Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 Norrænufræðingurinn Heiena Kadeckova gekk með okk- ur um Prag á sunnudegi og sýndi sögufrægar byggingar og brýr. Maðurinn, sem stendur þarna hjá henni, gekk að okkur til að lýsa yfír því, að hann væri enn eldheitur kommúnisti. Aðeins kommúnistar gætu veitt þjóðinni nauðsynlega forystu. Dr. Egon Ditmar er einn af um 20 launuðum starfsmönnum Borgaravettvangs, regnhlífar- samtakanna sem urðu til eftir byltinguna í nóv- ember og ætla að leiða þjóðina til lýðræðis. Andrúmsloftið í skrifstofúnni einkenndist af því, að byltingarmennirnir voru að átta sig á aðstæð- um eftir upphafssigurinn og gera sér grein fyrir framhaldinu. TÉKKAR OGTII SLÓVAKAR , Á LEIÐ I IL LYDRÆÐIS heijum, kaupa merki til að veita fjár- hagslegan stuðning og almennt til að sýna samstöðu. A götum úti ganga margir með merki Borgara- vettvangs í barminum, myndir af Havel eða borða með fánalitunum: hvíta, rauða og bláa. Þetta eru börnin okkar! Borgaravettvangur var stofnaður í Cinohemi klub (Leikhúsi leiklistar- klúbbsins) í Prag 19. nóvember 1989 til að láta í ljós skoðanir þeirra íbúa Tékkóslóvakíu, sem gagnrýndu for- ystumenn þjóðarinnar og blöskraði harðar árásir lögreglu vegna mót- mæla stúdenta. Námsmenn í Prag hópuðust saman klukkan 4 síðdegis föstudaginn 17. nóvember og sungu stúdentasönginn Gaudeamus igitur. Þetta var alþjóðlegur stúdentadagur og tilgangurinn var að heiðra minn- ingu Jans Opletals, stúdents sem nasistar myrtu 1939. Stúdentamir héldu á um 30 borð- um, sem báru áletranir eins og þess- ar: Rís upp, þú mikla borg Prag, stúdentar allra deilda sameinist! Við viljum sjálfstætt stúdentaráð! Við viljum sanna sögu okkar! Aldrei framar kenningar Marx og Leníns í skólum okkar! Hvers vegna erum við neyddir til að læra vitleysu?! Lýð- ræði, frelsi, frjálsar kosningar! Frelsi fyrir jól! Loksins eru Sovétríkin okk- ur fyrirmynd! Þannig hófst byltingin í Tékkó- slóvakíu. Það vom stúdentar sem stóðu fyrir henni og ruddu brautina, síðan komu verkamenn til liðs við þá. Stjómarherrarnir siguðu lögregl- unni á mótmælendur þetta föstu- dagskvöld, þegar þeir ætluðu að fara inn á Vaclav-torg. Hrottaskapurinn var slíkur að hann magnaði andstöðu gegn kommúnistum og næstu daga komu sífellt fleiri út á göturnar til að sýna samstöðu með stúdentum. Vegna ofsókna í garð mennta- manna síðan í innrásinni 1968 áttu þeir og íjölskyldur þeirra undir högg að sækja. Það voru því börn verka- manna, sem vom öflugust í háskól- anum, og þau ræddu við foreldra sína um kröfur sínar og drauma. Þessu kynntist Miroslav Stepan, leið- togi kommúnista f Prag, áþreifanlega þegar hann fór í stóra verksmiðju í höfuðborginni og hvatti verkamenn til þess að rísa upp til vamar ríki verkalýðsins; hvort þeir ætluðu að láta krakkaskríl stela frá sér öreig- aríkinu? Þetta era börnin okkar! hrópuðu verkamennimir og klöppuðu Stepan niður. Hann er nú í fangelsi sakaður um að hafa gefið lögregl- unni fyrirmæli um að betja á stúdent- um. Þegar við spurðum um þá Gustav Husak, fyrmm