Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 27- - Umræður um utanríkismál á Alþingi: F ormleg* viðurkenning á sjálfstæði Litháen óþarfi - segir forsætisráðherra ÍSLENSK stjórnvöld telja ekki rétt að viðurkenna formlega Litháen sem sjálfstætt ríki; annars vegar hafi það verið gert áður og hins veg- ar þjóni það ekki hagsmunum Litháa. Ríkisstjórnin hefur boðist til að hafa milligöngu í deilu Litháa og Sovétríkjanna og boðið Reykjavík sem fundarstað. Þetta kom fram í umræðu um skýrslu utanríkisráð- herra um utanríkismál í Sameinuðu þingi í gær. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kom víða við í ræðu sinni. Eftir að hann hafði lýst við- horfum sínum varðandi þróunina í Sovétríkjunum vék hann að Litháen. Taldi hann ýmislegt benda til þess að slakað hefði verið á spennu og dregið úr hættu á átökum; margt benti til þess að Sovétríkin væru varkárari en áður. Jón taldi Vestur- lönd hafa farið að ráðum forystu- manna Litháa með því að hvetja málsaðila til samninga og vara við valdbeitingu. „Áhersla hefur verið lögð á að forðast alla áreitni sem gæti gefið harðlínumönnum og hern- aðaryfirvöldum í Sovétríkjunum átyllu til þess að láta til skarar skríða með vopnavaldi." Síðan sagði Jón: „Þeir sem setja á oddinn kröfuna um formlega viðurkenningu Litháen, de jure og de facto, eru vinsamlegast beðnir um að hugleiða efitrfarandi: Að hvaða gagni kæmi hún fyrir Lit- háa á þessu augnabliki? Til hvers myndi hún leiða. Það er ekki laun- ungarmál að af hálfu bandarískra stjórnvalda er litið svo á að með formlegri viðurkenningu nú liti svo út, sem forseti Sovétríkjanna hefði orðið að láta undan síga fyrir þrýst- ingi frá Bandaríkjunum eða Atlants- hafsbandalaginu. Við núverandi kringumnstæður biði það heim hæt- tunni á að Gorbatsjov yrði felldur frá völdum og innan Sovétríkjanna yrði um að ræða afturhvarf til fyrri stjórnarhátta; harðlínumenn og hern- aðaryfirvöld tækju við og freistuðu þess að halda Sovétríkjunum saman með vopnavaldi með öllum þeim af- leiðingum sem það hefði í för með sér. Eg spyr: Hvetjum yrði það að gagni? Að hvaða gagni kæmi það Litháum? Hinum Eystrasaltsþjóðun- um? Öðrum þeim þjóðum innan Sov- étríkjanna sem ala í btjósti óskir um aukið sjálfsforræði? Vonin um það að þeim verði að ósk sinni er því bundin að friðsamlegar lausnir finn- ist og að ekki komi til hernaðará- taka. Þess vegna er það viturleg stefna að forðast í hvívetna að magna árekstra en að haida uppi stöðugum þrýstingi á báða aðila í skjóli þess hvað í húfi er um viðræður, samn- inga, friðsamlegar lausnir." Jón gerði grein fyrir viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í málinu; heilla- óskir Aþingis til þings Litháen og orðsending til utanríkisráðherra Sov- étríkjanna um að sovésk stjórnvöld hæfu viðræður við fulltrúa stjórn- valda í Litháen. Jón greindi og frá því að sendinefnd frá Litháen hefði á dögunum átt viðræður við sendi- herra íslands í Ósló. Hefði íslenskum stjórnvöldum þar verið þakkaður stuðningurinn. „Þess skal getið að formaður sendinefndar Litháa lét í ljós þá skoðun að í símskeyti frá Álþingi og í símskeyti utanríkisráð- herra fælist samkvæmt þeirra skiln- ingi viðurkenning af hálfu íslands á Litháen sem sjálfstæðu ríki. Aðeins vantaði formlega viðurkenningu á stjórn Litháen og formlegt skref um að taka upp diplómatískt samband.