Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 24
M MQRQjU NBliAÐIÐ MIMMINGAR lSUNNUPKGlJR-22. OKTÓBER Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi Fæddur 18. apríl 1917 Dáinn 14. október 1989 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. (Sig. Kr. Pétursson) Hann Maggi frændi okkar og vinur er dáinn. Við vissum að hann gekk ekki heill til skógar, en að hann skyldi véra hrifinn svona snögglega til æðri heima er svo óraunverulegt fyrir okkur. Hann sem var svo hress og lifandi, boðinn og búinn til að hjálpa, ef eitthvað bjátaði á, og bar með sér birtu og gleði hvar sem hann kom. Mágiiús Magnússon fæddist 18. apríl 1917 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, sonur hjónanna Þóru Þorsteinsdóttur og Magnúsar Bjarnasonar. Magnús missti föður sinn á unga aldri, en ólst upp hjá móður sinni og ÓLafi Þorsteinssyni frænda sínum í Álfhólahjáleigu. Þegar Magnús var kominn undir tvítugt fór hann til Vestmannaeyja á vetrarvertíð. En sú vertíð varð löng, því hann fór og lærði skósmíðaiðn hjá Oddi Þorsteinssyni frænda mínum, og vann við hana í nokkur ár. Á þessum árum kynnt- ist hann konu sinni, Aslaugu á Heygum, mikilli sóma- og lista- konu. Er hér vel við hæfi að birta ljóðlínur úr ljóðabók hennar, „Við hvítan sand“. Fellur regn í svartan svörð gljúpan þyrstan svörð hvar ertu ástin mín sem brostir til mín í vor svífa nú lauf til jarðar svífa haustlauf til jarðar (Aslaug á Heygum) Þau fluttu til Reykjavíkur og byggðu sér hús í Granaskjóii 19. Þar eignuðust þau einn son, Ólaf Orra, sem nú er búsettur í Þýska- landi. Hans kona er Karen hjúkrun- arfræðingur af þýskum ættum og eiga þau tvær dætur Aslaugu Emmu og Tatjönu, sem Karen átti áður. Konu sína missti Magnús árið 1975, og var það mikill söknuður fyrir hann, því þeirra sambúð var einstök. Eftir að Magnús kom til Reykjavíkur fór hann í Kennara- skólann og lauk þaðan prófi. Síðar fór hann í sérnám erlendis. Hann varð skólastjóri Höfðaskóla og Öskjuhlíðarskóla, síðar sérkennslu- fulltrúi hjá menntamálaráðuneyt- inu. Hann helgaði sig málefnum þroskaheftra og naut sín þar hans manngæska. Fyrir rúmum 2 árum lét hann af störfum fyrir aldurs sakir, en ætíð var hugur hans hjá’ þeim sem sjúkir voru og minna máttu sín í þjóðfélaginu. Magnús var frændrækinn mjög og stofnaði til ættarmóta, nú síðast 15. júlí í sumar í Njálsbúð, og mættu þar um 300 manns. Þessum mannfagnaði stjórnaði hann með miklum sóma. Að heimsækja Magnús í Vestur- bergið var einstakt. Hann veitti ekki einungis kræsingar á borðum, heldur líka með ljóðaupplestri og tónaflóði sem fyllti hlýlegu stofuna hans. Þær voru margar ánægju- stundimar sem við áttum saman og nú síðast nutum við samveru hans þann 13. ágúst sl. við veiðar í Soginu. Við fjölskyldan viljum að lokum þakka Magga frænda sam- fylgdina, hann var alltaf einn af okkur, og mun minningin um hann aldrei gleymast. Nú er þjáningu elskulegs vinar lokið, friður komi yfir hann og As- laugu saman á ný. Hvíl þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og ailt. (Vald. Briem.) Elsku Orri, Karen, Aslaug Emma, Tatjana og Emma tengda- móðir í Vestmannaeyjum. Okkar innilegustu samúðarkveðjur, megi allar góðu minningarnar sefa sorg- ina. Guð blessi ykkur öll. Alexander Sigursteinsson og íjölskylda. Það var einhvern daginn milli jóla og nýárs árið 1961 að fundum okkar Magnúsar Magnússonar bar fyrst saman í skrifstofukompu Jón- asar Pálssonar, þáverandi forstöðu- manns sálfræðideildar skóla í Reykjavík. Jónas hafði um árabil verið næsti nágranni minn í Kópa- voginum og var mér að góðu einu kunnur. Magnús þekkti ég hins vegar ekkert þá. Á þessum fundi okkar var afráðið að ég hæfi kennslustarf með Magnúsi við Höfðaskólann eftir áramótin. Mér er enn í minni hvað mér fannst þessi tilvonandi