Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 43
. MÓ'RÍmteiÍÁEak ÆáióJtJ'EtóGÍíáiÍL nk’rnfe?•.........................., Aldís Björgvins- dóttir - Minning Fædd 30.júní 1942 Dáin 16. október 1989 Við þá ótrúlegu og ótímabæru fregn að Aldís vinkona mín hefði farist í bílslysi ásamt mági sínum, var sem tíminn stöðvaðist augna- blik. Gat þetta verið satt? Jú, vegir landsins taka toll og hann stóran, nú eins og svo oft áður. Aðstand- endur og vinir standa örvinglaðir og spyija: Hvers vegna? En engin svör fást nú fremur en endranær. Leiðir okkar Aldísar lágu fyrst saman fyrir u.þ.b. 20 árum er við störfuðum saman á Dagheimilinu Hörðuvöllum í Hafnarfirði og þró- aðist þar sú vinátta sem haldist hefur æ síðan. Þó langur tími liði milli samfunda var ávallt sem við hefðum hist í gær. Aldís var mjög skemmtilegur vinnufélagi og vinur. Hún sá ætíð spaugilegu hliðarnar á tilverunni og það var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. En það var líka gott að leita til hennar ef erfið- leikar steðjuðu að, þá var hún fús að veita aðatoð. Sem starfsstúlka á barnaheimili var hún samviskusöm og ósérhlífin. Hún var einstaklega barngóð og átti auðvelt með að laða börnin að sér og reyndist þeim sann- ur vinur. Á þessum árum bjó Aldís á Álfaskeiði í Hafnarfirði með börn- um sínum tveim, þeim Hjördísi og Björgvin Gunnarsbörnum. Þar var gott að koma og spjalla yfir kaffi- bolla. Sonur minn sem þá var á öðru eða þriðja ári naut þess að eiga Aldísi að vinkonu, því oft fékk hann að gista ef foreldrarnir brugðu sér frá, og var þá dekrað við hann á alian hátt og það sem best var, enginn fastur svefntími á kvöldin. Dálæti hans á henni er best lýst er hann sagði einhverntíma: Þegar ég verð stór ætla ég að giftast henni Aldísi. En það var annar fyrri til því skömmu síðar kynntist hún Sigurði H. Sigurbjarnar frá Björgum í Ljósavatnshreppi og fluttist með honum norður. En þau höfðu þó yfirleitt vetrarsetu hér sunnanlands og hafði Aldís einmitt tekið upp þráðinn að nýju sem starfsstúlka á barnaheimili og vann sl. vetur á Hörðuvöllum. Var gott að vita af henni þar og gaman að hitta hana aftur á gamla góða staðnum. Aldís og Siggi eignuðust einn son Sigurð Frey sem í dag er 16 ára gamall og sér á bak móður sinni og frænda. Guð gefi þeim feðgum og ástvinum öllum styrk til að sigr- ast á þessari miklu sorg. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst Aldísi og átt hana að vini. Ég bið henni blessunar Guðs á nýj- um leiðum. Elsku Siggi, Sigurður Freyr, Hjördís, Björgvin, foreldrar, systk- ini og aðrir ástvinir. Orð eru lítils megnug á stund sem þessari, en minninguna tekur enginn frá ykk- ur. Megi hún verða ykkur ljós á komandi tímum. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Aldísar Björgvinsdóttur. Erla G. Gestsdóttir Afmælis- fyrirlestrar TÆKNISKÓLINN heldur fyrir- lestur um ál og áltækni, miðviku- daginn 25. október. Fyrirlesari verður dr. Hans Kr. Guðmunds- son, forstöðumaður Iðntækni- stoínunar Islands. Fyririesturinn verður í sal skólans, Höfðabakka 9 og hefst kl. 17.15. í fyrirlestrinum verður rætt um nýjungar í áltækni og spáð í fram- tíðarhagnýtingu. Þetta er annar fyrirlesturinn í flokki fyrirlestra sem efnt er til í Tækniskólanum í haust, vegna 25 ára afmæli skólans og er ætluniin að gefa almenningi hugmynd um viðfangsefni skólans. Nú er sumarið liðið og vetur genginn í garð, farfuglarnir farnir til fyamandi landa. í dag er kvödd systurdóttir mín Aldís Björgvinsdóttir sem lést í hörmulegu slysi, svo langt um aldur fram, en vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Minningarnar hrannast upp og af nægu er að taka, en ég ætla ekki að telja það upp hér. Foreldrar hennar hófu búskap á heimili foreldra minna og ömmu og afa hennar. Við Aldís vorum sitt á hvoru árinu og ólumst upp eins og systkini og þannig var það áfram. Aldís giftist og eignaðist þijú mann- vænleg börn, tvö eldri börnin eru búin að stofna sín eigin heimili og eignast börn, en yngri sonurinn, sem er 16 ára, er í föðurhúsum. Böndin á milli okkar Aldísar voru alltaf jafn sterk þótt stundum væri vík milli vina og var ég ávallt vel- kominn á heimili þeirra hjóna hvort sem það var hér á Lindarbrautinni eða að Björgum II, Ljósavatns- hreppi. Nú að leiðarlokum vil ég þakka þetta allt og bið Guð að styrkja eiginmann hennar, Sigurð Sigur- bjarnarson, börn, foreldra, tengda- börn, barnabörn og systkini í þeirra miklu sorg. