Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 6
V . - M -jíiiÖAaUiWJg QiQywt&ViiJOJHitó 6 FRb I IIR/INIULENT ...........morgunbLaðið 'suNnudáguR”22: öktóber Réttu megin við núllið, þökk sé síld og loðnu - segir Aðalsteinn Jónsson forstjóri Hraðfrystihúss Eskiíjarðar „HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hefur verið rekið án taps undan- farin ár og við getum fyrst og fremst þakkað það loðnunni og sildinni, eftir að hún fór að veiðast á ný. Þessar tvær fisktegund- ir hafa gert gæfúmuninn. Sem dæmi um þýðingu loðnunnar má nefiia að á hverri vertíð undanfarin ár höfúm við tekið á móti meira en 100.000 tonnum af loðnu og er umsetning loðnubræðsl- unnar 500 til 700 milljónir á ári. Þó einhver dráttur verði á því að veiðamar hefjist, getum við kannski betur sætt okkur við bið- ina vegna þess hve mikla þýðingu loðnan hefúr fyrir okkur, þeg- ar hún gefur sig. Við emm bara i síldinni og bolfiskinum á með- an,“ sagði Aðalsteinn Jónsson forsljóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar í samtali við Morgunblaðið. að drepa okkur. Fjármagnskostn- aðurinn er orðinn hærri útgjalda- liður en laun og er þá mikið sagt. Það getur ekki gengið til lengdar að aðeins þeir, sem eiga peninga hafi allt sitt á þurru, njóti verð- tryggingar að fullu og fái vexti að auki, meðan almenningur og þeir, sem skulda, verða að taka á sig verðbólguna. Þrátt fyrir þetta erum við réttu megin við núllið, þökk sé síld og loðnu. Ég hef ekki teljandi áhyggjur af því, þó loðnuveiðin sé enn ekki hafin. Þeir eru búnir að finna hana vestan miðlínunnar og skipin bíða þess að komast út. I fyira fengust nokkrir farmar snemma hausts og síðan ekki neitt fyrr en í nóvember. Þetta er því ekkert frábrugðið því, sem verið hefur,“ sagði Aðalsteinn Jónsson. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Grétar Einarsson, forstöðumaður bútæknideildar Rannsóknarstofii- unar landbúnaðarins á Hvanneyri, leiðbeinir nokkmm nemendum. Lengst til vinstri er Ingimar Sveinsson, kennari. Nemendum Bændaskól- ans kennt að plægja Hvannatúni. Hraðfrystihús Eskifjarðar er eitt stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki á landinu. Það rekur fullkomna og afkastamikla fiski- mjölsverksmiðju, þijú loðnuskip, Guðrúnu Þorkelsdóttur, Hólma- borg og Jón Kjartansson, tvo tog- ara, Hólmanes og Hólmatind, frystihús, saltfiskverkun, rækju- verksmiðju, stundar síldarsöltun og -frystingu og rekur að auki netaverkstæði og vélsmiðju. Velta fyrirtækisins í fyrra var 1,7 millj- arðar krona, heldur meiri en Granda hf. í Reykjavík og er Hraðfrystihúsið að sjálfsögðu langstærsti vinnuveitandinn á Eskifirði. Það skiptir því miklu hvort loðnan veiðist eða ekki.' „Við erum svo heppnir, að vera ekki með öll eggin í sömu körf- unni og það hefur greinilega verið hagkvæmt. Við erum þannig sett- ir, að okkur er illmögulegt að stunda útflutning á ísuðum físki í gámum og auka þannig tekjur okkar. Það hefur mörg útgerðin bjargað sér á því. Þess í stað höfum við loðnuna og síldina. Að vísu eru lítil verkefni fyrir loðnu- skipin og bræðsluna milii vertíða, en þeim mun meira á vertíðinni sjálfri. Þrátt fyrir þennan siaka tíma á sumrin hefur bræðslan í raun verið máttarstólpi fyrirtæk- isins,“ segir Aðalsteinn. Miðað við að tekið verði á móti UM 20 nemendur Bændaskólans á Hvanneyri eru um þessar mund- ir