Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 LIFIÐ * \Q„0 o Lítil saga um litla fugla Eitt árið sem ég átti heima í Reykjavík, var vetur óvenju harður, kaldur og stormasamur. Byljir tíðir, frost og fannir miklar. Húsið sem ég bjó í, stóð á einni hæðinni sem Reykjavíkurborger reist á. Húsið var tvær hæðír, og bjó ég á efri hæðinni. Hjónin sem bjuggu á neðri hæðinni voru úr sveit og héldu þeim góða sveita- sið, að gefa smáfuglunum út á gaddinn á lóðarblettinum sem fylgdi húsinu. Virtist mér það oft- ast vel þegið af þeim. Nú var það einn dag, þegar hjón- in höfðu gefið fuglunum, að á skall eins og hendi væri veifað þreifandi bylur með öskuroki. Fuigarnirþutu upp af blettinum frá máltíðinni, en virtust ekkert ráða við sig í hríðinni og rokinu. Ljós var í stofuglugganum mínum, sem sneri að blettinum. Lentu sumir á gluggarúðunum, en gátu vitanlega ekki fótað sig þar, og hröpuðu niður á þrepið fyrir neðan gluggann. Þar létu þeir fyrirberast um sinn. En rok- inu og bylnum linnti ekki að sinni. Þá sem gátu hamið sig á þrepinu, o g þeir voru furðu margir, fennti beinlínis á kaf á örskömmum tíma. Hættan mun hafaþjappað þeim saman. Eg leit öðru hvoru út um gluggann, en þeir hreyfðu sig ekki, þótt aðeins væri á milli okkar þunnar rúðurnar sem var þó óvenjulegt, því ef þessum fugl- um er gef ið auga þótt úr meiri fjarlægð sé, f ljúga þeir venjulega upp. Þeir eru í eðli sínu fugla mannfælnastir. Loks stóðu dökku kollarnirþeirra einir upp úr snjónum og voru eins og dökkir dílar á skaf linum sem hlóðst á gluggaþrepið. Ég var að hugsa um að taka einn inn til mín, en vissi, að ef ég opnaði gluggann þá mundu allir hinir hrekjast út í óveðrið. í hverjum kolli glóði á tvær lif- andi perlur. Það voru augu þeirra sem þama sátu, ef laust óttaslegin og döpur. Og það sem meira var og mér kom á óvart, fuglamir göptu allir, glenntu upp ginin svo sást ofan í fölrautt kok þeirra, og mér sýndist örþunn gufa læðast upp úr þeim. Var þeim svona heitt i skaf linum? Þarna sátu þeir allir þegar ég fór að hátta um kvöldið. Ég lét lifa ljós í stofunni um nótt- ina. Morguninn eftir þegar ég kom á fætur o g rokinu og bylnum var slotað, voru þeir allir farnir. En stórir hópar snjótittlinga f lögruðu glaðir sinn veg um ioftin blá milli þrútinna óveðursskýja. Ég sópaði snjónum af gtuggaþrepinu, ekkert lík var þar. Litlu fuglarnir höfðu allir bjargað sér úr skaf linum eft- ir vonda veðrið. Eru þetta bjargráð snjótittling- anna í vondum veðrum, að láta sig fenna? Höfðu þeir lært það af veru sinni hér á landi um ár og aldir, að láta sig fenna í fullu fjöri. Éru þetta bjargráð f leiri fuglateg- unda í fárviðmm ? Hvað gerir rjúp- an? Bergsveinn Skúlason, Fannborg 7, Kópavogi. ÞEGAR HORFT er um öxl, eins og menn gera gjarnan við áramót koma upp í hugann endurminningar um atvik, stór eða smá, sem sitja eftir og hafa jaftivel haft djúpstæð áhrif á einstaklinginn. Slíkar minningar geta verið jákvæðar eða neikvæðar, skemmtilegar eða alvarlegar. Fyrir jólin auglýsti Morgunblaðið eftir stuttum lífsreynslusögum af þessu tagi frá lesendum. Þátttaka var mjög mikil og kann blaðið öllum þeim sem skrifuðu bestu þakkir. Hér á opnunni og næstu síðu birtast nokkur sýnishorn úr bunkanum. Saga af mér! Kvöld eitt var ég að laga til eftir að aðrir fjöl- skyldumeðlimir voru sofnaðir. Eiginmaðurinn hefur óvenju- hátt óreiðuþol og má segja að snyrtimennska sé honum ekki í blóð borin. Sem ég er að laga til rek ég augun í linsubox eiginmannsins og var það að sjálfsögðu ófrágengið á borð- inu. Ég snarreiddist og bölvaði þeirri ráðstöfun Drottins að skapa karlmenn með svo í-ýran skítaviðmiðunarstuðul. Ég náði í sterkt límband með lími báðum megin og límdi linsuboxið fast við borðið. Þetta gladdi mitt hjarta og mér rann reiðin. Ég leit í kringum mig í stofunni. Jú, þarna lágu sokkar á gólfinu. Ég náði í nagla og hamar og negldi sokkana fasta við gólf- ið. Og _þama var peysa á stól- baki. Ég náði í band og