“ Milliganga íslands í deilu Litháen og Sovétríkjanna Jón Baldvin tilkynnti við þetta tækifæri að umrædd sendinefnd hafi borið fram þá beiðni hvort íslensk stjórnvöld gætu boðið Reykjavík sem fundarstað hugsanlegra samninga. Greindi Jón frá svari sem hann hefði sent Landbergis: „Ríkisstjórn íslands er reiðubúin til að annast milligöngu til að greiða fyrir friðsamlegri lausn deilunnar, þannig að komið verði til móts við réttmætar óskir lithásku 8.600 lánsumsóknir: Aætluð lánsfiár- þörf 21 milljarður 2.300 lánsumsóknum til Byggingar- sjóðs ríkisins ósvarað Áætluð Qárþörf vegna 8.634 húsnæðislánsumsókna lijá Byggingar- sjóði ríkisins er um 21 milljarður króna að því er kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Hreggviði Jónssyni (FH-Rn). Þar af er áætluð Qárþörf vegna 2.300 umsókna, sem ekki hefúr verið svar- að, 5 milljarðar, áætluð Ijárþörf vegna 3.587 lánshæfra umsókna 9 milljarðar króna og áætluð lánsþörf vegna 2.487 lánsloforða er 7 millj- arðar. í svari ráðherra kemur m.a. fram: * 1) Um mánaðamót janúar/febrúar 1990 voru um 2.300 umsóknir fyrir- liggjandi þar sem lánsréttur hafði ekki verið ákveðinn. * 2) Af þessum 2.300 umsóknum bárust tæplega 2.000 á árunum 1989 og 1990. * 3) Samtals 3.587 umsóknir, sem bárust frá október 1987 til desember 1989 hafa ekki verið afgreiddar með lánsloforði. * 4) Frá marz 1987 til júní 1988 hefur 2.487 umsóknum verið svarað með lánsloforðum en ekki enn komið til útborgunar. * 5) Áætluð fjárþörf vegna ósvaraðra umsókna (2.300 talsins), lánshæfra umsókna (3.587) og lánsloforða (2.847) er um 21.000 m.kr. * GþÞegar hafa verið send lánsloforð til umsækjenda, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, og lögðu inn um- sóknir fyrir 1. júlí 1988. Lánsloforð vegna umsókna sem bárust í júní 1988 eru til greiðslu í október 1990 (fyrri hluti). þjóðarinnar um frelsi og sjálfstæði. Ríkisstjórnin væri þess vegna reiðu- búin, svo framarlega sem báðir aðil- ar óska eftir því að bjóða Reykjavík sem fundarstað, þar sem viðræður samningsaðila gætu farið fram.“ Utanríkisráðherra greindi frá þeim undirbúningsviðræðum sem átt hafa sér stað milli EB og EFTA og nýlega er lokið. Sagði hann að fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins væri nú að ganga frá samningsum- boði til ráðs bandalagsins, sem fjalla myndi um það á næstu vikum, en búist væri við því að samningsumboð liggi fyrir eftir mánaðarlegan ráðs- fund bandalagsins í byijun maí og eigi síðar en í júní. Jón Baldvin tók fyrir yfirlýsingar Uffe Ellemans-Jensens, utanríkis- ráðherra Danmerkur, þess efnis að yfirstandandi viðræður myndu ekki skila árangri, heldur ættu Norður- löndin öll að sækja um aðild að bandalaginu. Sagði Jón þetta ganga þvert á allar yfirlýsingar forystu- manna EB; um væri að ræða hvat- vísi sem kæmi EFTA-ríkjunum í opna skjöldu. Jón vitnaði í samtal sitt við Delors, framkvæmdastjóra Evrópu- bandalagins, þar sem yfirlýsingar danska utanríkisráðherrans hefðu borið á góma. Breyttar aðstæður í Evrópu breyttu engu um fyrri yfirlýs- ingar EB. „Vandi danska utanríkis- ráðherrans er að hann getur einfald- lega ekki rökstutt fullyrðingar sínar. Hann skilur eftir hálfkveðna vísu sem veldur ruglingi og skapar óréttmætar efasemdir um stöðu þeirra viðræðna sem nú standa yfir,“ sagði Jón Bald- vin. ísland viðurkenni ríkisstjórn Litháen Þorsteinn Pálsson (S/Sl) tók næstur til máls. Hann ræddi um þró- unina í Austur-Evrópu og benti á að staðföst stefna NATÓ væri nú að bera ávöxt. Þorsteinn taldi niður- stöður hinna frjálsu kosninga í Evr- ópu vera athyglisverðar; ekki væri nóg með að almenningur í þessum löndum vildu varpa af sér oki sósíalis- mans, heldur vildu menn snúa inn á braut fijáls markaðsbúskapar. Hefði