Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 Utanrikisráðherra Hollands í íslandsheimsókn: Niðurskurður herafla í Evrópu hefiir forgang HANS van den Broek utanríkis- ráðherra Hollands sagði í gær að sú afstaða íslendinga að leggja beri áherslu á afvopnun í höfúnum væri vel skiljanleg, en niðurskurð- ur vígtóla og herafla í Evrópu hefði forgang á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Hans van dep Broek kom tii lands- ins í tveggja daga heimsókn í boði utanríkisráðherra og að sögn beggja voru viðræður þeirra í gær gagnleg- ar. Þeir ræddu um undirbúning samninga Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubanda- lagsins (EB), sem hefjast_ eftir nokkrar vikur, sérhagsmuni Islend- inga í þeim samningum, samskipti landanna á sviði viðskipta-, öryggis- og menningarmála, og sögulegar breytingar í Evrópu, áhrif þeirra á Atlantshafsbandalagið og ekki síst á afvopnunarmál. Utanríkisráherra Hollands sagði að viðhorf þjóðanna til mikilvægra mála færu saman og gæta þyrfti sérhagsmuna þeirra varðandi samn- inga EFTA og EB um myndun sam- eiginlegs evrópsks efnahagssvæðis. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að tíminn ynni með íslendingum í sambandi við baráttu þeirra fyrir afvopnun í höfunum. Hinn hollenski starfsbróðir hans sagðist ekki vera ósammála íslendingum, en þetta væri spuming um áherslur og for- gangsröð. Fækkun herafla á landi væri fyrst á dagskrá og á meðan væri ekki tímabært að ræða fækkun vopna í skipum og kafbátum, en að því hlyti að koma. Hollensk flugsveit heldur uppi kafbátaeftirliti frá varnarstöðinni í Keflavík og sagði hollenski utanrík- isráðherrann að ekki hefði verið rætt um að breyta því fyrirkomu- lagi, en ríkisstjóm íslands hefði loka- orðið i því efni. í dag gengur hollenski utanríkis- ráðherrann á fund forseta Islands og mun einnig eiga fund með Steingrími Hermannssyni forsætis- ráðherra og Jóni Sigurðssyni iðnað- arráðherra. Þá heldur hann til Keflavíkur og skoðar varnarstöðina áður en hann heldur af landi brott síðdegis. Morgunblaðið/Þorkell Jón Baldvin Hannibalsson og Hans van den Broek að loknum rúmlega tveggja stunda viðræðum í gær. Vaxtaákvarðanir viðskiptabankanna; Nafiivextir skuldabréfa- útlána lækka úr 29 í 22% NAFNVEXTIR útlána viðskiptabankanna lækka á morgun í sam- ræmi við samkomulag sem gert var vegna kjarasamninganna sem verið er að vinna að. Landsbankinn, Islandsbanki og Samvinnubanki ákváðu vaxtabreytingarnar í gær og árdegis í dag verða nýir vextir ákveðnir í Búnaðarbanka og hjá sparisjóðunum. Forvextir víxla sem nú eru að meðaltali 24,6%, verða á bilinu 20-22% og yfirdráttarlán, sem nú eru 30,4% að meðaltali, verða 25-26,5%. Skuldabréfaútlán lækka nú í mörgum tilvikum um 2%, þeir eru nú að meðaltali 29,3% hjá bönkunum, en lækka almennt niður í nálægt 22% eftir tíu daga. Kjörvextir almennra skuldabréfa íslandsbanka lækka þó á morgun um 8,25% og verða 19,75%. Afurðalánavextir lækka i mörgum tilvik- um í nálægt 21% en þeir eru nú 25,8% að meðaltali. Minni lækkanir verða á nafhvöxtum innlána og í sumum tilvikum engar. Vextir óbund- inna sérkjarareikninga sem nú eru 17,5% að meðaltali verða al- mennt á bilinu 14-17%. Verðtryggð inn- og útlán haldast óbreytt. vexti meira en aðrir bankar í mán- uðinum, að sögn Jóns Adolfs Guð- jónssonar bankastjóra. Sagði Jón Adolf að nafnvextir útlána bankans myndu lækka í janúar um 6-9% og innlánsvextir um 