Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 mmm Jú, hann kann að tala. Gefðu honum 50 kall. Hann þakkar fyrir sig ... Með morgunkaffinu Annað hvort lækkið þið verðið eða við komum allar í einu og köstum umbúðun- um hingað inn ..! HÖGNI HREKKVÍSI Alvarlegar spurningar Kæri Velvakandi. Það fór eins og Gvend grunaði að með komu bjórsins fóru spilling- aröflin á fulla ferð, aukning drykkju yfir 40% og enginn getur reiknað út þann kostnað og öll þau mistök sem leiðir af þessari bjór- veitu meirihluta alþingismanna og eru þau ekki á fullri ferð í stjórn- málaheimi landsmanna í dag? Það eru ekki margir sem átta sig á öllu sem þar er að gerast og svo er eitt. Hvað skyldi bjórinn hafa hækk- að mikið kostnaðinn í heilbrigði- skerfinu og hvað skyldi hann hafa aukið við tjón á bifreiðum og mannslíkamanum og fjölgað hjóla- stólafólki? Þetta eru alvarlegar spurningar. Og nú heyrir maður aldrei talað um að ganga til góðs, götuna fram eftir veg. Mætti heldur tala um afturábak og út á hlið eins og þegar klárinn dansaði kúna við. Og fjölgun vínveitingastaða og út- sölum vímuefna segir til sín og verði sá fróðleikur birtur um ára- mótin, sjá þeir kannske sem unnu hér spellvirki í þjóðfélaginu, árang- ur síns erfiðis? Og hvert stefnir okkar þjóðfélag í dag? Það er ein- ungis ekki hrunið í atvinnurekstrin- um, sem aldrei er kannað til fulls heldur hrunið í mannssálinni og flóttanum frá raunveruleikanum. Hvað sækja margir fundi stjórnmál- amannanna í dag? Smám saman lamar víman manninn og rekur hann á afvötnun- arstöðvar og hæli þegar manndóm- urinn er brostinn og þessar stöðvar eru yfirfullar í dag og kostar þjóð- félagið stórfé, en það er ekkert .á við það að sjá dugandi fólk verða að aumingjum. En svo er eitt. Hvað með okkar íþróttahreyfingu? Ég man orð Guðmundar landlæknis. íþróttir óg áfengi eiga enga sam- leið. Þetta kemur mér í hug á sunnudagsmorgni þegar ég hlusta á fréttir ríkisútvarpsins kl. 8. Laug- ardaginn 16. september var stór sigur í knattspyrnuliði Akureyrar. Þeir fengu Islandsbikarinn. Fögn- uður og haldið upp á kvöldið og „nóttina" og svo kom fréttin: Það var mikill fögnuður í Hafnarfirði (þeir voru víst nr. 2) í gærkvöldi og frameftir nóttu. Talsvert bar á ölvun, en þó fór allt friðsamlega fram. Eitthvað á þessa leið sagði útvarpið frá og mér datt í hug. Hvernig var það á Akureyri? Og hvað er víman komin langt inn í heim íþróttanna hér í landi? í mínu ungdæmi hefði þetta þótt skömm, en eru menn í dag hættir að skamm- ast sín? Þá var hæst á lofti kjörorðið: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta heyrir ekki á íþróttaheiminum í dag. Óg spurning dags og framtíð- ar: Ef ekki á allt að fara niður hjar- nið í þessum málum þarf að fara að hugsa. Iþróttir og þjálfun er of dýr til þess að skenuna það háleit- asta sem guð hefir gefið manninum. Árni Helgason Þessir hringdu . . . Hringlandaháttur Borgari hringdi: „Eg vil þakka fyrir góða grein er bar fyrirsögnina „Boð og bönn“ og birtist í Velvakanda fyrir skömmu. Nú hafa stjórnvöld ákveðið áfengisbann eftir kl. 23.30 virka daga. Sífelt er verið að hringla með þessa hiuti og er forræðishyggjan alls ráðandi. Svo virðist sem stjórnmálamenn hafi ekki annað að gera en að breyta áfengislöggjöfinni sýnkt og heil- agt. Það sem bannað er í dag er leyft á morgun og það sem leyft er í dag er bannað á morgun. Er ekki tími til kominn að hætta þessum hringlandahætti?“ Gleraugu Gleraugu töpuðust föstudags- kvöldið 15. september líklega fyr- ir framan Sportval eða fyrir fram- an skemmtistaðinn Casa blanca. