Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 31 Húsið mitt og húsið þitt eftir Nínu Björk Árnadóttur Það hús sem, ég á með þjóðinni minni — og þar með Ásgeiri Hann- esi Eiríkssyni, hefur oftsinnis grátið sáran í sál mér — aldrei jafn sárt og nú. Þetta hús er Þjóðleikhúsið. Mikið hefur verið og er þar þráttað og gera það núna ýmsir sem aldrei hafa haft og hafa ekki nokkra taug, þekkingu eða mennt til sköpunar- starfs þar. Á fundi þar nýverið hélt Ásgeir Hannes ræðu og sagði m.a. að í þessu húsi ætti að leyfa leikurum landsbyggðar og götu og farand- leikflokkum að spreyta sig. í hléi sagði einn reyndur leikari hússins við ÁHE (sel þetta ekki dýrar en ég keypti það), að eitt væri gott um ræðu hans. Ásgeir Hannes: Hvað? Hvað??? Leikarinn: Jú, þá gætir þú verið með þinn pylsuvagn hér fyrir utan eftir sýningar þessar og selt pylsur. Ásgeir Hannes: Ég er hættur með pylsuvagninn. Leikarinn: (Sem er vitaskuld menntaður til síns starfs og hefur unnið þrotlaust við leikhús í mörg ár.) Nú, þá er ekkert gott um ræð- una. (Þessi leikari er fæddur í ljóns- merkinu.) Hvort menn eiga pylsuvagn eða ekki skiptir engu og vel gæti pylsu- vagnseigandi haft þekkingu á leik- list, en ÁHE hefur það greinilega ekki og er raunalegt að hann og fleira annars gáfað og ágætt fólk skuli rífa sig á fáfræðirausi í fjöl- miðlum og inní sjálfu Þjóðleikhús- inu um þróun hússins og starfið þar. Nú-nú. Ég á svosem fleiri hús með þjóðinni og þar með Ásgeiri Hannesi. Til dæmis Alþingishúsið. En ætli hann og þingheimur allur yrði ekki mæddur, ef eg ryddist inná Alþingi og færi framá að á Alþingi tækju sæti ýmsir áhuga- mannahópar um margvísleg mál- efni, námskeiðafólk og stjórnsýslu- fólk — og hefði jafnan rétt við þá sem fyrir sitja í samkundunni. Höfimdur er leikritahöfundur. Lauk námi frá Leiklistarskóia LR 1965 og stundaði 2 ár nám í leikhúsfræðum við Kaupmannahafnarháskóia. ÓDÝRUSTU FERMINGAR MYNDATÖKURNAR Ljósmyndastofumar: Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Barna og Fjölskylduljósmyndir sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. „Hvort menn eiga pylsuvagn eða ekki skiptir engu og vel gæti pylsuvagnseigandi haft þekkingu á leiklist." Nína Björk Árnadóttir Hraólestrarnámskeid Síðasta námskeið vetrarins hefst mánudaginn 5. mars nk. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans undan- farin 10 ár hefur meira en þrefaldast til jafnaðar, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn við lestur alls lesefnis skaltu skrá þig sem fyrst. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. - st samsetning og góður efhiviður er sferkur grummr GKS er nýtt fyrirtæki í íslenskum húsgagnaiðnaði þar sem sameinast áratuga reynsla og þekking tveggja stærstu húsgagnaframleiðenda landsins. Gamla Kompaníið hf. og Kristján Siggeirsson hf. hafa allt frá upphafi aldarinnar verið þekkt nöfn í íslenskum iðnaði. Þessi tvö rótgrónu fyrirtæki hafa nú sameinað krafta sína. GKS mun kappkosta að bjóða þá vönduðu vinnu og persónulegu þjónustu sem voru aðalsmerki Gamla Kompanísins og Kristjáns Siggeirssonar og jafnframt leggja sitt af mörkum til nýsköpunar íslensks iðnaðar. Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í hina nýju verslun að Hesthálsi 2-4. > .. **v \ imMÉsMMSS'M'U GAMLA KOMPANÍIÐ - KRISTJÁN SIGGEIRSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.