Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 42
MORGUNBIiAÐffi iÞROTTiRiÆmmmi SBPTEMBER'1989 ?A2 HANDKNATTLEIKUR / HM U-21 ÁSPÁNI Halldór Ingólfsson, Gróttu, var markahæstur íslensku leikmannanna gegn Pólveijum í gær og gerði átta mörk. Héðinn Gilsson, B’H, hefur gert 41 mark í keppninni og á möguleika á að verða markakóngur mótsins. ^ Skólamót í knattspyrnu íslandsmót framhaldsskóla verður haldið í okt- óber og nóvember. Þátttökutilkynningar, ásamt þátttökugjaldi kr. 4.100,-, sendist skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjvík, sími 84444, fyrir 29. september. Knattspyrnusambandið. Laugardagur kl.13:55 38. LEIKVIKA- 23. sept. 1989 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Charlton Leikur 2 Aston Villa - Q.P.R. Leikur 3 Chelsea - Coventry Leikur 4 C. Palace - Nott. For. Leikur 5 Derby - Southampton Leikur 6 Everton - Liverpool Leikur 7 Luton - Wimbledon Leikur 8 Man. City - Man. Utd. Leikur 9 Norwich - Tottenham Leikur 10 Bournemouth- Blackburn Leikur 11 Oxford - Ipswich Leikur 12 West Ham - Watford Símsvarl hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Munið hópleikinn ! ísland leikur um 5. sætið: „Árangur framar öllum vonum“ - sagði Hilmar Björnsson, þjálfari íslenska liðsins, sem tryggði sér þátttökurétt í næstu lokakeppni „VIÐ erum auðvitað mjög án- ægðir, en því er ekki að neita að það tók á taugarnar að horfa á leik Spánverja og Svía, eink- um síðustu sekúndurnar," sagði Hilmar Björnsson, þjálf- ari íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þá var fyrrnefndum leik rétt lokið með 19:17 sigri Spánverja og um leið Ijóst að ísiand myndi leika um 5. sætið, sennilega gegn Rúmeníu, og hafði auk þess tryggt sér þátttökurétt í næstu lokakeppni, sem verður f Grikklandi eftir tvö ár. Spánverjar sigruðu í riðlinum, fengu 8 stig og 18 mörk í plús, og leika til úrslita á morgun. Vest- ur-Þjóðveijar unnu Ungveija 25:20, fengu átta stig og átta mörk í plús, og leika um bronsið í dag. ísland vann Póliand 30:20 í gær, fékk 6 stig og 11 mörk í plús, en Svíar, sem fengu sex stig og fimm mörk í plús, féllu úr hópi a-þjóða. Taugaspenna Að sögn Hilmars treysti íslenski hópurinn sér ekki til að vera áfram í höllinni og horfa á leik Spánveija og Svía, en fylgdist þess í stað með viðureigninni á hótelherbergjunum ÍÞRÚmR FOLK ■ HILMAR Björnsson stóð í sömu sporum í Portúgal árið 1981. Þá náði íslenska liðið undir hans stjórn 6. sæti í keppninni. í dag getur liðið gert betur — sigrað og hafnað í fimmta sæti. ■ ÍSLENSKI hópurinn átti að koma heim á þriðjudag. Nú er hins vegar verið að reyna að komast í leiguflug á sunnudag og ef það gengur, koma strakarnir heim ann- að kvöld. í beinni útsendingu sjónvarps. „Þetta var rosalegt. Svíum nægði jafntefli til að komast áfram, mark- vörður þeirra varði vel og jafnt var á öllum tölum. Spánveijar náðu boltanum, er 20 sekúndur voru eft- ir og þær voru lengi að líða,“ sagði þjálfarinn. „Það er svakalegt að þurfa að standa í þessum markadansi," sagði Hilrriar, „en árangur íslenska Iiðsins er framar öllum vonum. Að sigra Pólveija, Vestur-Þjóðveija, Ung- veija og Tékka í svona handbolta- keppni er meira en að segja það og að Svíar skuli falla úr hópi a- þjóða undirstrikar styrkleikann. Arangur íslenska liðsins