Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 18. FEBRÚAR 1990 4 eftir Andrés Magnússon/Myndir: Ragnor Ih. Sigurðsson Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir hafa heldur betur verið í sviðsljósinu undanfarna daga, eftir að „Eitt lag enn“ eftir Hörð G. Ólafsson varð hlutskarpast í söngvakeppni ríkissjónvarpsstöðvarinnar um síðastliðna helgi, en sem kunnugt er er sigurlagið framlag ríkissjónvarpsstöðvarinnar til söngvakeppni Evrósjón, sem fram fer í Júgóslavíu í maíbyijun. Ekki síst vakti frískleg sviðsframkoma þeirra Sigríðar og Grétars athygli og er mál manna, sem hnútum eru kunnugir í poppheiminum, að góð sviðsframkoma geti haft úrslitaáhrif í keppni, sem söngvakeppni Evrósjón er. Sigríður og Grétar eru reyndar engir nýgræðingar í bransanum, en söngvakeppnin er engu að síður tímamót á ferli þeirra. En hver eru Sigríður Beinteinsdóttir og Örvar Grétarsson? SIGRÍÐUR Þetta ei vanabindandi andsknti „ÉG ÆTLAÐI ekkert að verða söngkona," segir Sigríður þegar hún er spurð um hvað hafi orðið til þess að hún sneri sér að tón- list. Ég lærði reyndar á blokk- fiautu og seinna píanó í ein þrjú ár þegar ég var lítil, en það varð nú aldrei neinn ferill úr þvi. En ég hlustaði alltaf mjög mikið á tónlist, þannig að áhuginn var allt- af fyrir hendi. Þegar ég var svona sextán ára gömul byrjaði ég hins vegar að leika á kassagít- ar. Fékk mér nótnabók með öllum lögum bítlanna, því í henni er sýnt hvar skal styðja fíngrum á streng til þess að úr verði hljómur á réttum stöðum. Það var byijunin. En svo varð ég leið á kassagítam- um og fékk mér bassa, sem ég átti í smátíma, en var alls ekkert að pæla í því að syngja. Einhvemtíman vill þannig til, að ég er að glamra einhver bítlalög á kassagítarinn og syng undir, þegar besta vinkona mín kemur í heimsókn. Og hún spyr hvað ég sé að spila á kassagít- arinn; segir að ég eigi að snúa mér alfarið að söngnum. Eg tók því hins vegar fjarri, en hún gaf sig ekki. Þegar hún sá auglýsingu í Dag- blaðinu þar sem verið var að aug- lýsa eftir söngkonu eða söngvara espaðist hún öll upp og heimtaði að ég hringdi. Sagðist annars ekki tala við mig meir! Það verður úr að ég hringi, fer á æfingu og er ráðin á staðnum. Síðan hef ég ver- ið viðloðandi poppið,“ segir hún og lætur sem þetta hafi allt gerst meira og minna af tilviljun. Svo er það HLH, segi ég. Fyrsti smellurinn. „Já, ,Vertu ekki að plata mig‘ var það, sem kom manni af stað. Þá byijuðu hjólin að snúast af alvöm. Þetta var 1984 ... Það er langt síðan," segir hún hugsi. Ekki varstu farin að lifa á list- inni þá? „Nei, nei. Ég vann talsvert hjá pabba í dúkalögnum og þess hátt- ar, sem hentaði mér mjög vel, ég þurfti kannski að' ijúka út á land á fimmtudegi og var ekki komin aftur fyrr en á mánudegi, sem er ekki hægt í hvaða vinnu sem er. Þannig að ég var leggjandi dúka og syngj- andi rokk til skiptis," segir hún hlæjandi." Ekki ertu enn að leggja dúka? „Já og nei. Fyrir um ári fór ég alfarið í poppið. Sumsé þegar ég byijaði að syngja með Stjórninni. Þá hafði ég ekki lengur tíma til þess að vera í hvom tveggja. Það var bara of mikið að gera til þess að þetta gengi upp.