Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER MORGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 22. ÓKTÓBER 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJphannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýtt mennmgarsetur Borgarleikhús var formlega tekið í notkun á föstudags- kvöld. Þar hefur Leikfélag Reykjavíkur fengið nýjan sama- stað. Áralöng barátta hefur borið ríkulegan ávöxt. Á engan er hall- að, þegar sagt er, að Davíð Odds- son borgarstjóri hafi lagt það lóð á vogarskálina, sem þurfti til að ljúka þessu mikla verki með þeim glæsibrag, sem raun- ber vitni. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari sem flutti síðustu ræðuna við hátíðina í fyrrakvöld þakkaði Davíð sérstaklega og sagði engu líkara en leiklistargyðjan Þalía hefði snortið hann. Umbúnaður um leikara og gesti er allur annar í hinu nýja húsi en gamla Iðnó, þar sem Leikfélag Reykjavíkur hefur vax- ið og dafnað og skapað listaverk sem féllu jafnt að þeim stakki og höfðuðu oft einstaklega vel til leikhúsgesta. Nýtt hús krefst nýs stíls. Baráttan fyrir þessu nýja húsi hefur um langt skeið sett svip sinn á starf Leikfélags Reykjavíkur. Henni er nú lokið á farsælan hátt. Baldvin Tryggvason spari- sjóðsstjóri hefur verið fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík í leik- húsráði Leikfélagsins síðan 1963. í ræðu sem hann flutti við vígslu Borgarleikhússins komst hann meðal annars þannig að orði: „Sú skoðun er býsna út- breidd að leiklistin eigi að geta lifað af sjálfri sér. Hún eigi ekki að þurfa stuðning þess opinbera. Sem betur fer hefur þessi hugsun aldrei fest rætur hjá borgarstjórn Reykjavíkur. Allt frá því um síðustu aldamót, þegar Leikfé- lagið hóf starfsemi sína, hefur það notið stuðnings úr bæjar- eða borgarsjóði. Raunar var hann skorinn við nögl um áratuga skeið en hefur stóraukist á um- liðnum árum einkum frá því að þeim mikla áfanga var náð 1964 að fyrstu fastráðnu starfsmenn Leikfélagsins voru ráðnir. Ástæðan er einfaldlega sú, að fólki er sífellt betur að skiljast að leiklistarstarf eins og önnur lista- og menningarstarfsemi fær ekki þrifist í jafnlitlu samfélagi og íslenska þjóðin er, nema þjóð- félagið rétti listinni trausta hjálp- arhönd. Fólk gerir líka kröfu til þess að fá að njóta hér leiklistar sem fullkomlega jafnist á við það sem íslendingar geta nú kynnst í öðrum löndum. Menn sjá merk- ar leiksýningar í erlendum stór- borgum, í London, París, Berlín og New York og ætlast til þess að hér í okkar fámenna sam- félagi gefist kostur á ekki síðri sýningum." Um leið og undir þessi orð er tekið skal minnt á, að borgarsjóð- ur Reykjavíkur mun nú tvöfalda framlag sitt til Leikfélagsins úr 40 milljónum króna í 80 milljón- ir. Hlýtur það að vera öllum fagn- aðarefni, að Reykjavíkurborg er þetta kleift án þess að hækka álögur á borgarbúa. Starfsmenn Leikfélagsins eru að meðaltali 110 til 130 manns, fastráðnir starfsmenn eru um 40, þar af um 20 leikarar. Starfsmönnum hefur enn ekki fjölgað vegna flutningsins í nýja húsið og er stefnan sú að halda sem flestum lausráðnum. Til allra þessara atriða þurfa menn að sjálfsögðu að líta, þegar þeir huga að fram- tíð leiklistar í hinu nýja húsi. Mestu skiptir