samstarfs- maður uppörvandi og hressilegur strax við fyrstu kynni, og hvað ríka áherslu mér fannst hann leggja á að væntanlegir nemendur okkar væru indælisfólk, þótt skólanámið sæktist þeim erfiðlega, og sam- starfið sem hófst eftir jólafríið styrkti þetta álit mitt. Minningar frá þessum vetri eru mér einkar hugljúfar. Magnús var afbragðs góður vinnufélagi, gædd- ur lifandi áhuga og starfsgleði, fróður um menn og málefni og skemmtilegur í viðræðu. Hann bar hag og velferð nem- enda okkar mjög fyrir brjósti og.tók óstinnt upp, ef hann heyrði þeim halhnælt eða á einhvern hátt reynt að lítillækka þá. Magnús var reyndur kennari og hafði numið sérkennslufræði í Sviss og Þýzkalandi. Ég tek mér bessa- leyfi til að vitna hér í ummæli sem hann lét falla í viðtali við Valgeir Sigurðsson: („Tíminn“, 15. mars, 1970; viðtalið birtist síðar í bókinni „Ef liðsinnt ég gæti“, ásamt fleiri viðtölum.) En ummælin finnst mér sýna viðhorf Magnúsar til sér- kennslumálanna a.m.k. að því er nemendur varðar. Valgeir spyr, hvað hann hafi verið að læra í Sviss og Þýzkalandi, og Magnús svarar: „Eg var að læra meðferð, uppeldi og kennslu afbrigðilegra barna og unglinga. í Miðbæjarskólanum hafði ég kynnst fólki sem átti í erf- iðleikum með nám, og mér varð snemma ljóst, að nauðsynlega þurfti að koma því til hjálpar, ekki aðeins með því að kenna því sjálfu, heldur og engu síður, að breyta viðhorfi almennings og skólanna sjálfra til þess.“ Ég þarf varla að taka það fram að Magnús gaf mér, nýliða á þessu sviði, margar gagnlegar leiðbein- ingar, sem áttu eftir að reynast mér æ notadrýgri með árunum. Kannski hef ég verið fyrirhafnar- samasti nemandi hans fýrstu sam- starfsvikur okkar. Magnús hafði brennandi áhuga á þjóðmálum og lét skoðanir sínar tæpitungulaust og oft hnyttilega í ljós, því hann var ágætlega máli farinn. Hann hafði lesið mikið, bæði fræðirit um uppeldis- og kennslumál og skáldskap í bundnu máli og óbundnu. Ég minnist margra ánægjulegra samræðustunda, þar sem umræðu- efnið var gjarnan ljóð eða hnyttnar tækifærisstökur, sem báðir kunnu vel að meta. í vina- og kunningjahópi var Magnús hrókur alls fagnaðar og hélt gjarnan uppi líflegum samræð- um, hafði bæði frá mörgu að segja sjálfur og kunni vel að hlusta eftir framlagi annarra. Nemendafjöldi Höfðaskólans fór ört’ vaxandi, og þá fjölgaði jafnframt kennaraliði skólans, og áreiðanlega átti Magnús dijúgan, ef ekki diýgstan, þátt í því að þá strax skapaðist sá ein- hugur og nána samstarf sem ríkti í skólanum meðan hann starfaði. Það var ekki tilgangurinn með þessum fáu kveðjuorðum að rekja æviferil Magnúsar Magnússonar, né gera skeleggu brautryðjanda- starfi hans að sérkennslumálum verðug skil, það vona ég að aðrir, mér færari geri. En að leiðarlokum vildi ég þakka honum langt og ánægjulegt samstarf, þar sem hann var tvímælalaust veitandinn, og áratuga vináttu sem mikils vert var að fá að njóta. Aðstandendum öllum votta ég innilega samúð mína. B.G. Á morgun verður til moldar bor- inn Magnús Magnússon, fyrrum skólastjóri og sérkennslufulltrúi. Þótt mér hefði í nokkra daga verið kunnugt um að senn drægi að ieikslokum, trúði ég ekki öðru en að mér veittist samt tækifæri til að verða á undan sláttumannin- um slynga að hitta hann. En sú von mín brást. Það má e.t.v. virða okkur sem þekktum Magnús það til vorkunnar hve erfitt það reyndist, a.m.k. sum- um, að hugsa sér hann veikan, hvað þá dauðvona — svo lengi hafði hann verið okkur sönn ímynd hreysti og heilbrigði og 'miðlað okkur af gnægtabrunni fróðleiks um allt er að hollustu og heilsu lýtur. Þannig hafði vitneskjan um alvarleg veik- indi Magnúsar varla verið að fullu meðtekin þegar mér barst fregnin um lát hans. Þau tvö ár sem ég hef verið fjarri daglegu amstri í skólanum okkar hefur mér æði oft verið hugs- að til þess hve gaman væri að geta nú einhvern tíma hitt Magnús í góðu tómi og litið með honum yfir farinn veg. Ég get nú aðeins leyft mér að I Legsteinar ■ Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. 