að læra að nota plóg, gamalt og ekki margbrotið verkfæri, sem er að vinna sér virðingarsess að nýju. um 100.000 tonnum af loðnu á vertíðinni, gætu hráefniskaup numið nálægt 400 milljónum króna. Söluandvirði mjöls gæti verið um 500 milljónir króna og lýsis um 150 milljónir króna, alls 650 milljónir. Þá er miðað við gengi dollars og afurðaverð um þessar mundir. „Okkur hefur tekizt að reka fyrirtækið án taps þó vextirnir séu Aðalsteinn Jónsson íðnaðar- og viðskiptaraðuneyti. Lagt er til að Hagstofan verði ekki lengur sérstakt ráðuneyti, heldur sjálfstæð stofnun undir forsætis- ráðuneyti eða jafnvel Alþingi. Vá- tryggingastarfsemi færist skv. drögunum til viðskiptaráðuneytis. Lagt er til að ráðherra geti ráðið aðstoðarmenn vegna hvers ráðu- neytis sem hann fer með. Þá segir í frumvarpsdrögunum að æviráðning starfsmanna ráðu- neyta skuli lögð niður. í staðinn komi sex ára ráðningarsamningar við ráðuneytisstjóra, en aðrir hafi þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og almennt gildir. Jón Sveins- son segir þetta byggjast á því sjón- armiði að ríkið þurfi að geta hreyft menn til í störfum eins og tíðkist hjá einkafyrirtækjum. Ef vilji sé á að gera betur við ríkisstarfsmenn en aðra hljóti það að koma fram í launum. Þetta ákvæði í frumvarps- drögunum kunni að stangast á við ráðningar annarra ríkisstarfs- manna en þá sé það fjármálaráðu- neytis að endurskoða æviráðningar almennt. Birgir Björn Siguijónsson, fram- kvæmdastjóri BHMR, kveðst telja að afnám æviráðningar þýddi að enn frekar væri gengið á réttindi ríkisstarfsmanna. Þeim væru lagð- ar ýmsar skyldur á herðar umfram aðra og núgildandi lög um réttindi Nemendur fá faglega tilsögn, bæði bóklega og verklega, áður en sest er upp í dráttarvél. Annars fer verklegt nám búfræði- nema að mestu fram hjá bændum sem Bændaskólinn hefur sérstak- lega samið við. A tímum kvóta og framleiðslu- stjórnunar eru gæði heimaaflaðs fóðurs mikilvæg fyrir bændur og verða þeir að endurrækta tún sín með vissu millibili til að viðhalda uppskerumikilum grasstofnum. Með heimilisdráttarvélum á að vera hægt að endurvinna tún und- ir sáningu og komast af án þess að kaupa mikla vinnu. Plæging er vandasamasti þátturinn í endur- vinnslunni og ekki henta allir plóg- ar til endurvinnslu túna, sem hér eru á markaðinum, að sögn Ingi- mars Sveinssonar kennara. Bændaskólinn var settur 1. Frumvarp til nýrra stjórnarráðslaga: Hætt við sameiningu landbún- aðar- og sj ávarútvegsr áðuneyta FALLIÐ hefúr verið frá hugmyndum um sameiningu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis sem fram komu í frumvarpsdrögum að nýjum sljórnarráðslögum. Nú er gert ráð fyrir að ráðuneytunum þrettán verði fækkað í ellefú en ekki tíu eins og rætt var í sumar. Enn er tekist á um hver verði verkefúi umhverfismálaráðuneytis sem stofúa á eftir áramót, sérstaklega munu landbúnaðarráðuneytismenn vera fastheldnir á skógræktarmál og málefni Landgræðslunnar. Frumvarpsdrögin verða send ráðuneytisstjórum og yfirmönnum ýmissa stofúana til umsagnar eftir helgina. Búist er við að frum- varpið verði lagt fram á Alþingi um miðjan nóvember að sögn Jóns Sveinssonar, formanns svokallaðrar stjórnsýslunefiidar, sem unnið hefúr að gerð þess. Gert er ráð fyrir að þrír um- fangsmiklir málaflokkar muni heyra undir umhverfismálaráðu- neytið; náttúruvemdarmál, meng- unarmál