Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 ARAIUIOTAHUGVEKIA AÐ KVEÐJA OG VERA KVADDUR eftirherra Ólaf Skúlason biskup Oft þurfum við að bíða. Stund- um vegna óstundvísi annarra. Einnig vegna eigin óþreyju. Börn biðu aðfangadagskvölds og helgi jóla. Fullorðnir líka, þótt vafalaust með öðrum formerkjum. Og í dag er líka verið að bíða. Ekki ein- hvers, sem kann ekki að stilla tímaskyn sitt að klukku samferða- fólksins, heldur meir í anda biðar- innar fyrir viku. Við bíðum ára- móta. Bíðum þess að klukkuslögin tólf gefi til kynna, að rétt sé, sem sungið er, og sjónvarpið ætlar að stuðla að undirtekt sem flestra með prentun textans: „Nú árið er liðið í aldanna skaut.“ En þurfum við nokkuð að vera að bíða þessara tímamóta? Liggur okkur nokkuð á? Ekki eigum við stefnumót á því slagi við einhvern þann, sem getur komið of seint, þegar tíminn sjálfur á i hlut. Tíminn lætur aldrei að sér hæða. Og mishraðar mínútur eru okkar eigin blekking. Þær halda sínu tifi, þær telja allt jafnt. Og samt erum við að bíða í dag. Bíða ára- móta. Bíðum eftir því að áhrif þeirra grípi okkur með þessu sam- blandi af trega og eftirvæntingu, sem knýr alla til þess að hugsa örlítið dýpra en venjan kann að hafa verið. Jafnvel að skoða allt í skarpara ljósi gagnrýni og um- hugsunar en mánuðina tólf á und- an. Já, það er litið til baka og árið er kvatt. Þetta ár, sem við syngj- um um, að komi aldrei til þaka. Mætti reyndar spyrja, hvað komi til baka? Orðið sem ég mælti í flýti og án tillits til þess, sem því var beint að eða varð fyrir? Eða hryssingslegt andsvar snöggra viðbragða? Get ég kallað þetta í skjóðu mína, þaðan sem það slapp? Verkið sem ég vann og betur hefði verið þar í flokki, sem óunnið var allt? Get ég látið svo sem ekkert hafi gerst? Að ég ekki tali um það, sem ekki var sagt og ekki var gert, en hefði farið betur á að byrgja ekki inni. Hrós til uppörvunar. Viðurkenn- ing til frekara framlags. Verk til stuðnings. Starf til heilla. Kemur þetta til baka? Vitanlega kemur hið neikvæða til baka og er til staðar sem sviði í sálinni og verð- ur ekki eytt fyrr en fyrirgefningin bætir fyrir harðyrði. En hvað þá með brosið sem vermdi, hláturinn sem gladdi, hlýjuna sem minnti á sumarþey ljúfra samskipta? Kem- ur slíkt þá frekar til baka? Nema það þurfi ekkert að koma til baka, af því að það er orðið hluti af okkur sjálfum og nokkuð, sem við vildum síst láta sníða af, af því þá glötuðum við því, sem er ekki aðeins litur lífsins á yfirborði feg- urra mannlífs, héldur mótar allt og mann sjálfan. Allt leitar þetta svo máttugt á hugann á þessum degi, á þessu blessaða kvöldi, þeg- ar árið er að kveðja okkur. Og eru það ekki í raun örlögin miklu, sem við hljótum að opna augu okkar fyrir, að við erum ekki ein um að kveðja árið, heldur er það að kasta kveðju á okkur líka og kemur aldrei til baka. Og breyting hins næstsíðasta tölustafs í ártalinu, segir líka sitt. Hvað hefur breyst á áratugi þeim, sem varðveitti töluna 8 og víkur nú fyrir 9? Hvílík breyting allt í kringum okkur og þar með á okk- ur sjálfum. Knýja reyndar at- burðir ársins þessa og síðustu mánaða þess og vikna svo fast á til eftirtektar, að fátt annað kemst að. Og er þó af nógu að taka á áratugi öllum. En fall harðstjóra, spilling valdhafa og ótrúlegur skortur þegna andspænis kröfu- hörku hinna, sem töidu sér allt sjálfsagt og skreyttu sig orðum og sæmdu sig titlum og lifðu í veliystingum ríkuiegra nautna, opnar svo augu upp á gátt og skefur innan eyru, að það sem á lengri sögu, hlýtur að gjalda þess. Og þá líka það, sem er nær okk- ur, á okkar eigin landi, í okkar eigin líf i. Nei, síst það, sem