Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990 4 Framkvæmdastj óri KFUM og K í V-Þýskalandi í heimsókn eftirsr. Kjartan Jónsson „Kirkjur í Evrópu þurfa hjálp frá kirkjum 3. heimsins til þess að koma hinum kristna boðskap til þessarar kynslóðar. Við þurfum hjálp frá fólki, sem kann til verka. Ef við fáum ekki aðstoð er ég hræddur um að staða kristindómsins muni lítið breytast í Evrópu á næstu árum og áratugum. Flestar kirkjur 3. heimsins aðhyllast svokallaðan vakningarkristindóm. Þar hafa víða skapast traustar hefðir í safnaðar- uppbyggingu, sem við Vesturlanda- menn þyrftum að kynna okkur og flytja inn. Guðfræði hinna ungu kirkna er oft heildstæðari en guð- fræði Evrópu- og Bandaríkja- manna.“ Herferð í Bústaðakirkju Ulrich Parzany, aðalfram- kvæmdastjóra KFUM og K í Vest- ur-Þýskalandi, mæltist þannig, er undirritaður hitti hann á heimili í Garðabæ. Hann er maður að nálg- ast fimmtugt, mjög viðkunnanlegur í fasi og vekur traust við fyrstu sýn. Hann er staddur þessa viku hér á landi' í boði KFUM & K, Kristilegu skólahreyfingarinnar, Kristniboðssambandsins og Ungs fólks með hlutverk til að vera aðal- ræðumaður á útbreiðslufundum, sem haldni eru í Bústaðakirkju. Undirbúningur hefur staðið lengi. Margt gott tónlistarfólki kemur einnig fram á samkomunum, en þær eru haldnar til þess að hjálpa sem flestum að kynnast herra kirkj- unnar, Jesú Kristi, sem lifir í dag og getur orðið veruleiki í lífi allra manna. Þijár samkomur eru nú eftir í herferðinni, en þær hefjast kl. 20.30 á hveiju kvöldi. Parzany Þessi gestur er af prússneskum ættum, fæddur og uppalinn í iðnað: arborginni Essen. Faðir hans var verkfræðingur og starfaði við vatnsraforkuver. Foreldrarnir voru kirkjuræknir og tóku hann með sér í kirkju frá blautu bamsbeini. Á unglingsárum tók honum að leiðast kirkjuferðimar og fannst lítið að sækja í þunglamalegar guðsþjón- ustur. Það hafði hins vegar mikil áhrif á hann er jafnaldrar hans úr KFUM heimsóttu hann og sóttust efir vináttu hans. Þeir buðu honum í knattspyrnu, hjálpuðu honum að gera við skellinöðruna og deildu áhugamálum hans. Þeir buðu hon- um einnig í bíblíulestrarhóp. For- eldrar þessara félaga hans fóru yfir- leitt ekki í kirkju. Hann áleit því sem svo, að þeir hefðu kynnst Jesú Krísti raunverulega. Lífsstíll þeirra og öll framkoma gerði það að verk- um, að hann tók þá ákvörðun að verða kristinn eins og þeir, enda hlyti trú félaganna að vera ekta, þar sem þeir notuðu frítíma sinn til kristilegrar þjónustu. Félagamir gerðu Parzany það strax ljóst, að nú ætti hann að hafa sjálfur frumkvæðið að því að hjálpa öðrum á sama hátt og honum var hjálpað. Hann ætti ekki að bíða eftir því að presturinn gerði það. Von bráðar var hann því orðinn mjög virkur sem aðstoðarleiðtogi í starfi KFUM. Honum varð fljótt ljóst, að það er ekki hægt að vera limur á líkama Krists, þ.e. meðlimur kirkjunnar, án þess að gegna ein- hveiju hlutverki. Menn geta ekki bara verið þiggjendur, heldur verða þeir einnig að leggja eitthvað af mörkum. Þess vegna er ekkert eins mikilvægt og að unglingum jafnt sem öðrum séu fengin verkefni eins fljótt og hægt er þegar þeir kjósa að fylgja Kristi, enda er ekkert eins niðurdrepandi fyrir þá og að heyra, að þeir séu of ungir til að axla ábyrgð. Það verður að taka þá al- varlega. Enn þann dag í dag telur hann, að þetta sé