Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 ERLEIMT INNLENT Havel í heimsókn Václav Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, kom til landsins í gær- morgun ásamt áttatíu manna fylgdarliði. Hann fer aftur aflandinuídag. Sósíalistar með fortíð Harðar deilur urðu á mið- stjómarfundi Alþýðubandalags- ins um uppgjör flokksins við fortíð sína. Alyktunartillaga, þar sem hvatt var til hreinskilins uppgjörs og tengsl flokksins og forvera hans við kommúnista í A-Evrópu voru hörmuð, náði ekki fram að ganga, en mála- miðlun var soðin saman. Verkfræðingar rifta samningum Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur rift kjarasamningi við við- semjendur sína, verkfræðinga, tækniteiknara og tæknifræðinga vegna mótmæla ASÍ og VSI . Samningurinn fól í sér mun meiri launahækkanir en „stóri samn- ingurinn" sem gerður var fyrir skömmu og sagði Pétur Stef- ánsson formaður Félags ráð- gjafarverkfræðinga að þeir vildu ekki spilla tilraunum til skyn- samlegra samninga. Skorið niður um 915 milljónir Ríkisstjómin ætlar að skera niður ríkisútgjöld um 915 millj- ónir króna vegna kjarasamning- anna. Mest verður skorið niður hjá samgöngu-, menntamála-, félagsmála- og heilbrigðisráðu- neyti. ASÍ hefur mótmælt niður- skurði á atvinnuleysistrygging- um og byggingarsjóði ríkisins. Tveir bæir vilja handboltahöliina Bæjaryfírvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa látið í ljós áhuga á að taka þátt í byggingu hand- boltahallar fyrir heimsmeistara- keppnina í handknattleik 1995. Ríkisstjómin hefur tillögur beggja til meðferðar. Alumax inn í Atlantal Bandaríska fyrirtækið Alum- ax hefur formlega gengið inn í Atlantal-hópinn. Straumsvíkur- svæðið er nú talið líklegast fyrir staðsetningu nýs álvers. Bíium fækkar Bílum landsmanna fækkaði um tæp 3.300 á síðasta ári og telur bílaflotinn nú um 142.000 farkosti. ERLENT Semja um eyðingu efiiavopna Skýrt var frá því í Moskvu á laug- ardag við lok heimsóknar James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að risaveldin hygðust í júní nk. undirrita sátt- mála um eyðingu nær allra efna- vopna sinna. Veralegur árangur náðist einnig í viðræðum Bakers og sovéskra ráðamanna um ýmsar tæknilegar hliðar afvopnunar- mála, m.a. varðandi START-við- ræðumar um fækkun langdrægra kjarnavopna og CFE-viðræðurnar um niðurskurð hefðbundins her- afla í Evrópu. Mandela fijáls eftir 27 ár í fangelsi Nelson Mandela, þekktasti leið- togi blökku- manna í Suð- ur-Afríku, var látinn laus úr fangelsi á sunnudag eftir að hafa setið inni samfleytt í 27 ár. Hann var dæmdur fyrir aðild að sprengjutilræðum gegn yfir- völdum hvítra. í fyrstu ræðu sinni sagðist hann bjartsýnn á að samn- ingaviðræður hæfust fljótlega milli fulltrúa hvitra og svartra um friðsamlega lausn deilumála og pólitísk réttindi svertingja. Leið- toginn sagðist telja að F.W. de Klerk, forseti S-Afríku, væri heiðarlegur maður sem hægt væri að semja við. Hann tók þó fram að forsendumar fyrir vopnaðri baráttu blökkumanna væru enn fyrir hendi þar sem neyðarlögum hefði ekki verið aflétt og apart- heid, aðskilnaðarstefnan, væri enn við lýði. Blóðugar óeirðir í Tadzhikístan Neyðarlög vora sett á már.udag í Sovétlýðveldinu Tadzhikístan vegna mikill uppþota gegn yfir- völdum. Á þriðjudag sagði Moskvuútvarpið að „morðingjar og ræningjar“ væðu uppi í höfuð- borg Tadzhikístan, Dunshanbe, og