði sér ekki á strik í leiknum. Fjórar þjóðir leika í úrslitakeppninni. í leik hinna þjóð- anna tveggja sigraði Úrúguay lið Paraguaj 3:0. B ÞRIR Austur-Þjóðverjar, sem leika áttu með liði sínu Wistm- ut Aue í Svíþjóð í vikunni, eru horfnir sporlaust, og eru allar líkur á að þeir hafi gefist upp á vistinni í föðurlandi sínu. Liðið hafði verið við æfingar í Gautaborg að und- anförnu. ÚRSLIT Skotfélagið—Stokkseyri.........2:1 Skúli Helgason, Snorri Már Skúlason — Svavar Geirfinnsson. Baldur—Víkingur O..............3:3 Kristján Halldórsson, Helgi Jónsson, Engil- bert Olgeirsson — Hjörtur Ragnarsson 2, Hermann Hermannsson. KNATTSPYRNA Atli til Tyrklands? Tyrkneska félagið Genglerbirligi Ankara vill fá landsliðsfyrirliðann TYRKNE6KA félagið Gengler- birligi Ankara, sem leikur í 1. deild í Tyrklandi, hefur mikinn áhuga á að fá Valsmanninn og landsliðsfyrirliðann Atla Eðvaldsson til liðs við sig. Þetta kemur fram í síðasta tölublaði v-þýska blaðsins Kicker. Þar kemur einnig fram að tyrkneska liðið hafi komist að samkomulagi við Bayer Uerdingen sem á söluréttinn. Það er hinsvegar undir Atla komið hvort hann leikur í Tyrklandi næsta vetur. BJ g hef heyrt af þessu en ég B kemst ekki fyrr en allt er búið hér á íslandi, í bytjun októb- er. Ég veit ekki hvað af þessu verður, enda hef ég lítið heyrt frá félaginu sjálfu,“ sagði Atli í sam- tali við Morgunblaðið í gær. í frétt Kicker segir að Gengler- birligi hafi þegar samið við Bayer Uerdingen og ef Atli fari þurfí liðið aðeins að borga 40.000 mörk (um 1,2 milljónir ísl. kr.). „Þegar ég hef samið við erlend lið hef ég venjulega gengið þann- ig frá málunum að semja um ákveðna hámarksupphæð sem lið- ið getur fengið fyrir mig. í þessu tilfelli voru það 40.000 mörk. Það hefur kannski vakið áhuga Tyrkj- anna. Hinsvegar getur Uerdingen ekki skikkað mig til að fara til Tyrklands og ég ræð því alveg sjáifur hvort ég fer,“ sagði Atii. Það skal tekið fram að í lögum KSÍ segir að leikmenn megi ekki semja við erlend lið á meðan á keppnitímabili stendur, frá 1. apríl til 1. október. ■ Genglerbirligi Ankara kom upp úr. 2. deiid í vor og hefur leitað að nýjum leikmönnum í Evrópu. Útlendingum hefur íjölgað mjög í tyrknesku deildinni og nægir þar að nefna markverðina Tony Schumacher og Jean-Marie Pfaff. Tyrkenska deildin er einnig mjög eftirsótt þar sem iaun eru mun hærri en í flestum löndum. Siegfried Held, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur gert samning við Galatasaray Istanbúl og mun þjálfa liðið næsta vetur. I frétt Kicker segir að Heid fái um 24 milljónir króna í árslaun en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun hann „aðeins" fá um 10 •milijónir króna, auk ýmis konar fríðinda.. „Ég hef ágætar minningar frá Tyrklandi," sagði Atli. „Eg hef farið þangað þrisvar og ekki enn tapað, en ég veit þó ekki hvernig væri að spiia þar. Tyrkland er voðalega langt í burtu en það væri gaman að læra málið." KNATTSPYRNA / 1. DEILD I I í í I i Morgunblaðið/Júlfus Amundi Ámundason og Kristinn R. Jónsson kljást hér um boltann í leik Fram og Víkings í gær. Kristinn hafði betur að þessu sinni eins og í leiknum sjálfum. Meistararnir á skrið FRAM ARAR virðast vera komnir á skrið eftir frekar dapra byrjun í íslandsmótinu. Þeir unnu stórsigur á Skaga- mönnum á mánudaginn og fylgdu honum eftir með sigri á Víkingum í gærkvöldi, 2:0. Stig- in þrjú eru þau fyrstu sem Framarar ná á útivelli í sumar. Framarar gerðu útum leikinn á fyrsta korterinu. Pétur Ormslev gerði fyrra markið á 10. mínútu með góðu skoti, en skömmu áður hafði Ómar Torfa- LogiB. son átt þrumuskot í Eiðsson þverslá. Annað skrifor markið kom svo sjö mínútum síðar er Guðmundur Steinsson skoraði fal- legt mark eftir góða sendingu frá Pétri Ormslev. Víkingum óx ásmegin er líða tók á leikinn og fengu nokkur mjög góð færi. Pétur Ormslev bjargaði á línu frá Andra Marteinssyni og Birkir Kristinsson mátti hafa sig allan við til að veija gott skot Trausta Óm- arssonar. Fyrri hálfleikurinn var líflegur og bæði lið fengu mjög góð færi. Síðari hálfleikurinn var hinsvegar með daufasta móti. Framarar voru lengst af með boltann og tóku lífínu með