Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 44
Kaffipokar FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Bráðabirgðatölur um rekstur ríkissjóðs 1989: Morgunblaöið/Kristján Jónsson Brodal og Sea Gull að veiðum Landhelgisgæzlan flaug yfir tvo laxveiðibáta í gær um 310 mílur austur af Langanesi. Það voru Sea Gull og Brodal, en þeir eru báðir frá Borgundar- hólmi í Danmörku, en skráðir í Panama. Yfírvöld hér á landi telja veiðar þessar ólöglegar, bæði hvað varðar hafréttarsáttmálann og samkomulag þjóð- anna við Norður-Atlantshafið. Því hefur verið hart lagt að dönskum yfirvöldum að þau komi höndum yfir danskættuðu bátana og stöðvi veiðar þeirra. Svo hefur ekki verið gert enn. í gær voru bátarnir að veiðum og sáust menn við vinnu á dekki undir segli, eins og sjá má á þessari mynd af Brodal. Leikmyndin grafin úr snjó Morgunblaðið/Erlendur Lifandi myndir vinna nú að upptökum á tveimur heimildarmyndum við Bolungarvík. Um er að ræða sögu útgerðar og mynd um saltfiskverkun. Meðal annars er myndað við Ósvör, gamalt útræði rétt við bæinn, en þar hefurgömul verbúð, þurrkhjallur, fisk- þró og bátaspil verið endurgert. Fyrst í stað töldu kvikmyndagerðarmenn sig vanta snjó og var upptök- um frestað þar til að áliðnum janúar. Síðan þá hef- ur snjóað stanzlaust og mikill tími farið í að grafa „leikmyndina" upp. Halli ríkissjóðs rúm- ir 6 milljarðar króna HALLI á rekstri rikissjóðs á síðasta ári nam 6.055 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra hefur gefíð út. Fjárlög ársins gerðu ráð fyrir um 630 miHj- óna hagnaði. Fjármálaráðherra segir að 1989 hafí rekstrarkostnaður stofnana ríkisins dregist saman um 600 milljónir króna frá fyrra ári. í þingræðu í gær vakti Geir H. Haarde þingmaður Sjálfstæðisflokks athygli á að í skýrslu fjármálaráðuneytis 22. desember síðastliðinn hefði halli ársins verið áætlaður 5.464 milljónir króna. Frá þeim tíma hefði hallinn því aukist um sem svarar 100 milljónum króna á degi hveijum. í greinargerð ráðuneytisins segir að árið 1989 hafi tekjur ríkissjóðs aukist um 2,5% að raungildi, þrátt fyrir að þær hafí verið 2.000 millj- ónum lægri en fjárhagsáætlun ráð- Listahátíð: Kristján syngur ekki KRISTJÁN Jóhannsson, óperu- söngvari, hefiir tilkynnt stjórn Listahátíðar, að vegna anna verði hann að hverfa frá fyrri áformum um að syngja á Lista- hátið í vor. Kristján verður á þessum tíma í óperum á ítaliu og í Venezúela. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið, að fyrst í stað hefði hann ætlað sér 5 vikur hér í tengslum við Listahátíð vegna uppsetningar á óperunni Manon Lescaut. Síðan hefði verið horfíð frá óperunni og ætlunin verið að hann syngi þess í stað á sérstökum tónleikum. í það hefðu farið um 5 dagar og því hefði verið útlit fyrir verkefnaleysi í heil- an mánuð í vor. Því hefði hann þegið boð um að syngja í II Trova- tore eftir Verdi á Ítalíu og Norma eftir Bellini í Caracas í Venezúela á þessum tíma. gerði, aðallega vegna samdráttar í þjóðarútgjöldum. Pjármálaráðherra segir að tekist hafí að stöðva út- gjaldaþensluna, eins og 600 millj- óna samdráttur í útgjöldum stofn- ana sýni, og að ríkissjóðshallinn hefði á liðinu ári verið 2.500 milljón- um minni en 1988 þrátt fyrir sam- drátt í þjóðartekjum. Talið er að verg landsframleiðsla hafí dregist saman um 2-2,5% á síðasta ári en þá námu útgjöld ríkis- sjóðs 29,1% af landsframleiðslu en tekjur 27,1%, sem er hæsta hlut- fall sem orðið hefur. Sjá fréttir á bls. 16 og þingfréttir á bls. 27. Byggingarvísitalan hækkaði um 0,5% vegna launahækkunar kjarasamninganna: Hækkun útseldrar vinnu brot á nýgerðum kjarasamningum gangi verðstöðvun, en það eru