Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.02.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990 -1 nttmm ,Lögreglan. Lét dmgcx, biLinn i burtu, st/o a£_ eg keypti annan." Ast er. . . .. .það sem sameinar ykkur. TM Reg. U.S. Pat Off.—«11 rights reserved ® 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu Þeir segja hann hafa verið hund í fyrra lífi. Þú lætur bara leka uns við eigum fyrir viðgerðar- kostnaðinum ... HÖGNI HREKKVISI s: M í & m s \ W ; f, . ! n ! ^ Sannleíkurínn mun gjöra yður fijálsa Kæri Bronko Bj. Haralds. Ég var einu sinni í Berlín og fór á Humboldt-bókasafn í Austur- Berlín til að lesa um Marx og komm- únisma. Þá sagði kona við mig: „Ert þú ekki hræddur um að verða kom- múnískur?“ Ég svaraði: „Nei, ég á að hlýða samvisku minni, líka ef kommúnismi væri vegur sannleik- ans.“ Þú skrifaðir grein til að neita guð- dómi Jesú Krists. Við erum í frjálsu landi. Þess vegna er það mögulegt. Ég svaraði staðhæfingumþínum líka með textum Biblíunnar. Ég held að mér hafi tekist að hrekja þínar. Og reynir þú nú að verja staðhæfíngar þínar, hrekjandi texta mína? Nei, af því að þú getur það ekki byrjar þú nú sérstaklega að tala um eitthvað annað: um persónudýrkun, um líkneskjur, um skírn kornabarna, um Maríu, átta barna móður, um að til- biðja heilaga og mörg skammaryrði um hræsnara, ekki halda boðorð, um argasta guðlast „að kalla páfa heil- agan föður" o.s.frv. (Er ekki guðlast að neita guðdómi Jesú Krists?) Hvers vegna gerir þú það? Það er gagns- ætt. Af því að þú varst sigraður reyn- ir þú þannig að reisa.við aftur, jafn- vel með andstyggilegum skammar- yrðum úr Biblíu. Góði vinur, ég er fús að tala um allt við þig, en deila okkar var og er fyrst og fremst um guðdóm Jesú. Vér megum ekki hverfa frá röksemdum um guðdóm hans, ef þú vilt alvarlega finna sann- leikann. En þessi önnur grein virðist opinbera að þú vilt ekki alvarleg orðaskipti. Ég held að ég geti jafn- vel sannað að þú vilt svíkja lesara, eins og amerískir vottar Jehóva. William J. Scnell, sem sneri aftur til kristinnar trúar eftir þrjátíu ár í þess- um sértrúarflokki, afhjúpaði sjálfur í tveim bókum slíka aðferð. Sjáum- hvað segir Biblía og hvað þú gerir með textum: Opb. 22, 8.9: Og ég Jóhannes, er sá sem heyrði og sá þetta. Og er ég hafði heyrt það og' séð, féll ég niður til að tilbiðja fyrir fótum engilsins, sem sýndi mér þetta. Og hann segir við mig: „Varastu þetta. Ég er sam- þjónn þ"inn og bræðra þinna, spá- manna, og þeirra, sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð.“ Við sjáum, að engillinn, ekki Jesús, bannar að tilbiðja. Og hvað gerir Haralds nú til að svíkja okkur? Hann sleppir „fyrir fótum engilsins" og setur texta með Jesú á undan: Jesús sagði aldrei: Ég er Guð. Hann sagði: Ég er sonur Guðs og sit við hægri hönd Guðs. Og í Opinberunarbókinni segir hann við Jóharlnes: „Varastu þetta að tilbiðja mig. Ég er samþjónn þinn og bræðra þinna, spámanna, og þeirra sem varðveita orð þessarar bókar. Tiibið þú Guð.“ (Opb. 22, 8.9) Nú virðist að Jesús og ekki en- gillinn banni að verða tilbeðinn. Þannig reynir Haralds að svíkja okk- ur. Svo gerir hann með mörgum text- um. Annað dæmi. Það er ótrúlegt, hvernig hann reynir einnig hér að svíkja. Hann skrifar: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. (Jóh. 1,18) „Villutrú, villutrú“, hrópuðu fræði- mennirnir og æðstu prestar þegar Jesús kenndi Guðs orð ...“ Haralds tekur aðeins hálfan texta og þá hef- ur Jesús líka ekki séð Guð. En heill texti segir hið gagnstæða: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð; Sonur- inn eini, Guð, sem er í faðmi föður- ins, hann hefur birt hann.“ Haralds sleppir undantekningu Jesú, því að Jesús má ekki vera Guð, en Jesús hefur séð Guð. Hann segir það sjálf- ur: „Sá einn sem er frá Guði hefur séð föðurinn.“ (Jóh. 6,46). Textar sem sanna að Jesús sé Guð eru tabú fyrir Haralds. Hann sleppir þeim eða hann breytir textanum. Dæmi: „Sá sem hefur séð mig, hefur séð föður- inn.“ (Jóh. 14,9). Haralds breytir: „Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn að verki.“ Nú sleppir Har- alds (Jóh. 14,9), presturinn mun ekki sjá að textinn er breyttur. Jú, prest- urinn sér það þó. Tilgangur breyting- ar verður mjög skýr ef vér sjáum líka, að Haralds vildi einnig breyta þýðingu textans: „Ég og faðirinn erum eitt.“ „Erum“ væri „vera Guð“. Það má ekki. „Erum“ þýðir bara: „Við vinnum saman sem eitt.