Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 DAMSANDIBLOM Komdu og sjáöu dansandi blóm! Mikið urval af öðnuvíát gjafavörum Verslunin AHA í Kringlunni. Sími 689720 Pravda segir and- stæðingnm Gorbatsj- ovs til syndanna Moskvu. Reuter. ÁHRIFAMENN í sovéska konnnúnistaflokknum sem gagnrýnt hafa umbótastcfnu Míkhaíls Gorbatsjovs, perestrojkuna, fengu til tevatnsins í ritstjórnargrein flokksmálgagnsins, Prövdu, í gær. Þeir voru þar sagðir hugmyndasnauðir og mislukkaðir stjórnmálamenn og fylgislaus- ir í þokkabót. Grein Prövdu er skrifuð af Jevg- eníj Solomenko og birtist í framhaldi af grein Danííls Graníns, þingmanns og rithöfundar í fremstu röð, þar sem skýrt var frá fundi miðstjórnar flokksins 9. des sl. í grein sinni skýrði Granín frá gagnrýni leiðtoga margra flokksdeilda á Gorbatsjov og umbótastefnu hans á fundinum. Engin opinber skýrsla um fundinn hefur verið gefin út en Granín sagði að Gorbatsjov hefði þar boðist til að segja af sér ef umbótastefna hans hefði ekki stuðning. Auknar kröfur hafa verið settar fram um opinberar skýringar á því sem fram fór á fund- inum. Á mánudag sá Vadím Medvedev, hugmyndafræðingur Kremlarstjórnarinnar, sig knúinn til að koma fram í sjónvarpi og bera til baka sögusagnir þess efnis að á fundinum hefði verið óskað eftir því að allt stjórnmálaráð flokksins segði af sér. „Megin vandinn er sá, að margir leiðtogar utan af landi kenna flokks- forystunni um þeirra eigin vanhæfni og getuleysi til að stýra perestrojk- unni á sínu svæði,“ sagði í grein Samolenkos. I greininni sagði að ýmsir leiðtoga flokksdeilda væru skelkaðir af til- hugsuninni um kosningar á næsta ári. í stað þess að líta í eigin barm eftir skýringum á óvinsældum sínum reyndu þeir í staðinn að búa til ein- hveijar grýlur eða halda fram kenn- ingum um leynilegt samsæri gegn sér. „Þetta eru rök staðnaðra manna sem orðnir eru móðursjúkir af til- hugsuninni um hugsanlega ósigur í kosningum. Þeir reyna að búa sér til óvini sem þeir vilja að verði kross- festir. Reyna að fá fólkið til að snú- ast gegn þeim. Efstir á lista hinna móðursjúku er ríkisstjómin, leiðtogar flokksins og fjölmiðlarnir," saagði í grein Samolenkos. Bæjar- og sveitarstjómakosningar fara fram á næsta ári og margir flokksleiðtogar, sem setið hafa lengi, munu þá í fyrsta sinn þurfa að kljást við raunverulega mótframbjóðendur í kosningum. Allar líkur em taldar á að þeir muni falla. Somolenko er með bækistöðvar í Novosíbrísk í Síberíu og gagnrýndi hann flokks- deildina þar af mikilli hörku í grein sinni. í Prövdu var því haldið fram í gær að flokksdeildin í Leníngrad hefði samið stefnuskrá vegna komandi kosninga og kæmi þar fram ótvíræð- ur stuðningur við umbótastefnu Gor- batsjovs. Flokksdeildin hefur þótt afturhaldssöm og biðu frambjóðend- ur flokksins afhroð í þingkosningum í mars sl. Tveir franskir loflbélgir blásnir upp við Brandenborgarhliðið i gær. opnað fyrir umferð þegar í dag, degi fyrr en áætlað hafði verið. Reuter Talið er líklegt að hliðið verði Kohl lýkur heimsókn til A-Þýskalands: Þýsku ríkin leysa njósn- ara hvors annars úr haldi Talið að Brandenborgarhliðið verði opnað þegar í dag Austur-Berlín, Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, lauk í gær heimsókn sinni til Dresden í Austur-Þýska- landi þar sem hann náði samkomu- lagi við Hans Modrow forsætisráð- herra um víðtæka samvinnu ríkjanna og aðstoð Bonnstjórnar- innar við A-Þýskaland. Hann sagði að fúlltrúar austur-þýskra Ungveijaland: Miklos Nemeth segir sig úr forsætisnefhdinni Búdapest. Reuter. MIKLOS Nemeth, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði sig úr for- sætisnefnd Sósíalistaflokksins í gær eftir að nefndin neitaði að styðja fjárlagafrumvarp hans þar sem kveðið er á um strangar aðhaldsað- haldsaðgerðir. Hann gegnir þó að likindum embætti forsætisráð- herra fram yfir þingkosningarnar sem fram fara snemma á næsta ári. Þingið samþykkti í gær umdeilda áætlun um hækkun vaxta og skatt- lagningu á húsnæðislán. Það ætti að hafa rutt brautina fyrir tillögum- ar sem fjárlagafrumvarpið felur í sér og miða að því að bæta fjár- hags- og gjaldeyrisstöðu landsins. