Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1990 Asta María Olafs- dóttír - Minning Sunnudaginn 18. mars hringdi síminn og mér tilkynnt að hún litla systir mín væri dáin. Mér fannst heimurinn hrynja, þetta gat ekki verið satt, hún sem var svo frísk og lifandi að það geislaði af henni. En þetta var staðreynd, blákaldur raunveruleikinn, hún hafði fengið heilablóðfall, enginn aðdragandi, bara allt búið og hún svona ung, aðeins 26 ára. Ásta María var í raun ekki syst- ir mín, heldur bróðurdóttir mín, en hún var alin upp hjá foreldrum mínum, en þangað kom hún aðeins 9 mánaða gömul eftir að foreldrar hennar slitu samvistum. Þá eignað- ist ég langþráða systur en það hafði alltaf verið á óskalistanum og betri systur hefði ég ekki getað fengið. Því þó það væru tæp 16 ár á milli MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGI VK) GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VK) EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA HAGST&ÐU VERÐI GRAM KF265 200 Itr. kælir 63 llr. frystir H 146,5 cm 8 55,0 cm D 60,1 cm áður kr. 57.990.- mi ki. 54.700.- stgr. kr. 51.960.- GRAM KF250 173 Itr. kælir 70 Itr. frystir H 126,5 cm 135,0 cm (stillonleg) B 59,5 cm D 62,1 cm áður kr. 57.990.- n/i hr. 54.700.- stgr. kr. 51.960.- GRAM KF355 277 Hr. kælir 70 llt. frystir H 166,5 cm 175,0 cm (stillonleg) 8 59,5 cm 0 62,1 cm áður kr. 72.960.- níi ki. 68.900.- stgr. kr.6S.4S0.- GRAM KF344 198 Itr. kælir 146 Itr. frystir H 166,5cm 17 5,0 cm (stillonleg) B 59,5 em D 62,1 cm áðurkr. 79.950.- n/i kr. 75.400.- ster. kr. 71.630.- GRAM-KJELISKÁPAR hágæia tæki í eldhúsiS, - á tilboSsverii 5% Staögreiðsluafsláttur Kaupir þi tvö heimilistæki i einu í versiun okkar, gerum viS enn betur og bjóSum 10% afslátt gegn staSgreiSslu jFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 okkar voru sterk bönd vináttu og kærleika á milli okkar. Ásta María var þannig persóna að allir sem kynntust henni tóku ástfóstri við hana. Hún var hreinlynd, kát og glöð og það var stutt í stríðnina og kætina. Hún sagði alltaf hreint út sitt álit og maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Ásta María var mér ekki bara sem systir, heldur var hún einnig elsta syni mínum sem systir þar sem hann var aðeins 4 árum yngri en hún og alinn upp að mestu með henni, hjá afa og ömmu, enda voru þau góðir vinir og er sárt fyrir hann að sjá á eftir henni. Ásta María átti 7 systkini, einn albróður, Þröst sem kvæntur er Guðbjörgu Drengsdóttur og búa þau í Hnífsdal og 6 hálfsystkini, þau eru Ingvar Þór, Ásta Sigríður, Sólveig, Auðunn Snævar, Guðbjart- ur Karlott og Elías, syrgja þau nú öil góða og ástríka systur, en sam- band hennar við systkinin var mjög gott og náið. Síðustu 3 árin bjó Ásta María á Siglufirði og vann hún þar á heimili fyrir þroskahefta og naut hún sín vel þar, hún hafði svo mikið að gefa og einmitt í þessu starfí kom kærleikur hennar til annarra vel í ljós. Ásta María átti marga góða vini á Siglufirði og líkaði henni vel að vera þar, sagði að það væri gott að vera þar. Eg þakka öllu þessu fólki fyrir þá vin- áttu og hlýju sem það sýndi henni. Guð blessi elsku Ástu Maríu og launi henni fyrir allt það sem hún var okkur, fyrir allan þann kærleika og umhyggju sem hún sýndi ömmu sinni og afa. Hún var sólargeislinn þeirra og sól í lífi okkar allra. Góður Guð styrki alla þá sem eiga um sárt að binda við fráfall Ástu Maríu. Guð blessi þig, Gunnsó minn, og gefí þér styrk til að bera þessa þungu sorg, því þú hefur mikið misst. Ingileif G. Ögmundsdóttir og synir. 