Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 15 GLAN Morgunblaöiö/Rax. áfengiskaup Magnúsar yrðu athug- uð, þótt þeir hefðu líklega ekki gert sér grein fyrir þeirri stefnu sem málið tók, eftir að ríkisendurskoð- andi hafði rætt við forseta sameinaðs þings og lýst er í grein minni Örlög dómarans í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Viðurkenna ekki brot Magnús Thoroddsen viðurkenndi aldrei að hann hefði brotið reglur. Hann skilaði aftur 1.260 flöskum af áfengi og Gunnlaugur Claessen ríkis- lögmaður spurði Magnús fyrir rétti: Hvers vegna skilaðir þú 1.260 flösk- um eftir að málið kom upp? Og Magnús Thoroddsen svarar: „Ef að háttvirtur lögmaður heldur það að ég hafi skilað þessum flöskum vegna þess að ég teldi að ég hefði brotið þær reglur sem að gilda um áfengis- kaup á kostnaðarverði, þá er það misskilningur. Ástæðan fyrir því að ég skilaði aftur þessum flöskum var sú, að eftir að ósannindavaðallinn og rangfærslurnar höfðu staðið út úr [Ólafi Ragnari Grímssyni] fjár- málaráðherra dögum saman til fjöl- miðla og drengilega studdur af [Guð- rúnu Helgadóttur] forseta sameinaðs þings, þá hafði tekist að skapa slíkt moldviðri í þessu þjóðfélagi og múg- seíjun að engu lagi var líkt. Eg hélt satt að segja að svona lagað gæti ekki gerst á íslandi. Ég hélt bara að þetta gerðist í Þýskalandi nas- ismans. En það er greinilegt að múgsefjun á sér engin landamæri eða fer ekki eftir rasa eða þjóðerni, hún býr inni í mannskepnunni sjálfri. Eftir að allt þetta hafði gerst, þá var slikur djöfulgangur á okkar heimili og ofsóknir og hótanir, að ég taldi rétt þess vegna til þess að skapa frið um heimilið, að skila þessu aftur og til þess um leið að slá á þá öfund sem upp hafði risið í þessu þjóðfé- lagi. Því það er ekki hægt að líta framhjá því, að partur, af þessu öllu saman var öfund.“ Og ríkislögmaður spyr enn: Hvers vegna skilaðir þú 1.260 flöskum en ekki öllum? Magnús svarar: „í fyrsta lagi er ég búinn að segja það, að ég taldi mig ekki bera neina skyldu til þess að skila einu eða neinu. Nú, -þetta var tala sem var ákveðin eins og hver önnur.“ Jón Baldvin Hannibalsson var fjár- málaráðherra, þegar hann lét skatt- greiðendur borga áfengi á sérkjörum vegna afmælis Ingólfs Margeirsson- ar, ritstjóra Alþýðublaðsins. Um þennan gjörning segir Jón Baldvin svo í bréfi til yfirskoðunarmanna ríkisreiknings 1988 og ríkisendur- skoðanda frá 28. september sl.: „Þótt ég fái því ekki séð, á grund- velli þeirra upplýsinga sem ég hef, að ég hafi brotið settar reglur [um áfengiskaup á sérkjörum] í umræddu tilviki, finnst mér það ekki vera meginatriði málsins. Reglurnar eru svo rúmar að þær vekja upp ótal álitamál um túlkun. Við vandlega umhugsun þessa máls hef ég hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að mér hafi orðið á mistök í þessu máli og að þessi gjörningur rninn geti skapað margvísleg vafasöm fordæmi gagnvart framtíðinni. Mér finnst ég hafi í þessu tilviki gert mig beran að dómgreindarskorti sem mér þykir miður og biðst velvirðingar á. Ég hef því í dag endurgreitt umrædda reikn- inga til ÁTVR á útsöluverði miðað við gildandi gjaldskrá með ávísun að upphæð kr. 74.300,- sbr. hjálögð ljós- rit.