Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 25
ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Flugmenn Flugfélagið Atlanta auglýsir eftir flugmönnum vegna leiguverkefna félagsins erlendis. í fyrsta lagi er óskað eftir flugstjóra, Boeing 737-200. Umsækjendur skulu vera handhafar skírteinis atvinnuflugmanns, 1. flokks, vera 30 ára eða eldri og hafa heildarflugtíma a. m. k. 4.000 klst. auk fleiri skilyrða varðandi heildartíma á flug- vélar. Jafnframt er óskað eftir aðstoðarflugmönnum, Boeing 737-200. Umsækjendur skulu vera handhafar skírteinis atvinnuflugmanns a. m. k. 3. flokks, vera 30 ára eða yngri og hafa a. m. k. 1.000 klst. heildarflugtíma og þar af a. m. k. 100 klst. á fjölhreyfla flugvélar. Upplýsingamiðstöð ferðamála Auglýst er eftir manni í starf forstöðumanns Upplýsinga- miðstöðvar ferðamála á íslandi. í starfinu felst dagleg verkstjóm í Upplýsingamiðstöðinni, skipulag á almennri upplýsingaöflun, stjórnun upplýsingadreifingar, gerð rekstraráætlana, ráðgjöf við bæklingaútgáfu o. fl. Gert er ráð fyrir að ráða í starfið frá og méð 1. maí nk. Launa- kjör samkv. samkomulagi. Störf hjá Stál- félaginu íslenzka stálfélagið hf. auglýsir eftir kranastjómendum annars vegar á 50 tonna brúkrana og hins vegar 80 tonna brúkrana. Jafnframt er óskað eftir tætarastjórnanda. Umsækjendur þurfa að hafa lokið vinnuvélanámskeiði Iðntæknistofnunar eða sambærilegu námskeiði og hafa fullgild réttindi. Ennfremur er óskað eftir tveimur verka- mönnum eða verkakonum til starfa við bílatætara. Slökkviliðsmenn Slökkvistöðin í Reykjavík auglýsir eftir mönnum til starfa á næsta ári. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-28 ára, hafa iðnmenntun eða samsvarandi menntun og meira bílpróf bifreiðastjóra. Umsóknarfrestur er til 5. marz, en eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Sjókraþjálfari á Akureyri Öldmnarþjónusta Akureyrarbæjar óskar eftir sjúkraþjálf- ara við hjúkrunarheimilið Hlíð og þjónustumiðstöðina í Hlíð. Um heilt starf er að ræða, en til greina kemur hluta- vinna. Staðan felur í sér skipulagningu og uppbyggingu á starfinu í nýju húsnæði. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Trésmiðjan Vinkill til sölu Bústjóri þrotabús trésmiðjunnar Vinkils sf. í samráði við veðhafa auglýsir trésmiðjuna Vinkil til sölu. Um er að ræða ca 900 fermetra húsnæði ásamt vélum og tækjum til innréttingasmíða við Réttarhvamm 3 á Akureyri. Útivist lærir að dansa Útivist auglýsir námskeið i vikivökum og gömlu dönsun- um. Námskeiðið verður á fimmtudögum frá kl. 19.00- 20.00 að Sundlaugavegi 34 (Þjóðdansafél. Reykjavíkur). Þetta á að vera einstakt tækifæri til að læra réttu takt- ana á dansgólfinu. Starfsmenn Landleiða að störfiim. Innfellda myndin er af Agústi Hafberg, forstjóra. Landleiðir og Mosfellsleið; Vilja almennings- samgöngur áfram með sama sniði NOKKUR sveitarfélög á höfúðborgarsvæðinu stofiiuðu nýlega byggðasamlagið Almenn- ingsvagna bs. í þeim tilgangi að annast al- menningssamgöngur í Hafharfirði, Bessa- staðahreppi, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Kjalarneshreppi. Agúst Hafberg fram- kvæmdastjóri Landleiða hf. telur að mun hagkvæmara væri að auka samvinnu og sam- ræmingu milli þeirra aðila sem nú sjá um þessar samgöngur. Rristján Guðleifsson framkvæindastjóri Mosfellsleiðar telur fyrir- komulag á samgöngum úr Mosfellsbæ ágætt eins og það er nú. Það vekur furðu mína að menn taki ákvarðanir á þeim lauslegu upplýsingum og áætlunum sem liggja fyrir,“ sagði Ágúst Hafberg. „Það er ljóst að opinber meðgjöf með almenningssamgöngum á höf- uðborgarsvæðinu fer upp fyrir hálf- an milljarð króna á ári auk stofn- framlags, með því að sameina al- menningssamgöngur þessara sveit- arfélaga.