1 Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. i fi S.HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVB3I 48 SIMI 76677 LEG M( Hamarsh rSTEI NAR f.F. ni 681960 >SAIK 1 töfða 4 — síi sjá þann fund í hugskoti mínu og láta mér detta í hug hvað helst hefði borið á góma. Hversu mjög sem ég vildi að mér stæði þetta tækifæri enn til böða verð ég að sætta mig við að svo er ekki. Það verður mér nú helst til hugarléttis að ég vona að þrátt fyrir allt hafi mér samt tekist að gefa Magnúsi það að einhveiju leyti til kynna, þótt með óbeinum hætti væri, hve mikils ég mat hann sem læriföður og vin. Sú staðreynd að Magnús Magn- ússon er allur vekur til lífs margar persónulegar minningar frá fyrri árum. Kynni okkar hófust er ég var ráðin kennari að Höfðaskóla haust- ið 1964. Þetta fyrsta samstarfsár okkar Magnúsar er svo óafmáan- lega greipt í hugskot mitt að næst- um sérhver dagur sýnist vera þar á sínum stað. Þannig mun því sjálf- sagt oft varið þegar um fyrsta reynsluár kennarans er að ræða og ekki óeðlilegt að einmitt nú þessa dagana leiti hugurinn til litlu komp- unnar sem var athvarfið okkar kennaranna í Höfðaskóla í vinnu- hiéum. Þar sátum við ijögur, sem höfðum bekkjarkennsluna með höndum, og sérgreinakennaramir tveir og hituðum kaffilöggina okkar upp í hraðsuðukatli milli hinna tveggja daglegu uppáhellinga. En þótt það væri talsverð kúnst að láta kaffið bara hitna, en ekki sjóða, var hún þó ekki stór í samanburði við það sem beið í kennslunni. Allt var í byijun svo óralangt frá þeim veru- leika skólastofunnar sem ég þekkti og allt virðist þetta einhvern veginn svo ótrúlegt nú þegar hugurinn reikar til baka til þessara frambýlis- ára. En Magnús miðlaði okkur hin- um kennuranum óspart af þekkingu sem hann hafði sótt til Mið-Evrópu á áranum 1954-56 og aflað sér með langri reynslu í starfí við Miðbæjar- skólann. Hann lét hag nemendanna sig öllu varða og þau fundu í honum sannan og einlægan vin ekki síður en við kennararnir. Áreiðanlega mun það ekki hafa hvarflað að mér eitt andartak að rúmlega áratug síðar yrði það hlut- skipti mitt í Óskjuhiíðarskóla að taka við forystu af Magnúsi, svo erfitt sem það hlaut að vera. Þá hafði hann verið kallaður til ann- arra starfa á sviði sérkennslunnar og stefnumörkunar hennar innan íslenska skólakerfisins. Á íslandi var Magnús Magnússon óumdeilan- legur frumkvöðuli á sviði kennslu fyrir þroskaheft börn og unglinga. Hann var sannkalláður „hugsjóna- maður" og hið óeigingjarna og sanna brautryðjandastarf hafa íslenskir sérkennarar metið að verð- leikum. Magnús var fyrsti og eini heiðursfélagi í Félagi íslenskra sér- kennara. Vissulega bar oft margt í milli þegar við Magnús bárum sjónarmið okkar saman á þeim fjórðungi aldar sem við un’num á sama vettvangi, svo ólík sem við vorum að skap- ferli og ýmsu öðru. Hinar heitu og einlægu tilfinningar Magnúsar í bland við yfirvegun og ró þegar á móti blés bera sannri karlmennsku vitni. Fyrir þessum eðliskostum Magnúsar hef ég ætíð borið djúpa virðingu. Þótt ýmislegt frá fyrstu sam- starfsáram okkar Magnúsar verði án nokkurs efa eitt af því er sterk- ast mun lifa mér í minni, þá er mér ekki síður kær ein hið síðasta sam- verustund okkar: Við sátum við jólaborðið fyrir tæplega ári í hinni nýju, fallegu kennarastofu Öskju- hlíðarskóla þar sem útsýnið til suð- ursins er óviðjafnanlegt. Og hver sem haft hefur kynni af Magnúsi Magnússyni veit að á slíkum stund- um átti hann fáa eða enga sína líka. Með skírskotun jafnt til fortíðar, nútíðar og framtíðar blés hann lífi í samræðurnar og var hinn