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11711. Dökk nærsýnisgleraugu fund- ust austan við Ilvolsvöll, skammt frá Þverá. Upplýsingar í síma 98-78538. Brennivíns- og bjórútsölur Þorbjörg Björnsdóttir- hringdi: „Mig langar til að beina þeirri spurningu til yfirvaldanna í landinu, hvort þau telji að rétta svarið við vaxandi drykkjuskap og afbeldi sé að fjölga brennivíns- og bjórútsölum í höfuðborginni eins og nú er verið að gera, og trúlega úti á landsbygðinni í kjöl- far þess.“ Kettlingar Fallegir og kassavandir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 34573. Páfagaukur Hvítur páfagaukur er í óskilum á Hjallabraut í Hafnarfirði. Upp- lýsingar í síma 54356. Köttur Grábröndóttur fimm mánaða kettlingur fór að heiman frá sér að Akurgerði 46 fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið í síma 608970 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Veski Rauðbrúnt veski tapaðist, senn- ilega við Grettisgötu, 8. sept- ember. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 71763. DBS hjól Svart 10 gíra DBS reiðhjól er í óskilum við Hagamel. Upplýs- ingar í síma 11955. Víkverji skrifar Athyglisverð þróun er að eiga sér stað við öldungadeildir mennta- skólanna. Fyrir meira en áratug bauð Menntaskólinn við Hamrahlíð fyrst upp á þennan menntunaivalkost sem naut mikilla vinsælda frá fyi-sta degi. Síðan þá hafa öldungadeildir verið stofnaðar við flesta inennta- og fjöl- brautaskóla landsins. En núna líður að því að þessi markaður fari að verða mettaður, einfaldlega vegna þess að miklu fleira fólk hefur farið í framhaidsnám á sl. áratug en nokk- urn tíma áður. Fyrstu merki þess að öldungadeildir líði undir lok í núver- andi mynd má sjá af fréttum um að öldungadeild Menntaskólans á Akur- eyri hafi verið lögð niður og nemend- um vísað í samskonar deild við Verk- menntaskólann. Líklegt má-þó telja að öldungadeildirnar lifi áfram, þó hiutverkið verði annað, t.d. símennt- un, fyrirtækjamenntun ogýmis konar sérhæft námskeiðahald. Þó svo þörf- in fyrir menntun til stúdentsprófs minnki á þessum vettvangi má jafn- framt sjá aðrar þarfir spretta upp í staðinn, sem gera meiri kröfur til gæða námsefnis og kennslu. XXX Yíða erlendis hafa háskólar gefið fólki, sem komið er út á vinnu- markaðinn og á óhægt með að hætta starfsferli sínum til að fara í venju- legt háskólanám, kost á öðrum möguleikum. Má þar nefna nám á hálfri ferð og jafnvel flarkennslu á ennþá minni hraða. Þannig geta menn stundað háskólanám samhliða sínu starfi en mætt tii samþjappaðra kennsiustunda einstaka helgar á námstímanum. Víkveija virðist sem nú sé að skapast þörf hér á landi fyrir slíka möguleika. Riðuveiki er einhver mesti vágest- ur sem sótt hefur að íslenskum sauðfjárbúskap allt frá tímum mæðu- veikinnar. Víða um land hafa bændur neyðst til að skera niður allan bú- stofn sinn vegna þess að_ riðuveiki kom upp í sauðfé þein-a. í einstaka byggðarlögum hefur þurft að farga öllu fé„,s.s. í Svarfaðardal. Víkveiji kannast við bónda norður í landi sem er að hefja sauðfjárbúskap að nýju eftir nokkura ára lilé vegna niður- skurðar á riðufé. Þá stendur hann frammi fyrir öðru vandamáli. Á öðr- um bæ í sveitinni er komin upp riða og féð af þessum tveimur bæjum er rekið á sömu afrétt. Reyndar vita menn afskaplega lítið um smitleiðir riðuveikinnar, en fyrrnefndur bóndi er mjög uggandi um að nýr bústofn hans smitist einnig og hann muni því þurfa að skera niður fé sitt öðru sinni fljótlega. v S25CSK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.