öryggissveitir réðu ekki við vandann. Síðari fréttir hermdu að öryggissveitir hefði skotið á mannfjölda á á miðvikudag og fellt átta manns. Viðræður um sameiningu Þýskalands ákveðnar Ráðamenn fjórveldanna, Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna, Bret- lands og Frakklands, ásamt for- ystumönnum Vestur- og Austur- Þýskalands, ákváðu á fundi í Ottawa í Kanada á þriðjudag að hefja viðræður um sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Fulltrúar ríkjanna hittust í sambandi við aiþjóðafund um opnun lofthelgi ríkja. Pólveijar kröfðust þess á miðvikudag að fá að taka þátt í sameiningarviðræðum en vestur- þýskir embættismenn tóku því fálega. Stjórn Carlssons fallin Ingvar Carls- son, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fimmtudag eft- ir að þingið hafði fellt neyðartillögur stjórnar jafnaðar- manna í efnahagsmálum. Stjóm- arandstæðingar voru einhuga í andstöðu sinni. í tillögunum var m.a. gert ráð fyrir banni við launa- og verðhækkunum í tvö ár. Stjórn Ingvars Carlssons segir af sér: Er sænska velferðarkerf- ið að komast í kreppu? Stokkhólmi. Reuter. EKKI er ólíklegt, að sænska fyrirmyndin, sem svo hefur verið kölluð, iðnvætt velferðarríki, sem byggist á fullri atvinnu, mikilli, félagslegri þjónustu og þjóðarsátt, hafl orðið fyrir verulegum hnekki með stjórnmálaumrótinu í síðustu viku. Á fimmtudag, þeg- ar efiiahagsmálatillögur sljórnarinnar höfðu verið felldar, lagði Ingvar Carlsson forsætisráðherra fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt og á föstudag ákvað Kjell-Olof Feldt fjármálaráð- herra að sitja ekki lengur í embætti en þessir atburðir boða meira en einföld sljórnarskipti. Sænska kerfið gengur ekki lengur. Kröfuharka og sér- drægni verkalýðsfélaganna er að enda með hörmungum fyrir alla þjóðina,“ sagði Gunnar Nilsson, fyrrverandi verkalýðsleiðtogi, í viðtali við dagblaðið Expressen en í hnotskurn er vandinn sá, að laun og annar tilkostnaður hafa hækk- að helmingi meira en í samkeppni- slöndunum. Sænsku útflutnings- fyrirtækin eiga þess vegna undir högg að sækja á erlendum mörk- uðum. „Vandinn er líka sá, að kerfinu vegnaði allt of vel allt of lengi og fékk því tíma til að steinrenna," sagði hagfræðingur nokkur við fréttamann Reuters. „Allur þessi herskari í þjónustu ríkisins og verkalýðsfélaganna hefur aldrei unnið neitt utan kerfisins.“ Leiðtogum jafnaðarmanna og stjórnarinnar skildist hvert stefnir í efnahagsmálunum en hagfræð- ingar margir segja, að þeir hafí staðið svo illa að úrræðunum, að þeir hafi beinlínis neytt aðra flokka til að sameinast gegn þeim. Þá harma flestir og ekki síst full- trúar atvinnulífisins, að Feldt skuli hafa hætt sem fjármálaráðherra og þeir vara við afleiðingum þess, að verkalýðsfélögin og vinstri arm- ur jafnaðarmannaflokksins fái meiri völd í sínar hendur. Bankavextir í Svíþjóð hafa að undanförnu verið á bilinu 12-13% en nú er talið fullvíst, að þeir hækki og fari í um 16%. „Svíþjóð var áður velferðarparadís en nú er hún veiki maðurinn í Evrópu,“ sagði í Svenska Dagbladet í síðustu viku. Þingkosningarnar í Japan: Mesta þolraun Frjálslynda lýðræðisflokksins í 35 ár KOSIÐ verður til neðri deildar japanska þingsins í dag, sunnu- dag, og ræðst þá hvort sljórn Fijálslynda lýðræðisflokksins fellur eða heldur velli. Flokkur- inn hefur farið með völdin i landinu frá 1955 en á nú í meiri erfiðleikum