Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 40
40 MORGÚNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR 31,'DÉSEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Rólegt ár hjá Fiskinum Næsta ár verður heldur ró- legt hjá Fiskinum (19. febrú- ar — 19. mars) því engar af hæggengu plánetunum mynda spennuafstöður við Sólina á árinu. Með því er ekki sagt að lognmolla sé framundan heldur að sú orka sem verður ráðandi er „mjúk“ og kallar ekki á upp- brot. Þetta á einungis við um afstöður á Sól og þurfum við að hafa í huga að afstöður á aðrar plánetur geta einnig haft sitt að segja hjá hveijum og einum Fiski. Þœgindi Júpíter mun mynda „mjúka“ afstöðu á Sól fram í ágúst- lok. Það táknar- að meðfæri- legur þenslukráftur verður ráðandi og ættu ferðalög því að vera gefandi og sömuleið- is ætti Fiskurinn að geta tek- ist á við ný verkefni án þess að ætla sér um of og eiga á hættu að missa vald á verk- efnum sínum. Yfirvegun Á árinu 1990 og fram á mitt ár 1991 verður Satúrnus í Steingeit, sem táknar að Fiskurinn á auðvelt með að takast á við takmarkanir sínar og ætti að geta skipu- lagt sig og starfað án þess að reka sig á of marga veggi. Hann ætti ekki að verða fyr- ir mótbyr. SjálfstœÖi Á næsta ári fer Úranus að 10. gráðu í Steingeit og myndar mjúka afstöðu við Sól þeirra sem eru fæddir frá 25. febrúar til 1. mars. Þess- ir aðilar ættu að geta losað sig undan hömlum án mikilla átaka og eiga auðveldara en endranær með að starfa sjálf- stætt. Frumleiki þeirra ætti einnig að vera með meira móti. Andlegmál Þeir Fiskar sem eru fæddir frá 3.-6. mars frá mjúka af- stöðu frá Neptúnusi á Sólina. Það skapar orku sem getur nýst í tónlist, almenna list- sköpun og andlega iðkun. Það þýðir að andleg og list- ræn iðkun, hvort sem um vinnu eða áhugamál er að ræða, verður gefandi fyrir þá á næsta ári. Víðsýni og umburðarlyndi þessara Fiska mun aukast á komandi ári. Sálrœn vinna Plútó myndar mjúka afstöðu við Sól þeirra sem eru fædd- ir frá 6.-11. mars. Þessir Fiskar geta náð góðum ár- angri í sálfræðilegri vinnu og munu eiga auðveldara en oft áður með að hreinsa til í lífi sínu og losa sig við óæskilega eiginleika og þætti úr um- hverfinu. Þeir geta orðið sjáifstæðari og ákveðnari. Þœgileg orka framundan Þegar á heildina er litið virð- ast afstöður pláneta gefa til kynna nokkuð þægilega og meðfærilega orku á næstu árum. Fiskurinn er ekki á tímamótum, heldur er hann að vinna úr þeim atburðum og tímamótum sem voru á árunum 1986-1988 og þar á undan hvað varðar Uranus og þá sem eru fæddir framar- lega í merkinu. GARPUR GRETTIR SMÁFÓLK I HATE IT WHEN MT CAPPIE SAV5," I THINK flL 5TANP lúAV OVER HERE INI CA5E VOU 5HANK IT!" V (s> 1989 United Fealure Syndicate, Inc. Ég hata það þegar kylfustrákurinn minn segir: „Ég held ég standi hérna fyrir handan ef þú skyldir hitta hann.“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vandamál sagnhafa er að halda vestri úti í kuldanum; fría líflitinn án þess að hleypa honum inn. Þetta er algengt viðfangs- efni í grandsamningum, svo al- gengt að enskumælandi brids- pennar kalla það sérstöku nafni: „Avoidance play“. Við íslending- ar getum ekki verið minni menn og því verður nafninu „sniðglíma" haldið hér á lofti yfir þetta bridsbragð, enda er glíman í því fólgin að sneiða hjá öðrum mótheijanum, eða snið- Norður ♦ 8542 ♦ 9763 ♦ 105 ♦ Á106 Austur *G3 111 »0« ♦ D984 Suður ♦ Á7 VÁK4 ♦ ÁD964 ♦ KG3 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf 1 spaði Pass Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Utspil: spaðakóngur. Suður opnar á sterku laufi og sýnir svo 21-22 punkta með tveimur gröndum. Vestur fær fyrsta slaginn á spaðakóng og spilar litnum áfram. Nú er hægt að sniðganga vestur með því að spila tígli tvisvar úr borðinu. Það kemur í veg fyrir að austur geti fómað tígulkóngnum undir ásinn og tryggt makker sínum innkomu á gosann. En laufásinn er eina örugga innkoma blinds, svo það er ágæt byijun að senda laufgos- ann yfir til austurs. En austur á krók á móti því bragði með því að dúkka! Snjall gambítur, en dugir ekki til. Þvi nú getur suður breytt um áætlun og spilað tígulás heimanfrá. Setji austur lítinn tígul nægir innkoman á laufás til að fría litinn án þess að vest- ur komist inn. Austur neyðist því til að láta kónginn undir ásinn. En þá tekur sagnhafi ein- faldlega slagina sína í hjarta og laufí og hendir vestri inn á spaða. Tveir síðustu slagirnir fást þá með „klofbragði" á D9 í tígli (tían fór auðvitað undir ásinn). SKÁK ganga ham Vestur ♦ KD1096 ♦ D5 ♦ G83 ♦ 752 Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Prag í sum- ar kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Stuart Conquest (2.515), Englandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Igor Stohl (2.500), Tékkóslóvakíu. Svartur lék síðast 27. — e6-e5. 28! Heg3! - exd4, 29. Bd2 (Nú á svartur enga viðunandi vörn við fórnum á h6) 29. — Hf7, 30. Hxh6+! - gxh6, 31. Dxh6+ - Hli7, 32. Dxf6+ - Hg7, 33. Bh6 - Hag8, 34. Bxg7+ — Hxg7, 35. Df8+ og svartur gafst upp, því mátið blasir við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.