Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 15 Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra; Heimsókn til sér- fræðings kostar að meðaltali 2.450 kr. GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að hver samskipti sjúklinga og sérfræðinga kosti til jafiiaðar um 2.450 krónur. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um kostnaðinn við samskipti sjúklinga og heilsugæslulækna, en unnið er að því að afla þeirra. Fundur var með heilbrigðisráðherra og fulltrúum sérfræðinga síðastliðinn föstu- dag, þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir um reglugerð um sérfræð- ileæknisþjónustuna. Hugmyndirnar byggjast þó á sömu grundvallar- sjonarmiðum og fyrr, að öll gæslulækni sem gefi út tilvísun til fara til sérfræðings. Guðmundur kvaðst ekki á þessu stigi vilja tjá sig um þær hugmyndir sem kynntar voru sérfræðingum á föstudag. „í þeim vona ég að séu tillögur sem menn geti náð saman um, sérfræðingar geti verið sæmi- Iega sáttir við og að haldið verði þeim grundvallaratriðuin sem við höfum verið að leggja áherslu á, að samskipti ættu að hefjast hjá heimil- is- eða heilsugæslulæknum." Guðmundur var spurður um kostnað við samskipti sjúklinga og lækna og hvort hann teldi raun- hæfar tölur, sem komu fram í grein Árna Sigfússonar borgarfulltrúa hér í biaðinu í síðustu viku. Samkvæmt niðurstöðum Árna kostaði hver heimsókn sjúklings til sérfræðings í fyrra að jafnaði 1.530 krónur, en árið 1988 kostaði hver koma sjúkl- ings á heilsugæslustöð 1.960 krónur. Guðmundur segir nokkuð ná- kvæmar tölur vera til um kostnað við heimsóknir til sérfræðinga og sjálfstætt starfandi heimilislækna. Heimsóknir til sérfræðinga séu að vísu misdýrar, dýrastar séu rann- sóknir. „Nýjustu tölur sem ég hef um þetta eru að samskiptin kosti núna að meðaltali um 2.450 krónur hjá sérfræðingum, en að rannsókn- unum undanskildum, sem eru dýr- astar og kosta tæpar 5.000 krónur hver samskipti, kosta samskipti við aðra sérfræðinga rétt tæpar 2.000 í hefjist hja heimdis- eða heilsu- sjúklingsins þegar hann þarf að krónur." Guðmundur kvaðst ekki hafa á takteinum tölur um kostnað við komur til sjálfstætt starfandi heimilislækna. Hann segir mun erf- iðara að finna hvað hver samskipti kosta á heilsugæslustöðvum, þar sem starfsemi þar sé mun víðtæk- ari, heilsugæslustöðvar sinni einnig forvarnarhlutverki, heilsuverndar- hlutverki og fleiru sem ekki falli undir venjuleg samskipti sjúklings við lækni í þessum samanburði. Hann segir þó að unnið sé að því að finna eins nákvæmlega og unnt er hvað slík samskipti á heilsugæslu- stöðvum kosta. „Áð sjálfsögðu er nauðsynlegt fyrir heilbrigðisþjón- ustuna að hafa þær upplýsingar til þess að vita hvað þessi þjónusta kostar, ekki endilega til að vera með einhveija samanburðarfræði við aðra aðila, heldur vegna upplýsinga- gildisins." Guðmundur kvaðst ekki vilja leggja dóm á þær tölur sem Árni Sigfússon nefndi. „Hann auðvitað tekur, til þess að finna fjárfestingar- kostnaðinn, dæmi um tvær nýjar heilsugæslustöðvar sem á að fara að taka í notkun og það er kannski hvorki betri né verri samanburður en annar, en þó hygg ég að ef tekið sé meðaltal af fleiri stöðvum þá geti tölurnar verið aðrar en þarna eru, en á þessu stigi hef ég ekkert um það að segja frekar.“ KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaöur 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 30 ára stööugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hltameðferð. Hiti eyöileggur hvata og virk efna- sambönd í hvitlauk og ónýtir heilsu- bætandiáhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND, heildverslun. Símar 1-28-04. @3 Ármula 29 símar 38640 - 686100 Þ. PORGRIMSSON & C0 Armstrong LDFTAPLCÍTUR KDRK O PUAKT GÓLFFLÍSAR ^ARMAJPLAST EINANGRUN |p) VINKLARÁTRÉ Gmtólk Nýmjólk ínýjum ham... / nms" Fæst einnig í 1 lítra fernum. G-mjólkin geymist mánuðum saman, utan kælis, sem kemur sér vel þegar langt er í næstu búð. Vel kæld bragðast hún sem besta nýmjólk og þegar Cappuccino-kaffi er annars vegar hentar engin mjólk betur. Leggðu nýja útlitið á minnið. AUK/SlA k3d74-766

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.