“ Nú vitum við, hvers vegna leynilega átti að bæta við „að verki“. Annað dæmi: Fyrir Haralds hefur Jesús verið syndugur maður. Ég svaraði með skýrum staðfestingum úr Heb. 4,15; 1 Jóh. 3,5; 1 Pét. 2,22; 2 Kor. 5,2; sem segja allir greinilega að Jesús var án syndar. Jesús sjálfur sagði: „Hver yðar getur sannað á mig synd?“ (Jóh. 8,45). En Biblían, Jesús og postularnir sannfæra Har- alds ekki. Hveijum trúir Haralds þá? Bara sjálfum sér? Það virðist vera, því að hann reynir í síðustu grein aftur að sannfæra okkur, þó slæ- lega, eins og alltaf, að Jesús sé synd- ugur eins og við. Kænlega smíðar Haralds samband: „Jesús kom til hans (Jóhannesar) og lét skírast - til syndafyrirgefúingar." Þetta orðasamband er aftur til að svíkja okkur. Sjáum þá, hvemig skírn Jesú var. Jóhannes hafði sagt: „Sá kemur eftir mig sem mér er máttugri og ég er ekki verður þess að kijúpa niður og leysa skóþveng hans. Eg hef skírt yður með vatni en hann mun skíra yður með heilögum anda.“ (Mk. 1,7-8). Daginn eftir sér Jóhann- es Jesú koma til sín og segir: „Sjá Guðs lamb, sem ber synd heimsins. Þar er hann, er ég sagði um: eftir mig kemur maður sem var á undan mér, því hann er fyrr en ég.“ (Jóh. 1,29-30). Nú vildi Jóhannes færast undan að skíra Jesú og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér, og þú kem- ur til mín.“ En Jesús svaraði: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti." Og þegar Jesús var skírður opnuðust himnarn- ir og hann sá anda stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig og rödd kom frá himnum: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“ (Mt. 3,13-17). Og Jóhannes vitn- aði: „Sá er sendi mig að skíra með vatni, sagði mér: „Sá sem þú sérð andann koma yfír og nema staðar á, hann er sá sem skírir með heilög- um anda.“ Þetta sá ég, og ég vitna, að hann er sonur Guðs.“ (Jóh. 1,32-34). Jesús kom ekki „til synda- fyrirgefningar11, því hann var „án syndar“ skv. Biblíunni. Hvers vegna lét hann þá skíra sig? Spurningin er leyfileg og er ekki ný. Vér getum sagt: 1. til að veija með dæmi sínu Jó- hannes fyrir Fariseum sem rengdu skírn Jóhannesar. 2. til að sýna að hann sem sak- laust lamb ber syndaskuld heimsins Víkverji skrifar Aþessum stað hefur oft verið skrifað um ónæði á heimilum vegna sölumanna. Nýlega var sagt frá því hvernig áskrift að tímariti var prangað inn á saklausan sveitamann. Kunningi Víkverja, sem býr 'í kaupstað úti á landi, sagði honum svipaða sögu fyrir skömmu. Sölumaður hringdi og bauð honum spil með eitt þúsund króna afslætti. Spilið átti hann að fá á 3.990 kr. í staðinn fyrir 4.990. Sölumaðurinn var ákaflega tungu- lipur og ræddi við fólkið um heima og geima eins og hann ætti í því hvert bein. Samtalið byijaði reyndar, eins og mörg svipuð: „Þú ert heppinn, þú hefur verið dreg- inn út,“ og síðan var tilkynnt um þennan „frábæra“ afslátt. Kunn- inginn lét til leiðast, ekki síst vegna þess að honum var boðið að skila spilinu eftir viku ef hónum líkaði það ekki. Þá var um það samið að kaupverðið yrði greitt með tveimur greiðslum af Visa- reikningi í febrúar og mars. Spilið barst með skilum en það var það eina sem stóðst í þess- um viðskiptum. Kunninginn átti leið í bókabúð og sá að þar var spilið boðið á sama verði og hann fékk það með þeirri „heppni“ að „lenda í útdrætti". Vegna óánægju með það og reyndar spilið sjálft var ákveðið að notfæra sér skila- réttinn. En þegar hringt var í uppgefið númer var allt ómögulegt og kostaði mikið rifrildi að fá að skila vörunni. Spilið hafði að sjálf- sögðu verið tekið úr umbúðunum til að hægt væri að skoða það, enda ekkert tekið fram um að það mætti ekki, en fulltrúi seljandans nefndi þetta sem ástæðu fyrir því að vilja í fyrstu ekki taka við spil- inu aftur. Þá stóðst heldur ekki samningur um greiðslur, greiðsl- urnar voru dregnar af Visa-reikn- ingi mánuði fyrr en um var talað. in út í öfgar, fólkið sem við þetta vinnur og fyrirtækin ættu að hugsa sinn gang. Fólk er orðið leitt á þessu. - Þetta dæmi og fleiri sem Víkverji hefur heyrt um segja hon- um að símasölumennskan sé geng- Annar kunningi Víkverja vildi koma eftirfarandi vangavelt- um á framfæri: Hvers vegna hafa reglugerðameistarar þessa þjóð- félags breytt þátttöku sjúkra- trygginga í tannréttingum svo, að kona, sem hræðist útlitsgalla, get- ur nú ekki farið til tannréttinga- lækna og óskað eftir aðgerð til að bæta úr? Aftur á móti geta þær konur, sem vilja, farið til læknis og látið lyfta augabrúm, lagfæra eyru eða neðri varir og fengið 100% endur- greiðslu vegna kostnaðar. Spurt er: Hver er munur á fram- tönn og poka undir augum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.