Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 PÉTUR TRYGGVI gullsmiður SÖLUSÝNING GALLERÍIÐ Kænuvogi 36, 104 Reykjavík, sími 678950. Opiðkl. 11-21 15.-23. des. NYARSDAGUR 1990 hátIðarkvoldverbur HALLARGARBSINS Hallargarðurinn byrjar nýjan óratug með glæsilegum hótíðarkvöldverði og frumsýningu ó nýjum sælkeramatseðli. Nýársdagskvöldverður: OfnbakaÖur humar í deigpoka m/humarsósu Tœrfiskisúpa m/hörpuskelogkavíar Heilsteiktar nautalundir m/Chautebriandsósu, koníakssteiktum sveppum, fondant kartöflum og grœnmetisdisk. Súkkulaöi- og appelsínulíkjörsbœtt terta. Fyrir þó, sem vilja byrja nýja órið með sælkeraævintýrum, er nýi matseðillinn okkar eins og æsispennandi bók, sem lokkar og laðar. Innifalið í verði ó nýórsdag er kampavínsfordrykkur, nýórsrós og gjöf handa hverjum gesti. NÝÁRSKVÖLD f HALLARGARÐI. HÁTÍÐARMATUR í KYRRLÁTU VIÐHAFHARUMHVERFI. Borðapantanir í símum 33272 og 30400 HALLARGARDURINN HÚSI VERSLUNARINNAR Leyndarmál átta kvenna Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigríður Gunnlaugsdóttir: LIFSÞRÆÐIR. Skáldsaga. 190 bls. Æskan, 1989. Rakin er saga átta skólasystra frá Laugarvatni. Þær eru komnar á miðjan aldur og rifja upp það sem síðan hefur á dagana drifið. Ólíkar eru þær að flestu leyti. Og misvél hefur þeim vegnað í lífinu. Sumar hafa steytt á skeri snemma á lífsleiðinni en síðan siglt lygnan sjó gegnum árin. Aðrar hafa farið gætilegar af stað. En þrátt fyrir það kann að koma á daginn að einn- ig þær hafi tekið skakkan pól í hæðina. Sumar eru betur stæðar en aðrar. Það getur vakið öfund þó svo að peningarnir gildi ekki alltaf sem ávísun á gæfu né ham- ingju, öðru nær. Og svo eru þær sem vilja vera einstaklingar og taka sjálfsvirðinguna fram yfir ástina ef um það tvennt er að velja. Þess gætir í Lífsþráðam að sagan er frumraun. Sé rýnt í textann má hér og þar greina nokkurn viðvan- ingsbrag. Bygging sögunnar er hins vegar bæði frumleg og sérstæð og hygg ég að dómnefndin, sem dæmdi henni verðlaun góðtemplararegl- unnar, hafi litið á þá hliðina, ásamt frumlegum stíl og jákvæðu hugar- fari, eins og sagði í rökstuðningi. Auk þess leynir sér ekki að höfund- ur skrifar sig upp, vex ásmegin og bætir stíl sinn eftir því sem á sög- una líður. Sagan gerist bæði hérlendis og erlendis, i borg og sveit og fyigir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Ásgeir Jakobsson: Sagan gleymir engum. Sjómennskuþættir Útg. Skuggsjá 1989 Ásgeir Jakobsson hefur verið afkastamikill í að festa á bækur frásagnir, sögur og hvers kyns fróð- leik um sjómenn og sjómennsku. Hann er í þessari bók með nokkra þætti sem hann kennir við tiltekna látna afreksmenn til sjós. Ekki finnst mér það alltaf alveg rétt; ýmsir þáttanna eru hugleiðingar og fróðleikur sem tengjast sjómennsku og ýmist almennum atvikum eða afmörkuðum og mennirnir eru á stundum lausir innan þessara kafla. Þar dettur mér til dæmis í hug kaflinn um Bjarna Ingimarsson, þann nafntogaða garp. I þeim kafla er aðgengilegur fróðleikur um at- persónunum frá einum stað til ann- ars. Nokkuð er mismunandi hversu náið konunum er lýst. Líkast til lætur Sigríði betur að lýsa kvenlegu konunum heldur en hinum sem eru að hasla sér völl á vettvangi karla. Að sönnu verða allar konurnar að skipta sér á milli áhugamála annars vegar og þeirra krafna sem um- hverfið gerir til þeirra hins vegar. Þær geta verið heppnar eða óheppn- ar eftir atvikum. Óg ekki eiga þær um eintóma góða kosti að velja fremur en gerist og gengur í lífinu. En allar eru þær gæddar baráttu- vilja og löngun til