Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 11
lega verið yfirgefnir í margar vik- ur. Þeir voru hræðilega horaðir og viti sínu fjær af skelfingu. Þrír hundanna voru af Labrador- tegund og rétt líkamsþyngd er um 30 kíló. Þessir hundar vógu þó ekki nema 10 kíló og voru því ekki ann- að en skinnið og beinin. Hvorki var mat né vatn að finna í bústaðnum og þegar við höfðum náð hundunum út byijuðu þeir að gleypa í sig snjó- inn af mikilli áfergju. En þeir héldu engu niðri og ældu snjónum strax aftur. Þetta var átakanleg sjón. Vesal- ings hundarnir voni svo máttfarnir að við urðum að bera þá út í bíl. Og það var ekkert annað hægt að gera en ióga þeim. Eigandann náð- um við aldrei í en heyrðum að hann hefði farið til útlanda og skilið hundana eftir til að deyja drottni sínum. Það versta af öllu er að það vissi að minnsta kosti einn maður af þessu og vafalaust fleiri, en samt lét enginn okkur vita. Það var fyrir tilviljun að skáta- stúlkur sem voru þarna á ferð sáu hundana í gegnum glugga bústað- arins og sögðu okkur af þessu. Tóku þær tali sauðfjárbónda sem bjó rétt hjá sumarbústaðnum og var honum greinilega vel kunnugt um hundana, því hann sagði si svona að eigandinn ætlaði sér greinilega að svelta þá í hel. Það hafði samt aldrei hvarflað að. honum að láta yfirvöld eða dýraverndunarfólk vita.“ Teymdur ójárnaður austur fyrir flall Það er vinsælt meðal landsmanna að eiga hesta og í Reykjavík og nágrenni er fjöldinn allur af fólki með hesta á húsi. Maður hallast þó að því að í mörgum tilfellum sé það eitthvað annað en væntum- þykja og áhugi sem fær menn út í hestaíþróttina. Jórunn þekkir mörg átakanleg dæmi um illa meðferð á hestum, þar sem þeir eru greinilega ekki annað en tilfinningalaus verk- fæn í augum eigenda sinna. „í mör ár höfum við verið að elt- ast við mann sem við vitum að fer illa með hestana sína,“ segir Jór- ■ unn. „Hann er með aðstöðu í hest- húsahverfi í nágrenni Reykjavíkur og fyrir nokkrum árum fór hann í burtu í vikutíma og bað engan fyr- ir hestana á meðan. Fólki í nær- liggjandi hesthúsi ofbauð meðferðin og braust inn til hestanna og gaf þeim. í sumar fréttum við svo af því að dýrin stæðu enn inni í húsi þó komið væri langt fram í júlí. Við kærðum manninn til lögreglu og sagðist hann þá ætla að sleppa þeim í haga úti í sveit. En það tók ekki betra við. Maður- inn setti það ekki fyrir sig þó einn hesturinn væri ójárnaður og teymdi hann þannig austur fyrir fjall. Það er ekki að sökum að spyija að þeg- ar á leiðarenda var komið voru hófarnir á hestinum uppumir, enda gekk hann á kvikunni. Dýravinir fyrir austan sáu til þess að hestinum var lógað enda var ekkert annað hægt að gera.“ Stóðu ekki í fæturna fyrir hungri „Ég kann fleiri ljótar sögur af hestamönnum," segir Jórunn. „Fyr- ir nokkrum árum var okkur í dýra- verndunarsambandinu sagtfráfólki á Vesturlandi sem sveiti hestana sína. Þegar málið var kannað kom í ljós að nokkrir hestanna voru svo illa haldnir af hungri að þeir stóðu ekki í fæturna og voru þeir aflífað- ir samstundis. Samskonar mál kom upp fyrir örfáum árum. Reykvíkingur nokkur átti laxveiðijörð uppi í Borgarfirði og dvaldi þar á sumrin, meðal ann- ars við útreiðar. Á haustin fór hann svo í bæinn og skildi hestana eftir, en gerði aldrei ráð fyrir því að það þyrfti að fóðra þá. Þannig gengu hestarnir úti yfir vetrartímann og fengu ekki svo mikið sem hey- tuggu. Maðurinn var samstundis kærður þegar við fréttum af þessu og hestunum bjargað úr prísund- inni. Ég þekki ótalmörg önnur dæmi um vanrækslu hesta. Væri þess óskandi að hestamannafélögin á MORGUHBLAÐIÐ SL’NNUDAGLR 22. OKTÓBKK 11 landinu væru vandari að virðingu I sinni, og létu það ekki viðgangast að óhæfir menn séu með