forseta, og Milos Jak- es, fyrrum flokksleiðtoga, var okkur sagt, að þeir væm einhvers staðar í Prag. Það skipti ekki máli, hvar þeir héldu sig, þeir væm úr sögunni. í Tékkóslóvakíu væri ekki ætlunin að grípa til sömu ráða og í Austur- Þýskalandi og hefja málssókn gegn ráðamönnum kommúnista fyrir land- ráð, þótt þeir hefðu auðvitað gerst sekir um þann verknað. í erlendu blaði las ég síðar, að þeir Husak og Jakes fengju að búa í sínum gömlu höfðingjaíbúðum og ættu náðuga daga. Tékkóslóvakía var síðasta fylgiríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu til að kasta af sér alræðisokinu. Astæðum- ar fyrir því hve þjóðin tók seint við sér em vafalaust margar, henni er enn í fersku minni niðurlægingin frá 1968, þegar byssukjaftar sovésku skriðdrekanna þögguðu niður í fólk- inu og kæfðu frelsisandann. At- burðimir í Austur-Þýskalandi og hmn Berlínarmúrsins höfðu gífurleg áhrif í Tékkóslóvakíu. Áður en múr- inn brast höfðu þúsundir flóttamanna frá A-Þýskalandi streymt í gegnum landið til Ungveijalands í leit að frelsi og þúsundir leituðu hælis í vestur-þýska sendiráðinu í Prag. Michael Steiner, starfsmaður í v-þýska sendiráðinu, sagði að um 7.000 flóttamenn hefðu verið í bygg- ingu þess og garði, þegar mest var. Þegar við gengum um húsið mátti sjá merki þess, að verið væri að koma hlutum í samt lag aftur. Steiner var að raða bókum og skjölum á sinn stað í skrifstofu sinni. Við stikuðum hana og töldum, að hún væri 48 fer- metrar, en þar hofðu þijú hundrað manns, aðallega konur og börn, að- setur, þegar fjöldi flóttafólksins var mestur. Lögreglan i Tékkóslóvakíu gerði ekkert á hlut flóttafólksins, þegar það streymdi eftir þröngri götunni í skjóli Hradcany-kastala, forsetabú- staðarins, á leið sinni til sendiráðs- ins. íbúar Prag fylgdust náið með þessu og litu á atburðina sem niður- lægingu fyrir eigin stjórnarherra, samheija Honeckers og félaga í A-Berlín. Blaðamenn og fjölmiðlar landsins fylgdust einnig náið með öllu því sem gerðist í v-þýska sendi- ráðinu. Almenningur sá, að einbeitni gegn valdsmönnum gat borið árang- ur og skapað leið til frelsis. Havel í Hradcany-kastala Við höfðum að sjálfsögðu hug á að hitta Vaclav Havel forseta á meðan við dvöldum í Prag. Töldum við að fyrirhuguð ferð hans til íslands myndi auðvelda okkur það. Raunar höfðum við vænst þess að sendiráð Tékkóslóvakíu í Reykjavík myndi greiða götu okkar í þessu efni, en ekkert heyrðist frá utanríkisráðu- neytinu, þegar við komum á hótelið í Prag. Þegar við hringdum í upplýs- ingadeild ráðuneytisins sögðust þeir ekki geta veitt okkur neina aðstoð. Utanríkisráðherrann Jiri Dienstbier ætlaði ekki að tala við neina blaða- menn fyrr en eftir 20. febrúar, við gætum reynt þá. Ég spurði talsmann ráðuneytisins, hvort nokkrir blaða- mannafundir væm á döfínni þá þijá vinnudaga, sem ég yrði í Prag. Svar- ið var skýrt: Nei. Þennan sama mánudagsmorgun fómm við í fyrrnefnda skrifstofu Borgaravettvangs og mættum þar vinsemd og vilja til að gera allt fyrir okkur, þótt við hefðum gengíð