Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 41 Þaralátursfjörður. LJósmynd: Þorsteinn Jósepsson. minni. Talin er jörðin 6 hundrúð að dýrleika og í eigu Mýrakirkju í Dýrafirði. Segir þar að fyrir ellefu árum hafi maður tekið þetta eyði- ból með þeim skilmálum að hann skyldi byggja upp hús á sinn kost af rekanum og byggði maðurinn upp tvær hústóttir í landinu en flutt- ist ekki þangað sjálfur. Jarðabókin segir að rekavon sé lítil og sjald- heppnuð, slægjur úr sér gengnar fyrir skriðum og gijóti. Túnstæði ekkert eða lítið og stórlega erfitt heimræði. Á 20. öld hét jörðin Snoðskot í máli manna eftir rýrð sinni. Eftir manntali 1845 eru 8 heimil- ismenn í Þaralátursfirði; hjón með sautján ára dóttur sína og tveggja ára dóttur húsbóndans. Þar eru og hjón í húsmennsku með vinnukonu og dóttur hennar á barnsaldri. Eft- ir manntali 1901 eru 14 manns heimilisfastir í Þaralátursfirði og tvö heimili. Jakob Jensson hélt þar 8 manna heimili með bústýru, gam- almennum og börnum; hafði í búi eina- kú, kálf, 24 sauðkindur og 2 hross. Guðmundur Márusson, er síðar bjó í Furufirði, hélt þá hitt heimilið í Þaralátursfirði með Sig- urborgu konu sinni og fjórum börn- um. Það elsta var 7 ára og hið yngsta á lta ári. Guðmundur hafði í búi 5 ær og 3 gemlinga og er titl- aður sjómaður í manntalinu. Árið 1916 var Þaralátursfjörður til sölu og þá afsalaði Grunnavíkur- hreppur sér forkaupsrétti sínum að jörðinni. Árið eftir var hún í eyði og hafði enginn afnot hennar. Bald- ur Sveinsson sem um skeið var skólastjóri Barnaskólans á ísafirði græddi nokkurt fé á síldarsöltun eitt sumar og keypti hann uppúr því Þaralátursfjörð á Ströndum. Frá kaupum hans segir Vilmundur Jónsson landlæknir í bókinni Með hug og orði og getur þess til að kaupin hafi verið ráðin með nokk- urri hliðsjón af almennri draumsýn sem þá var uppi um gróðavænlegar síldarstöðvár í hverri vfk og hvetjum vogi á norðanverðu íslandi. Sama sjónarmið réði kaupum Halldórs B. Halldórssonar á jörðinni Höfða í Grunnavíkurhreppi sem áður er getið, en hvorugur þeirra bjó á eign sinni öðruvísi en í huganum. Hjón í Þaralátursfirði um þetta leyti bjuggu við þröngan kost, mjólkur- laus með ungbarn sem orðasveimur var uppi um að væri að veslast upp úr hor; langt var þá milli hugsjóna og veruleika undir helurð við lífhöfn í mjóum firði norður á Ströndum. * NYARSDAGUR 1990 HiTÍDARKVOLDVERBUR HALLARGAR6SIMS Hallargarðurinn byrjar nýjan áratug með glæsilegum hátíðarkvöldverði og frumsýningu á nýjum sælkeramatseðli. Nýársdagskvöldverður: Ofnbakaður humar í deigpoka m/humarsósu Tœrfiskisúpa m/hörpuskel ög kavíar Heilsteiktar nautalundir m/Chautebriandsósu, koníakssteiktum sveppum, fondant kartöflum og grœnmetisdisk. Súkkulaði- og appelsínulíkjörsbœtt terta. Fyrir þá, sem vilja byrja nýja árið með sælkeraævintýrum, er nýi matseðillinn okkar eins og æsispennandi bók, sem lokkar og laðar. Innifalið í verði á nýársdag er kampavínsfordrykkur, nýársrós og gjöf handa hverjum gesti. NÝÁRSKVÖLD í HALLARGARÐI. HÁTÍOARMATUR í KYRRLÁTU VIÐHAFHARUMHVERFI. Borðapantanir í símum 33272 og 30400 HALLARGARDURINN HÚSI VERSLUNARINNAR ptovgmiMtiDílD Metsölublaó á hverjum degi! EKKI ER ALLT SEM SÝMST. Theresa Charles. Annabella hafði verið yfir sig ðstfangin af Davíð, og var niðurbrotin, þegar hann fór skyndilega til Ástralíu. En hún var viss um að hann myndi snúa aftur til hennar, þó aðrir væru ekki á sama máli. LYKILORÐIÐ. Else-Marie Nohr. flugo hein bíður ásamt lítílli dótturdóttur sinni eftir móður litlu telpunnar. En hún kemur ekki. Skelfingu lostinn sér gamli maðurinn að dóttur hans er rænt. Litla telpan stendur einmana og yfirgefin. Mamma er horfin. AUÐUG OG ÓERiÁLS. Barbara Cartland. Til að bjarga föður sínum frá skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vander- hault. Nokkru síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af rikustu mönnum í Ameríku. En nú er hún eins og fangi í gylltu búri. SVIKAVEEUR. Erik Nerlöe. Hún hefur að því er virðist allt, sem hugurinn girnist. Hún hefur enga ástæðu til að stela, en samt er það einmitt það sem hún gerir. Eða hvað? Er einhver að reyna að koma rangri sök yfir á hana? EINIGIIMN SÁ ÞAÐ GERAST. Eva Steen. Hún er daufdumb. Hún hefur búið hjá eldri systur sinni, frá því að foreldrar þeirra fórust i bílslysi. Systirin hefur haldið vandlega leyndu fyrir yngri systur sinni leyndarmálinu, sem foreldrar þeirra tóku með sér i gröfina. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.