festi hana við stólinn og sömu örlög fengu buxur sem lágu á stofu- borðinu. Hann hafði að sjálf- sögðu ekki sett skóna inn í skáp þegar hann kom úr vinn- unni svo ég límdi þá fasta við gólf ið. Svei mér þá ef ég var bara ekki kornin í besta skap svo ég ákvað að setja punktinn yfir i-ið. Ég fyllti töskuna hans af klámblöðum. Hann er kennari, og þið hefðuð átt að fylgjast með honum þegar hann var að koma sér í vinn- una. Höfúndur óskar nafhleyndar. Örlagarík viðgerð Haustkvöld eitt árið 1955 klukkan rúmlega 10. Ég sat inni í stofu á heimili mínu og hlust- aði á fréttir í útvarpinu. Allt í einu tekur það til að urga. Ég tek á rafmagnssnúrunni þar sem hún tengist við útvarpið og finn að vírarnir eru iausir og þaðan stafár urgið. Ég tek það því úr sambandi og hyggst gera við þetta. Þegar ég hef opnað klóna detta bæði stykkin á gólf ið. Allt í einu fer um mig all- an sterkur straumur. Fætur og handleggir eru beinir og nötrandi. Ég f inn hvernig ég skelf allur inn- vortis. Ég reyni að brjótast um og kalla en get ekkert, hvorki hreyft mig né kallað. Þrátt fyrir þetta ástand var hugsun mín skýr. Ég gerði mér ljóst að ég var fastur við rafmagnið á þann hátt að ég hélt um báða vírendana bera, annan milli þumalfingurs og vísifingurs hægri handar og hinn milli þumal- f ingurs og vísif ingurs vinstri hand- ar. Ég sat þarna einn í stól á þurru og teppalögðu gólfi með fætur og hendur beint út í loftið sem stafaðí af því að straumurinn komst ekki í jörð og varð því að hlaðast upp í mínum eigin skrokki. Ég var ekki hræddur en ég vissi að bærist ekki hjálp strax þá væru þetta mínar síðustu stundir. Ég man að ég var ekki sáttur við að fara strax og ekki á þennan hátt. Ég bað til Guðs að mega lifa lengur og bað hann að hjálpa mér. Ekki veit ég hve lengi ég var í þessu ástandi en mér fannst það langur tími. Næst man ég að ég sá dóttur mína 10 ára koma í stofudyrnar. Hún verður hrædd og hverfur til baka kemur síðan aftur með móður.sína og er það það síðasta sem ég man er ég sá konuna koma í dyrnar. Hún stendur þar og tekur báðum höndum fyrir eyrun sem var hennar vani ef hún varð snögglega hrædd. Til þessa hafði ég verið með fulla meðvitund en nú vissi ég ekki meira. Næst man ég eftir því að ég lá á gólfinu og var laus við rafmagnið. Ég stóð upp og hló dátt smá stund en brast síðan í grát og grét með ekka álíka lengi. Þanniggekk það alla nóttina hlátur grátur, hlátur og grátur. Nú segir konan mín mér hvað gerst hafði. Þar sem hún stóð þar í dyrun- um og áttaði sig á því hvað komið hafði fyrir mig þá sér hún mig detta úr stólnum með krampa. Hún tók eftir því að ég hélt um báða vírend- ana. Þær tóku þá báðar í snúruna, en náðu henni ekki úr höndum mér, tóku þá strax í hina áttina og losnaði snúran þá strax úr vegg- tenglinum, og ég varð laus. Við reyndum að tala saman en það var erf itt, taugarnar voru búnar, allt mitt tal og hugsun rugl. Á fingur- gómum mínum voru 4 göt, ekkert blæddi úr sárum þessum enda hold- ið brunnið en í botni þessara gata sást í hvítt beinið. Þessi brunagöt voru um 5-6 mm í þvermál og voru um 6 mánuði að holdfyllast. Morguninn eftir talaði ég við lækni. Hann skammaði mig fyrir að hafa ekki leitað læknis strax er églosn- aði. Þá hefði ég átt að fara strax í bað til að afhlaða mig. Fyrstu vik- urnar á eftir var ég algjörlega óvinnufær.Því miður fór ég aldrei til læknis. Ég neitaði að trúa þvi að ég væri eins illa farinn andlega1 eins og ég var, ég átti heima á taugadeild eða Kleppi fyrstu mán- uðina þótt ég væri þar ekki. Síðan hefur þetta verið sífelld barátta við að láta sem ekkert væri að mér. T.d. má segja að ég haf i ekki getað skrifað rétt orð á annað ár eftir slysið, Þetta eru nokkrir punktar um raf- lostið en af leiðingarnar eru efni í lengri sögu en þessa. Ef ég ætti í dag að velja á milli raflostsins og af leiðinganna þá væri ég f ljótur að velja raf lostið. Stefán Jónsson frá Vatnsholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.