þetta valdið vonbrigðum hjá vinstri- og miðjumönnum í Vestur-Evrópu, sem höfðu vonast ^ftir stuðningi gegn fallandi gengi vestan megin. Þorsteinn ræddi nokkuð um ut- anríkisstefnu ríkisstjórnarinnar al- mennt; einsdæmi væri að engin stefna væri í varnar- og öryggismál- um. Benti Þorsteinn á að ríkisstjórn- in væri þríklofin í utanríkismálum; Alþýðubandalagið réði stefnuyfirlýs- ingunni, Alþýðuflokkurinn fram- fylgdi hefðbundinni stefnu en Fram- sóknarflokkurinn hefði sina henti- stefnu og væri í raun klofinn í af- stöðu sinni. Þorsteinn benti á að ekki væri nein afstaða í skýrsjunni til samein- ingar Þýskalands. Óskaði Þorsteinn eftir skoðun ráðherrans. Um Litháen sagði Þorsteinn að íslendingar ættu að taka af skarið; það stæði Norðurlöndum næst að sýna Eystrasaltsríkjunum stuðning. Hlytu tilfinningar íslendinga að vera Hugrækt - Heilun - Líföndun /j NÁMSKEIÐ V/ Námskeið verða haldin helgamar 31. mars og 1. apríl og 7. og 8. apríl n.k. Námskeiðin eru uppbyggð af þrem megin þáttum: Hugrækt, heilun og líföndun. Þessi námskeið hafa slegið í gegn og eru yfir eitthundrað og fimmtíu ánægðir íslendingar sönnun þess.Leiðbeinandi á námskeiðinu er Friðrik Páll Ágústsson A.V.P. (Associated Vivation Professional). Til að fá nánari upplýsingar hafið samband við: Lífsafl, Islandsklúbbur ___________Sími: 91-622199______________ mjög sterkar til Litháa, sem orðið hefðu sjálfstætt ríki á sama tíma og ísland hefði fengið fullveldi. Þor- steinn taldi að það kæmi ekki nógu greinilega fram að yfirlýsing Dana á sínum tíma þar sem sjálfstæði Lit- háens hefði verið viðurkennt, hefði og verið gefin fyrir hönd íslendinga. Þetta væru þó einungis formsatriði; það sem máli skipti væri að taka af skarið með því að viðurkenna sjálf- stæði Litháens og réttkjörna ríkis- stjórn þess; annað sýndi veikleika. Þorsteinn benti á að Bandaríkin hefðu annarra hagsmuna að gæta en ísland og reyndar væri hann þeirr- ar skoðunar að bandarísk stjórnvöld væru of varkár; þetta ætti þó ekki að hafa áhrif á afstöðu Islands. Kvaðst Þorsteinn vona að samstaða næðist um þingsályktunartillögu um þetta efni. Þorsteinn fagnaði þeirra afdrátt- arlausu stefnu sem fram kæmi í skýrslunni varðandi málefni Mið- Austurlanda, sem væri sérlega at- hyglisvert í ljósi gáleysislegra yfirlýs- inga forsætisráðherra og Álþýðu- bandalagsins um málið. Samstaða í utanríkismálum Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að í skýrslu utanríkisráðherra kæmi fram stefna sem væri í megindráttum sú sama og ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefði fylgt. Samstaða væri í ríkis- stjórninni um það sem fram kæmi í skýrslunni. Forsætisráðherra ræddi nokkuð um yfirlýsingar danska utanríkisráð- herrans og taldi hann þá skýringu á ummælum hans vera að Danir óttuð- ust að saineinað Þýskaland yrði of öflugt í bandalaginu og að þeir vildu styrkja norðurblokkina. Fordæmdi Steingrímur tillögur sjálfstæðis- manna um tvíhliða viðræður við EB; slíkar viðræður væru í raun í gangi og myndi hann ásamt utanríkisráð- herra ganga til viðræðna við Delors, framkvæmdastjóra EB. Um Litháen sagði Steingrímur að hann teldi óþarft að lýsa yfir stuðn- ingi við sjálfstætt ríki Litháens. Hefði hann fengið fullvissu um það að við- urkennirig Dana 1921 á sjálfstæðu Litháen hefði einnig náð til íslend- inga. Skýring á varfærni þjóða Evr- ópu væri sú að þjóðirnar vildu ekki valda þeim óróa innan Sovétríkjanna að þau finndu sig knúin til að bregð- ast hart við. Taldi Steingrímur rétt að hafa í þessum efnum náið samráð