að þar ráði listræn reisn sem nái til almennings. Þeir sem sátu í sal á vígslu- kvöldinu og fylgdust með því sem á sviðinu gerðist voru á einu máli um að vel hefði tekist að tengja sal og svið. Hið sama var álit þeirra sem á sviðinu voru, nálægðin við áhorfendur er mik- il. Hringsvið hússins er það stórt og öflugt að á því snerist létti- lega öll Sinfóníuhljómsveit Is- lands og kór Langholtskirkju án þess að þröngt væri um lista- mennina. Þegar Kammersveit Reykjavíkur lék nýtt tónverk eft- ir Atla Heimi Sveinsson sem samið var sérstaklega fyrir há- tíðina kynntust gestir lítillega fullkomnum ljósabúnaði hússins og hljómtækjum. Er ljóst, að allt er þetta í samræmi við nýjustu kröfur. Aðbúnaður að gestum í anddyri er til fyrirmyndar og sæti í sal þægileg. Hefur ekkert verið til sparað, enda hafa Reyk- víkingar varið rúmum einum og hálfum milljarði króna til þessa verks. í vígsluræðu Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra kom fram, að þetta mikla menningarsetur myndi styrkja stöðu Reykjavíkur sem höfuðborgar, menningar- legrar nútímaborgar. Undir þessa skoðun er eindregið tekið með hamingjuóskum til leikara, borgarabúa og landsmanna allra. Þjóðfélag IÚTLENDUR • kunningi minn sem hefur mikinn áhuga á íslandi og gengst upp í íslenzkum bókmennt- um skrifaði grein um íslenzk þjóð- mál fyrir Herald Tribune í fyrra. Hann heyrði ekkert frá þeim en þegar hann hringdi og spurðist fyr- ir um greinina sögðu þeir: Who cares about Iceland? Þetta er í raun og veru afstaða erlendra fjölmiðla til þessa litla lands okkar. Hann sendi mér þessa grein og mér fannst hún góð. En þeir höfðu ekki áhuga. Það vantaði hasarinn í greinina. Heimspressan er síður en svo merkilegri en litlu blöðin hér heima. Stundum miklu ómerkilegri, að mínu viti. Verðmætaskyn samtím- ans er afar brenglað en líklega hef- ur það alltaf verið svo. Dómgreind- arleysi og yfirborðsmennska eru of oft einkenni okkar tíma. Það fylgir fjölmiðlun, ekki sízt. Það er talað um frelsið í heims- pressunni; hvað hún sé opin og merkileg. Washington Post kallað til vitnis um það. En hvernig er þessu frelsi varið? Tiltölulega fáir fréttamenn og dálkahöfundar eru alls ráðandi á síðum stórblaðanna, aðrir komast ekki að. Jafnvel á þeim tímum sem íslenzk blöð voru lokaðri en nú sátu ritstjórar þeirra með sveittan skallann að afgreiða konur og karla og birta greinar eftir þekkt fólk og óþekkt hvað- HELGI spjall anæva að af landinu. En á „fínu“ blöðunum úti í heimi er helzt ekki birtur stafkrókur eftir svo kallaða al- þýðu manna sem er, guðisélof, hin eina sanna tólg í okkar stéttlausa þjóð- félagi. Það líður ekki yfir neinn, þótt bóndi eða sjómaður eða ósköp venjulegur óþekktur borgari í þjóð- félagi okkar komi með grein til birt- ingar, til að mynda í Morgunblað- inu, heldur þykir það sjálfsagt og ekki í frásögur færandi. Það kalla ég frelsi og lýðræði í reynd. En hvað gerðist ef óþekktur þjóðfélags- borgari óskaði eftir samtali við rit- stjóra Washington Post, eða New York Times? Eða The Times í Lon- don eða Die Zeit eða Siiddeutsche Zeitung? Það mundi einfaldlega ekki gerast. Ég hef aldrei séð slíka grein í „heimsblaði“. Þetta er mun- urinn á þeirra lýðræði og okkar. Þeirra frjálsu pressu og okkar. Þeirra þjóðfélagi og okkar. 