snert- ir okkur sjálf, áhrif þess lifa í minni. Og þó ætlar okkur seint að skiljast, að eigin hagur og landsins okkar og nú heimsins alls, hlýtur að falla í hinum sama farvegi. Kreppi að í þjóðlífi, finna allir til, jafnvel þótt lendi ekki á þeim sjálfum í atvinnuleysi og léttari buddu. Horfi ráðvillt barn í örvinglan í svarvana himin, fer þar hvatning okkur jarðarbúum öðrum að ganga í veg fyrir það og veita því það, sem bætir. Troði harkmikil hermannastígvél á frelsisþrá og sjálfsögðum þegn- rétti, má enginn þfegja og láta sem fjarlægð skýri afskiptaleysi. Það gagnar engum að ausa bátskel sína öðrum megin og troða þar í glufur, ef hinum megin er rifa, þó að hún væti fyrr þann, sem þar situr. Enda hefur áratugurinn síðasti betur kennt okkur en nokk- ur fýrr, að um er að ræða eina fjölskyldu fólks, sem byggir jörð alla. Spúi verksmiðja eiturgufum óhindrað í loft upp, bera loft- straumar með sér, svo að eyðir tijágróðri í öðru landi. Veiði ein- hveijir taumlaust, veldur skertur stofn af labresti líka hjá þeim, sem huga að öllu með skynsemi. Og séu einhveijir sviptir þeim sjálf- sagða rétti að ganga fram fyrir Guð og lúta honum í bæn og til- beiðslu, verður okkar eigin helgi- hald falskt, ef við mótmælum ekki örlögum þeirra. Já, árið ætlar að kveðja okkur, áratugurinn allur er á förum. Við kveðjum vitanlega líka, og við þökkum, en í þakklæti áramóta felst hvatning vegna tímans, sem í hönd fer og enginn þekkir. Og því aðeins getur hugur verið sæmilega rór, þegar klukkuslögin fylla heimili höggunum sínum tólf, að afstaða Simeons hafi mótað viðhorf og viðbrögð, þegar hann hélt á Jesú, jólabarni og friðar- höfðingja veraldar allrar í fangi sér og sagði: „Nú lætur þú, Drott- inn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opinberunar heiðingj- um og til vegsemdar lýð þínum, ísrael (Lúkas 2, 29-32).“ Símeon hafði beðið, en loks var sú bið á enda. Enn bíðum við, og ekki aðeins áramóta, heldur þeirr- ar framrásar, sem tíma fylgja og þá sérstaklega að fýrirheit frelsar- ans nái ails staðar fram að ganga. Og hlýtur því bæn að fylgja í anda öldungsins, sem hélt á barn- inu litla í fangi sér, að við sjáum einnig ljós himna í veröld og fylgj- um svo því ljósi, að allir megi njóta og nýta. í þeim anda er gamalt ár kvatt og nýtt boðið velkomið, í Jesú nafni og í trú á handleiðslu hans tökum við á móti nýju ári í stað þess, sem hefur kvatt okkur. Fylgi því heill og blessun. Ólafur Skúlason FERÐA- RÁÐGJÖF INGOLFS Viðtalspantanir í síma 626525 kl. 16-17 virka daga. Gleöilegtár! Ráðstefnur - Hópferðir Viltu njóta sérþekkingar, reynslu og alþjóðlegra viðskiptasambanda um allan heim til að tryggja örugga 1. flokks framkvæmd? Annast aðeins örfá verkeftii á næsta ári: Fjölþjóða-ráðstefnur á íslandi Hópferðir og þing í Evrópu og öðrum heimsálfum. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs. Þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. r Sendum öllum viðskiptavinum okkar nœr ogfjœr bestu óskir um gœfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. V FASTEIGNA if MARKAÐURINN Óðinsgötu 4, símar 11540 — 21700. Jón Guðmundsson sölustj., Leó E. Löve tögfr., Ólafur Stefinsson viöskiptafr. ÁS-TENGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í - stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. i^L <jfoss®N).& ©® Nf. Vesturgðlu 16 - Símar 14680-132» K- Dags. 30.12.1989 VÁKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 0002 9009 4507 4400 0001 7234 4507 4500 0006 7063 4507 4500 0009 3267 4548 9000 0019 5166 4548 9000 0024 6738 4548 9000 0027 8186 4548 9000 0028 0984 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.