Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 34
34 MQKjGIffiBfeAÐie LAUGAKU^jU^f SHHl'tOMliKR iy>8p. fclk í fréttum SKEMMTANIR „Basement“ opnar fyrir klúbbfélaga Æ Aföstudaginn tók til starfa nýr skemmtistaður í Reykjavík sem er með nokkuð nýju sniði. Stað- urinn hefur hlotið enska nafnið „Basement" sem þýðir kjallari og er í kjallaranum undir veitingahús- inu Keisaranum á Laugavegi 116. Þótt lengi hafi verið rekinn skemmtistaður í þessu húsnæði er nú búið að opna þar alveg nýjan Guðmundur Sigurðssson æfir sig á skólapíanóið í Swan Hill í Ástralíu. og gjörbreyttan stað. Húsnæðinu sjálfu hefur verið breytt og nú er búið að loka á milli efri og neðri hæðar. Uppi verður áfram rekin krá en í kjallaranum verður hinn nýi staður Basement. Basement er klúbbur sem verður einungis opinn félagsmönnum og gestum þeirra. Sérstök klúbbskír- teini verða gefin út og verða gestir að sýna þau við innganginn. Sjálf skírteinin eru ókeypis en gestir greiða aðgangseyri í hvert sinn eins og á öðrum stöðum. Að sögn Jó- hanns Gottfreðs Bernhöfts, eins forráðamanna staðarins, er hug- myndin sótt til svokallaðra neðan- jarðarskemmtistaða í London og hún svo aðlöguð aðstæðum hér á landi. Innréttingar eru allar einfald- ar og litasamsetning óvenjuleg. „Með því að reka Basement sem lokaðan klúbb viljum við reyna að ná saman góðum kjarna af fólki sem virkilega kann að skemmta sér,“ sagði Gottfreð. „Við ætlum með þessu að útiloka frá staðnum það fólk sem við viljum ekki fá inn. Við reiknum með því að um þúsund manns verði félagar en staðurinn tekur svona 400 manns. Við höfum þó möguleika á að stækka ef þörf krefurrt Danstónlistin er mjög fjölbreytt og hún er valin af plötusnúðum sem eru í alþjóðlegu plötusnúðasamtök- unum DMC. „Við stefnum að því að hjá okkur verði mesta fjörið í bænum,“ sagði Gottfreð. „Við ætlum alltaf að vera með það nýjasta og ferskasta í tón- list. Við erum í góðum samböndum, við fólk í London og víðar og þar fáum við tónlist og hugmyndir því það er nauðsynlegt að fylgjast vel með öllum nýjungum.“ Setbergsskóli og börn mætt til leiks og starfs tæpu ári eftir að framkvæmdir hófust. Hinn nýi og glæsilegi leikskóli, Garðavellir. Hafnfirðingar: Börnin eru okkar framtíð og dagheimili og skólar eru þeirra vettvangur. Sýnum málefnum framtíðarinnar áhuga og skoðum tvö ný glæsileg mannvirki í Firðinum í dag. Allir velkomnir Hafharfjarðarbær VIÐ BYGGJUM FYRIR BÖRNIN OKKAR Opiö hús í Setbergsskóla og Garðavöllum í gær voru formlega tekin í notkun tvö ný mannvirki í Hafnarfirði, dagheimilið Garðavellir og Setbergsskóli. Af þessu tilefni er öllum Hafnfirðingum boðið að skoða þessar tvær nýju stofnanir í dag frá klukkan 13-17. Það verður heitt á könnunni og starfsfólk dagheimilis og skóla verða á stöðunum til skrafs og ráðagerða. Fyrsta skóflustunga tekin af Setbergsskóla 13. júlí 1988. 20 börn taka fyrstu skóflustungu Garðavalla fyrir hálfu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.