við hin NATO-ríkin. Kristín Einarsdóttir (SK/Rvk) benti á að fleiri ríki ættu í sjálfstæðis- baráttu en Litháen; þar á meðal væri Palestína. Gagnrýndi Kristín kaflann um Mið-Austurlönd, þar sem bent væri á að ísrael væri umkringt rikjum, sem ekki viðurkenndu það, og benti á að arabaríkin hefðu fallist á tillögur Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega friðarráðstefnu, en þær tillögur fælu í sér viðurkenningu á ísrael. Endurskoðun varnarsamningsins Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) mótmælti þeim ummælum forsætis- ráðherra að ekki væru nein ágrein- ingsefni í skýrslu utanríkisráðherra. Mætti halda að hún hefði verið lögð inn á borð ríkisstjómarinnar. „Mér var ekki kunnugt um efni skýrslunn- ar fyrr en hún var lögð fram og er ég ósammála mörgum atriðum í skýrslunni." Kvaðst Hjörleifur undr- ast að Steingrímur reyndi að halda því fram að enginn ágreiningur væ^- um efni skýrslunnar. Taldi Hjörleifur skýrsluna bera þess vott að hreinlega engar breytingar hefðu átt sér stað í alþjóðamálum og varpaði hann þeirri spurningu fram hvort skýrslan væri til þess gerð að fullvissa sjálf- stæðismenn um það að ekkert ætti að breytast í utanríkismálum þrátt fyrir öra þróun í heiminum. Greindi Hjörleifur frá því að hann hefði lagt það til í utanríkisnefnd að vamar- samningurinn yrði endurskoðaður með því augnamiði að bandaríski herinn færi af landinu. Um Litháen sagði Hjörleifur að það við ættum að leggja Eystrasalts- ríkjunum það lið sem þau þyrftu. „ísland sem smáríki hlýtur að styðj^. sjálfsbjargarviðleitni smáríkja." Bætti Hjörleifur því við að sér sýnd- ist ríkisstjórnin sinna málinu af alúð. Hjörleifur harmaði hins vegar að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að styðja við bakið á palenstínsku þjóð- inni. Um EB-EFTA viðræðurnar sagði Hjörleifur að við ættum ekki að treysta á samflot við hin EFTA- ríkin; þau hefðu allt annarra hags- muna að gæta og við gætum ekki treyst á stuðning þeirra í okkar málum. *-• Svíar fordæmdir Hreggviður Jónsson (FH/Rns) vakti athygli á stórkostlegum sigrum hægrimanna í Austur-Þýskalandi og Ungveijalandi. Taldi hann þetta sýna að þegar fólkið fengi sjálft að ráða kysi það ekki yfir sig sósíalisma. Um Litháen sagði Hreggviður að íslendingar yrðu að aðstoða þá og þeir þyrftu að fá viðurkenningu bæði í orði og verki. Hreggviður fordæmdi afstöðu Svía í málinu og benti á að þeir hefðu ávallt tekið viðskiptahags- muni fram yfir fólkið sem kúgað væri. TILKYNNINGAR Tilkynning um gatna- gerðargjöld íReykjavík Að gefnu tilefni er vakin athygli á ákvæðum reglugerðar nr. 511, 1988 varðandi gatna- gerðargjöld í Reykjavík og breytingu á þeim, sem verður 1. júlí 1990. Til 1. júlí nk. ber sam- kvæmt reglugerðinni að greiða hálft gatna- gerðargjald af nýbyggingum og stækkunum húsa á eignarlóðum og leigulóðum, sem borg- arstjórn Reykjavíkur úthlutaði fyrir 4. maí 1984, nema sérstakir samningar leiði til annars. Grundvöllur gatnagerðargjalds er samþykkt byggingarnefndar á teikningum og miðast ofangreint því við að teikningar af nýbygging- um eða stækkun húsa hafi verið samþykktar í byggi'ngarnefnd Reykjavíkur fyrir 1. júlí 1990. Eftir fjann dag ber að greiða fullt gatnagerðargjald af byggingum á öllum lóð- um í Reykjavík, sem ekki eru sérstaklega undanþegnar með samningum eða á annan hátt. Athygli er vakin á því, að því fyrr, sem teikn- ingar eru lagðar fyrir byggingarnefnd, er líklegra að unnt verði að afgreiða þær fyrir 1. júlí nk. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.