“ Ég spyr hvort þessi harða spila- mennska sé ekki lýjandi og hún hugsar sig aðeins um og játar að það geti verið nokkuð þreytandi á stundum. „Maður festist svolítið í henni og þetta getur orðið voða til- breytingarlaust. Á hinn bóginn er þetta þægilegra en að vera að þeyt- ast út um allt land.“ Hún þagnar stutta stund og bætir svo við: „En samt... þetta vill verða fullmikið vanaverk.“ En ef þið verðið ekki á Hótel íslandi í sumar, á þá bara að kýla á hringveginn? „Já, er það ekki eina alvöru útgerðin í þessum bransa?" spyr hún á móti. Hún segist ekkert hrædd við að fara af stað í slíka ferð, þó það sé auðvitað meira þreytandi en að vera í fastri vinnu hér syðra. Ég minni á það orð, sem farið hefur af poppumm í slíkum vísitasíuferðum. „Auðvitað var allt of mikið um drykkjuskap og þess háttar hér áður fyrr, en þetta er svo að segja búið. Það er komin miklu meiri atvinnumennskublær á þennan bransa og metnaðurinn er annar og meiri. Eg segi ekki að ég smakki ekki vín, en áfengi og spila- mennska á einfaldlega ekki saman, ekki frekar en áfengi á heima í öðru starfi." Ég spyr Siggu - eins og ég, ókunnur maðurinn, er ósjálfrátt farinn að kalla hana — hvort ekk- ert komist að annað en músíkin. „Ég á engin sérstök áhugamál, ef það er það, sem þú átt við, en fyr- ir utan þetta stúss vegna söngva- keppninnar, sem tekur rosalegan tíma, er ég að mestu að hugsa um íbúð, sem ég er að kaupa. Hún er á byggingarstigi, þannig að ég er bara í því að koma mér þar inn,“ segir hún, kímir síðan við og bætir við „og er svona aðeins að vinna í dúknum þessa dagana, til þess að ná mér í pening. En ég hugsa að ég verði að hætta í því vegna anna, maður hefur ekki tíma til neins lengur. Ég hef varla getað hlustað á útvarp, sem er mjög bagalegt, því ég þarf beinlínis að fylgjast með því. Helst að ég leigi mér myndbönd til að fá smáhvfld frá þessu öllu.“ En á hvaða tónlist hlustar þú? „Það er svo að segja hvað sem er. Þegar ég var yngri var það nú aðal- lega rokk. Nína Hagen var í miklu uppáhaldi, nýbylgja og þetta dót. Seinna tóku Pretenders og fleiri við, en nú er það næstum allt. Aðal- lega samt rokkið," segir hún afger- andi. Á hún til að leggjast upp í sófa og setja klassík á fóninn? „Neeei,“ segir hún með semingi, „ég get eiginlega ekki sagt að ég hafi gert það. Ég á ekki margar klassískar plötur. En það getur vel verið að ég geri það í nýju íbúð- inni,“ segir hún og brosir. Hvemig ertu dags daglega? „Tja, góð spuming! Ég veit það ekki... Strákarnir em nú oft að kvarta yfir því hvað ég sé lítið_ á ferðinni. Og það er alveg rétt. Ég geri allt of lítið af því að fara niður á Gauk á Stöng og hlusta á þessi bönd, sem em að spila og svo framvegis. Ég þyrfti að fara meira á tónleika og annað slíkt. En ég held að það sé ekki af því að ég sé ekki nógu fé- lagslynd, þvert á móti. Maður er bara svo mikið að gera og maður fínnur ekki allan þann tíma, sem ég þyrfti að hafa til þess að geta sinnt öllu því, sem ég vildi,“ segir hún alvarlega. „Og það er akki al- veg nógu sniðugt, því það er mikil hætta á því að maður festist í þess- um ballabransa og staðni, sem er beinlínis hættulegt í poppinu. Það er líka hætta á að þú missir það, sem gerði þig sérstaka til að byija með. Að maður týni sjálfum sér.