9 1 u,\ BANDARÍSKA SKÁLDIÐ * William Faulkner sagði við mig að íslenzka þjóðemistáin væri stór og viðkvæm. Eins konar þvagsýru- gigtartá! Hann kvaðst hafa ferðazt talsvert um landið og bæi;i mikla virðingu fyrir þjóðinni og menningu hennar. En ég vildi ekki verða til að stíga ofan á þjóðemistána, bætti hann við og brosti. Nú er þessi tá þvi miður einna helzt bundin við hagsmuni. Hvort það eigi að leggja vegi eða flug- velli á vegum vamarliðsins. Hvort það eigi að veiða hvali eða ekki. Við fengum handritin vegna tungu okkar og menningararfleifð- ar og mér er nær að halda við höf- um fengið sjálfstæði okkar og síðar 200 mílna fiskveiðilögsöguna á sömu forsendum. Það var tekið til- lit til sérstöðu okkar og arfs sem er einstæður. Breytir smáþjóð í merkilegt fyrirbæri í heiminum. Ég hef komið til Bahamaeyja. Þar býr blönduð þjóð sem talar eitt- hvert óskiljanlegt hrognamál af enskum toga. Hún er álíka fjölmenn og Islendingar. Hún er eyjaþjóð. En hún á engan háskóla. Hún á engar bókmenntir. Hún hefði aldrei fengið 200 mílna fiskveiðilögsögu vegna sérstöðu sinnar og menning- ar. En hún á sjónvarp á ensku hrognamáli handa framtóningum. Þetta hefur orðið mér íhugunar- efni. Menn skyldu aldrei gleyma þeim bakhjarli sem mikilvægastur er í íslenzkri samtíð. Það hefur bókstaf- lega allt oltið á honum. Við horfum til framtíðarinnar, en hjarta okkar slær í fortíðinni einsog Bernstein sagði um Mahler. Við getum aldrei orðið þjóð sem miðar líf sítt við snærisspotta ríkra ferðamanna, eða spilavíti mafíunn- ar. Þessari viðmiðun kynntist ég í Nassau. Og auðvitað er eyjan þar sem spilavítið er kölluð Paradís. Það er eftir öðru einsog verðmætamatið er nú um stundir. M. (Meira næsta sunnudag.) EITT AF ÞVÍ SEM aðildarríki Evrópu- bandalagsins þurfa að sameinast um fyrir árs- lok 1992 og upphaf hins sameiginlega markaðar er stefna í sjónvarpsmál- um. Þau náðu samkomulagi um þetta efni á fundi 5 Lúxemborg 3. október sl. Nú blasir hins vegar við að til átaka komi milli þeirra og Bandaríkj^manna vegna þessarar stefnu. Bandaríkjastjórn hefur sagt að hún íhugi að lýsa samþykkt Evr- ópubandalagsríkjanna sem verndaraðgerð er bijóti gjörsamlega í bága við GATT- samkomulagið um fijáls viðskipti á milli þjóða. Starfsmenn Evrópubandalagsins hafa mótmælt yfirlýsingum Bandaríkja- stjómar um þetta og segja að ekki beri að líta á sjónvarpsefni sem vöru heldur skilgreina það sem þjónustu og þar með falli það ekki undir GATT-samkomulagið. Samþykkt ráðherranna hefur ekki að geyma lagalega heldur' pólitíska skuld- bindingu, þannig að einstök ríki verða ekki kærð fyrir dómstóli EB, þótt ekki sé sýnt meira af evrópsku sjónvarpsefni innan landamæra þeirra en öðru. Fyrir Bandaríkjamenn er hér mikið í húfi því að sjónvarpsefni, myndbönd og kvikmyndir eru ein helsta útflutningsvara Bandaríkjanna. í bandarískum utanrík- isviðskiptum vegur útflutningur á kvik- myndum og sjónvarpsefni á þann veg að hann skilar árlega 3 milljörðum dollara i hagnað eða 180 milljörðum íslenskra króna. Evrópumenn eru stærsti kaupand- inn og versla fyrir 700 milljónir dollara á ári, 42 milljarða íslenskra króna. Að vísu eru Japanir að færa sig upp á