eini og sanni veitandi. Þannig magnaðist og margfaldaðist veisluborðið fyrir tilstyrk Magnúsar af því sem var gott fyrir eyrað á að hlýða og and- ann að meðtaka. „Sérréttirnir" sem hann bauð okkur upp á þessa síðustu jólamáltíð með honum í Öskjuhlíðarskóla voru að vanda ein- stakar að gæðum, bæði efniviðurinn og samsetningin; skínandi athyglis- og frásagnargáfa Magnúsar, ósvik- in tilfinning, afdráttarleysi hans og lífskraftur gerðu þessa stund, eins og svo margar aðrar, miklu meira virði en ella. Margir samstarfsmenn Magnús- ar bæði úr Höfðaskóla og Öskjuhlíð- arskóla munu efalaust varðveita kærustu minningarnar um hann einmitt frá stundum sem þessum. Ég þakka Magnúsi af öllu hjarta fyrir allt og allt. Orra og fjölskyldu hans, systkin- um Magnúsar og öðrum aðstand- endum votta ég hluttekningu mína. Jóhanna Kristjánsdóttir Kveðja frá Félagi ís- lenskra sérkennara Einn af stofnendum Félags íslenskra sérkennara er fallinn í valinn, Magnús Magnússon, fyrr- verandi sérkennslufulltrúi mennta- málaráðuneytisins, lést þann 14. þessa mánaðar. Það er löngum sagt að þegar fóik er komið á efri ár þá sé haust í lífi þess og á undan haustdögum fari síðsumardagar. Okkur sem þekktum Magnús fannst ekki komið haust í lífi hans — held- ur síðsumardagar sem einkenndust af annríki þess manns sem e.t.v. er að undirbúa haustið en lætur hvergi deigan síga. Magnús Magnússon var í raun og sannleika brautryðjandi í kennslu barna og ungmenna með sérkennsluþarfir. Skjólstæðingar hans voru nemendur sem ekki voru taldir falla inn í skólakerfi fjöldans. Hann var í fjölda ára skólastjóri Höfðaskólans, sem var til húsa í félagsheimili eins íþróttafélagsins hér í borginni. Þar byggði Magnús upp kennsluúrræði fyrir fjölda bama og unglinga við erfiðar að- stæður og því miður oft við lítinn skilnihg stjómvalda. En síðan komu bjartari dagar og Öskjuhlíðarskól- inn reis og nemendur Magnúsar og starfslið hans fengu nú loksins það húsnæði sem hentaði starfseminni og gleði allra yfir þessari breytingu var mikil. Eftir að Magnús hafði unnið nokkur ár við Öskjuhlíðarskólann varð sú breyting á starfssviði hans, að hann gerðist sérkennslufulltrúi menntamálaráðuneytisins og gegndi því starfi þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir árið 1987. Svo sem sagt var í upphafi var Magnús einn af stofnendum Félags íslenskra sérkennara og vann þar mikið og gott starf ekki síst við mótun félagsins. Hann var gerður heiðursfélagi þess árið 1975. Þó störf Magnúsar í þágu félagsins væru mikil og góð þá minnumst við hans ekki síður á gleðistundum í féalginu þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Magnús var trúr sínu starfi og sinni köllun sem málsvari þeirra sem minna mega sín og í gegnum allt hans starf kom glögglega í ljós hve vænt honum þótti um þá ein- staklinga sem hann hafði uppfrætt og annast og hversu annt honum var um áframhaldandi velferð þeirra á lífsleiðinni. Hann taldi sig líka hafa ýmislegt af þeim lært. Hann sagðist ekki einungis hafa verið gefandi heldur líka þiggjandi. Magnús var mikill starfsmaður. Hann vann á meðan kraftar leyfðu og nú síðast ásamt fleirum að end- urskoðun á sérkennslureglugerð. Að leiðarlokum þökkum við Magnús Magnússyni samfylgdina. Við þökkum honum fyrir að hafa lagt ótrauður af stað óradda braut, fyrir að hafa hvergi hopað af hólmi og fyrir að hafa fylgt sinni sannfær- ingu til hinstu stundar. Við kveðjum með þessum ljóðlín- um Davíðs Stefánssonar: Sú hönd vinnur heilagan starfa sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm - sín kraftaverk. Blessuð sé minning Magnúsar Magnússonar. F.h. stjórnar FÍS, Elísabet Kristinsdóttir, formaður. Fleiri greinar um Magnús Magn- ússon nnnm birtast. í blaðinu næstu claga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.