inn í skrifstofu manns, sem sagðist hafa komist til að skrifa eina línu í bréf á síðustu tveimur tímum, það væri enginn friður fyrir ágangi gesta og símanum! Þrátt fyrir annir var okkur sýnd hin mesta vinsemd. Við spurð- um, hvort þeir gætu hjálpað okkur við að hitta forsetann, Hringið í þetta númer, var svarið og talið við Mic- hael Zantovsky blaðafulltrúa. Við fórum að þessum ráðum og viti menn, Havel var með blaðamanna- fund klukkan þijú síðdegis þennan sama dag og við væmm velkomnir, ég gæti reynt að spyija forsetann þar; því miður hefði hann ekki tíma til að veita einkaviðtal. Kastalinn er glæsileg hallaþyrping og inngangur á blaðamannafundinn var á mörkum annars og þriðja hall- argarðs. Þegar gengið var inn í fyrsta garðinn stóðu þar vopnaðir heiðursverðir. Það var auðvelt að komast inn á fundinn. Þar var mik- ill fjöldi blaðamanna, og þeir spurðu um allt milli himins og jarðar. Menn gáfu Zantovsky merki, sem síðan valdi þá úr hópi blaðamanna er fengu að spyija forsetann á þessum klukk- utíma, sjónvarpað var beint frá fund- inum og endursýnt var frá honum svo til í heild um kvöldið. Ég komst að síðastur og áttaði Havel sig greini- lega ekki í fyrstu á því, hvað um var að ræða en sagðist hafa „heyrt orð- róm“ um að hann væri að fara til íslands. Havel fór í fyrstu ferð sína til A- og V-Þýskalands. Hann vildi sýna þessu volduga nágrannaríki virðingu og vafalaust draga úr ótta landa sinna við Þjóðveija, en það hefur verið kjarninn í áróðri kommúnista fyrir eigin völdum að þeir séu eina vörn þjóðarinnar gegn þýskum yfir- gangi. Þegar innrásin var gerð 1968 var sú tylliástæða notuð, að Þjóðveij- ar væru að safna árásarliði við landa- mæri ríkjanna. í Tékkóslóvakíu hefur verið mikil hræðsla við að Þjóðveijar myndu með einum eða öðmm hætti hefna þess, að í lok síðari heimsstyij- áldarinnar voru 3 til 4 milljónir Súd- eta-Þjóðveija reknir frá Bæheimi. Varþeim sýnd mikil grimmd og sagði Havel, að Tékkóslóvakar ættu að líta í eigin barm vegna þessa. Hefur hann sætt gagnrýni fyrir þetta og þegar hann fór í opinbera heimsókn til Póllands hitti hann ekki Lech Walesa, sem sagði, að Havel hefði átt að fara í fyrstu heimsókn sína til Póllands en ekki til Þýskalands. Á blaðamannafundinum sagði Havel, að tæknilegar ástæður og tímaskort- ur hefðu komið í veg fyrir að þeir Walesa hittust. Af málflutningi Havels má ráða, að hann ætlar landi sínu og þjóð mikilvægt hlutverk við mótun nýrrar Evrópu á rústum kommúnismans, þegar samskipti þjóða geta færst í eðlilegt horf eftir niðurrif járntjalds- ins og afnám alræðisins. Hann lítur á Tékkóslóvakíu sem 'einskonar krossgötur á milli Ungverjalands, Júgóslavíu, Ítalíu og Austurríkis í suðri og Póllands og Norðurlanda í norðri. Þegar; við spurðum hvernig skilja ætti þessi orð forsetans á blaðamannafundinum gátum viðekki fengið neina skýringu á þeim. Á því stigi byltingarinnar, sem nú er í Tékkóslóvakíu, öðru stigi eftir að gömlu valdhöfunum hefur verið vikið frá, eru þau ef til vill aðeins úrræði til að lyfta þjóðinni upp úr