skaftið í þessum bandaríska atvinnuvegi eins og sýnir sig í nýlegum kaupum risafýrirtækis- ins Sony á bandaríska kvikmyndafyrirtæk- inu Columbia. Stefna Evrópubandalagsins hefur verið mótuð undir fyrirsögninni: Sjónvarp án landamæra. í umræðum um þetta mál innan bandalagsins hefur verið deilt um tvö meginsjónarmið. Annars vegar eru ríki sem vilja sem mest frelsi eins og Bretland og Lúxemborg og njóta þau stuðnings fjöl- margra sjónvarpsstöðva sem byggja rekst- ur sinn á auglýsingum. Þessir aðilar vilja fella niður kerfi sem byggist á þjóðlegum kvótum, ef þannig má að orði komast, til þess að auðvelda starfsemi nýrra evr- ópskra sjónvarpsstöðva er móta dagskrá sína að verulegu leyti með bandarísku efni. Má segja að Stöð 2 hér á landi sé dæmi- gerð stöð af því tagi, þótt þar sé einnig framleitt íslenskt efni, enda mun það ráða úrslitum um vinsælciir íslensks sjónvarps og hvort það getur staðist þá hörðu sam- keppni sem blasir við. Frakkar hafa lagst gegn þessu sjónarmiði og hafa notið stuðn- ings framleiðenda á efni sem vilja gjaman koma á evrópskum kvótum til þess að ýta undir kaup á efni sem framleitt er innan Evrópubandalagsins. Segja má að hvorugur aðili hafí borið sigur úr býtum í þeirri málamiðlun sem var undirrituð hinn 3. október sl. í Lúxem- borg. í henni felst ekki nægileg lagaheim- ild til þess að skylda 12 aðildarríki Evrópu- bandalagsins til að sýna að meirihluta evrópskt efni. En hins vegar hefur hvert einstakt land nægilegar heimildir til þess að koma í veg fyrir að sett verði upp inn- an landamæra þess „Coca-Cola“-stöð, eins og Frakkar kalla það, sem myndi raska staðbundnu jafnvægi í sjónvarpsrekstri. í reglunum er að finna ákvæði um kvóta fyrir þjóðtungur sem eru forsenda menn- ingarlegra sérkenna. FRANCOIS MITT- errand Frakklands- forseti flutti ræðu evrópsk sjón- Boðskapur Mitterrands um varpsmál á ráðstefnu sem haldin var í París um evrópska samvinnu í þessu efni 30. september 1989. Frakklandsforseti ræddi sérstaklega um tæknilega samvinnu á þessu sviði innan Eureka-áætlunarinnar sem hann var upphafsmaður að á sínum tíma og stefnir að því að samhæfa krafta Evrópuþjóðanna í tæknilegum efnum. Er- um við íslendingar meðal þátttakenda í einstökum verkefnum innan ramma þess- arar víðtæku áætlunar. í ræðu sinni vék Frakklandsforseti einn- ig að menningarlegu hlutverki sjónvarps og stöðu sjónvarpsmála í Evrópu almennt. Hann spurði meðal annars: „Hve margar sjónvarpsstöðvar eru í Evrópu? Ég leitaði eftir upplýsingum um það, ég hef hins vegar fengið mismunandi tölur sem sýnir að innan Evrópu þurfa menn að taka sig á um tölfræðilegar athuganir og rannsókn- ir. Tölurnar voru frá 50-90. En ef til vill má rekja þessar mismunandi tölur til þess að stöðvamar starfa með mismunandi hætti. Til eru stöðvar sem einbeita sér að Evrópubúum og síðan aðrar sem gera það ekki. Menn segja þannig að það séu 50 stöðvar einungis fyrir Evrópu þótt þær séu 90 alls. Ég reyni að komast til botns í þessu. Á síðustu tímum hefur lengd dagskrár tvöfaldast. Um 12 gervitungl dreifa efni um 40 stöðva yfir álfu okkar. 