Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ANDRA LAXDAL Brasilía: Harkalegar ráðslafaiiir eiga að koma í veg fyrir efiiahagslegan kollhnís Þegar Brasilía vaknaði miðvikudaginn 14. mars þá fór óhug- ur um marga. Ollum bönkum var fyrirvaralaust lokað og ekki tilkynnt opnun fyrr en á mánudagsmorgun. Daginn eftir tók við völdum nýkjörinn forseti landsins, Fernando Collor de Mello, sem hlaut mikla gagnrýni fyrir það á sínum tíma að hafa veitt atkvæði illa upplýsts meirihluta landsins með öflugum áróðri á meðan hann í raun var frambjóðandi hinna ríku. En eftir útgefiia efinahagsáætlun hinn 16. mars þá verður ekki annað sagt en að flestir hafi þurft að borga nema lítilmagninn. Af öllum þeim misvonlausu efnahagspökkum sem dunið hafa yfir þetta verðbólguhijáða land þá er þessi nýjasti sá lang- samlega harðasti og ef hann nægir ekki til að rífa Brasilíu upp, þá fer landið í merkjanlegan kolihnís. Um 80% af fjármagni í ávöxtun hefur verið fryst og verður ekki greitt út fyrr en eft- ir 18 mán. með 6% raunvöxtum. Með öðrum orðum, sá sem á 10 milljónir cruzados getur einungis tekið út 2 milljónir eða 20%. Þetta á við sumar ávöxtunarleið- ir því sá sem á sparisjóðsbók, getur aðeins tekið út 50 þúsund, sama hvort hann á aðeins þessi 50 þúsund eða 10 milljónir. Verðstöðvun hefur verið kom- ið á í landinu og búðareigendur sem eru staðnir að hækkunum eða einhvers konar vörusvikum verða ákærðir og eiga fangelsis- vist yfir höfði sér. Nýr gjaldmið- ill hefur leyst cruzados af hólmi í hlutföllunum ‘/i og mun hann heita cruzeiro, sem reyndar var hinn opinberi gjaldmiðill þar til 1986 er þeir tóku til við cruzado. Astandið er svo einstætt, að þeir sem tóku við ávísunum í cruz- ados og náðu ekki að skipta henni fyrir allt umstangið, þurfa nú að bíða í 18 mánuði áður en þeir beija andvirðið augum. Við þessa skömmtun á peningum hefur myndast mikill lausafjárs- kortur og ýmsar vörur hafa hríðlækkað í verði. Gullverð hef- ur hrapað og bandarískur dalur sem var skráður á 80 cruzados í síðustu viku er kominn niður í 40 cruzeiros. Þá hefur hafist mikið brask með ávísanir gefnar út í cruzados og selja menn þær fyrir hálfvirði í stað þess að bíða í 18 mánuði. En ef maður þarf Reuter Götusali býður vegfarendum gamla peninga til sölu í Rio de Ja- neiro, höfuðborg hinnar verðbólguhrjáðu Brasilíu. nauðsynlega á fjármununum sínum að halda getur hann tekið þátt í uppboðum á cruzeiros sem haldin verða á vegum bankans. Þá kaupa menn cruzeiros fyrir cruzados sem þeir eiga frysta en þó að opinberlega sé sama verð á þessum tveimur gjaldmiðl- um finnst mörgum betri kostur einn fugl í hendi en þrír í skógi og væntanlega verður blóðkeypt- ur hver cruzeiro. Sumir eru hinsvegar ekkert á því að þrauka og vilja fá pening- ana sína hvað sem það kostar. Maður nokkur sem átti milljón cruzados á sparisjóðsbók varð til dæmis óvenjulega örvæntingar- fullur og í staðinn fyrir hefð- bundnar innheimtuaðferðir þá fannst honum vænlegra að aka bílnum sínum inn í bankann sinn og er hann var kominn upp að afgreiðsluborðinu steig hann út og krafðist sparifjárins. Félaginn uppskar þó ekki sem hann sáði til því nú verða 50 þúsundin sem hann átti rétt á tekin í skemmd- arkostnað og að öðru leyti fyigja þessu athæfi ýmis áberandi óþægindi. Lögsókn og fleira góð- gæti. En það sem er einna undra- verðast í þessari hringavitleysu er að sá sem geymdi seðlabúntin undir koddanum hagnaðist mest af öllum í þetta skiptið. Þeir sem ekki bjuggu yfir þessari forsjálni geta nú nagað sig í handarbökin því enginn veit hvað verður eftir 18 mánuði. Fyrri ríkisstjórnir hafa ekki reynst traustsins verð- ar og ef Brasilíu tekst ekki að rétta sig við fyrir þennan tíma þá er hæpið að hún geti borgað reikningseigendunum út eins og hún lofaði. Og þá verða margir særðari en ekki. Höfundur er búsettur í Brnsilíu. Kjamorku- verin ekki lögð niður í Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. RÍKISSTJÓRN sænskra jaftiað- armanna ætlar að hætta við áætlanir um að leggja niður kjarnorkuverin ef það hefur í íör með sér atvinnuleysi. Birg- itta Dahl umhverfisráðherra og Rune Molin orkumálaráðherra skýrðu frá þessu í dagblaðinu Dagens Nyheter í síðustu viku. Rétt tíu ár eru síðan Svíar ákváðuí þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja niður kjarnorkuverin i áföng- um en að undanförnu hefur það orðið æ ljósara, að við áætlunina verður ekki staðið. Jafnt verkalýðsfélög sem vinnu- veitendur hafa bent á, að verði kjarnorkuverin lögð niður muni orkukostnaður stóraukast með al- varlegum afleiðingum fyrir atvinn- ulífið í landinu. Þá hafa Hægri- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn mótmælt fyrirhugaðri lokun kjarn- orkuveranna. Sænskir hagfræðingar segja, að sænsk orkustefna hvíli á þremur meginstoðum og stangist, hver á aðra. I fyrsta lagi að leggja niður kjarnorkuverin, í öðru lagi að banna vatnsaflsvirkjanir í fjórum ám í Norður-Svíþjóð og í þriðja lagi, að koltvísýringur í andrúmslofti aukist ekki umfram það, sem hann var 1988. Fyrir Ijórum árum vildu aðeins 30% Svía reka kjarnorkuverin áfram eftir 2010 en nú er talan komin í 54%. ■ ■■ 1 ERLENT , SÍMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI y^nnnrwilllllllllMmB FOSTUDAGUR TIL FJAR FJALLAREIÐHJOL I DAG Á KOSTNAÐARVERÐI mmwmiiBitnmmiiinmfiT í KRINGLUNNI mmrniammmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.