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gúndi Okkur lkngar til að minnast elskulegrar systur, sem var svo óvænt og alltof snemma burt kölluð. Já, lífið er stundum ráðgáta sem við mennirnir skiljum ekki. En það er erfitt að horfa á eftir „stóru syst- ur“ sem alltaf var reiðubúin til hjálpar hvar og hvenær sem var. Hún var sterka stoðin í lífi okkar systkinanna. Aldís fæddist í Hafnarfirði 30. júní 1942. Elst af fimm börnum hjónanna Rakelar Guðmundsdóttur og Björgvins Jónssonar. Því aðeins 47 ára er hún lést frá ungum syni, eiginmanni og tveim uppkomnum börnum. Að ekki sé gleymt litlu ömmubörnunum hennar, sem fengu alltof stutt að njóta ömmu sinnar. Aldís var vel gefin kona og hafði mikið yndi af lestri góðra bóka. Ættfræði var henni hugleikin og hafði hún svo frábært minni að vantaði mann að vita eitthvað um ættina, þá var bara að spyija Aldísi. Já, það er svo margs að minn- ast. Hugurinn reikar aftur til barns- áranna er við lékum okkur áhyggju- laust saman. Unglingsáranna, sem liðu við nám og störf og fullorðins- áranna. Allt hlaðið góðum minning- um. Heimili Aldísar og eiginmanns hennar Sigurðar að Björgum II, Ljósavatnshreppi, stóð öllum opið. Hafði hún mikla ánægju af að taka IHADEGINU MEXIKÖNSK PIZZAog m f SÚPA JÉJ Kr. 490.- I á móti gestum. Aldrei of margir. Þar undi Aldís hag sínum best, því hún var mikill náttúruunnandi. Langar okkur sérstaklega til að þakka fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar sem við áttum með þeim hjónum þar. Það er erfitt að sætta sig við þetta, en Guð ræður, við mennirnir lútum hans vilja. Mikill harmur er nú kveðinn að eiginmanni, börnum, foreldrum og hinum stóra frænd- garði. Við biðjum Guð að styrkja ættingja og blessa minningu henn- ar. Lína og Siddý í dag kveðjum við Aldísi. Hún var okkur, sem vorum henni sam- ferða, sérstakt tákn. Góðvilji hennar gagnvart öllu lífi var einstakur. Hún hafði erfið verkefni um sína daga, sjúkdómut- og fylgjandi erfiðleikar voru mikill prófsteinn á persónu hennar. Oft verða viðbrögð fólks í þeim sporum, sem hún þá stóð í, beiskja og neikvætt viðhorf. Eftir glímu hversdagsins og góðan árangur í lífshlaupi sínu stóð Aldís meðal vina sinna glaðlynd og já- kvæð. Hún bar gleði og gjafir í hvert hús. Gjafir hennar voru þær sem við oft sjáum ekki fyrr en við stöndum frammi fyrir stöðvun tímans. Þessar gjafir voru hinir ót- eljandi kostir hennar. Hún var í senn fulltrúi hinna gömlu gilda og nútímakona. Gilda sem eru því mið- ur á undanhaldi í samfélagi nútím- ans. Það er afar sjaldgæft og í senn guðsþakkarverð forréttindi að fá að verða samferða slíkri veru. Engl- unum hér á jörð fækkaði um einn er hún kvaddi. Við, sem eftir sitjum og verðum að sætta okkur við fráfall hennar, gleymum henni aldrei. Vonin er okkur efst í huga og spurningar vakna, sem við eigum ekki svör við. Við treystum því að góður Guð leyfi okkur að sameinast hinum ljúfa vinahóp í eilífðinni. Þar er Aldís meðal þeirra. Við söknum hennar ólýsanlega og biðjum Guð að geyma hana og þá sem hana syrgja. Randver Þ. Randversson Success SUARANTKD pidfcctin Ir *,S MINUTES lUWV Brown&W'ild Rice Fij7cfti v Pdu Bráðskemmtilegur hnetu- keimurersérkenni þessa hrísgrjónaréttar. Blanda af villi- og brúnum hrísgrjónum með ekta sveppabitum og ferskri kryddblöndu. Bragð- gott meðlæti með öllum mat. Fyrir 4 - suóutími 15 mín. Heildsölubirgðin K.ARL K. KARLSSONAvCO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Sumir tala um það - aðrir gera það - Sumir vita nákvæmlega hvernig á að selja, en selja ekki neitt. Aðrir selja. Hver er ástæðan? Á sölutækninámskeiði Viðskiptaskólans færðu ávarið. Bæring Ólafsson sölustjóri Vífilfells hefur útbúið 36 klst. námskeið um það hvemig á að gera sölustarfið markvissara, árangursríkara og skilvirkara, með því að þekkja betur markaðinn, viðskiptavininn og ýmsar söluörvandi aðgerðir. Meðal efnis sem farið er yfir á sölutækninámskeiðinu er: x- Grunnatriði í markaðsfræði. * Kaupmaðurinn - innkaupastjórinn * Neytendur - þarfir þeirra * Sölustjórinn - sölumennirnir * Staðsetning vöru * nAð loka sölu" * 30 gullkorn varðandi sölu ^ i Sölutækni -er námskeið sem sölumenn, sölu- stjórar, markaðsstjór- ar og forráðamenn fyrir- ja mega ekki láta fram- hjá sér fara. 5* ~ T.ÆlKTy w LÆKJARGOTU Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.