hins vegar eindregin tilmæli til atvinnu- rekenda að þeir endurmeti sínar verðlagningarforsendur í ljósi þess að þeir hafa hag af öðru sem fylgir þessari samningagerð. Að þvi að ég best veit hafa okkar félagsmenn tek- ið mjög undir þau sjónarmið, því hagsmunirnir sem við eigum allir saman undir því að þessi tilraun tak- ist eru gríðarlegir," sagði Þórarinn. Hann sagði að sú skýring gengi ekki að einingum í ákvæðisvinnunni hefði fjölgað vegna þess að mönnum fyndist koma of lítið út úr mæling- um. Það gengi heldur ekki að vísa til þess að það hafi orðið tæknibreyt- ingar, því á þessari öld gengju þær út á að auka framleiðni en ekki að draga úr henni. „Ef ný tækni hefur í för með sér aukinn kostnað og hægari vinnubrögð þá sýnist það blasa við að það sé skynsamlegt að halda sig við gömlu vinnubrögðin og gömlu tæknina," sagði hann enn- fremur. Fugladauði rannsakaður Bolungarvik. FRÁ því um miðjan janúar hefúr talsvert borið á fugladauða í fjör- unni við höfnina hér í Bolung- arvfk. Talið er að nær 200 fuglar hafi drepist á þessum tíma. Hér er nánast eingöngu um æðarfugl að ræða. Áhugamenn hér um slóðir hafa fylgst náið með þessum fugladauða og velt fyrir sér hugsanlegum orsök- um þessa. Ekki hafa enn fundist nein rök fyrir því hvað hér gæti ver- ið á ferðinni og finnst mönnum ólík- legt að um geti verið að ræða fæðu- skort eða veðurhörkur og þá hefur ekki fundist olía í fiðri fuglanna. Má nefna til dæmis að á sama tíma í fyrra var mun kaldara. - Gunnar - segir Ari Skúlason hagfræðingur Alþýðusambands íslands ARI Skúlason, hagfræðingur Al- þýðusambands íslands, segir að nýgerðir kjarasamningar eigi ekki að hafa í för með sér hækkan- ir á útseldri vinnu og slíkar hækk- anir séu brot á samningnum, en í 10. greininni þar sem raktar eru launahækkunar kjarasamninga, auk þeirrar 0,8% hækkunar sem stafaði af íjölgun eininga í ákvæð- isvinnu iðnaðarmanna á tímabil- inu frá því í fyrrahaust. Samtals eru þetta 1,3% af 2% hækkun vísi- tölunnar, en það sem á vantar stafar af hækkun ýmissa efnis- og þjónustuliða. Við undirbúning og frágang samninga var gert ráð fyrir 1,2% hækkun vísitölunnar. Þessi mál verða tekin fyrir á fúndi verðlagsráðs í dag. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands, sundurliðast þessi 0,5% hækkun vísitölunnar vegna kjara- samninganna þannig að útseld vinna múrara hækkaði um 2,18%, málara um 0,94%, húsasmiða um 0,98%, pípulagningamanna um 1,10% og dúklagningamanna um 2,82%. Taxti rafvirkja er hins vegar óbreyttur og innréttingasmíði á verkstæðum lækkaði um 0,61%. Hagstofan fær upplýsingar sínar um þessar hækk- anir frá Meistara- og verktakasam- bandi byggingarmanna, en það er aðili að kjarasamningnum. Það stendur utan við Vinnuveitendasam- band íslands. Ari sagði að ekki væri hægt að sætta sig við þessar hækkanir og þær yrði að endurskoða bæði hvað varðar hækkunina vegna kjarasamn- inganna og einnig hvað varðaði fjölg- un eininga i ákvæðisvinnu, enda gæti þessi hækkun byggingarvísi- tölunnar umfram það sem ráð var fyrir gert stefnt markmiðum samn- inganna í voða. Bæði yrði hækkun framfærsluvísitölunnar meiri en ella, en fyrsta rauða strikið er í maí og lækkun vaxta gæti orðið hægari. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að þessi 0,5% hækkun yrði skoðuð, hann kynni ekki að svo stöddu á henni skýring- ar. „Það er út af fyrir sig ekki i forsendur hans segir í 4. tölulið að svigrúm vegna nafnvaxtalækk- unar verði þegar nýtt í atvinnu- rekstrinum til þess að mæta 1,5% upphafshækkun launa. Visitala byggingarkostnaðar hækkaði um 0,5% milli janúar og febrúar vegna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.