Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 47 Hjá Kúna indjánum. Systir Tarcissios og afi. og tilveran eftir atvikum í skikkan- legar skorður þótt það gengi engu minna á í veðrinu en áður. Unnur fór í koju eftir stranga stýrisvakt og rækilega eldvígslu í skútuharki en ég tók við taumunum á hinum áður óstýriláta gæðingi, sem nú fór á kostum yfir apalhraun úfinna öldutoppa. - O - Af þeim óaldarflokkum sem hjuggu skörð í sílastofninn (og við á móti í þeirra raðir) héldum við mest uppá karíturnar. „Carita" þýð- ir sennilega eitthvað í líkingu við „litla kæra“ á spænsku, en „kóngs- makríll" er víst útbreiddara nafn. Þær fóru saman um sjávarhéruð, ósjaldan á þriðja tug, vígreifar og allgóðar með sig. Karítan, þessi rennilegi sprett- fiskur, stendur fáum á sporði sem bragðlaukayndi. Holdið er fíngert, hvítt og stinnt, svipar helst til bleikju undir tönn, bragðið ekki sterkt en undurljúffengt á sinn sér- staka hátt. Á siglingu höfum við veitt karít- ur allt uppí átta til tíu pund á línu, en þær sem urðu skutlinum að bráð á víkinnrvoru miklu minni, flestar í kringum þijú fjögur pund og það var mjög mátulegur skammtur fyr- ir ísskápslaust, tveggjamanna heimilishald. Hinsvegar var hreint ekki svo auðvelt að hætta þegar veiðiólgan var komin í blóðið og buslandi fisk- ur í sjónum allt í kring. Þá kom íslendingurinn stundum upp í manni og vildi fara að moka, slá met og sprengja fiskverð á mörkuð- um. í fullri alvöru; megum við biðja um svolitla sanngirni! Þessi veiðiæs- ingur sem kemur upp í manni, er hann ekki öllu heldur margra-millj- ón ára frumeðli sjálfrar hofno apa- jens tegundarinnar? Jafnvel æva- gamalt litningaforrit, frá því áður en fyrsti forfaðirinn skreið á land, sem veitir nokkurn veginn sið- menntuðum nútímamanni svona mikla ánægju af að drepa fisk? Einhverntíma sem oftar hafði skipshöfnin óskað eftir karítu í kvöldmatinn og þegar krumurinn nálgaðist skvaldrandi, gerði ég mig kláran og smokraði mér útí til sílanna, í viðbragsstöðu með skutul- inn. Það var óvenjumikið skvamp og æsingur í vöðunni í þetta sinn og þegar ég Ieit uppúr, til þess að átta mig á hvaðan kruminn bæri að, þá sá ég allstóra karítu koma stökkvandi hátt uppúr sjónum, og sendast spriklandi langt inní fugla- gerið áður en- hún lenti með buslu- gangi. Þessi óvenjulega hegðun hefði auðvitað átt að kveikja á aðvörunar- kerfi veiðimannsins. En karítuveið- arnar voru orðnar að slíkri rútínu að ég var líklega farinn að slaka á í aðgæslunni. Unnur beið með pott- inn og áður en sú grunsemd næði að grafa um sig, að eitthvað stórt gæti hafa verið að elta fiskinn, þá dundu skæruárásir karítanna eins- og svipuhögg á sílatorfunni og veiðiæsingurinn tók yfirhöndina. Eg var á heimstími, syndandi þessa fjóra til fimm metra að Kríu, og dró á eftir mér dálaglega karítu spriklandi á skutlinum, alrogginn eftir velheppnað eyruggaskot, þeg- ar eftirfarandi hrelling dundi yfir. Einsog venjulega hafði ég halað inn taug skutulsins á leiðinni. Eins og venjulega höfðu sílin gert rennu fyrir spriklandi óvininn og ég var rétt búinn að ná taki um endann á skutlinum, þegar alltí einu snögg- birti í kring, á sama hátt og þegar lest kemur brunandi út úr dimmum göngum. Sílin höfðu hreinsast burt, gufað upp af skelfingu og nú var þrifið harkalega í skutulinn á móti mér og röðin komin að hinum ógurlega veiðimanni að verða alvarlega skejkaður. Á hinum enda skutulsins, aðeins metra frá andlitinu á mér, gein við ógnvekjandi stór og stálgrár haus, sem hvessti á mig sjónirnar. Það skein beinlínis morð á mig úr köldu kringlóttu auga og hrikalegur skög- ultenntur rándýrskjaftur luktist ut- anum karítuna? „Djööööfuls!!! Þetta er karítan mín!“ Fyrsta viðbragðið var algjör feil- tenging á skiptiborði skynseminnar: ég togaði á móti óargadýrinu. Nokkur ógnvekjandi sekúndubrot, sem stóðu kyj'r og negldust í hug- ann meðan mér varð ljóst, ótrúlega hægfara þó, að ég átti í höggi við barrakúdu af stærstu og grimmustu gerð. Svona líka ferlegur málmgljáandi óvættur, bæði stærri og sverari en ég, einn þykkur drápsvöðvi, algjör- lega óttalaust flykki, enda á heima- velli. Þá loks þreif sjálfsbjargarvið- leitnin í neyðarbremsuna og til- kynnti svo sterkum rómi að ein- hverntíma hefði verið talað um guðlega opinberun: „Slepptu skutl- inum drengandskotansafglapi og drullaðu þér uppúr!“ Ég sleppti skutlinum, spyrnti mér burtu með sundblöðkunum, gaf út aila taugina og var að seilast í kaf- arahnífinn, til þes að skera skutul- byssuna frá, þegar barrakúdan sveigði sig lipurlega í sjónum og hrifsaði karítuna af skutlinum með þóttafullum höfuðhnykk. Bókin um náttúru- lækningar IÐUNN hefúr gefið út nýja bók sem ber heitið Bókin um náttúru- lækningar eftir Brian Inglis og Ruth W^st. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir: Er þetta ein yfirgripsmesta bók sem út hefur komið á íslensku um hverskyns náttúrulækningar og óhefðbundnar lækningaleiðir. Nefna má grasalækningar, smáskammta- lækningar, bein- og liðskekkjulækn- ingar, nudd, aðferð Alexanders, nálarstungur, þrýstipunktameðferð, jóga, lita- og listmeðferð, dálækn- ingar, huglækningar, lífræna endur- svörun, pólunarmeðferð, græði- snertingu, huglækningar og tugi annarra meðferðartegunda. BÓHNUM NÁTTÚRULÆKNINGAR BRIANINGLIS OG RUTH WEST Lögð er áhersla á að kynna les- andanum eigin líkama og starfsemi hans og kenna hvernig koma megi í veg fyrir sjúkdóma og efla heil- brigði og hreysti. Aðalbjörg Jónsdóttir, Þórey Frið- björnsdóttir og Magnea Matthías- dóttir þýddu bókina. Spítalastíg 8 við Oðinstorg símar 14661 26888 Geró af bandarísku hugviti og japanskri tæknisnilld = Muddy Fox Alvöru fjallahjól! - 20 ára ábyrgö - Einkaumboó á Íslandi ilUÍíttSÍ Reidhjólaverslunin Sérverslun í meira en 60 ár Stofnsett 1925
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.