20 milljón heimili eru tengd kapalkeifum sem bjóða mismunandi mikið efni eftir löndum." Síðan sagði Frakklandsforseti að í Evr- ópu væri ekki framleitt nægilega mikið af sjónvarpsefni. Evrópubúar yrðu að flytja sitt efni inn. Nú mætti segja að í Evrópu þyrftu menn á ári hveiju að hafa tiltækt sjónvarpsefni til þess að fylla 125 þúsund klukkustundir en í álfunni væri ekki fram- leitt meira efni en fyrir 20 þúsund klukku- stundir. Það sem upp á vantaði kæmi að utan. Evrópubúar ættu undir högg að sækja tæknilega gagnvart Japönum og í efniskaupum gagnvart Bandaríkjamönn- um. Hann sagðist ekki vera á móti fijáls- um viðskiptum en vildi aðéins benda á, að Bandaríkjamenn keyptu aðeins um 1% af sjónvarpsframleiðslu Évrópubúa og þess vegna vissi hann ekki hvar um verndarað- gerðir væri að ræða. Hins vegar væri ljóst að miklu auðveldara væri að komast inn á annan markaðinn heldur en hinn. Þá yrðu Evrópubúar einnig að íhuga að þeir hefðu ekki komið á skiptum á efni inn- byrðis milli sín og þeir framleiddu hver um sig of lítið og þyrftu þess vegna að flytja inn. Sagði hann að tölfræðin sýndi að af aðkeyptu efhi frá útlöndum fyrir 100 klukkustundir kæmu aðeins átta stundir frá öðrum Evrópuríkjum. Forsetinn lagði áherslu á að það bæri að varðveita menningu einstakra landa. Menn yrðu að hafa í huga að næstum all-' ir væru í veikri vamarstöðu og í sumum Evrópulöndum töluðu tiltölulega fáir ein- stök tungumál. Menn yrðu að velta fyrir sér stöðu þeirra þjóða. Ymsir gleymdu því, þótt hann gerði það ekki, að velska, flæmska eða danska væru tungumál lítilla þjóða. En sömu rök og ættu við þegar rætt væri um vemdun þeirra kæmu til álita þegar litið væri til stöðu ítölsku, þýsku og einnig frönsku. Benti hann á að spænska og enska væra tungumál sem næðu til jarðarkringlunnar allrar og styrk- ur þeirra ykist. FRAKKLANDS- forseti hvatti til þess að Evrópubúar legt átak tækju höndum saman við framleiðslu á sjónvarpsefni sem tæki mið af evrópskri menningu. Hann sagðist fylgjast af miklum áhuga með hugmyndum um að koma á fót evrópskri fréttastöð, Euronews, þar sem efni yrði flutt á mörgum tungumálum. Þá hvatti hann tii þess að framleitt yrði hágæða sjónvarpstæki, og hann sagði að Frakkar vildu að tilraunir yrðu gerðar með það við ólympíuleikana í Albertville eða Barcelona. Þá ættu skólar sem sérhæfa sig í kennslu í sjónvarpi og kvikmyndum í ein- stökum löndum að samræma kennsluhætti og skilgreina ný viðfangsefni. Ýmsar stór- ar evrópskar sjónvarpsstöðvar hefðu kom- ið á fót, með sjónvarpsstofnuninni í Frakk- landi, einskonar gagnabanka sem nota mætti til að framleiða fræðslumyndir um Sameigin- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. október efni sem sameiginlegt væri öllum Evr- ópubúum. Með þessum hætti væri unnt að koma á fót myndvæddu alfræðisafni í Evrópu um borgir álfunnar, ár og fljótj náttúrugæði, Jjöll, söfn og vísindaafrek. í stuttu máli allt sem sameinaði Evrópuþjóð- imar. Athygli hefði vakið að Sorbonne- háskóli í París hefði gert um það tillögur til ýmissa háskóla að samin yrði sameigin- leg námsskrá og kennt samkvæmt henni í gegnum gervitungl. Þannig væri unnt að leggja grann að raunveralegum sjón- varpsháskóla Evrópu. Allt þetta starf stuðlaði að því að styrkja evrópska sjón- varpsstarfsemi. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands hefur nú í tvö ár verið í forsæti fyrir evr- ópskri nefnd sem veitir viðurkenningu fyr- ir bestu drög að sjónvarpshandriti og hnígur sú starfsemi í svipaða átt og Frakk- landsforseti lýsir í þessum orðum. Francois Mitterrand ræddi í ræðu sinni um það hvemig framkvæmdastjóm Evr- ópubandalagsins gæti stuðlað að því að gerðir yrðu sjónvarpsþættir og unnið að dreifingu þeirra innan Evrópu og lagt til nýja tækni til að auðvelda slíka fram- leiðslu. Jaques Delors, forseti fram- kvæmdastjómarinnar, hefur látið í ljós áhuga á því að bandalagið leggi töluverða fjármuni af mörkum til þess að auðvelda slíkt starf. Nefndi hann töluna 7 milljarða franskra franka [um 70 milljarða ísl. kr.] á fimm ára tímabili. Taldi Frakklands- forseti að rétt væri að ræða þetta mál á þessum forsendum því að fjárhæð sem þessi hlyti að geta gagnast mörgum. Hins vegar væri enginn þeirrar skoðunar að framleiðsla eða framtíð sjónvarpsefnis í Evrópu myndi byggjast á fjárframlögum frá Évrópubandalaginu. Það sem mestu máli skipti væri hugmyndaflug og geta sérhvers einstaks framleiðanda og það væri undir einstaklingum komið að bjarga menningu Evrópu frekar en undir milljarða framlagi. Hins vegar harmaði enginn millj- arðana. Frakklandsforseti sagði að í fjár- lögum Frakka fyrir 1990 væri ráðgert að veija um 900 milljónum franka [um 9 milljörðum íslenskra króna] til sjónvarps- mála í Evrópu. Frönsk stjórnvöld væra reiðubúin til að leggja sitt af mörkum í þessu skyni og hann vissi að sama hugar- far ríkti meðal stjórnenda annarra landa. ÞEIR SEM TIL þess hafa búnað geta fylgst með því tunglum hér á landi úr gervi- tungirhvernig Frakkar hafa lagt sig fram um að koma sjónvarpsefni sínu á fram- færi við þá sem utan landamæra þeirra búa. Á einum þeirra íjögurra gervihnatta sem hingað senda geisla sína og auðv’elt er að ná með viðráðanlegum loftnetum eða diskum er franska stöðin TV5 Europe sem sendir út úrval úr frönsku sjónvarpsstöðv- unum. Tilhögun á fréttum er til dæmis þannig háttað að skipst er á að endursýna kvöldfréttatíma frönsku stöðvanna. Þessa dagana ná menn til dæmis fréttum Ant- enne 2 klukkan níu á kvöldin að íslenskum tíma. Era það sömu fréttir og franskir áhorfendur stöðvarinnar sáu hjá sér klukk- an átta um kvöldið að frönskum tíma (sjö að íslenskum). Þá era í þessari stöð alls kyns umræðuþættir og skemmtiþættir. Er efni hennar úrval úr frönskumælandi sjón- varpsstöðvum ekki aðeins í Frakklandi heldur einnig Belgíu, Sviss og Kanada. Þá var unnt að sjá hér á landi a.m.k. þijár stöðvar sem senda efni á þýsku: SATl, SAT3 og RTL þ.e. þýska útsend- ingu hjá sjónvarpsfélaginu í Lúxemborg. Einnig er hægt að sjá tvær rásir ítalska ríkissjónvarpsins og eina spánska TVEl fyrir utan spænskumælandi stöðina Gala- vision í Mexíkó. Þessa dagana er ný hol- lensk stöð komin inn á gervihnetti sem senda hingað tíl lands og heitir hún RTL Veronique og er auglýsingastöð í Lúxem- borg. Með þessari stöð er bundinn endi á 70 ára einokun hollenska útvarpsins, sem er í ríkiseign. Rekstur stöðvarinnar bygg- ist á glufu í hollenskum lögum sem banna auglýsingastöðvar í Hollandi en leyfa slíkum stöðvum utan landsins að tengjast kapalkerfinu innan þess. 80% Hollendinga ná í erlendar sjónvarpsstöðvar á