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gert það að skilyrði fyrir Iánveitingu af sinni hálfu að tillögurnar nái fram að ganga. andófsafla yrðu að taka þátt í mótun áætlunarinnar um „Sátt- málasambúð," heiti, er Modrow kynnti fyrstur manna. „Þessi samningur á að verða brú milli okkar,“ sagði kanslarinn. Hann Iagði áherslu á nauðsyn þess að bæta sem fyrst úr ýmsum efna- hagsvandkvæðum í Á-Þýskalandi, einkum með endurbótum á sam- göngukerfi. Richard von Weiz- sacker, forseti V-Þýskalands, náð- aði í gær tvær konur sem dæmdar höfðu verið í fangelsi fyrir njósnir í þágu austanmanna. Áður hafði verið skýrt frá því að Austur- Þýskaland myndi láta lausa úr haldi 24 menn sem sátu inni fyrir njósnir á vegum Vestur-Þjóðverja. Vestur-þýskir embættismenn töldu í gær mögulegt að Kohl héldi til Vestur-Berlínar í dag, fimmtudag, þar sem líkur bentu til að Branden- borgarhliðið yrði opnað þegar í dag en ekki á föstudagskvöld eins og áður hafði verið tilkynnt. Viðræður vestur-þýskra og austur-þýskra ráðamanna hafa gjörbreytt sambandi ríkjanna og „þróunin verður hröð og kraftmikil á næstunni," að sögn Wolfgangs Berghofers, borgarstjóra í Dresden í gær. Kohl var tekið með kostum og kynjum af 40 þúsund borgarbúum er hann kom til borgar- innar á þriðjudag og margir kröfðust sameiningar ríkjanna. Berghofer sagðj á blaðamannafundi, skömmu áður en viðræðurnar hófust, að Kohl hefði líklega fengið stórkostlegar móttökur í hvaða borg sem væri í Austur-Þýskalandi. Hann varaði þó við því að halda að þar með væri öll sagan sögð. Þetta væri aðeins tíundi hluti borgarbúa og hann sagði nær jafnmargt fólk hafa haldið útifund í Austur-Berlín til að mótmæla sam- einingu. í blaðaviðtali sagðist borg- arstjórinn ekki geta ímyndað sér að stórveldin myndu „líða sameiningar- fögnuð Þjóðveija til lengdar." Von Weizsácker sameig'inlegnr forseti? Umbótahópar í A-Þýskalandi hafa, að sögn danska blaðsins Jyll- ands-Posten, stungið upp á því að von Weizsacker verði sameiginlegur forseti ríkjanna tveggja, en hann heimsótti Austur-Berlín um síðustu helgi. Haft er eftir Manfred Gerlach, sem nú gegnir forsetaembætti í A- Þýskalandi, að gæfi von Weizsácker kost á sér væri rétt að íhuga þann möguleika. Jafnaðarmenn, helsti stjórnarandstöðuflokkur V-Þýska- lands, ákváðu á flokksþingi sínu í V-Berlín í gær að mæla með ríkja- sambandi Austur- og Vestur-Þýska- lands, auk þess sem lýst var áfram- haldandi stuðningi við markaðs- búskap og bætta umhverfisvernd. Georg Sterzinsky, biskup mótmæl- enda í Austur-Berlín, ræddi við Kohl í Dresden og sagði síðar að Bonn- stjórnin gæti ekki hjálpað kirkjunni við að reyna að koma á nýrri félags- legri og pólitískri skipan í A-Þýska- landi. Kirkjan æskti ráða úr þeirri átt en ekki yfirráða, kirkjan myndi treysta á leiðsögn heilagrar ritningar og trúarinnar. Biskupinn sagði að Þjóðvetjar í austri sem vestri yrðu að fá að taka afstöðu til síimeiningar í fijálsum kosningum. Áður þyrfti að ræða til hlítar ýmsar leiðir að því marki. Francois Mitterrand Frakklands- forseti var væntanlegur í opinbera heimsókn til A-Þýskalands í gær, aðeins nokkrum stundum eftir að Kohl yfirgæfi Dresden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.