Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLÁÐIÐ LÁUGÁRDÁGUR 23.' SEPTEMBER 1989 Telekia TELEKIA Bupthalmum speciosum Blóm vikunnar Umsjón: Agústa Björnsdóttir 141. þáttur Telekia mun vera mjög fágæt í görðum hér á landi. í mínum garði er hún þó alls enginn ný- græðingur því þar hefur hún lifað allgóðu lífi í um það bil 40 ár, fyrst í Hveragerði og síðan í Kópa- vogi. í Hveragerði vann ég um árabil að garðyrkju- og ræktunar- störfum og hafði stundum plöntur til sölu. Á þeim árum kynntist ég Kristmanni Guðmundssyni skáldi og rithöfundi en sem kunnugt er var hann ötull ræktunarmaður, einkum áhugasamur um að fást við tegundir sem ekki höfðu verið reyndar hér áður og mátti teljast brautryðjandi á því sviði. Hann fékk sendar plöntur og fræ víðs vegar að úr heiminum og oft kom fyrir að hann bað mig að sá og koma til plöntum, en að launum fékk ég hluta af afrakstrinum til eigin ráðstöfunar. Einhveiju sinni hafði Kristmann fengið fræ sent frá Japan og bað mig að sá því og koma tii piöntunum. Meðal þeirra jurta sem sáu dagsins ljós í það sinn var telekian og áskotn- uðust mér nokkrar plöntur sem þegar dreifðust nokkuð víða þó ekki sé mér kunnugt um hvernig þeim hefur vegnað. Einu sinni hvarf telekian alveg, sennilega hefur það verið í páskahretinu ill- ræmda 1963, en þá vildi svo vel til að kunningi sem fengið hafði plöntu hjá mér gat látið mig hafa eintak og allt hefur gengið að,ósk- um síðan. Telekian er stórvaxin og fljót- vaxin planta. Á fáum árum getur hún orðið á annan metra að þver- máli og 120-130 sm á hæð. Blöðin eru hjartalaga, stór og mjúk og hættir við að tætast í roki, en í rigningu verða þau þung og þarfn- ast jurtin því nokkurrar uppbind- ingar eða a.m.k. stuðnings. Mikið gufar upp af þessum stóru blöðum svo vökvunar þarf vii í þurrkatíð. Sniglar sækja mikið á þessi sa- faríku blöð og vert er að vera vel á verði gegn þeirri plágu. Vel kann telekian að meta aukaskammt af áburði og þá gjarnan húsdýraá- burði á vorin, en hnefa af þrífos- fati síðla sumars til þess að styrkja stönglana og búa jurtina undir næsta árs blómgun. Telekian er af körfublómaætt, blómin lýsandi gul með mjóum krónublöðum og geta körfurnar orðið 8-10 sm í þvermál þegar vel lætur. Stærðarinnar vegna þarf hún helst að standa ein sér eða framarlega í runnabeði. Blómgun- artíminn er síðla sumars, ág./s- ept., og því mjög hæpið að hún þroski fræ nema í bestu sumrum. Þrátt fyrir það hefur hún nokkrum sinnum komist á frælista GÍ ýmist undir nafninu telekia — eða bupt- halmum speciosum, síðast á listan- um fyrir 1989. íslenskt heiti sem frambærilegt er hefur plantan enn ekki fengið svo ég viti, í Dan- mörku er hún nefnd tusindstrále og hef ég oft freistast til að þýða það nafn lauslega og kallað plönt- una þúsundgeisla. Fyrir þá sem sækjast eftir að rækta stórvaxnar plöntur er vissu- lega tilvalið að reyna að fá þessa með í safnið. Hermann Lundholm ItomrfM qdo£D Umsjónarmaður Gísli Jónsson Jón Ásgeir Sigurðsson í Banda- ríkjunum hefur sent mér símrit, og fer meginefni þess hér á eftir, sbr. þætti 483 og 501: „Sæll Gísli. Ég skrifa þér