Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DÁGBÓK SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 T T4 APersunnudagur 18. febrúar. 2. sunnudagurí 1 iJAllníuviknaföstu. Biblíudagurinn 49. dagur ársins 1990. Góa byrjar. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 11.54 og síðdeg- isflóð kl. 24.50. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 9.14 og sólar- lagkl. 18.11. Myrkurkl. 19.01. Sólin er í hádegisstað í Rvíkkl. 13.42ogtunglið erísuðri kl. 7.45. (AlmanakHá- skóla íslands.) Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur þeim sem þú hefur gefíð mér því að þeir eru þínir og allt mitt er þitt og þitt er mitt. (Jóh. 17,9.-10.) FRÉTTIR/MANNAMÓT í DAG gengur góa í garð. „5. mánuður vetrar að fom- ísl. tímatali hefst með sunnu- degi í 18. viku vetrar. Nafn- skýring er óviss.“ Þannig seg- ir frá góu í Stjörnu- fræði/Rímfræði, sem segir þannig frá konudegi sem er fyrsti dagur góu: Sagt er að húsfreyjur hafi átt að „fagna góu“ þennan dag og að bænd- ur hafí átt að gera húsfreyjum eitthvað vel til. Þess munu einnig dæmi að hlutverk hjón- anna í þessum sið hafi verið hið gagnstæða. LÆKNAR. í tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu í Lögbirtingi seg- ir að það hafi veitt Oskari Þór Jóhannssyni cand.med. et chir. og Gyrit Hagman cand.med. et chir. leyfí til að stunda almennar lækningar. Þá hefur ráðuneytið veitt Erlingi Þorsteinssyni lækni leyfi til að reka lækningastofu út þetta árið. ÁRBÆJARKIRKJA. í kvöld kl. 20 er æskulýðsfundur. S AMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð hafa opið hús í safn- aðarheimili Laugarneskirkju nk. þriðjudagskvöld kl. 20-22. Á sama tíma er svarað í uppl.síma, 34516. KVENNADEILD Styrktar- fél. lamaðra og fatlaðra held- ur aðalfund annað kvöld, mánudag, kl. 20.30 á Háaleit- isbraut 11. Að loknum fund- arstörfum verður borið fram kaffi og meðlæti., NESKIRKJA. Á morgun, mánudag, barnastarf 12 ára kl. 17, og kl. 19.30 13 ára og eldri. SAMVERKAMENN Móður Teresu halda mánaðarlegan fund sinn annað kvöld, mánu- dag, í safnaðarheimilinu Há- vallag. 16 kl. 20.30. LISTSKREYTINGASJÓÐ- UR ríkisins augl. í Lögbirtingi eftir umsókn um framlög úr sjóðnum sem hefur aðsetur í menntamálaráðuneytinu. Stjórn sjóðsins setur umsókn- arfrestinn vegna framlaga á þessu ári til 1. júlí nk. í augl. eru birtar þær reglur sem stuðst er við. Ekki er þess getið hve miklu sjóðsstjórnin hafí úr að spila. SELJAKIRKJA. Á morgun er barna- og æskulýðsdagur. Fundur yngri stúlkna í KFUK er kl. 17.30 og eldri kl. 18.30. Fundur í Æskulýðsfél. Sela er um kvöldið kl. 20. KVENFÉL. Breiðholts held- ur aðalfundinn annað kvöld, mánudag, í Skíðaskálanum í Hveradölum og verður lagt af stað frá Breiðholtsskóla kl. 19.30. MIGRENSAMTÖKIN halda fræðslufund á fímmtudags- kvöldið kemur kl. 20.30 í Templarahöllinni við Eiríks- götu. Helgi Valdimarsson læknir flytur fyrirlestur um orsakaþætti migrens. Þá mun læknirinn svara fyrirspurnum um bókina „Migrenbylting- in“. Fundurinn verður öllum opinn. SELTJARNARNES- KIRKJA. Annað kvöld kl. 