hesta." Trúnaðarmenn vel á verði Jórunn hefur sem fyrr segir haft afskipti af dýraverndunarmálum um árabil. Segir hún að stundum finnist henni hún vera að beija höfðinu við stein. „Það er eins og starf okkar í dýraverndunarfélögum beri lítinn árangur. Alltaf er jafn mikið um illa meðferð á dýrum og alltaf er þessum málum jafn lítill gaumur gefinn. Starfssvið Sam- bands dýrarverndunarfélaga Is- lands er fyrst og fremst að vera yfirvöldum til ráðuneytis um dýra- vernd. Þó fer langmestur tíminn í að sinna dýraverndunarmálum og vera á verði. Og við höfum svo sann- arlega í nógu að snúast. Stjórnar- menn sambandsins eru aðeins sjö en hins vegar eigum við náið sam- starf við 154 trúnaðarmenn um allt land, sem við köllum „augu okkar og eyru“. Fylgjast þeir með því að vel sé búið að dýrum. Trúnaðar- menn okkar eru vel á verði og hafa unnið ómetanlegt starf. Það er löngu orðið ljóst að þörfin á dýraverndunarsamtökum er mik- il, til að sjá til þess að lögum um dýravernd sé framfylgt. Samt held ég að við séum stundum ekki tekin alvarlega. Yfirvöld hafa í það , minnsta alltaf skellt við skollaeyr- um þegar við höfum lagt fram beiðnir um fjárstyrk frá hinu opin- bera. Höfum við nú gefist upp á því að reyna. Allt okkar starf er sjálfboðavinna og með því að reka flóamarkað getum við aflað þess lágmarksfjár sem við þörfnumst.“ Jórunn segir að þegar fregnir berist af dýrum sem sæti illri með- ferð, taki það oft ótrúiega langan tíma að fá viðkomandi yfii’völd til að grípa í taumana. „Stundum er unnt að leysa málið á friðsamlegan hátt, en oft er um svo alvarlegt brot að ræða að ekki er annað hægt en leggja fram kæru. Hvað um sumar þeirra verður veit ég aftur á móti ekki. Mér sýnist að þær týnist meira og minna í kerf- inu, í það minnsta er mjög sjald- gæft að kærur hljóti afgreiðslu og menn fái sinn dóm.“ Margir þora ekki að kæra Samband íslenskra dýraverndun- arfélaga rekur símaþjónustu og að sögn Jórunnar er mikið um það að fólk hringi og kvarti yfir illri með- ferð á dýrum, seríi það hefur heyrt um eða orðið vitni að. „Það sorg- lega er þó að við vitum ótalmörg dæmi þess að fólki hafi verið kunn- ugt um illa meðferð, en ekki látið okkur eða yfirvöld vita af einhveij- um ástæðum. Slíkt er auðvitað ófyr- irgefanlegt, því samkvæmt dýra- verndarlögum er það skylda allra að segja frá því ef illa er farið með dýr. Við hjá Sambandi dýravernd- unarfélaga íslands gætum að sjálf- sögðu fýllsta trúnaðar og því þarf fólk ekki að óttast að eitthvað frétt- ist.“ Frásögn Jórunnar í upphafi greinarinnar er um illa meðferð fullorðinna á dýrum sínum. En börn geta líka verið vond við dýr. „Af og til heyrum við af börnum og unglingum sem pynta gæludýr en þar er oftast um að kenna þekk'- ingarleysi. Oft gefa foreldrar börn- um sínum dýr og láta þau svo ein um að hugsa um þau. Það er auðvit- að alvarlegt mál því börn geta ekki ein borið ábyrgð á dýrum, með tímanum missa þau oft áhugann og byija að vanrækja þau. Og sorg- lega oft endar það með því að aflífa verður dýrin, af því að enginn hefur tíma til að sinna þeim. Sökin er þá að stórum hluta foreldranna sem gefa dýr í hugsunarleysi, þó að það sé að sjálfsögðu vel meint.“ Ljóst er að mun meira er um að dýr sæti illri meðferð hér á landi en margan grunar. Jórunn telur að kominn sé tími til að almenningur og stjórnvöld fari að vakna til vit- undar um mikilvægi þess að dýra- verndarlögum sé framfylgt, rétt eins og öðrum lögum í landinu. „Brot á dýraverndarlögum er mjög alvarlegt mál sem enginn má horfa framhjá.