í tilefni af nýleg- um ummælum þínum í Morgun- blaðinu um íslenskun á orðunum „telefax" eða „fotofax" ... Kjarni málsins er sá, að þessi nýja „fax“-tækni er ekkert annað en ljósritun símleiðis. Ljósritun er gömul tækni, en ljósritun símleið- is er nýjung. Hugtakið „mynd- sending" er of þröngt til að tákna það sem margir nefna: að „faxa“ skjöl. Hægt er að ljósrita ýmislegt annað en myndir og það gildir einnig um ljósritun símleiðis . . . Það nýja og sérstæða við þessa tækni er notkun símans til að tengja saman tvær ljósritunarvél- ar. Ég legg til að framvegis verði talað um simritun í stað „(tele)föxunar“. (Símritun sam- rýmist svo augljóslega íslensku, að flestir halda að þetta nýyrði hafi lengi verið til).“ ★ Um daginn lagði ég vandlega hlustir við málfari fréttamanna í vörpunum. Einnig gaumgæfði ég r texta við fáeinar sjónvarpsmynd- ir. Lengst af var málfar slétt og stórlýtalaust, en þegar ég tók að merkja við hjá mér plúsa og mínusa, urðu mínusarnir stórum fleiri. Plúsinn var reyndar aðeins einn: Fréttamaður kunni að segja lét lífið í staðinn fyrir týndi lífi sem hefur verið syrgilega ofnotað í fréttum. Nú fór reyndar svo, að alltaf var sagt lét(u) lífið, og kemur hér enn að hættunni á ein- hæfni og málfátækt. Mér finnst að menn þrástagist á sama orða- lagi í stað þess að leita tilbrigða og fjölbreytni. Þess vegna gladd- ist ég harla mjög fyrir nokkrum mánuðum, þegar sagt var í frétt- um að stúdentar í Kína hefðu farið í námsfall. Þetta er snjallt. Þetta ber vitni um góða máltil- finningu og sköpunargáfu. Nú vona ég að fréttamenn noti fleira um andlát fólks heldur en láta lífið, þó gott málfar sé. Menn farast í slysum, falla í stríði, lát- ast af sjúkdómum, og svo geta menn bara dáið, andast eða fall- ið írá. Er þá úr því að moða. Aðeins meira um láta. Menn mega ekki gleyma því að sögnin merkir líka að missa. í Gylfaginn- ingu Snorra segir frá ásum og Fenrisúlfi. Úlfurinn beit höndina af Tý: „Þá hlógu allir nema Týr. Hann lét hönd sína.“ Fyrsti mínus: „ . . . spila matador ofan í kerinu“. Menn gera eitthvað niðri í kerinu, þegar þeir ei’u farnir ofan eða niður í það. Þarna þarf að gæta að mun- inum á dvölinni á og hreyfing- unni til. Engu venjulegu barni er það ofvaxið. Ánnar mínus: „þegar hún skyndilega hrapaði til jarðar". Orðaröð í íslensku er að vísu býsna fijáls. Til dæmis getur and- lag (þolandi) vel staðið á undan frumlagi (geranda). Dæmi: Mig skal enginn maður kúga. Ef orð- in eru eins í nefnifalli og auka- falli getut slík orðaröð þó valdið misskilningi eða útúrsnúningi. Fræg var setning í blaði fyrir mörgum árum: „Órn sá Hákon Bjarnason á flugi." Hér vill svo til að Örn og Hákon eru eins í nefnifalli og þolfalli. Því var ekkj alveg ljóst hvor sá hvorn. I Speglinum var þetta teiknað svo, að örninn (nf.) virti Hákon (þf.) fyrir sér, þar sem hinn síðar- nefndi hafði hafið sig til flugs. En í setningunni um flugvélina er brotin grundvallarregla um stöðu atviksorða og algerlega apað eftir ensku: When it sudd- enly, o.s.fiv. Hér á atviksorðið skilyrðislaust að vera á eftir sögn- inni: þegar hún hrapaði