Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1990 25 Þorrablót fyrir almenning í Glym ÞORRABLÓT verður haldið í Glym, sem áður var Broadway, á fóstudaginn kemur 2. febrúar og hefst það kl. 19. Algengast er að félagasamtök haldi þorrablót en Glymur hyggst nú efna til þorrablóts sem ætlað er almenningi. Þorrablótið verður þjóðlegt eins og vera ber. Fram koma félagar úr kvæðamannafélag- Brugg gert upptækt VIÐ húsleit rannsóknarlögregl- unnar í Hafiiarfirði í gamla ráðsmannsbústaðnum á Bessa- stöðum voru gerðar upptækar sautján flöskur af 80% landa auk bruggtækja og hellt niður 75 lítrum af gambra, óeimuðu bruggi. Tuttugu og tveggja ára maður sem býr í húsinu var handtekinn á staðnum og játaði bruggunina við yfirheyrslur. Rannsóknarlögreglan fékk upp- lýsingar um bruggunina frá blaða- manni DV í fyrradag og gerði hús- rannsóknina í kjölfar þess. Maður- inn viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa bruggað í hesthúsi á Álftanesi í vetur en flutt tækin inn í íbúðar- húsið vegna þess að bruggið skemmdist vegna kulda. Hann var inu Iðunni, harmóníuleikarar og söngkvartett. Þá verður vísnasam- keppni og almennur söngur. Félag- ar úr Ríótríóinu munu stjórna kvöld- inu og þeir munu einnig syngja nokkur lög. Þorramaturinn verður frá Múla- kaffi og auk þess verður boðið upp á síldarétti og fleira. (Fréttatilkynning) með tækin og lögunina í kjallara hússins en vínandann í eldhúsinu. Hann sagði við yfirheyrslur að bruggið hafi verið ætlað til eigin nota en ekki sölu. Eiganda bruggsins var sleppt að loknum yfirheyrslum hjg. rannsókn- arlögreglunni í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 30. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 92,00 90,00 91,05 1,430 130.236 Þorskur(smár) 65,00 58,00 61,84 0,802 49.596- Ýsa 80,00 80,00 80,00 0,443 35.440 Ýsa(óst) 133,00 131,00 132,12 0,968 127.890 Karfi 47,00 47,00 47,00 25,012 1.175.557 Ufsi 48,00 48,00 48,00 0,267 12,828 Langa 75,00 70,00 .71,05 1,049 74,561 Lúða 600,00 305,00 523,56 0,045 23.560 Keila 45,00 45,00 45,00 0,337 15.174 Keila(ósL) 39,00 39,00 39,00 0,040 1.541 Kinnar 90,00 90,00 90,00 0,012 1.080 Samtals 54,18 30,406 1.647.463 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 93,00 70,00 91,96 11,715 1.077.361 Þorskur(ósL) 92,00 82,00 84,82 3,019 256.065 Ýsa 130,00 112,00 121,35 2,793 338.901 Ýsa(ósL) 122,00 75,00 105,15 2,036 214.078 Karfi 47,00 47,00 47,00 1,539 72.331 Ufsi 63,00 50,00 59,87 35,176 2.106.070 Hlýri+steinb. 70,00 70,00 70,00 0,612 42.840 Langa 61,00 25,00 57,39 0,299 17.159 Lúða 300,00 280,00 288,08 0,078 22.470 Skarkoli 60,00 60,00 60,00 2,020 121.200 Keila 40,00 40,00 40,00 0,432 17.280 Skata 215,00 215,00 215,00 0,009 1.935 Lýsa 62,00 62,00 62,00 0,089 5.518 Undirmál 41,00 41,00 41,00 0,112 4.592 Samtals 71,72 59,928 4.297.800 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 83,00 82,00 82,06 8,050 660.600 Ýsa 139,00 120,00 134,60 2,160 290.690 Karfi 49,00 48,00 48,85 1,374 67.114 Ufsi 52,50 26,00 51,80 2,095 108.530 Ufsi(ósL) 45,00 40,00 44,84 3,100 139.000 Steinbítur 66,00 66,00 66,00 0,216 14.256 Lúða 460,00 460,00 460,00 0,103 47.380 Keila 31,00 31,00 31,00 0,690 21.390 Samtals 75,77 17,807 1.349.245 ( dag verður meðal annars selt úr Eini GK, Barða GK og Happasæli KE. Hafskipsmál: Aðalbókari á móti eign- og tekjufærsluaðferðum PÁLL Bragi Kristjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Hafskips, og Sigurþór Charles Guðmundsson fyrrum aðalbókari fyrirtækisins voru yfirheyrðir af ákæruvaldi og verjendum í sakadómi Reykjavíkur í gær. Hjá Páli Braga kom meðal ann- ars fram að Hafskipsmönnum hefði komið á óvart að tap á rekstri Cosmos, dóttur- og samstarfsfélags Hafskips í Bandaríkjunum, virtist