“ Hættan á að fordæmi hafi verið skapað er helsta ástæða þess að Jón Baldvin greiddi áfengið sem hann hafði látið ríkissjóð borga vegna af- mælis ritstjóra Álþýðublaðsins. Ekk- ert æðra stjórnvald gekk að Jóni Baldvini Hannibalssyni eins og að Magnúsi Thoroddsen. Jóni Baldvini gafst tækifæri til að svara formlegu erindi stjórnvalds með formlegum hætti, mál Magnúsar bar að með allt öðrum hætti og tók strax aðra stefnu ekki síst vegna yfirlýsinga ráðherra og forseta sameinaðs þings. Eftir að yfirskoðunarmenn og ríkis- endurskoðandi höfðu fengið svör Jóns Baldvins og greiðslu var þetta mál hans sett í skjalasafn þessara stofnana. Þótt Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hafi lýst þeirri skoðun í útvaipsviðtali, að „þetta sérstaka tilvik [Jóns Baldvins] sé í eðli sínu utan við ramma þeirra reglna sem hér hafa verið og eiga að vera“ hafðist hann ekkert frekar að. Pólitísk lögmál gilda um Jón Baldvin og ber Alþýðuflokkurinn í raun ríkasta ábyrgð á honum. Jón Baldvin greip til hins sama í varnar- skyni og lögmaður Magnúsar Thor- oddsens að óska eftir að framkvæmd ' reglnanna um áfengiskaup á sérkjör- um ýrðv könnuð. Óljós svör Þegar málskjölin sem veijandi Magnúsar Thoroddsens lagði fram fyrir bæjarþingið eru skoðuð og yfir- heyrslurnar lesnar sækir sú tilfinning fljótt að manni, að embættismenn og stjórnmálamenn hafi síst af öllu viljað upplýsa það, hvernig reglunum um opinber áfengiskaup hefur verið háttað í framkvæmd. Raunar segja fff/m KAFF/ mvuiinn! HANN FMST A BRAGÐINU.... HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY HF. Veröld og Flugleiðir bjóða þér ferðir til Kanaríeyja í vetur í 2 eða 3 vikur íbeinu leiguflugi og þú nýtur þjónustu frábærra farar- stjóra allan tímann. Sérfræöingar í Kanaríeyjum Starfsfólk Veraldar hefur kynnst Kanaríeyjum af eigin raun og getur því með sérþekkingu sinni aðstoóað þig vió valið á rétta gististaðnum og réttu ferðinni. Einstök veöurblíöa Veðurfarið er ein helsta ástæða stöðugt vaxandi vinsaelda Kanaríeyja sem vetrardvalarstaóar enda ekki nefndar „Eyj- ar vorsins eilífa" að ástæðulausu. Eyjarnar liggja í heit- tempraða beltinu og hitinn á bilinu 21-26 gráður yfir daginn. Gístistaðir Sérstök áhersla hefur verið lögð á val gististaða og býður Veröld þá gististaði sem hafa verið vinsælastir af Islending- um í gegnum árin: Broncemar, Barbacan Sol, Princess, Duna Flor, Sandy Golf og glæsilegur nýr gististaóur, Arco Iris. Lengri dvöl Aðrir feröamoguleikar Fyrir þá sem kjósa að dvelja lengri tíma á Kanaríeyjum, 6-8 vikur. Uppiýsingar á skrifstofu Veraldar. 1 Jólaferð til Costa del Sol Veró frá kr. 52.200,- íslenskir fararstjórar Veraldar. Jólaferé til Thailands Glæsileg jólaferð með fararstjórn í Veraldarreisustíl. Verö frá kr. 136.600,- Veraldarreisan ffil Suóur-Ameríku 4 sæti laus vegna forfalla í þessa glæsilegu ferð til Suöur-Ameríku. ■l’JiFARKQRT FÍFJ FLUGLEIDIR BROTTFÖR TIL KANARÍ: 8. nóvember............15 nætur — um London 15. nóvember............15 nætur - um London 29. nóvember.............21 nótl - um London 18. desember............21 nótt — jóiaferó — beint leiguflug 8. janúar..............21 nótt — beint leiguflug 29. jonúar..............21 nótt — beint leiguflug 19. febrúor.............21 nótt — beint leiguflug 12. mars................21 nótt - beint leiguflug 2. apríl..............15 nætur - páakaferó — beint leiguflug * Verð pr. mann miðað við 2 ó San Valentin, 15. nóvember. mmmimlmii AUSTURSTRÆT11T, II heeá. SÍMI622200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.