Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 ftmnn „ þú parriaðir eitt stykki Písck.". Er allt klárt? Með morgunkaffinu blöðrutyggjóið út úr þér rétt á meðan? HÖGNI HREKKVlSI HANN Vli-L FULLVISSA SlG UAA AE> þAP -Sé EKK.Í NIEITT S/WTANDI. Arðsemis- sjónarmið eða offram- leiðsla Til Velvakanda. Einhver skrifar í Velvakanda 27. janúar grein er bar fyrirsögnina Slæglega launuð lífgjöf. Þar er því haldið fram að sauðkindin hafi haldið lífinu í íslendingum í gegn- um aldirnar. Ætli sannleikurinn sé nú ekki frekar sá að þjóðin hafi haldið lífinu í sauðkindinni. Þjóðin lifði líka á fiskiveiðum og það er hægt að sýna framá að í þeim landshlutum þar sem meira var treyst á sjósókn en landbúnað var afkoma jafnari og betri. Það er líka sök sauðkindarinnar fyrst og fremst hve mikið landið hefur blásið upp og skógarnir sem hér voru við landnám urðu sauðkind- inni að bráð. Nú borgar þjóðin milljónir og aftur milljónir í út- flutningsbætur og styrki til land- búnaðar til að hægt sé að halda þessari vitleysu áfram. Er sauðk- indinni ekki fullþakkað? Fyrir skömmu kom Jón Baldvin utanríkisráðherra fram í sjónvarpi og fór nokkrum orðum um íslenska landbúnaðarstefnu. Sagði hann aðrekstur hvers lögbýlis kostaði um það bil ráðherralaun. Það þyrfti að taka ærlega til hendinni í land- búnaðinum hér og skera niður hér og þar. 'Þessu taumlausa offram- leiðsla nær engri átt og það er lítill heiður fyrir fjallalambið að lenda á haugunum. Það hlýtur að vera hægt að finna einhveija hugs- andi menn til að taka að sér yfir- stjórn þessara mála. Mætti þá benda á menn sem hefðu reynslu af stjórn fyrirtækja sem myndu stjórna þessum málum með arðse- missjónarmið í huga fyrst og fremst. J.M. Er samið fyrir „dauðar sálir“? Til Velvakanda. Það hefur varla farið framhjá neinum að nú er verið að innramma uppkast að kjarasamningi launa- fólks í ASÍ, máske fleiri, því sá samningur yrði vafalaust notaður sem kompás fyrir aðra launþega. Að Jjessu hafa unnið forystumenn ASI, VMSÍ og VSÍ ásamt fleiri aðilum. Þeir hafa komist á þá nið- urstöðu að æskilegast sé að hafa þennan ramma lítinn, helst ekki stærri en sl. maíramma. Meðaltaxtamanneskja í ASÍ mun fá um 45 þús. kr. greiddar eftir mánaðardagvinnu svo fremi hún hafí verið í áravís við sömu störf. Þ.e. um 1.500 kr. í spandans- fé á dag. Fjöldi nær þessu ekki, margir hafa ekki nema atvinnu- leysisbætur til að tóra af. Það er skemmst frá að segja að þessi upphæð er uppurin þegar keyptar hafa verið tvær venjulegar máltíðir og þrisvar molakaffi, eða eitthvað ámóta merkilegt. Dag- vinnulaunin eru þá búin. Það vekur undrun að engin mótmæli heyrast opinberlega frá þeim sem ætlað er að búa við þessi rammakjör. Um 40 þús. Iáglauna- menn í ASÍ virðast ekkert hafa við þetta að athuga. Það er skiljan- legt að rammasmiðirnir sjái ekkert athugavert við handverkið, þeir eru ekki á þessum töxtum. Þetta er ekki þeirra rammi. Afstaða þeirra sem samið er fyrir er svo abstrakt að undrun vekur. Það er harla ótrúlegt að oddvit- ar láglaunafólks séu einu hugsandi verurnar í ASÍ. Einhver með- limanna hlýtur að hafa viðhorf til slíks lífsspursmáls sem afkoma hans er. Mér þætti vænt um ef einhveijir þeirra vildu hitta mig í Duus-húsi í kvöld uppúr kl. 8 og ræða viðhorfin til rammagerðar- innar. Þórður Jónasson Víkverji skrifar Nýlega birtist hér í Morgun- blaðinu frásögn eftir Ónnu Bjarnadóttur þar sem hún sagði frá því þegar