skyndi- lega til jarðar. Mikil alvara er á ferðum, ef menn skynja þetta ekki. Þriðji mínus: „þijátíu áhafnar- meðlimir". Þetta er klúður. Miklu betra. þijátíu (menn) úr eða af áhöfninnL Fjórði mínus: Nú eru menn aftur teknir að segja „kúbanskur“ (e. cuban) í stað kúbskur eða 505. þáttur kúbverskur, sjá hina ágætu bók Orðalykill eftir Árna Böðvarsson málfarsráðunaut ríkisútvarpsins. Þar eru greinargóðar leiðbeining- ar um orð sem tengjast útlöndum. Fimmti mínus: „ . . . taka yfir rekstur Norðursíldar“. Þessi ósköp að „taka yfir“ (take over) tröllríða fréttamáli nú um stundir. Hér er þó hægurinn hjá að segja: taka við rekstri o.s.frv. Sjötti mínus: „ . . . spáð yfir- burðasigur“. Sigur beygist eins og akur. Mönnum er hægt að spá yfirburðasigri. Sjöundi mínus: „ . . . reka endahnútinn á þetta“. Þvílíkt tal er samruni úr að binda enda- hnútinn á og reka smiðshöggið á. Vorkunnlaust hefði verið að fara rétt með þetta, einkum þar sem Jóhann Pétur Sveinsson í Reykjavík' sagði skilmerkilega í fréttaviðtali um sama efni að nú ætti að reka smiðshöggið á byggingu húss handa fötluðum. Áttundi mínus: Geld þolmynd: „Gert var grein íyrir . .Grein er kvenkyns. Gerð var grein fyr- ir einhveiju. Níundi og tiundi mínus voru svo álappalegir, að ég skirrist við að fjalla um þá að sinni. Stundum hvarflar að mér að einstaka fréttamaður eða textaþýðandi sé að storka alþýðu manna. ★ Hlymrekur handan kvað: Að Hallbími heimanað reknum í hnipri hann svaf úti á bekknum . hjá lasburða tösku með leka í flösku og kött sem hann keypti í sekknum. Auk þess segir mér Erling Aspelund í Reykjavík (sjá 503. þátt) að Samband íslenskra sam- vinnufélaga flytji inn ,jetski“ og á máli þeirra sambandsmanna heiti gripurinn því myndarlega nafni marþota. Er því hérmeð komið a framfæri. Rétt í þessu kemur að máli við mig Kolbeinn Sigurbjörnsson á Akureyri og stingur upp á orðinu sæfákur. Menn ríði á þessu um sjóinn. Frá Reykjavíkurprófastsdæmi: Innritun fermingarbarna Þessum fáu línum er ætlað að vekja á því athygli, að um þessar mundir er vetrarstarf safnaða Reykjavíkurprófastsdæmis að hefjast. Barnaguðsþjónustur hefj- ast yfirleitt 1. sunnudag í október og æskuiýðs- og öldrunarstarf er annaðhvort hafið eða í þann veg- inn að hefjast. Er fólk hvatt til þess að leita sér upplýsinga um fyrrgreint starf í kirkjum safnað- anna. Þá er einnig innritun í ferming- arnámskeið safnaðanna að hefjast og eiga börn, sem fædd eru árið 1976 rétt til innritunar. Ákveðið hefur verið að breyta innheimtu fermingargjalds, sem áður var allt greitt að vori, þannig að hluti þess, kr. 2.500, greiðist við innrit- un eða um næstu mánaðamót. Nauðsynlegt er, að foreldrar kynni sér hvar börnin þeirra eiga að innritast og hvenær innritunin fer fram. Fylgja hér á eftir auglýs- ingar frá prestum prófastsdæmis- ins þar að lútandi. Jafnframt eru foreldrar eindregið hvattir til þess að fylgjast vel með fermingarund- irbúningsnámi barna sinna, upp- örva þau og hvetja og koma með þeim í guðsþjónustur safnaðanna, en það er einn liðurinn í námi væntanlegra fermingarbarna, að þau kynnist guðsþjónustulífi