mun meira en mánaðarleg uppgjör frá stjórnanda fyrirtækisins,' sem ávallt hefðu verið talin trúverðug. Komið hefði í ljós að ýmis atriði, meðal annars tengd vaxtafærslum og launatengdum gjöldum, hefðu ekki komist til skila í bókhaldi Cosmos. Þetta hefði valdið mikillu óvissu og nægar upplýsingar hefðu ekki þótt liggja fyrir til að unnt væri að taka endanlega afstöðu til málsins í milliuppgjöri, sem unnið hafi verið með hraði, og því hafi þessi óvænti og óljósi kostnaður verið biðreikningsfærður jafnframt því sem ákveðið hefði verið að kom- ast til botns i málinu fyrir gerð ársuppgjörs. Vegna þessa máls er ákært fyrir vantaldar skuldir dótt- urfyrirtækisins í tengslum við gerð milliuppgjörs. Fram kom hjá Páli Braga oftar en einu sinni að við milliuppgjör væru stjórnendur fyrir- tækja fyrst og fremst að reyna að fá mynd af rekstrarreikningi í því skyni að leita vísbendinga um hvað þyrfti skjótra úrbóta í rekstrinum. Hins vegar væri í milliuppgjörs- vinnu ekki verið að skilgreina efna- hagsreikning enda slíkt ómögulegt. Nánar var rætt um ýmislegt sem tengdist sambandi milli aðalstöðva fyrirtækisins í Reykjavík og Cosm- os. Kom fram að Páll Bragi teldi ýmsu hafa verið ábótavant við sam- starf og stjórnun dótturfyrirtækis- ins, sem vegna seinlegra gagnaskila hefði ekki komið á daginn fyrr en skaðinn var skeður. Ákæruvaldið beindi til Páls Braga fjölda spurninga um áætl- anagerð að baki Atlantshafssigling- um félagsins, sem hófust í október 1984. Einnig var hann þaulspurður um hvernig_ viðskiptabanka fyrir- tækisins, Útvegsbanka íslands, hefðu verið kynntar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins og þær ýmsu áætlanir sem gerðar voru á ólíkum forsendum, eins og rakið hefur ver- ið hér í blaðinu undanfarna daga. Hann var spurður um aðild sína að gerð ýmissa gagna þar að lútandi. Páll Bragi bar til baka hluta eigin framburðar úr yfirheyrslum lög- reglu. Honum varð tíðrætt um hver áhrif einangrun I gæsluvarðhaldi, upphaf málsins hefðu haft á fram- burð hans og hann hefði þá hagað máli sínu á þann veg sem hann hefði haldið að félli í bestan jarðveg hjá lögreglu til að flýta fyrir lausn sinni úr haldi enda hefði verið ómögulegt að fá heildstæða mynd af því að hveiju rannsóknin beind- ist. Sigurþór Charles Guðmundsson, fyrrum aðalbókari Hafskips, kom einnig fyrir rétt í gær. Hann greindi frá því að hann hefði verið andvíg- ur þeirri aðferð Haskips að færa tekjur og gjöld af skipaferðum, sem stóðu fram yfir uppgjörsdag, miðað við upphafsdag ferðar en ítrekaði að hann teldi að í reikningsskilum félagsins hefðu ekki aðeins tekjurn- Bræla á loðnumiðum BRÆLA var á loðnumiðunum aðfaranótt þriðjudags og engin veiði. Síðdegis á mánudag tilkynntu þessi skip um loðnuafla í Beru- fjarðarál: Víkingur 1.300 tonn til Akraness, Helga II 550 til Hafnar- fjarðar og Hilmir 500 til Reyðar- fjarðar. ar hefðu verið færðar með þeim hætti heldur einnig gjöld sem til féllu vegna umræddra ferða. Fyrir þessa tekjufærslu eru Hafskips- menn ákærðir í tenglum við milli- uppgjör og ársreikning ársins 1984. Hann kvaðst hafa gert endurskoð- anda félagsins grein fyrir þeirri skoðun sinni að hann teldi að færa ætti tekjur eftir því sem ferð mið- aði áfram. Einnig er ákært fyrir eignfærslu gáma, sem ákæruvaldið telur að hafi verið á rekstrarleigu- samningi en forsvarsmenn Hafskips telja, og hafa lagt fram gögn um að hafi verið á kaupleigusamningi. Sigurþór kvaðst hafa talið, af þeim gögnum sem hann hafði séð, að ekki væri um kaupleigusamning að ræða en endurskoðandi félagsins hefði á grundvelli gagna sem hánn hefði haft undir höndum, metið það svo að um kaupleigu væri að ræða. Fram kom hjá Sigurþóri að gagnaskil frá dótturfyrirtækjum