Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER l98ð SPURNINGAR TIL STJÓRNMÁLA- MANNA VIÐÁR4MÓT Morgilnbláðið héfiír snúið sér tíl forýstumáiiná AlþýðubándalágSj Alþýðiiflokks, Bórgarafiokks, Fi’ánisóknarfiokks, Fiijáisiýiidá hægri flokksins, Sámtáká uinjafntétti Og íelágshýggju og Samtáká UiU kvennalista ög lágt fyrir þá fímm áráinótáSþurningar; Þær birtást hér ásamt svörlim forystumannanna. 4. Mvað ielur J)u að hfelst ggetí hiudrað að sánikoinulág tákist á UIÍÍÍÍ Ftíversl- uriarbafKÍalags Fvrópu (EFTÁ) og EvtðþUbáttdálágsÍttS (EÍ3) á áríttu 1990? 1. Telur þú að vandi ríkissjóðs sé þannig vaxinn að hann sé að verða óviðráðan- legur? 2. Áttu von á'því, að á árinu Í990 verði samið við erlenda aðiia um smíði nýs álvers? 3, Gagnrýni á meðferð fríðirtdá á efeðstu stöðum hefur verið mikil' á árinu. Hvernig telur þú skynsamlegast að bregðast við henni? Hváð hefur eÍnkUm vakið athygli þína við hrun koittttiúnismatts í AustUf- Evrópu? Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins: Stórauka verður skatttekjur eða draga úr velferðarkerfínu í. Vandi ríkissjóðs er að sjálfsögðu ekki óviðráðanlegur. Hins vegar er hann orðinn það mikill að hann verð- Atr ekki leystur án þess að horfast í augu við staðreyndirnar og taka ýmsar óþægilegar ákvarðanir. Eins og glöggt kom fram í grein i tímaritinu Vísbending frá 7. desem- ber sl., hafa skatttekjur ríkisins sem hundraðshluti af landsframleiðslu staðið í stað allt frá árinu 1968. Jafn- framt kemur í ljós að tekjur ríkis og sveitarfélaga eru þær lægstu meðal aðildarríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París. Á sama tíma hafa útgjöld sam- kvæmt ríkisreikningi einnig staðið nokkum veginn í stað, en þó fremur hækkað, og eru nú nokkru hærri en tekjurnar. Þessar staðreyndir segja þó ekki nema hálfa söguna. Hið rétta er að útgjöld ríkissjóðs hafa verið skorin niður ár eftir ár með því að ýta til hliðar ýmsum útgjöldum, sem Al- þingi hefur samþykkt, draga úr opin- berum framkvæmdum ár eftir ár og skera niður nauðsynleg eða æskileg útgjöld á fjölmörgum sviðum. Við- hald opinberra bygginga hefur t.d. verið vanrækt um áratugi, sjúkrahús eru byggð en heilum deildum síðan lokað í sparnaðarskyni, svo eitthvað sé nefnt. Sá innbyggði vandi, sem þannig er orðinn, verður aðeins leystur með því annaðhvort að stórauka skatt- tekjur ríkissjóðs eða með því að draga mjög úr velferðarkerfinu, t.d. láta þá sem njóta greiða sjálfa stærri hluta kostnaðarins. Að sjálfsögðu kemur blanda af þessu tvennu til greina og sparnað og aðhald er nauð- synlegt að hafa. 2. Heldur á ég von á því að samið verði við erlenda aðila um smíði nýs álvers á árinu 1990. Mikið undirbún- ingsverk hefur verið unnið og vegna samdráttar í efnahagslífinu hér heima er slík framkvæmd nú æski- leg. Verð á áli hefur að vísu lækkað nokkuð erlendis upp á síðkastið, en þegar til lengri tima er litið, er spáð vaxandi eftirspurn. Ég geri mér því vonir um að unnt muni reynast að fá traustan álframleiðanda til þess að taka þátt í byggingu álvers með þeim tveimur evrópsku álnotendum, sem enn virðast hafa fullan áhuga. Steingrímur Hermannsson 3. Mikilvægt er að reglur um fríðindi séu ljósar. Vel má vera að úr því þurfi að bæta í einstökum atriðum. Hafa verður í huga að þessi svo- nefndu fríðiridi eru ætluð til þess að mæta kostnaði vegna embættis. Mik- I ilvægt er að Ríkisendurskoðun fylg- ist vel með því að þannig sé slfkum útgjöldum ætíð háttað, en ekki til annarra þarfa eða í auðgunarskyni. 4. Ég tel ekki stórar hindranir í vegi fyrir samkomulagi á milli Fríverslun- arbandalags Evrópu og Evrópu- bandalagsins, þegar á heildina er lit- ið. Hins vegar kann að reynast tor- sótt að ná þeim sérstöku samningum sem við íslendingar þörfnumst. Evrópubandalagið telur sjávaraf- urðir með landbúnaðarframleiðslu og veitir mjög mikla styrki til greinar- innar. Um ftjálsa samkeppni með sjávarafurðir er þvi ekki að ræða, eins og nú er háttað. Það kann að reynast mjög erfitt að fá þessu fyrir- komulagi breytt. 5. Athyglisvert sýnist mér m.a. að hrun kommúnismans hefur komið innanfrá, frá fólkinu sjálfu, og verið án blóðsúthellinga, þegar hinir hörmulegu atburðir í Rúmeníu eru undanskildir. Ekki er síður mikilvægt að Sovétríkin hafa ekki leitast við að stöðva eða sporna gegn þessari þróun. Þvert á móti hefur a.m.k. Gorbatsjov, opinberlega fagnað breýtingunum. Þetta boðar gífurlega breytingu í Austur-Evrópu og von- andi endalok kalda stríðsins. * > ÞÖKKUM STUÐNINGINN Hjálparstofnun kirkjunnar þakkar öllum þeim sem studdu landssöfnunina „Brauð handa hungruðum heimi“. Með ykkar hjálp heldur hjálparstarfið áfram. Gleöilegt nýtt árl VX/ HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.