“ Hvenær ertu helst að syngja sjálf? „Það er auðvitað helst þegar við emm að taka eigin lög. Þá er maður ekki að herma eftir einum eða neinum. En mér finnst mig GRETAR Allir hyrja heir í Átt- hagasalnum „EIGUM VIÐ ekki bara að segja að ég hafi músíkina frá mömmu? Það eru alltaf allir að spyrja mig hvort þettasé ekki komið frá pabba,“ svarar Grétar þegar ég spyr hann um hvernig þetta hafi allt byrjað. Hann horfir á mig með miklum alvöruþunga, en skellir síðan upp úr, greinilega orðinn vanur því að böndin ber- ist að foður hans, Orvari Kristj- ánssyni, hinum landsþekkta harmonikkuleikara. „Ég er viss um að þetta er í blóðinu og mamma er líka afskaplega mús- íkölsk." Eg fæddist og ólst upp á Höfn í Hornafírði og eign- aðist fyrsta orgelið á fermingarárunum. Þetta var Yamaha-skemmtari með tveimur hljómborð- um, fótbassa og trommu- heila og áður en ég varði var ég byijaður að spila ásamt tveimur öðrum á Hótel Höfn. Svo er maður búinn að vera meira og minna í músík, spilandi á öllum sveitaböllum og svo framvegis." Þú hefur þá verið með Önnu í Hlíð á dagskránni? spyr ég. „Já já, Önnu í Hlíð og allar þær systur — Stína var lítil stúlka í sveit, Það var um kvöld eitt að Kötu ég mætti, Gunna var í sinni sveit og hvað þær heita nú allar systum- ar.“ En síðan lá leiðin suður. Grétar byijaði einn í Skálafelli á Hótel Esju, þar sem hann og Jónas Þór- ir skiptust á, en gekk síðan til liðs við Birgi Gunnlaugsson í Átthaga- sal Hótel Sögu og stofnaði síðan eigin hljómsveit á sama stað. „Þetta var dæmigert árshátíða- band og við vorum að í þijú ár. Ég á mjög góðar minningar það- an. Eins og vinur minn Trausti Víglundsson þjónn segir: ,Allir byija þeir í Átthagasalnum' og það er mikið til í því. Þama hafa allir verið. Fyrsta alvörutækifærið var hins vegar þegar ég tók þátt í söngva- keppninni 1988. Lagið hét ,1 Fyrrasumar1 og var flutt af mér og Gígju Sigurðardóttur, sem ég hafði heyrt í í Látúnsbarkakeppn- inni. Tilfellið er að það eru alltof fáar söngkonur í sviðsljósinu, þrátt fyrir að það sé urmull af stelpum sem geta sungið. Við vomm bæði ný og óþekkt til þess að gera, en lagið komst í 7. sæti. Eftir það ákvað ég að stofna hljómsveit með ungu og fersku fólki og fékk Öldu Björk Ólafs- dóttur, Matthías Hemstock, Hilm- ar Jensson, Einar Braga Bragason og Eið Arnarsson. Flest allir óþekktir, nema Einar Bragi nátt- úmlega. Þetta var fyrsta Stjórnin. Síðan kýldum við á þetta af fullum krafti, æfðum út í það óendanlega og fengum loks fyrir náð og misk- unn að spila á Hótel íslandi," seg- ir hann og brosir út í annað. „Gott ef það var ekki kynningarafsláttur á kaupi hljómsveitarinnar!“ „Síðan höfum við verið þarna og leiðin legið upp á við. Við höf- um átt gott samstarf við þá ís- landsmenn, eins og ég kalla þá J6a, Hörð og ég tala nú ekki um Ólaf Laufdal. Þama er allt til alls til þess að skila 100% vinnu ... engar áhyggjur af hljóðinu eða neitt. Og svo má auðvitað ekki gleyma því að breiddin í gesta- hópnum er mjög mikil. Þama er fólk á öllum aldri og úr öllum hópum þjóðfélagsins.