er framar öllum vonurn." lOmarkasigur Strákarnir byijuðu illa gegn Pól- veijum, voru sex mörkum undir um tíma, en náðu að jafna fyrir hlé, 11:11. Reyndar gerðu þeir 12. markið — boltinn fór í gegnum netið — en dómararnir voru ekki sammála og markið ekki dæmt. Piltarnir héldu uppteknum hætti eftir hlé og voru yfirleitt með tveggja eða þriggja marka foi-ystu, þar til um miðjan hálfleikinn að Pólveijarnir gáfu eftir. Bergsveinn Bergsveinsson var í markinu allan leikinn og stóð sig vel. Halldór Ingólfsson var marka- hæstur, gerði átta mörk. Konráð Olavson kom næstur með sjö mörk. Héðinn Gilsson skoraði fimm, hefur gert 41 mark og keppir að marka- kóngstitli mótsins. Þorsteinn Guð- jónsson og Sigurður Bjarnason gerðu fjögur mörk hvor og Sigurður Sveinsson tvö mörk. HANDKNATTLEIKUR Dagur hefur kært handknattleiks- deild Fram og HSÍ - fyrir að neita að skrifa undir félagaskipti Dagur Jónásson, handknatt- Samkvæmt reglum HSÍ um ieiksmaður, hefur kært handknattleiksmót segir: „Leik- handknattleiksdeild Fram og maður sem óskar eftir félaga- Handknattleikssamband Islands skiptum, skal fá undirskrift hins fyrir að neita að skrifa undir fé- nýja svo og síns gamla félags á lagaskipti hans úr Fram yfir í félagaskiptaeyðiblað HSÍ. Séu fé- Víking. lögin ekki sammála um félaga- Málavextir eru þeir að s.l. skipti viðkomandi leikmanns fyrir keppnistímabil lék Dagur með 1. ágúst, skal leikmaður sæta leik- Fram. I júlí óskaði hann éftir sam- banni með sínu nýja félagi í 6 þykki handknattleiksdendar Fram mánuði frá 1. ágúst að telja. Eft- á félagskiptum yfir í Víking, sem ir þann tíma er leikmanni heimilt Fram neitaði. Dagur lagði inn að leika með sínu nýja félagi. umsókn um félagaskiptin á skrif- Leikmaður má ekki leika með sínu stofu HSI þann 31. ágúst og voru gamla félagi félagi á sama tíma- þau samþykkt af handknattieiks- bili og hann er í keppnisbanni deild Víkings. með sínu nýja félagi.“ KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Argentínumaðurinn slær í gegn hjá Stuttgart Argentínumaðurinn Basvaldo vakti mikla athygli þegar Stuttgart lagði Bayern Múnchen að velli, 2:1, á Neckar- leikvanginum í Stuttgart á miðvikudags- kvöldið. Hann fór á kost- um á miðjunni og skoraði fyrsta mark Stuttgart. Leikmenn Stuttgart voru einfaldlega betri en við,“ sagði Jupp Heynckes, þjálfari Bay- ern, eftir leikinn. Þrátt fyrir stórgóðan leik Asgeirs - fyrst gegn Kaiserslautern og síðan með.íslenska landsliðinu gegn Tyrkjum, á hann erfitt að vinna sér aft- ur sæti í Stuttgart-liðinu. V-þýski lands- liðsmaðurinn Michael Frontzeck, sem Stuttgart keypti frá Mönchengladbach, FráJóni Halldóri Garðarssyni ÍV-Þýskalandi hefur tekið stöðu Ásgeirs á vinstri vængnum. hann er 20 ára og á eftir að verða miklu betri. Frontzeck er meiri varnartengiliður heldur en Ásgeir. Stuttgait hefur saknað sóknarleik- mannsins Manfred Kastl, sem var keypt- ur frá Leverkusen. Ilann er meiddur. Með sigri Stuttgarts er staðan á toppnum orðin jöfn og spennandi. Bay- ern, Leverkusen og Köln eru með fjórtán stig. Frankfurt, Núrnberg og Stuttgart eru með tólf stig og Mönchengladbach og Mannheim eru með ellefu stig. Ásgeir Sigurvinsson gæti átt erfitt með að vinna sæti sitt í Stuttg- artliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.