ró. Víkingar höfðu engin tök á miðjunni og áttu því erfitt með að byggja upp sóknir. Þeir fengu þó tvö góð færi; Atli Einarsson skaut framhjá af stuttu færi og Birkir varði vel frá Goran Micic. Framarar áttu síðasta færi leiksins er aftasti maður liðsins, Jón Sveins- son, geistist fram í sókn en var of seinn að athafna sig í vítateig Víkinga. Framarar léku vel og yfirvegað. Vörn þeirra var sterk en á köflum hættulega flöt og þannig fengu Víkingar bestu færi sín. Jón Sveins- son og Pétur Arnþórssn áttu góðan leik en besti maður Iiðsins var Birk- ir Kristinsson í markinu. Víkingar eiga nokkra góða ein- staklinga og framheijadúett þeirra er, Atli Einarsson og Goran Micic, er skemmtilegur. En veiku hlekk- imir í liðinu em of margir. Andri Marteinsson átti þó góðan leik og Aðalsteinn Aðalsteinsson einnig, einkum í síðari hálfleik. . Óvæntur sig- ur Þórsara ÞÓRSARAR unnu óvæntan sig- ur á Skagamönnum á Akranesi í gærkvöldi. Leikurinn endaði 1:2 fyrir Þórsurum sem mættu til leiks fullir baráttu, börðust eins og Ijón og uppskáru eftir því. Þórsarar fengu óskabytjun er þeir skoraðu fyrra mark sitt strax á 6. mínútu. Það var Júgóslav- inn Bojan Tanevski sem skoraði markið með lúmsku bogaskoti utan víta- teigs. Kristján Kristjánsson bætti öðra marki við á 25. mínútu. Hann fékk sendingu fram hægri kantinn og virtist vera rang- stæður án þess að dómari og línu- vörður gerðu nokkra athugasemd. Kristján var þar með kominn á auðann sjó og þegar inn í vítateig Akurnesinga var komið renndi hann knettinum til Hlyns Birgissonar Frá Sigþóri Eirikssyni áAkranesi Víkingur—Fram 0:2 Víkingsvöllur, íslandsmótið í knatt- spymu, 1. deild, fímmtudaginn 13. júlí 1989. Mörk Fram: Pétur Ormslev (10.), Guðmundur Steinsson (17.) Gult spjald: Þorsteinn Þorsteinsson, Fram (24.), Trausti Ómarsson, Víkingi (50.). Dómari: Sæmundur Vígiundsson átti slæman dag og leyfði leikmönnum að hagnast á brotum. Lið Vikings: tíuðmundur Hreiðarsson, Hallsteinn Amarson (Unnsteinn Kára- son 25.), Ámundi Sigmundsson, Gunn- ar Gylfason, Öm Torfason (Bjöm Bjartmarz 60.), Atli Helgason, Aðal- steinn Aðalsteinsson, Andri Marteins- son, Trausti Ómarsson, Atli Einarsson og Goran Micic. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Þorsteinn Þorstcinsson (Helgi Björgvinsson 45.), Kristján Jónsson, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Ómar Torfason, Pétur Am- þóreson, Pétur Ormslev, Guðmundur Stcinsson (Steinn Guðjónsson 80.) og Ragnar Margeirsson. sem skoraði auðveldlega einn og óvaldaður. Á 39. mínútu náðu Skagamenn síðan að minnka muninn úr nánast sínu eina marktækifæri í fyrri hálf- leik. Var vel að því marki staðið. Amar Gunnlaugsson lék þá laglega á tvo vamarmenn Þórs og renndi knettinum til Alexanders Högna- sonar sem skoraði með föstu skoti í bláhomið niðri. Eftir markið vöknuðu Skaga- menn loks til lífsins og sóttu nær látlaust að marki Þórsara það sem eftir lifði leiks. Á 74 mín. varði Baldvin hreint ótrúlega þramuskot frá Aðalsteini Víglundssyni Tveimur mínútum fyrir leikslok vora Skagamenn mjög óheppnir að jafna ekki leikinn. Þá þramaði Har- aldur Ingólfsson knettinum í innan- verða markstöngina, þaðan þeyttist hann fyrir markið án þess að leik- mönnum ÍA tækist að pota honum inn. IA—Þór 1 : 2 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild, AkranesvöIIur, fímmtudaginn 13. júlí 1989. Mark ÍA: Alexander Högnason á 39. mín. Mörk Þórs: Bojan Tanevski á 6. mín. og Hlynur Birgisson á 25. mín. Gul spjöld: Birgir Karlsson og Bojan Taneski Þór Dómari: Sveinn Sveinsson Lið ÍA: Sveinbjöm Allansson, Öm Gunnarsson, Heimir Guðmundsson, Guðbjöm Tryggvason, Sigurður B. Jónsson, Alexander Högnason, Aðal- steinn Víglundsson, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Amar Gunn- laugsson ( Haraldur Hinriksson vm. á 73. mín.), Bjarki Gunnlaugsson (Júlíus P. lngólfeson vm. á 69. mín.) Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca Kostic, Birgir Karisson, Sveinn Páls- son, Þörsteinn Jónsson, Nói Bjömsson, Júlíus Tryggvason.Kristján Kristjáns- son, Ólafur Þorbergsson, Hlynur Birg- isson, Bojan Tanevski.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.