Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ EOSTUDAGUR 30. MARZ 0)9,00 19 M-hátíð á Yestur- landi sett í Reykholti MENNINGARHÁTÍÐIN 1990, M-hátíð, verður að þessu sinni hald- in á Vesturlandi. Hátíðin er skipulögð í samvinnu við sveitarstjórn- ir í Vesturlandskjördæmi. Formleg setning M-hátíðarinnar verður í Reykholti á morgun, laugardag, klukkan 14. 'V M-hátíð verður haldin víðs veg- ar um kjördæmið í vor, sumar og fram á haust. Hún hefst í Borgar- nesi á laugardagskvöld, í Stykkis- hólmi 7. apríl, Breiðabliki á Snæ- fellsnesi 19. apríl, Búðardal 4. maí, Ólafsvík 5. maí, Grundarfirði og Akranesi 12. og 13. maí og á Hellissandi 16. og 17. júni. Menningarhátíðir hafa verið haldnar á vegum menntamála- ráðuneytisins á Akureyri 1986, ísafirði 1987 og á Sauðárkróki 1988, en voru þá eingöngu haldn- ar í einu sveitarfélagi í kjördæm- inu. Á síðasta ári var M-hátíð á Austurlandi og var hún haldin á 9 stöðum í kjördæminu. Tilgangur hátíðanna er m.a. að varpa ljósi á margs konar menn- ingarstarfsemi í fjórðungunum og vera hvatning til athafna í þeim efnum. Sveitarfélögin munu enn- fremur nota þetta tækifæri til að skiptast á menningardagskrám sem þau hafa undirbúið sérstak- lega fyrir hátíðina. Listasafn ís- lands verður með sýningar á verk- um úr safninu á Snæfellsnesi, i Borgarnesi og á Akranesi. Einnig er stefnt að leikför frá Þjóðleik- húsinu og tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í tengslum við hátíðina. Á setningarhátíðinni í Reykholti mun menntamálaráðherra flytja ræðu og Jón Böðvarsson, formað- ur Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi, flytur ávarp. Fé- lagar úr Lúðrasveit Stykkishólms leika, barnakór Heiðarskóla syng- ur, einnig syngja einsöng Theód- óra Þorsteinsdóttir og Laufey Geirsdóttir við undirleik Ingibjarg- ar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn frá Hamri flytur ljóð, dr. Jónas Kristj- ánsson flytur erindi um Snorra Sturluson og Guðríður Valva Gísladóttir leikur einleik á flautu. Síðar verður íjöldasöngur undir stjórn Bjarna Guðráðssonar. Um kvöldið hefst M-hátíð í Bor- garnesi með ávarpi menntamála- ráðherra og fjölbreyttri bók- mennta- og söngdagskrá. SDytb Bobmtftrbrcf mcb íobcíu Sséíanbö 5íí|)inpmcnn famanfattaft er (Sþriftían þinit Síttunbi, if ©ubð 9íáb, «ontíttflur t ©anmotf, S3inba 03 ©auta, á^crtofli t Sítöotf, $oIjtein, Stórraarri, pcttmerffi, 2átnborg 09 Clbtnborg, ®jSram »iionit8t: *þar C8ð oar um Í>ab fjuflab ab láta SSora fcrru og trúu unbirfáta á SSoru lanbi ^ðlanbi, foo fljoft fem moflultgt brbi, njóta flóbð af fccirri meb SSorri tilffipun af.Sw SRartft 1843 meb Stb þínaið nafni ftiftubu rábgefanbi ©amfomu, fjofum ?8er mcb aUra= íxrftu opnu æobunarbréft af 27»* ©eptcmber fama árð famanfaUab ítlþtngtémennina til funbar t Mteifjaotf þantt 1« 3Suh þeðfa arð_. Sttn par SSét ftbar af Jtim fprit E88 af SSoru banffa GanceUtt framlogbu fftrflum frá SSorum Stmtmennum a SSIanbt, otbotfjanbt unbirbtlntnfli foðntnfla Stlþtngiðmannanna, bofum fomift ab rauii um >ab, ab þeðfar foðntnflar, oeflna pmiðleara binbrana, efft t oUuttt .oðntngarumbaímum geti orbib' leibbar til Ipfta foo ttmanlega, ab Sflþtnfli oerbi bprjab á þeirri forft tiltctnu ttb, foo a þab fprtr pftv= ffanbánba ár afCðð bobaba Stlþina effi ab balbaft, boaramotSSeraUra= nábuftaft