20 er æskulýðsfundur. AFLAGRANDI 40. Félags- miðstöðin hefur opið hús á morgun, mánudag. Spilað verður frá kl. 13 til 16.30. KVENFÉL. Kópavogs held- ur spilafund, félagsvist, nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 og er spilakvöidið öllum opið. FÉL. eldri borgara hefur opið hús í dag í Goðheimum kl. 14 og er þá spilað og teflt og í kvöld kl. 20 dansað. Nk. þriðjudag verður bókmennta- kynning á Hótel Lind við KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 máttug, 5 skömm, 8 miskunnin, 9 dýr, 11 veík, 14 vond, 15 ilmur, 16 peningar, 17 eyktamark, 19 lokaorð, 21 tignara, 22 varkárari, 25 svelgur, 26 mál, 27 fari á sjó. LÓÐRÉTT: — 2 leyfi, 3 halda sig, 4 smáaldan, 5 skekkjan, 6 flana, 7 eyði, 9 kvennabósi, 10 fríða, 12 færðir í letur, 13 hímdi, 18 hóta, 20 handsama, 21 tryllt, 23 tveir eins, 24 verkfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 spræk, 5 hæfur, 8 ráfar, 9 halur, 11 rafts, 14 nam, 15 senna, 16 aflar, 17 rýr, 19 vein, 21 menn, 22 nýtileg, 25 kúa, 26 ýra, 27 tía. LÓÐRETT: - 2 púa, 3 æru, 4 kárnar, 5 harmar, 6 æra, 7 urt, 9 Húsavík, 10 lundina, 12 fallegt, 13 stranda, 18 yfir, 20 ný, 21 me, 23 Tý, 24 la. Rauðarárstíg kl. 15-17. Próf. Sveinn Skorri Höskuldsson segir frá Gesti Pálssyni og verður lesið úr verkum hans. SYSTRA- og bræðrafél. Keflavíkurkirkju heldur fund í Kirkjulundi annað kvöld kl. 20.30. Að fundarstörfum loknum verður farið í heim- sókn í Byggðasafn Suður- nesja og það skoðað undir leiðsögn. HVASSALEITI 56-58. Á morgun fer fram bridskennsla í opnu húsi kl. 13. Góukaffí verður drukkið kl. 15. KFUK, Hafnarfirði. AD- deildin efnir til kvöldvöku nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30 í húsi félaganna. Fjölbreytt efni verður flutt. Edda Gísla- dóttir flytur hugleiðingu. DÓSENTSTAÐA. í lækna- deild Háskóla íslands er Iaus til umsóknar dósentstaða í sýklafræði. Menntamálaráðu- neytið auglýsir stöðuna, með umsóknarfresti til 23. þ.m. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt 1. júlí nk. ÞENNAN dag, 18. febrúar, hefur það gerst tvisvar sinn- um að snjóflóð hafa fallið. Árið 1885 féll snjóflóð austur á Seyðisfirði. í því fórust 24 menn. Og árið 1910 féll snjó- flóð vestur í Hnífsdal og fór- ust 20 manns. Vitaskipið Hermóður fórst þennan dag árið 1959. SKIPIN_____________ REYKJAVÍKURHÖFN. I gær lagði Skógarfoss af stað til útlanda. Esja kom_úr strandferð og togarinn Ás- björn var væntanlegur úr söluferð og Viðey er væntan- leg núna um helgina af veið- um til löndunar. í dag er Grundarfoss væntanlegur að utan og á morgun leiguskipið Skandia, einnig að utan. HAFNARFJARÐAR- HÖFN. í fyrradag kom tog- arinn Har. Kristjánsson inn til löndunar. í fyrrakvöld lagði togarinn Víðir af stað í sölu- ferð til útlanda. ísnes fór á ströndina í fyrrakyöld. 