niðurlæg- ingu kommúnisma og sósíalisma. Burt með sósíalisma! Havel vill að orðið sósíalismi verði tekið út úr ríkisheiti Tékkóslóvakíu og hann neitaði að rita undir eið- staf forseta ef orðið væri að finna í honum. Havel er ljóst, að sósíal- isminn hefur ekki aðeins eyðilagt efnisleg lífskjör þjóðarinnar heldur einnig andleg og í þeirri endurbygg- ingu, sem hann er í forystu fyrir, hinni andlegu, grípur hann til ýmissa óvenjulegra ráða. Hann bauð til dæmis Dalai Lama til sín í því skyni að hugleiða með honum og Jóhannes Páll páfi II er væntan- legur til að efla með þjóðinni trú á Krist. Skáld og listamenn frá Vest- urlöndum hafa sótt landið heim, en útgáfur á bönnuðum ritverkum eða sýningar á bönnuðum kvikmyndum hafa ekki enn náð til almennings í landinu. Ef til vill verður auðveldara fyrir íbúa Tékkóslóvakíu en aðra, sem em að kasta af sér oki alræðis kommúnismans, að laga sig að nýj- um stjómarháttum, þar sem lýð- ræði var í landinu milli stríðanna. Þeir þurfa hins vegar eins og aðrir að ganga í gegnum miklar efna- hagslegar þrengingar á leiðinni frá áætlunarbúskap sósíalismans til eignarréttar og einstaklingsfram- taks. Þar sem við komum á ferð okkar og ræddum ástandið í A-Evrópu var samúðin mest með Pólveijum vegna fátæktar þeirra. Okkur var gefið til kynna, að ekki væri allt sem sýndist í Ungveija- landi vegna mikilla flokkadrátta og ágreinings um leiðir. Júgóslavía er að liðast í sundur. Rúmenía á við óhugnanlega vanda að glíma, en Sovétríkin kunna að vera verst stödd af öllum, þegar staðið er upp að lokum. Förin frá alræði til lýð- ræðis, frá fátækt til velmegunar og frá andlegum kyrkingi til fijálsr- ar sköpunar verður erfið, en von- andi friðsamleg og án blóðsúthell- inga. í ÞIMGHUSINU I PRAG VIÐ FÓRUM í þinghúsið í Prag, sem er nýr steinkum- baldi. Ætlunin var að hitta Alexander Dubceck, þingfor- seta og föður „vorsins í Prag“ 1968. Dubceck var önnum kafinn og hafði ekki tíma til að hitta okkur. Við fengum hins vegar að ganga um þinghúsið og kynnast þeim breyt- ingum, sem eru að verða á útliti þess í tilefiii af bylting- unni. Myndirnar segja sína sögu. Þessi stöpull er í anddyri þinghússins. Þar stendur nú blómsturpott- ur í stað brjóstmyndar af Lenín. Það voru einnig blóm á stöplinum, þar sem áður var mynd af Gottwald, fyrsta valdamanni kommúnista í Tékkóslóvakíu. Þessi stytta er gjöf frá Sovét- mönnum og sýnir tékkneskan hermann falla um hálsinn á so- véskum og þakka honum frelsun- ina undan nasistum. Leiðsögu- maður okkar taldi ólíklegt, að þessi stytta yrði fjarlægð úr þing- húsinu. Þessari áletrun fyrir aitan forsetastólinn í þinginu verður breytt. Havel vill ekki að ríkið sé kennt við sósíalisma, einnig er ætlunin að taka upp nýtt skjaldarmerki til að þurrka þaðan út áhrif kommún- ista. í staðinn fyrir styttur af Lenín og Gottwald á að setja bijóstmynd af Tomas Masaryk, fyrsta forseta Tékkóslóvakíu, með minningar- skildi upp í þinghúsinu. Þarna eru menn að finna stað fyrir skjöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.