hún heimsótti mark- að skammt frá múrnum í Berlín. Þangað koma Pólverjar með alls konar varning vestur fyrir og bjóða hann til sölu. Víkverji lagði leið sína þangað á dögunum og var djúpt snortinn af að sjá þetta fátæka fólk standa þarna í röðum á blautum leðjuvelli með smádót fyrir framan sig. Frá borgarmörkum Austur- Berlínar eru um 80 kílómetrar að pólsku landamærunum. Fólkið ferðast þessa leið inn til Vestur- Berlínar og stendur á markaðinum í einn eða tvo daga. Geti það selt fyrir 25 mörk jafngildir það mán- aðarlaunum í Póllandi, þannig að ferðin og hið andlega átak sem hlýtur að þurfa til að stilla sér þarna upp, kann að borga sig. Leiðsögumaður Víkverja sagði að það væru aðallega Tyrkir sem versluðu við Pólverjana. Hann sagði kunningja sinn hafa hlustað á það, þegar Tyrki var að prútta við Pólverja um verð á einhverjum smáhlut. Þeir töluðu hvor sitt málið og þeim gekk illa að komast að samkomulagi. Undir lokin var Tyrkjanum nóg boðið og sagði reiðilega: Þú gætir þó að minnsta kosti lært að tala þýsku! xxx B erlín er segull sem dregur að sér fólk bæði úr austri og vestri. Síðan hinir sögulegu at- burðir gerðust í nóvember, þegar austur-þýska ríkisstjórnin opnaði göt á múrinn hefur mikill fjöldi fólks lagt leið sína til borgarinnar til þess eins að verða vitni að þeim breytingum sem þar eru að verða. Víkverji var í þeim fjölmenna hópi. Á meðan hann dvaldist í borginni var ákveðið að fella niður þá skyldu fyrir Vestur-Þjóðverja að fylla út sérstakt spjald við fö^yfir í Austur-Þýskaland: Nú þurfa þeir aðeins að sýna passa eða nafnskír- teini þegar farið er á milli. Útlendingar þurfa að borga fimm vestur-þýsk mörk fyrir árit- un sem gildir fyrir dagsferð til Austur-Berlínar og þarf að skila henni aftur á sama stað og hún var fengin. Hins vegar þurfa þeir ekki lengur að skipta 25 vestur- þýskum mörkum yfir í austur- þýsk eins og áður. xxx Víkverji kynntist því af eigin raun, að austur-þýska lög- reglan fylgir þessum reglum ekki lengur. Hann fór dag nokkurn í síðustu viku aUstur fyrir um „Checkpoint Charlie" en það er enn eina stöðin í Berlín þar sem útlendingar geta farið á milli aust- urs og vesturs á bílum. Þeir kom- ast einnig fótgangandi þar og með lest frá einni neðanjarðarstöð. Annars staðar er aðeins opið fyrir Þjóðverja. Á leið frá Austur-Berlín renndi Víkverji sér ásamt ferðafélögum sínum í bílaröð sem þeir töldu að væri við „Checkpoint Charlie". Það var grenjandi rigning og myrkur. Þegar formsatriðunum vegna áritunarinnar var Iokið kom í ljós að austur-þýski vörðurinn tók ekki blaðið sem átti að skila. Útlendingarnir fengu þannig að fara yfir án • athugasemda við Potsdamer Platz. Enn ein glufa hafði myndast í austur-þýska landamæranetinu. Vörðunum finnst áreiðanlega tilgangslaust að gera ferðamönnum lífið leitt þegar allar reglur austuf-þýska ríkisins eru að hrynja. Leigubíl- stjóri í Vestur-Berlín sagði einnig að hann kæmist í gegn með út- lendinga á hvaða sta”ð sem væri. Nú hafa verðirnir ekki lengur áhyggjur af því að reynt sé að smygla fólki yfir mörkin. Þeir spyrja einungis um það hvort ferðamenn hafi austur-þýsk mörk í fórum sínum. Opinberlega fær maður eitt austur-þýskt mark fyr- ir vestur-þýskt í Austur-Þýska- Iandi. í banka fyrir vestan fær maður hins vegar 300 austur-þýsk mörk fyrir 48 vestur-þýsk en er vinsamlega beðinn að rífa kvittun- ina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.