2.000 tonna erl. flutningaskip með heimahöfn í Vínarborg, Salzach, kom og fór að bryggju í Straumsvík. Það fór til Reykjavíkurhafnar í gær. Væntanleg voru til Hafnar- ijarðar frystiskipið Nord- landina og saltskip, Akmar I, sem er með 6.000 tonn af salti. í dag er skip væntanlegt til Straumsvíkurhafnar með súrálsfarm. MINNINGARKORT MINNINGARKORT Samb. ísl. kristniboðsfélaga fást í aðalskrifstofunni, Amt- mannsstíg 2B (húsi KFUM), s. 17536/13437. ÞESSIR LEIKFÉLAGAR, Jóhann Indriðason, Atli Rúnar Steinþórsson og Jónas Haraldsson, héldu fyrir allnokkru hlutaveltu til styrktar Blindrafélaginu. Strákarnir söfn- uðu tæplega 2.070 kr. til félagsins. ÁHEIT OG GJAFIR ÁHEIT á Strandarkirkju afhent Morgunblaðinu: Jó- hannes Guðjónss., 1000, Guð- þjörg, 1000, Kristbjörg 500, O.S.G. 500, SS 500, HH 500, SBB 500, SE 500, KH 500, LS 500, Önefnd 500, Sigrún E1 500, NN 500, Ónefnd 400, NN 300, Ónefnd 100, Ónefnd 100, Sigurður Antóníusson 100, RÍ 100. ÞETTA GERÐIST 18. febrúar ERLENDIS: 1478: Hertoginn af Clarence tekinn af lífi í The Tower of London. 1685: La Salle stofnar fyrstu nýlenduna í Texas. 1813: Rússar taka Hamborg eftir uppþot gegn Frökkum. 1856: Tilskipun um umbætur gefin út í Tyrklandi. 1861: Italska þingið sett og kýs Viktor Emmanúel kon- ung. 1874: Benjamin Disraeli myndar ríkisstjórn í Bret- landi. 1884: Lið Gordons kemur til Khartoum, en ;,Mahdíinn“ neitar að semja við hann. 1900: Uppgjöf Piet Cronje fyrir Bretum við Paanderberg í Suður-Afríku. 1915: Kafbátahafnbann Þjóð- veija á Bretlandi hefst. 1916: Síðasta þýzka setuliðið í Kamerún gefst upp. 1945: Orrustan um Iwo Jima hefst. 1965: Gambía fær sjálfstæði. 1969: Árás arabískra hryðju- verkamanna á flugvél É1 A1 í Zúrich. 1974: Olíubanni Arabaríkj- anna á Bandaríkin aflétt. 1978: Ritstjóri „A1 Ahram“ myrtur í Nikósíu, Kýpur. HÉRLENDIS: 1230: Hallur Gizurarson lög- sögumaður látinn. 1875: Eldur í Mývatnsöræf- um. 1878: Alþýðuskóli í Flens- borg. 1885: 24 fórust í snjóflóði á Seyðisfirði. 1910: 20 fórust í snjóflóði í Hnífsdal. 1911: Auður Auðuns fædd. 1914: Fossafélagið stofnað. ORÐABÓKIIM Að fara erlendis Fyrir viku var vikið að því, að mörgum þætti ofangreint orðalag tæplega rétt mál, þar sem erlendis er í reynd svonefnt staðaratviksorð og táknar því dvöl á stað, en ekki hreyfingu til staðar. Því væri óeðlilegt að tala um að fara erlendis, en aft- ur rétt að tala um að vera erlendis eða dveljast erlend- is. En hvað segja heimildir um þetta? I Orðabók Menn.sj. segir, að ao. er- lendis merki: í öðru landi, en forn eða úrelt merking sé: í annað land, annan heim. Þessi skýring er í samræmi við aðrar ob. Elztu dæmi í OH eru frá miðri 18. öld og þá einmitt um að fara eriendis. Til er blað með rithendi Eggerts Ólafs- sonar, þar sem segir m.a.: „margir landar vorir,’ sem á þessum dögum fara eriend- is, gjörast miklir ættlerar." Eru síðan dæmi um þessa merkingu í ritum, allt fram á okkar daga. í riti frá um 1840 stendur þetta: „hann ásetti sér að fara erlendis. “ í tímaritinu Ægi 1950 segir svo: „voru lifrarmjölssýnis- horn xx send eriendis". En svo eru einnig nokkur dæmi um staðarmerkinguna. Enda þótt dæmi séu til um hvort tveggja, tel ég fara betur á, að erlendis sé haft um dvöl í öðrum löndum: Hann er erlendis = dvelst utan lands. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.