í Bandaríkjunum til aðalskrifstofu í Reykjavík hefðu dregist í allt að því 3-4 mánuði frá því að ferðum lauk og tilraunir til að bæta úr hefði ekki skilað árangri. Því hefði verið óvissa um ýmsa útgjaldaliði. Sigurþór staðfesti framburð sinn hjá lögreglu þess efnis að hann hefði séð hjá endurskoðanda félags- ins á handskrifuðu blaði drög að rekstrarerikningi ársins 1984 þar sem gert hefði verið ráð fyrir 145 milljón króna rekstrartapi. Þarna hefði uppgjör verið á undirbúnings- stigi og ekki hefðu á því stigi verið teknar ákvarðanir um að eignfæra stofnkostnað vegna Atlantshafs- siglinga, sem komið hefðu til lækk- unar á gjaldahlið rekstrarreiknings. Hann kvaðst einnig hafa verið mót- fallin eignfærslu stofnkostnaðar. Nánar spurður sagði Sigurþór að endurskoðandi Hafskips hefði aldrei lagt að sér að útbúa ranga færslu i' bókhald félagsins og sagði að þvert á móti hefði- sér virst sem hann hefði viljað gæta varúðar við gerð reikningsskilanna. Sigurþór sagði að vegna þess hve honum hefði virst rannsóknarlögreglu- menn illa undir það búnir að yfir- heyra hann um bókhalds- og reikn- ingsskilamál hefði hann sjálfur ósk- að eftir að Valdimar Guðnason, lög- giltur endurskoðandi, sem vann að skýrslu fyrir skiptaráðendur um fjárhag Hafskips, yrði viðstaddur nokkrar yfirheyrslur yfir sér. Gallerí Borg: Málverkið af Ara og Kristínu boðið upp Málverkauppboð verður haldið í samvinnu Gallerí Borgar og Listmunauppboðs Sigurðar Benediktssonar hf. að Hótel Sögu fímmtudaginn 1. febrúar og hefst kl. 20.30. Meðal verka sem verða boðin upp er málverk af Ara Magnússyni í Ogri og Kristínu Guðbrandsdóttur Hólabiskups sem hefúr verið í fréttum að undanfornu vegna aldurs. Uppboðsverkin verða sýnd í Gall- erí Borg miðvikudaginn 31. janúar og fimmtudaginn 1. febrúar frá kl. 10-18. Þau eru tvö stór olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval máluð 1952, módelmynd eftir Jón Stefáns- son sem var máluð á námsárum hans í Kaupmannahöfn, fjögurra mynda vatnslitasería eftir Jón Eng- ilberts sem aldrei hefur sést hér- lendis fyrr, vatnslitamynd eftir Brynjólf Þórðarson, vatnslitamynd- ir eftir Gunnlaug Blöndal og fleiri. í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg segir að á málverki af Ara Myndin af Ara Magnússyni og Kristínu Guðbrandsdóttur Hóla- biskups. Magnússyni lögmanni og Kristínu Guðbrandsdóttur Þorlákssonar Hólabiskups hafi verið gerð aldurs- greining hér heima af færustu sér- fræðingum, líklega sú fyrsta sinnar tegundar. Þeir sem greininguna gerðu telja sig ekki hafa fengið ótvíræða niðurstöðu en segja að málverkið sé „líklega unnið ein- hverntíma á tímabilinu 1830-1910.“ Stykkishólmur: Utför Bjarna Jóns- sonar í Bjarnarhöfii Stykkishólmur. ÚTFÖR Bjarna Jónssonar bónda í Bjarnarhöfn var gerð frá kirkj- unni í Bjarnarhöfti 20. janúar sl. að viðstöddu fjölmenni og var það með því mesta sem hér gerist. Var athöfnin látlaus og virðuleg. Tengdasonur Bjarna, sr. Hjálmar Jónsson, annaðist húskveðju og kór Stykkishólms undir stjórn Ronalds Turners söng. í kirkju flutti séra Gísli Kolbeins ritningarorð og ræðu og Ronald söng einsöng. Bjarni var Strandamaður, fædd- ur 2. september 1908. Foreldrar hans voru Guðrún Guðmundsdóttir og Jón Kjartansson í Asparvík. Bjarni giftist Laufeyju Valgeirs- dóttur í Bjarnarfirði og áttu þau saman 10 börn. Bjuggu þau í Asparvík frá 1935-1951 að þau fiuttu til Bjarnarhafnar í Helgafells- sveit og bjuggu þar síðan. Bjarni tók mikinn þátt í fé- lagslífi sinnar sveinar, var bæði hreppsnefndarmaður og oddyiti. Hann hugsaði vel um kirkjuna og kirkjugarðinn í Bjarnarhöfn og stóð fyrir að garðurinn var girtur varan- legri girðingu. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.