6-7%. Samvinnubankinn lækkar for- vexti víxla úr 25,5 í 20% og vexti af yfirdráttarlánum úr 32 í 26%. Almennir skuldabréfavextir lækka nú úr 30 í 28% og í 22% eftir tíu daga. Vextir afurðalán lækka úr 27 í 21%. Nafnvextir innlána lækka einnig. Vextir almennra tékka- reikninga úr 3 í 2%, sparisjóðsbóka úr 9 í 5% og hávaxtabóka úr 19 í 17%. Stjórn Sambands íslenskra spari- sjóða leggur í dag tillögur um vaxtabreytingar á morgun fyrir stjórnendur sparisjóðanna. Fíknineftia- deild hand- tók 11 manns Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík handtók 11 manns, grunaða um eiturlyfjaneyslu, í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar fundust nokkur grömm af hassi á staðn- um. Fólkið var yfirheyrt í gær- kvöldi og hafði þá ekki verið krafist gæsluvarðhalds yfir nein- um hinna handteknu. í samkomulagi bankanna við aðila vinnumarkaðarins er gert ráð fyrir að nafnvextir útlána lækki nú í 22%, um þarnæstu mánaðamót í 18% og 1. apríl í 14%. Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands segir að ekki sé samráð um vexti en nú noti bank- arnir sömu aðferðir við mat á verð- lagsforsendum. Miðað sé við verð- bólguna í yfírstandandi mánuði samkvæmt lánskjaravísitölu og áætlun um þróunina næstu tvo mánuði. Bankaráð Landsbankans ákvað lækkun nafnvaxta á úftánum á fundi sínum í gær. Víxilvextir lækka út 24 í 22% og yfirdráttar- vextir úr 29 í 26,5%. Almennir skuldabréfavextir lækka á morgun úr 29,5 í 27,5% samkvæmt síðustu vaxtaákvörðun og nú var ákveðið að lækka þá í 22,5% en sú ákvörð- un getur ekki tekið gildi fyrr en eftir tíu daga. Vextir innlána verða óbreyttir. Víxilvextir íslandsbanka lækka úr 26,5 í 21% og vextir yfirdráttar- lána úr 32 í 25%. Kjörvextir al- mennra skuldabréfa og afurða-, rekstrar- og reikningslána lækka um 8,25%. Kjörvextirnar verða 19,75 frá og með morgundeginum og vextir afurðalána 20,5%. Nafn- vextir innlána lækka nokkuð. Vext- ir tékkareikninga einstaklinga og sparisjóðsbóka lækka úr 9 í 5%. Hæstu vextir á Sparileið lækka úr 21 í 16% og þeir lægstu úr 19 í 14%. Vaxtaákvörðun í Búnaðarbanka verður tekin árdegis í dag. Vextir lækka, en ekki eins mikið og hjá hinum bönkunum vegna þess að Búnaðarbankinn hefur lækkað Forsætisnefíid Norðurlandaráðs; Sendinefiid til Moskvu Forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs samþykkti á fúndi sínum í Stokkhólmi í gær að senda sjö manna nefnd til Moskvu til að afla upplýsinga um hugmyndir ------- stjórnvalda þar um nánara sam- . , # starf Norðurlanda og Sovétríkj- SleiDmri anna. ------—------- Eystrasaltsríkin yrðu sótt heim. Gert er ráð fyrir því að sendinefnd- in haldi til Sovétríkjanna í apríl eða maí. Hættuástand á Flateyri íramlengt um eimi sólarhring Flateyri. EKKERT lát var á óveðrinu í gær, og var iðulaus stórhríð nánast allan daginn. f gærmorgun kom í ljós að stórt snjóflóð hafði fallið fyrir ofan byggðina á Flateyri og var aðeins um 20 metra frá innstu húsunum við Olafstún. Ekkert er vitað um upptök flóðsins, því ekki sást til fjalls þegar almannavarnanelnd fór í könnunarleiðangur. Hættuástand var því framlengt í einn sólarhring. Snjór er nú orðinn gífurlega mik- ill og eru hæstu skaflar orðnir þriggja til fjögurra metra háir. Símasambandslaust hefur verið við Ingjaldssand í þrjá sólarhringa. Af íbúum þar fréttist í gærmorgun gegnum talstöðvarsamband, og var í lagi með alla þar, en íbúar í Val- þjófsdal komust í samband