bofum álpftab ab þab ftuli foma famanþann l'* Sult.1845. %ab cr þarbiá SSor oilji ab oUum þeðð abgjorbum ffult oera tofib innan einð mánabat frá þeim befli, á boorjum þab, einð 09 Klausturhólar: Boðunarbréf til Alþingis 1844 boðið upp TÆPLEGA hálfrar annarrar aldrar gam- alt boðunarbréf til endurreists Alþingis verður meðal muna á bókauppboði Klaust- urhóla næstkomandi laugardag. „Opið boðunarbréf með hveiju íslands al- þingismenn samankallast," er yfirskrift til- skipunarinnar sem Kristján áttundi gaf út 6. mars 1844 og sendi til umboðsmanns síns á íslandi. Bréfíð er bæði á íslensku og dönsku. Guðmundur Axelsson í Klausturhólum sagð- ist frekar eiga von á að skjalið yrði eftir- sótt, en þó væri aldrei að vita. Bækurnar og prentgripirnir verða til sýnis í dag klukkan 13-18 og uppboðið hefst klukk- an 14 á morgun á Laugarvegi 8. íslenski texti boðunarbréfs alþingis- manna frá 1844. Krabbameinsfélag Islands: Metaðsókn í leitarstöðina í fyrra Á síðasta ári fóru um 30 þúsund konur í skoðun vegna leitar að krabbameini í leghálsi og brjóstum, þar af um helmingur í leitarstöð Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta er mesta að- sókn í leitarstöðina frá upphafi, fyrir aldarijórðungi. Að sögn Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis Leitarstöðvarinnar, er mjög þýðingarmikið að konur svari vel boði um þátttöku í leitarstarfinu, en þær eru boðað- ar annað hvert ár. Með því móti á að vera unnt að finna krabbamein á forstigi eða byrj- unarstigi þar sem batahorfur eru hvað mestar. ísland er eina landið þar sem skipuleg leit að legháls- krabbameini og btjóstakrabbameini er gerð samtímis hjá heilli þjóð. Síðustu þtjú árin hafa um 77% kvenna á aldrinum 20—69 ára tekið þátt í skipulegu leitarstarfi Krabba- meinsfélagsins að leghálskrabba- meini og er það hærra hlutfall en nokkru sinni áður. Fyrir áratug var þetta hlutfall innan við 50%. Á árinu 1989 mættu 29.367 konur á þessum aldri til leghálskrabbameinsleitar. Á því ári er vitað um 13 konur sem greindust með krabbamein í leghálsi og voru allar nema tvær með sjúk- dóminn á byijunarstigi. Nú eru rúm tvö ár síðan hafin var skipuleg leit að bijóstakrabbameini með því að taka röntgenmyndir af bijóstum kvenna á aldrinum frá fer- tugu til sjötugs, svo og 35 ára. Farið hefur verið með sérstakt bijóstaröntgentæki á yfir fjörutíu heilsugæslustöðvar um allt land. Á síðasta ári mættu 13.443 konur á þessum aldri til slíkrar skoðunar. Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir rönt- gendeildar Krabbameinsfélagsins, segir að reikna megi með að af hveij- um 1000 konum finnist 40—50 með breytingar sem þarf að athuga nán- ar. Eftir ' viðbótarrannsóknir reynist þó krabbamein aðeins til staðar í 5 konum úr þessum hópi. Á síðasta ári greindust 119 konur með bijóstakrabbamein hér á landi, þar af 88 við skoðanir á vegum leitar- stöðvarinnar. tískusyning Vor-ögsumarföt! - Ný lína í Kaupstað Módel 79 sýnir nýjar línurfrá CORAL og WRANGLER á 2. hæö Kaupstaö í Mjódd í dag, föstudag, kl. 17:30 og á morgun, laugardag, kl. 14:00. Komið, sjáið skemmtilega sýningu. Við bjóðum sýningargestum upp á kaffi og vínarbrauð! Hringið, fáið bækling, notið póstkröfuþjónustuna. Síminner 91 -73900. w4kaupstaður ÍMJÓDD 2.HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.