kapli. í stöðinni era fastaþættir sem við þekkjum héðan og virðist hún að meginefni byggð upp á ensku eða amerísku efni sem flutt er á tungum þeirra þjóða með hollenskum textum. Hinn 28. október kemur önnur svipuð hollensk gervihnattarstöð til sög- unnar, sem einnig næst hér á landi. Hér næst einnig Nordic Channel eða Norræna rásin sem sendir efni á skandinavísku eða með skandinavískum texta nokkrar klukk- stundir á sólarhring. Hér hafa verið taldar Úr gervi þær gervihnattastöðvar sem hingað ná og eru með dagskrá á öðrum tungumálum en ensku. Umfangsmesta starfsemin á ensku er rekin af fjölmiðlakónginum Rupert Murdoch sem á sjónvarpskerfið sem kennt er við Sky. Hann tapar nú um 200 milljón- um íslenskra króna á viku hverri á því að reka þetta sjónvarpskerfi og svo virðist sem í bili að minnsta kosti hafi hann gef- ist upp á því að miða starfsemi þess við Evrópu almennt en einbeitir sér þess í stað að því að ná fótfestu á markaði í Bret- landi. Þetta má meðal annars marka af fréttaflutningi á fréttastöð hans, Sky News, þar sem dagskráin byggist á frétt- um og fréttatengdum þáttum allan sólar- hringinn. Er þetta einskonar bresk útgáfa af bandarísku CNN-stöðinni. Á Sky News era ávallt fréttatímar á heilum tíma og stendur hver fréttatími í hálfa klukkustund og síðan koma þættir sem tengjast fréttum það sem eftir lifír klukkutímans. Á kvöld- in, núna klukkan 22:30, er síðan sýndur í þessari stöð kvöldfréttatími bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC og á sunnu- dagskvöldum má þar sjá bandaríska frétta- þætti eins og Meet the Press. Hefur Murdoch lýst því yfir að hann muni halda áfram að reka þessar stöðvar eins lengi og hann hafi efni á því og annar rekstur hans gefí nægilegar tekjur af sér til þess að standa undir tapinu. Þessi sjónvarpsbylting hefur verið að gerast hér á landi á undanförnum misser- um. í þessu efni eins og svo mörgum öðr- um þegar um samvinnu Evrópuríkja er að ræða þurfum við að svara þeirri spum- ingu hvort við ætlum einvörðungu að taka á móti því sem aðrir rétta okkur eða vera þátttakendur í því í gegnum Evrópusam- starf að móta að einhveiju leyti það sem að okkur er rétt og hafa aðstöðu til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri þar sem ákvarðanir era teknar. Eins og fram kom í ræðu Francois Mitterrands og til var vitnað hér að framan hafa að minnsta kosti Frakkar fullan skilning á nauðsýn þess að vernda hina menningarlegu flóru í Evrópu og hlú að fámennum þjóðum og eigin tungu þeirra. Ef á þetta yrði látið reyna kynni auðvitað að koma í ljós að ekkert tillit yrði tekið til óska okkar. Við værum þá altént reynslunni ríkari og viss- um betur hvar við stæðum. „Þessi sjónvarps- bylting hefur ver- ið að gerast hér á landi á undan- förnum misser- um. I þessu efiii eins og svo mörg- um öðrum þegar um samvinnu Evrópuríkja er að ræða þurfum við að svara þeirri spurningu hvort við ætlum ein- vörðungu að taka á móti því sem aðrir rétta okkur eða vera þátttak- endur í því í gegn- um Evrópusam- starf að móta að einhverju leyti það sem að okkur er rétt og hafa aðstöðu til að koma sjónarmið- um okkar á fram- færi þar sem ákvarðanir eru teknar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.