og skipulags- og bygging- armál. Svo mengunarmál séu nefnd sérstaklega myndi mengunarvarna- deild Siglingamálstofnunar vera sett undir ráðuneytið, einnig Holl- ustuvernd ríkisins, Heilbrigðiseftir- litið og heilbrigðisnefndir sveitarfé- laganna. Óljóst er ennþá hvernig farið verður með málefni Skógrækt- ar ríkisins og Landgræðslunnar. Hugmyndir um sameiningu sjáv- arútvegsráðuneytis og landbúnað- arráðuneytis mættu m.a. andstöðu innan þingflokkanna sem fjölluðu um frumvarpsdrögin í sumar. Því hefur verið fallið frá þeim, en þó er gert ráð fyrir nokkmm tilfærsl- um verkefna milli ráðuneytanna, til að mynda lagt til að fiskeldismál heyri framvegis undir sjávarútvegs- ráðuneyti. 134 stýra 40 deildum og skrifstofum Fmmvarpsdrögin hafa ekki breyst mikið frá því í sumar að öðm leyti. Þau byggja að sögn Jóns Sveinssonar nokkuð á gömlu stjórn- arráðslögunum frá 1969 og fmm- varpi frá 1985 sem ekki hlaut sam- þykki Alþingis. Jafnframt eru nú gerðar margvíslegar tillögur sem stefna að samdrætti í starfsemi ráðuneyta og einfaldara skipulagi. Jón segir athyglisverðar upplýsing- ar hafa komið fram í þessu sam- bandi; í ráðuneytunum séu nú tæp- lega 100 deildarstjórar og 34 skrif- stofustjórar meðan skrifstofur og deildir séu aðeins um 40 talsins. Gert er ráð fyrir í fmmvarps- drögunum að félagsmála- og heil- brigðisráðuneyti sameinist, svo og og skyldur ríkisstarfsmanna mæltu fyrir um ýmis réttindi í samræmi við það. Þessi ákvæði hefðu þó oft verið léttvæg fundin og ríkið ekki staðið við samninga við starfsmenn október og stunda í vetur um 80 nemendur nám í skólanum auk 11 í búvísindadeild. _ T L). J. Þorlákshöfii: Sorphaug- um lokað Þorlákshöfn. Hreppsnefnd Ölfúshrepps hef- ur ákveðið að loka sorphaugum þeim sem opnaðir voru til reynslu fyrir nokkrum árum. Guðmundur Hermannsson sveit- arstjóri sagði að reynslan hefði sýnt að þetta svæði sem eingöngu átti að vera til að brenna sagi og öðm auðbrennanlegu msli sem ekki ylli mengun, hefði verið notað eins og hveijir aðrir öskuhaugar fyrir jámamsl, fiskúrgang og annað drasl. Ekki var hirt um að brenna eða urða þetta drasl sem fauk og þvældist um allt og setti ljótan blett á umhverfið. Nú á að fara með allt sorp og annan úrgang á sorphauga Suður- lands á Selfossi og geta þeir íbúar sem þurfa að losna við stærri hluti- og ekki komast í mslagámana, sem búið er að koma fyrir í þorpinu, snúið sértil áhaldahúss Ölfushrepps þar sem aðstoð fæst við að koma ruslinu á haugana. - J.H.S. Listasafn íslands: Sembaltónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Listasafni ís- lands á morgun, mánudaginn 23. október, klukkan 20.30. Tónleik- ar þessir eru síðari hluti einleik- araprófs Önnu M. Magnúsdóttur, semballeikara, og er þetta í ann- að skipti sem nemandi lýkur ein- leikaraprófi á sembal frá skólan- um. Anna hefur notið leiðsagnar Helgu Ingólfsdóttur, sembal- leikara, þann tíma sem hún hefur stundað nám við skólann. Á efnisskrá em Svíta í a-moll eftir L. Couperin, Toccata Settima í d-moll eftir G. Frescobaldi, Ms. Magnúsdóttir’s Maggot eftir John Speigt (fmmflutt verk), Svíta í c-moll eftir A. Forqueray og Partíta nr. 6 í e-moll, BWV 830 eftir J.S. Bach. Anna M. Magnúsdóttir, sembal- leikari. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. (Fröttat.ilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.