“ STUTT LÍF Mörg gæludýr eiga ekki langa ævi. Oft fær fólk sér dýr í hugsunarleysi og svo kemur á daginn að það hefur engan tíma til að sinna þeim. Einnig geta aðstæður fólks breyst skyndilega, þannig að það hefur ekki önnur ráð en láta lóga dýrum sínum. Þorvaldur Þórð- arson er dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðid- al og lendir daglega í því að þurfa að aflífa fullfrísk dýr, af því að eigendurnir geta ekki annast þau af einhverjum ástæðum. orvaldur hefur eng- ar tölur yfir það hversu mörgum gæludýrum er lógað á Dýraspítalanum á ári, en hann segir að þau séu allt of mörg. „Það er mjög mikið um að fólk komi með dýr til aflífunar og síðastliðið sumar virtist það auk- ast,“ segir hann. „Fólk kemur mest á vorin og sumrin og hallast ég að því að ástæðan sé sú að þá eru sumárfrí í nánd og dýrunum lógað af því að enginn getur séð um þau.“ Þorvaldur segir að á hveijum degi sé komið með hraust dýr á spítal- ann til aflífunar. Sé oft- ast um að ræða hálfst- álpaða ketti en einnig sé af og.til komið með hunda. „Fólk fær sér oft kettling eða hvolp í hugsunarleysi, gefur kannski börnum sínum dýrin og gengur auðvit- að aðeins gott eitt til. En svo verða dýrin stór og þá tekur alvaran við. Börn eru oft fljót að missa áhugann á dýrum og stundum hefur eng- inn annar á heimilinu tíma til að sinna þeim. Það er fátítt að fólki takist að finna fullvöxn- um dýrum ný heimili, svo oftast er ekkert ann- að að gera en láta lóga þeim, þegar svona mál koma upp. Einnig passa ■ margir ekki upp á læður sínar og lenda því í vandræðum þegar þær eignast kettlinga. Því Þorvaldur Þórðar- son dýralæknir á Dýraspítalanum lendir daglega í dvf að þurfa að aflífa fullfrísk dýr fáum við oft kettlinga til okkar og í sjálfu sér er best að lóga þeim strax áður en þeir kom- ast á legg, úr því að þeirra bíður hvort sem er ekkert annað en dauðinn." Þorvaldur segir að fólk lendi stundum í vandræðum með hunda sína af þvi að þeir láti illa að stjórn. Gefist margir því upp á hund- um sínum og láti lóga þeim. „Auðvitað getur fólk verið óheppið og lent á óþekkum hundi, alveg eins og börn geta verið óstýrilát. En oft er því líka um að kenna að eigendur hafa enga reynslu af hundum og kunna því eðlilega ekki réttu tökin. Ég ráðlegg öllum sem fá sér hunda að fara með þá á hlýðn- inámskeið, enda er það bæði hundi og eiganda fyrir bestu.“ Morgunblaöið/Emilía Bjömsdóttir Þorvaldur Þórðarson dýralæknir. Mörgum sama þó dýrin týnist Óskiladýrum, sem finnast á víðavangi, er komið fyrir í gæslu í Dýraspítalanum og eru oft hraktir næturgestir þar sem þarfnast að- hlynningar. „Kettir finnast mun oftar á víðavangi en hundar, enda virðist það vera svo að eigendur séu kæru- lausari þegar kettir eiga í hlut, hver svo sem ástæðan fýrir því getur verið. Við höfum fyrir reglu að gæta dýranna í tiu daga en ef enginn hefur gefið sig fram að þeim tíma liðnum neyð- umst við til að að aflífa dýrin. Oftast komast þau sem betur fer aftur í hendur eigenda sinna. En stundum grennslast enginn fyrir um dýrin og þá er greinilegt að eigendum er sama hvað um þau verður. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvaða tilfinningar fólk ber i garð dýra sinna, sem sækist ekki eftir því að finna þau ef þau týnast.“ Að sögn Þorvaldar er full ástæða til að hvetja fólk til að hugsa vel sinn gang, áður en það fær sér gæludýr. „Áuðvitað geta heimilisaðstæður breyst skyndilega þann- ig að fólk verður að láta aflífa dýrin sín. Slíkt getur enginn séð fyrir. En það er grátlegt þegar fólk fær sér gæludýr að vanhugsuðu máli og kemst svo að því að það hefur engan tíma til að hugsa um þau. Það er allt of mikið um það að fullfrískum dýrum sé lógað — að mínum dómi er eitt dýr of mikið.“ Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Rjúpnaveiði bönnuð ílandi Árbæjarhellis í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Landeigandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.