að hreppa hnoss- ið. Samtölin eru víða raunsönn og lifandi. Stundum hvarflar þó að manni að skáldkonan hafi orðið fyrir fullmiklum áhrifum af léttum skemmtisögum sem oft eru hrað- unnar og rista ekki djúpt og eru því hvergi nógu góður félagsskapur fyrir höfund sem tekur sjálfan sig og list sína alvarlega. En Sigríði má vafalaust telja í þeim hópi höf- unda sem vilja meira en skemmta. Markmið hennar sýnist meðal ann- ars vera að bregða fyrir sjónir þeim margháttaða veruleika sem blasir við nútímakonunni og spurningunni sígildu: að vera eða vera ekki, að vera bara kona, t,d, konan manns- ins síns, eða einstaklingur með sjálfstæðan vilja og þörf til að skapa eitthvað að eigin frumkvæði. Áð mínu viti sýnir Sigríður vel hvað konan hefur misst: að eiga ekki lengur stoð í gömlum hefðum, og hvaða vandi henni er jafnframt á höndum: að ryðja sér braut í um- hverfi sem hingað til hefur verið beina Bjarna varðandi veiðarfæra- uppfinningu sem er góður lestur en hefði getað staðið sér. Forvitni- legt hefði verið að Ásgeir skrifaði ítarlegar og persónulegar um Bjarna. Kaflinn um Einar M. Einarsson, fyrverandi skipherra Landhelgis- gæslunnar sem var sannkallaður Bretabani á sinni tíð og varð að sæta ótrúlegu aðkasti, er mjög áhugaverður. Þar verð ég að leyfa mér að setja fram þá skoðun mína að það eru áreiðanlega ekki allir sem vita mikið um mál Einars. Því er ég ekki dús við að Ásgeir skuli ekki skrifa um málið opinskáar. Það er sjálfsagt engin ástæða til að ætla að lesendur viti ekki neitt en oftrú að þeir viti jafn mikið og Ásgeir heldur. Dæmi um einn af ýmsum prýði- legum köflum sem sameinar fróð- leik og kæti er Fin gammel Aqua- Sigríður Gunnlaugsdóttir henni framandi. Tilfinningar henn- ar geta þá hvarflað einhvers staðar á milli ofdirfsku og vanmetakennd- ar. Og »kvenleg« hlédrægni hennar getur stafað af því að hún veit ekki alltaf hvar hún stendur, hvers hún í raun og veru má krefjast og á að krefjast af lífinu. Reyndar er sagan sjálf gott dæmi þessa. Stundum sýnist sem skáld- konan hafi verið á báðum áttum hvaða stefnu verkið skyldi taka. Lífsþræðir líkjast bæði skemmti- sögu og alvöru bókmenntum. Fyrir kemur að höfundurinn virðist hika við að takast á við erfíðar lausnir, kjósi auðveldari leiðir þar sem það er ábyrgðar- og áhættuminna. Allt um það eru Lífsþræðir nokk- uð góð saga; skemmtileg; og skilur — þegar öllu er á botninn hvolft — talsvert eftir. Ásgeir Jakobsson vitae og Ásgeiri tekst að mínum dómi yfirleitt mjög vel upp þegar hann lætur menn segja frá enda hefur hann alla burði til að skilja vel og vita hvað þeir eru að fara og koma því til skila svo áhugasam- ir lesendur hafi af því gagn og gaman. Af kjarnaköllum Hjá okkur fæst mikið úrval smáraftækja, sem henta einstaklega til gjafa og hér sést aðeins hluti af því, sem á boðstólum er. Kíktu við hjá okkur og skoðaðu úrvalið, þú finnur örugglega eitthvað við hæfi! Góð bílastæði. SVR leið 4 stoppar rétt við dyrnar! nt* Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 — S 16995 og 622900 Snúningsdiskarfyrir örbylgjuofna, sem hita ekki nógu jafnt. Verð frá kr. 2.200,- Hamborgara- og samlokugrilljárn fyrir örbylgjuofna. Verð kr. 2.640,- Petra kaffikönnur. Verð kr. 3.630,- Romer steikingarpottar. Verð frá kr. 1.190,- Petra vöfflujárn. Verð frá kr. 4.400,- Petra blástursjárn. Verð frá kr. 1.730,- Töfrapottar fyrirörbylgjuofna. Verð frá kr. 1.490,- Gjafasett íörbylgjuofna. Verð kr. 1.890,- Gjafasett í örbylgjuofna. Verð kr. 1.600,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.