en nokkru sinni fyrr vegna hneykslismála og óvinsæls söluskatts. Hann tap- aði meirihluta sínum í efri deildinni í júlí í fyrra og sumir spá því að hið sama gerist nú í þeirri neðri, sem er mun valdameiri. Þótt ýmislegt bendi til að flokkurinn hafi sótt i sig veðrið að undanfornu og haldi naumum meirihluta efast ýmsir um að komist verði hjá stjórn- arkreppu í landinu. Fijálslýndi lýðræðisflokkurinn hefur þrisvar misst meirihluta sinn í neðri deild japanska þings- ins frá 1955. í öll skiptin bjargaði hann sér fyrir hom með því að fá óháða þingmenn til liðs við sig. Forystumenn flokksins hafa verið viðriðnir hvert hneykslismál- ið á fætur öðra á undanfömum áram, svo sem Recrait-hneykslið sem komst í hámæli árið 1988. Ekki bætti úr skák er Sosuke Uno, fyrram forsætisráðherra, neyddist til að segja af sér eftir að uppvíst varð að hann hafði tekið þijár konur friliutaki. Fréttaskýrendur telja að flokkur- inn hafi aldrei staðið jafn illa að vígi og nú. Toshiki Kaifii, forsætisráðherra Japans. Reuter 3% sölu- skattur, sem Noboru Tak- eshita, fyrram forsætisráð- herra, lagði á í desember 1988, hefur einnig sætt harðri gagnrýni. Sagt er að stjórnin hafi staðið afar illa að þeirri skattlagn- ingu, ekki skýrt nægjanlega vel fyrir almenningi hvers vegna hún hafi verið nauðsynleg. Talið er þó að Toshiki Kaifu forsætisráðherra hafi tekist að sannfæra marga kjósendur um nauðsyn hennar. Flestar skoðanakannanir benda til að Fijálslyndi lýðræðisflokkur- inn haldi naumum meirihluta. Samkvæmt könnun japanska dag- blaðsins Yomiuri Shimbun fær flokkurinn að minnsta kosti 257 þingsæti af 512. Önnur könnun, sem birt var í dagblaðinu Asahi Shimbun, bendir hins vegar til að flokkurinn fái að minnsta kosti 271 þingsæti, sem nægir honum til að tryggja sér meirihluta í öll- um nefndum deildarinnar. Flokk- _________________ urinn fékk 295 BilKSVlD eftir Boga Þ. Arason þingsæti í síðustu kosn- ingum árið 1986. Báðar kannanirnar eru þó vart marktækar þar sem rúmur þriðj- ungur aðspurðra kvaðst óákveð- Talið er að Sósílistaflokkur Japans, helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, vinni mikið á, fái 120-40 þingsæti. Hann fékk að- eins 85 sæti í síðustu kosningum. Öðrum flokkum, Komeito („Ósp- illt stjórn“ - flokkur búddhatrúar- manna), kommúnistaflokknum og Lýðræðislega sósíalista- flokknum (miðflokkur) er hins vegar spáð fylgistapi. Leiðtogi Sósíalistaflokksins, Takako Doi, hefur lofað því að aflétta söluskattinum og hyggst þess í stað leggja vörugjald á ýmsan dýran varning, svo sem bíla og raftæki, en ekki á þjón- ustu. Utilokað er að sósíalistar fái hreinan meirihluta í kosningunum og þeir segjast vilja mynda sam- steypustjórn með Komeito og Lýð- ræðislega sósíalistaflokknum. Ólíklegt er að það takist því for- ystumenn síðarnefnda flokksins hafa til að mynda lýst því yfir að skattastefna sósílista sé afar vafa- söm. Leiðtogi Lýðræðislega sósíali- staflokksins, Takashi Yonezawa, spáir stjórnarkreppu í landinu eft- ir kosningarnar í dag og að Japan- ir þurfi því ganga að kjörborðinu að nýju á árinu. Flestir fréttaský- rendur telja að Fijálslynda lýð- ræðisflokknum takist að halda naumum meirihluta í neðri deild- inni en efast hins vegar um að kjósendur veiti flokknum nógu mikið brautargengi til að hann fái í raun starfhæfan meirihluta á þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.