um miðj- an dag í gær. Almannavamanefnd fékk línubát frá Flateyri ásamt gúmbát og björgunarsveit til þess að fara yfir fjörðinn til þeirra með farsíma og talstöð. Björgunarsveit- armenn fóru síðan á skíðum upp að bænum með búnaðinn. Ef ekki væm þær snjóflóðavam- ir, sem Flateyrarhreppur hefur sjálfur gert í hlíðinni fyrir ofan byggðina við Ólafstún, er ljóst að flóð þau er fallið hafa undanfarna daga hefðu lent á húsunum. Flóðin hafa nú þegar fyllt keilumar, og ná langleiðina niður að húsunum. Þessar varnir hafa því haft mikið að segja. íbúar sem hlut eiga að máli em nú orðnir langþreyttir á nær sex sólarhringa útivist og óvissunni, og reyndar allir Flateyr- ingar, og er nú vonandi að þær framkvæmdir sem um er talað með auknum vömum verði að veruleika fyrir næsta vetur. Steinar Guðmundsson, formaður almannavamamefndar á Flateyri, sagði í gærkvöldi að fundur nefnd- arinnar hefði staðið frá 11 að morgni fram undir kvöldmat, og yrði hún áfram á vaktinni fram eftir kvöldi og í viðbragðsstöðu. Varðskip var væntanlegt í gær- kvöldi með búnað til viðgerðar á raflínum og fleiri, og verður okkur Önfirðingum til halds og trausts. Á föstudag em síðan væntanleg snjó- mðningstæki frá Patreksfirði með Ríkisskip, en ástandið er orðið þannig að Flateyrarhreppur ræður ekki orðið við að moka göturnar nema að hluta. Ekkert er enn hægt að eiga við snjómokstur á þjóðveg- inum, né viðgerðir á raflínum og símabilunum. Ekki er laust við að fólk sé komið með innilokunarkennd eins og ástandið er, og fínustu taug- arnar famar að bresta. Magnea Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi hvatti til þess á síðasta ári að þingmenn frá Norðurlöndum ræddu við fulltrúa Æðsta ráðs Sovétríkj- anna til að treysta samskipti ríkjanna. Að sögn norsku frétta- stofunnar NTB hafa verið skiptar skoðanir um hvernig bregðast beri við þessu ákalli Sovétleiðtogans og hvort leita beri sérstaklega eftir auknum samskiptum við þingmenn í Eystrasaltsríkjunum þremur. Áð sögn fréttastofunnar náðist um það samkomulag á fundinum í gær að sendinefndin kynnti sér möguleika á auknu samstarfí á sviði umhverfisverndar, menningarmála og viðskipta en að utanríkis- og öryggismál skyldu ekki tekin til umræðu á fundunum í Moskvu. Ekki var tekin ákvörðun um hvort Verkfall hefst á miðnætti SLEIPNIR, félag langferðabíl- sljóra hefur boðað verkfall frá og með morgundeginum til og með 4. febrúar. Þá hefur félagið einnig boðað fimm daga verkfall frá og með 10. febrúar. Fundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Sleipnismanna hjá ríkissáttasemjara, en síðasti fundur, sem haldinn var á laugardag var árangurslaus. íslenska úthafsútgerðarfélagið hf: Rætt við fiilltrúa PK-bankans í dag Á STJÓRNARFUNDI, sem haldinn var í gær í íslenska úthafsútgerð- arfélaginu hf., sem gerir út Andra I BA, var skipuð nefnd til að ræða við aðallánardrottinn útgerðarinnar, PK-bankann, en fúlltrúi bankans kemur hingað til lands síðdegis í dag. Ragnar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins, segir að byijað verði að ræða við fulltrúa PK-bankans strax í dag. í nefndinni eru auk Ragnars, Harald- ur Haraldsson stjórnarformaður ís- lenska úthafsútgerðarfélagsins og Gunnar Felixson aðstoðarforstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Með þeim verða Símon Kærnested lög- giltur endurskoðandi og Pétur Guð- mundarson hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.