safn- aðanna og verði virkir félagar í safnaðarlífinu. Eitt mikilvægasta starf kirkjunnar er einmitt ferm- ingarundirbúningsstarfið. Þar þurfa heimili og kirkja að leggjast á eitt og eiga sem best samstarf með heill og hag barnsins efst í huga. Ekkert verður börnunum betur gert en leiða þau til Krists, að hann megi verða leiðtogi þeirra og frelsari á ævinnar ferð. Guð blessi starfið, sem fram- undan er. Guðmundur Þorsteins- son dómprófastur Tilkynning frá prestum Reykjavíkurprófastsdæmis. Væntanleg fermingarb.örn árið 1990 eru beðin að koma til innrit- unar og viðtals eins og hér segir: Árbæjarprestakall: í safnaðar- heimili Arbæjarkirkju mánudag- inn 25. sept. kl. 5-6 og hafa með sér ritföng. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Ásprestakall: í safnaðarheimili Áskirkju þriðjudag 26. sept. kl. 5. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtsprestakall: í Breið- holtskirkju fimmtudag 28. sept. kl. 4. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðaprestakall: í Bústaða- kirkju þriðjudag 26. sept. kl. 5. Sr. Pálmi Matthíasson. Digranesprestakall: 1 safnaðar- heimilinu v/Bjarnhólastíg, mið- vikudag 27. sept. kl. 3-5. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjuprestakall: í Dóm- kirkjuna þriðjudag 26. sept. kl. 5. Börnin hafi með sér skriffæri. Sr. Hjalti Guðmundsson, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Fellaprestakall: í Fella- og Hóla- kirkju mánudag 25. sept. kl. 6. Sr. Hreinn Hjartarson. Grafarvogssókn: Innritunartími verður auglýstur síðar. Grensásprestakall: 1 safnaðar- heimili Grensáskirkju þriðjudag 26. sept. kl. 4. Sr. Ilalldór S. Gröndal, sr. Gylfi Jónsson. Hallgrímsprestakall: í Hallgrí- mskirkju þriðjudag 26. sept. kl. 5 og fimmtudag 28. sept. kl. 5. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Karl Sigurbjörnsson. Háteigsprestakall: í Háteigs- kirkju fimmtudag 28. sept. kl. 4. Börnin hafi með ’sér ritföng. Sr. Arngrímur Jónsson, sr. Tómas Sveinsson. Hjallaprestakall: í hús KFUM & K, Lyngheiði 21, þriðjudag 26. sept. kl. 3-5. Börnin hafi með sér ritföng. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. Hólabrekkuprestakall: í Fella- og Hólakirkju fimmtudag 28. sépt. kl. 4. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kársnesprestakall: Þau ferm- ingarbörn sem ekki hafa verið innrituð komi í Kópavogskirkju miðvikudag_ 27. sept. kl. 11.30- 12.30. Sr. Árni Pálsson. Langholtsprestakall: I safnaðar- heimilið laugardag 30. sept. frá kl. 10-13. Sr. Þórhallur Heimis- son. Laugarnesprestakall: í Laugar- neskirkju þriðjudag 26. sept. milli 5-6. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Nesprestakall: í Neskirkju þriðjudag 26. sept. kl. 3.20, börn- in hafi með sér ritföng. Sr. Frank M. Halldórsson, sr. Guðmundur Oskar Olafsson. Seljaprestakall: í Seljakirkju mánudag 2. okt. Börn úr Selja- skóla komi kl. 3 og börn úr Öldus- elsskóla komi kl. 4. Sr. Valgeir Ástráðsson. Seltjarnarnesprestakall: Þau fermingarbörn sem ekki hafa skráð sig vinsamlega hafi sam- band við sóknarprest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.