árangursríkasta starfsaðferð sem til er í kristilegu starfi. Köllun til að gera kristilegt starf að ævistarfi fékk hann er hann las um Móse í 11. kafla Hebreabréfs- ins, sem yfirgaf öryggi Egyptalands til að þjóna lítilmótlegri þjóð sinni. Það varð til þess, að hann lærði viðskiptafræði í tvö ár og síðan guðfræði. KFUM og K í V-Þýskalandi Að námi loknu starfaði hann sem prestur unglinga, aðallega pilta, á aldrinum 14-18 ára í Essen. Þessu starfi gegndi hann í 17 ár eða þar til hann tók við starfi sem aðalfram- kvæmdastjóri KFUM og K í V-Þýskalandi. Sem prestur ungl- inga með sérstaka áherslu á þeim erfiðustu bar hann ábyrgð á 150 leikmannaleiðtogum, en sem fram- kvæmdastjóri er hópurinn nokkuð stærri! Hann er leiðtogi fyrir meira en 2.000 KFUM og K félög með Kjartan Jónsson „Hann er staddur þessa viku hér á landi í boði KFUM & K, Kristilegu skólahreyfingarinnar, Kristniboðssambands- ins og Ungs fólks með hlutverk til að vera að- alræðumaður á út- breiðslufiindum, sem haldnir eru í Bústaða- kirkju.“ um 250.000 meðlimum, 25.000 leikmannaleiðtogum og 500 ráðn- um starfsmönnum. Enginn er talinn með sem meðlimur nema hann sé virkur þátttakandi í starfi félagsins. Enn eru íþróttir mikilvæg leið til að ná til unglinga, einnig popptón- list. Á síðasta ári dvaldi 30 manna hópur ungmenna frá Noregi í V-Þýskalandi á vegum KFUM og K til að kynna starf sk. Ten-Sing-kóra sem náð hafa mikilli útbreiðslu þar í landi. Útkoman varð stofnun 85 slíkra kóra í KFUM og K í V-Þýskalandi sem er hrein viðbót við það starf sem fyrir var. Þess má geta að nýlega voru leiðtogar Ten-Sing-kórstarfs á ferð hér á landi í boði KFUM og K til að kynna starf sitt hérlendis. Sem framkvæmdastjóri lítur Parzany fyrst og fremst á starf sitt sem aðstoð við starfsmenn sína, til að uppörva þá og hjálpa þeim. Hann tekur mikinn þátt í alls konar útbreiðsluherferðum og er mikið beðinn um að halda ræður. KFUM og K hafa verið sameinuð í V-Þýskalandi sem og í mörgum öðrum löndum. Það hentar betur í nútímanum að hans mati. Þótt samtök Parzany hafi starf fyrir flesta aldurshópa er aðal- áherslan lögð á fermda unglinga og fólk á þrítugsaldri, vegna þess að lítið er gert fyrir þessa aldurs- hópa í kirkjunum. Ótrúlegur fjöldi ungs fólks hefur fengið þjálfun og fræðslu í samtökunum sem vilja lifa í anda siðbótarmanna og efla hinn almenna prestdóm. Mikill fjöldi ungs fólks' hefur fengið gott vega- nesti fyrir lífið í KFUM og K en síðan starfað í söfnuðum kirkjunnar víðs vegar um landið. Áhrif samtak- anna ná því víða. Kristniboð Eftir síðari heimsstyijöldina var Þýskaland í sárum og landið varð aðnjótandi aðstoðar á mörgum svið- um. KFUM og K voru þar engin undantekning. En brátt óx samtök- unum ásmegin. Hluti af því að end- urheimta sjálfsvirðinguna var þátt- taka í starfi á alþjóðavettvangi. Nú X MISTROVSTVÍ SVÉTA WELTMEISTERSCHAFT HANDBALL CSSR 1990 28.2-10.3 HM í HANDKNATTLEIK Verða „íþróttamenn ársins“ á íslandi „íþróttamenn heimsins“ í Tékkóslóvakíu? Hvers verður leikreyndasta lið keppninnar megnugt? Heimsmeistarakeppnin í handbolta heima í stofu, frá 28/2 til 10/3, 6 leikir. ÁFRAM ÍSLAND. Aucjlýsendur! Góður fyrirvari getur rádið úrslitum. Ef biö pantiö sjónvarpsauglýsingu í hálfleik, fyrir alla leikina í einu, gildir 1. verðflokkur, annars 2. verðflokkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.