“ Sérleyfi Landleiða á leiðinni Reykjavík-Hafnarfjörður rennur út árið 1993, sama ár og Almennings- vagnar bs. hyggjast hefja rekstur- inn. Ágúst sagði að stórar einingar í svona rekstri hefðu ekki gefíst vel erlendis og væru menn nú að reyna að finna lausn á gífurlegum kostn- aði sem hlotist hefur af slíkri samein- ingu. „Svo sannarlega er ég ekki á móti breytingum því ég tel að nauð- synlegt sé í þessum rekstri sem öðr- um að fylgjast með og vera í takt við tímann. Eg sé hins vegar ekki hvaða erindi Mosfellsbær á í sér- staka samvinnu við Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog. Ég held að fólk ferðist ákaflega lítið á milli þess- ara staða. Fyrir meira en ári buðum við Kópavogi samvinnu. Okkur fannst vera vilji fyrir því, en af því hefur þó ekki orðið þrátt fyrir að það hefði sparað mikið fé. Það hlýtur að vera öllum til góðs að samræma kerfíð og tengja þessi sveitarfélög eins vel og kostur er. Það hefur verið gert hjá sérleyfis- höfum út um allt land á undanföm- um ámm og tekist vel. En ég er hræddur um að ef sameina á rekstur allra almenningssamgangna á þessu svæði verði yfirbyggingin gífurleg og kostnaðurinn sömuleiðis. Ef á að fara að festa í sessi að almennings- samgöngur séu greiddar niður um helming fyrir helming landsmanna er spurning hvað á að gera fyrir hinn helminginn. Þetta verður kannski til þess að innleitt verður almenningsvagnakerfi í landinu sem yrði stórfelldur baggi á almannafé," sagði Ágúst. Kristján Guðleifsson fram- kvæmdastjóri Mosfellsleiðar sagðist ekki hafa hugsað mikið um þetta mál. Ekki var haft samband við hann fyrr en eftir að skýrsla almenn- ingsvagnanefndar kom út og þá fékk hann hana senda. Mosfellsleið er með sérleyfi sem rennur út í júní 1992. Kristján sagðist ekki hafa orðið var við að fólk úr Mosfellsbæ ferðað- ist lengra en til Reykjavíkur með almenningsvögnum. Frá 1981 hefur endastöð Mosfellsleiðar verið við Grensás og þá var ferðum fjölgað upp í 17 á sólarhring á virkum dög- um. Einnig voru ferðir samræmdar þannig að fólk þarf ekki að bíða nema í örfáar mínútur eftir vögnum í allar áttir innan Reykjavíkur. „Þjónustan hefur verið mjög per- sónuleg og var þessu breytt meðal annars vegna óska farþeganna. Bæjarfélagið kaupir af okkur nokkr- ar ferðir á dag til þess að geta haft ferðirnar á klukkutíma fresti. Þetta samstarf hefur gengið vel. Ég er viss um að kostnaðurinn verður miklu meiri en hann er nú með því að setja þetta allt undir sama hatt. Reksturinn verður allur dýrari en er t.d. hjá okkur þar sem forstjórinn er allt í öllu. Hann ekur bifreiðunum, þvær þær, gerir við og sér um rekstur fyrirtækisins. Ég held að það yrði betra að hafa þetta áfram eins og það er nú,“ sagði Kristján. Húsavík: Atvinnu- ástand með verra móti ATVINNUÁSTAND á Húsavík er með verra móti og á óstilling í veðri og gæftaleysi sinn þátt í því. í skammdeginu er hér hefðbundið atvinnuleysi, því þann tíma er sjór lítið sóttur. Þegar firam í janúar kom gerði hér slæmt tíðarfar og mikið gæftaleysi, svo lítið var farið á sjó á minni bátunum og vinna í frystihúsinu byggðist aðallega á afla Kolbeinseyjar. Samkvæmt upplýsihgum Snæs Karlssonar voru 61 á atvinnu- leysskrá hinn 9. febrúar, sem er fleira en verið hefur undanfarin ár og eru hinir skráðu úr fleiri atvinnugreinum en áður, sem jafn-" framt sýnir almennan samdrátt. Athyglisvert er að kvenfólk er ekki í meirihluta eins og einkennt hefur liðin ár. Þeir sem muna hálfa öldina muna meira atvinnuleysi hér á þessum árstíma en nú er, því að þá var sjósókn svo til engin á þessum tíma og þjónustugreinar færri. En nú sem þá er undirstað- an fengin frá sjónum fiskinum og verkun hans. — Fréttaritari Nýr bátur til Þing- eyrar NÝR bátur bættist við skipa- flota Þingeyinga sl. föstudag. Heitir hann Litlanes ÍS 608, 57 tonna bátur smíðaður í Hafiiar- firði 1954 og er keyptur af Tanga í Þorlákshöfn. Mun hann hefja línuveiðar innan skamms. Atvinna hefúr verið dræm'í Hraðfrystihúsinu síðan um ára- mót að sögn íshússfjórans Hall- dórs Tryggvasonar. 8. janúar hófst vinna þar og var stöðug næstu þijár vikur en síðan þá hefúr ekki verið vinna nema 2-3 daga í viku fyrir alla. Minni bátarnir voru í veiðibanni til 16. janúar, allir nema tveir. Ekki hefur viðrað til sjós síðustu vikur, utan einn og einn túr. Framnesið landaði á Isafirði um síðustu helgi en Sléttanesið kom inn á mánudag með 50 tonn. Þeir sem vinna hjá Þingeyrar- hreppi hafa þó haft nóg að gera við snjómokstur, smíðar innanhúss og við að bijóta niður og íjar- lægja sundlaugina sem byggð var fyrir rúmum 40 árum en aldrei lokið að fullu. - Hulda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.