“ En þú settir markið hærra? „Já. Það var alltaf á stefnuskránni hjá mér að fara í Evrósjón með band, því ég trúi því að hljómsveit eigi meira erindi í Evrósjón en annað — tala nú ekki um með jafngóða söngkonu og Sigga er. Hljómsveit sem er eitthvað, en ekki einhver tilbúningur. Og það er Stjórnin. Við höfum verið að í meira en tvö ár og bandið er annað og meira en nafn utan um nokkra einstakl- inga, sem svo vill til um að spila saman. Þetta er ekkert plat,“ seg- ir Grétar af sömu alvöru og þegar hann fræddi mig á því hvaðan tónlistargáfan kæmi, nema í þetta skipti er alvaran ekta. Eg spyr Grétar hvort hann hafi einhvemtíman lært tónlist og hann gefur lítið út á það. „Ég ætla mér að læra seinna. Ætla einhvemtím- an að taka mér frí frá poppinu í eitt til tvö ár til þess að læra klassískan píanóleik af alvöru. Það er draumurinn." Semur þú mikið sjálfur? „Alltof lítið. Maður gefur sér aldrei tíma til þess að setjast niður og semja, það er alltaf eitthvað annað, sem er meira aðkallandi þá og þá stundina. Svo fer hreint ótrúlegur tími í þetta Evrósjón-mál — það er allur sólarhringurinn undirlagð- ur. En þetta er vertíðin. Nú verður maður bara í því að draga net fram á vor. Og svei mér þá, þetta er erfiðara en að draga net.“ Þú getur vitnað um það? „Já. Þó ég sé nú ekki mikil sjómaður, svona í hinum gamla skilningi orðsins.“ Hvað ertu búinn að vera lengi í poppinu einvörðungu? „Það em ein fimm ár,“ segir Grétar eftir nokkra umhugsun og bætir snöggt við með gervistolti í röddinni: „Og hef ekki unnið handtak með því. ----Þetta em alltaf sömu spurn- ingamar, sem maður fær,“ segir hann þegar hann hættir að hlæja. „Þú ert alltaf í músíkinni, er nokk- uð upp úr þessu að hafa? Fer þetta ekki allt í sjálft sig? Er ekki voða- leg óregla með þessu?‘ og svo kem- ur lokaspurningin: ,Og hvað vinn- urðu svo?“ En hvernig fer einkalífið út úr svona vinnu? „Það bjargar mér að ég á alveg ótrúlega þolinmóða og skilningsríka konu, sem hefur stutt mig í þessu stríði öllu af miklum þroska. En það er nú þannig að frá því að ég ákvað að taka tónlistina föstum tökum, þá hef ég varla haft tíma til nokkurs annars. Maður prísar sig sælan ef maður á frí á sunnudögum. Þá fer maður út að aka, eða eitthvert í heimsóknir til vina og ættingja til þess að rækta þau tengsl. Þessi vinna slítur mann alveg rosalega frá vinum og fjölskyldu. Þetta er ekki ,normalt‘ líf.“ Lífið er sumsé Evrósjón? „Já. Það hefur tekið alveg æðislega á.“ Þú sefur á næturnar? „Já, já. Ég sef mína 6-7 tíma.“ En hvað er skemmtilegast í þessum bransa öllum? „Það er skemmtilegast þegar vel gengur og við náum upp góðri stemmn- ingu á Hótel Islandi.. . þegar allt verður vitlaust, liðið klappar og argar á mig og maður veit að maður er að gera góða hluti. Það var líka frábær tilfinning að vinna — bæði Landslagið og Evrósjón — þá fann maður hvernig allt erfiðið og streðið skilaði sér, þrátt fyrir allt og allt.“ Þið spilið og spilið, en hafið þið eitthvað velt fyrir ykkur plötu? „Já. Stjórnin er að fara á plötu. Svo er það spurningin hvenær við finnum tíma, en það þárf að ger- ast bara núna alveg á næstunni. Það er kominn tími á okkur. Síðan er spurning hvort Sigga fari ekki I að gefa út sólóplötu. Það væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.