18. mars, snemma sunnudags- morguns, ég sit úti á sólpallinum fyrir framan húsið mitt með kaffi- bolla í hendi og finn að þetta ætlar að verða heitur og fallegur dagur, yndislegur dagur til að vinna í garð- inum, en spumingin er hvað ég á að gera, á ég að hreinsa blómabeð- in eða á ég að klippa af eplatrján- um. Á meðan ég velti þessu fyrir mér er mér litið á flaggstöngina og mér dettur í hug, hvort ég ætti ekki að hreinsa og rnála hana, og það verður úr að ég felli stöngina, skrapa, slípa og mála síðan og reisi hana á ný. Þetta var allt annað. Þetta hafði tekið tíma, klukkan var orðin tvö, stöngin skínandi fín og ég ánægður með gott verk. Þá kall- ar sonur minn: „Pabbi, það er síminn frá íslandi." íslandi hugsa ég, það verður gaman að heyra að heiman, svo ég flýti mér inn og tek símann. Ég heyri strax að þetta er systir mín í símanum og á röddinni greini ég strax að eitthvað er að, mér dettur strax í hug öldruð móð- ir mín og segi: Er það hún mamma. Nei, nei, heyri ég, það er hún Ásta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Bjarnveig Sigbjörns dóttír - Minning María dóttir þín, hún er dáin. Allt í einu var ekki lengur fallegur dag- ur, hún dóttir mín var dáin, hún sem sent hafði mér bréf tveimur dögum áður svo glöð og ánægð, hvað hafði komið fyrir? Hafði orðið slys? Nei, hún hafði borið sjúkdóm sem enginn vissi um, hvorki hún né við, veik æð í höfði hafði skyndi- lega sprungið og á örskammri stundu var öllu lokið. Þessi glaða og hressa dóttir mín, sem átti kær- leika handa öllum, öllum stundum glöð og ætíð tilbúin að gefa þeim bros sem í kringum hana voru, var nú gengin á himna braut til fundar við Guð föður og þar veit ég að henni hefur verið vel tekið. Þetta eru fátækleg orð, en þau koma frá föður er ann henni mikið. Enda- lausar minningar streyma að og ylja hugann, um leið og undan þeim svíður. En ég er þakklátur Guði fyrir að hafa átt hana og fengið að njóta samvista við hana. Þegar ég hafði náð mér eftir símtalið kallaði ég í bræður hennar og bað þá að flagga í hálfa stöng. Og þama blakti fáninn á fallegri stöng. (Stundum er allt svo furðu- legt.) Að lokum vil ég senda mínar innilegustu kveðjur til ömmu henn- ar er ól hana upp, svo og til móður hennar, en hennar missir er ekki minni en minn. Sömuleiðis til allra þeirra góðu vina og vinnufélaga er hún átti. Þá þakka ég alla þá sam- úð sem mér og mínum hefur verið sýnd. Þakkið Drottni, því hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu. Þakkið Guði guðanna, því miskunn hans varir að eilífu. Þakkið Drottni drottnanna, því miskunn hans varir að eilífu. (Sálmur 136, 1-3.) Ólafur Snævar Ögmundsson Lífið er fallvalt, aldrei hefði mað- ur trúað því að ástkær systir okkar yrði tekin frá okkur svona snöggt, en við trúum því öll að nú sé henni ætlað betra hlutverk annars staðar. Ásta María Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1963. Hún var alin upp í Stigahlíð 24 hjá afa sínum og ömmu. Margar ánægjustundir áttum við systkinin með henni í leik og alvöru. Ásta María var ávallt leiðandi í öllu sem hennar vinir og kunningjar tóku sér fyrir hendur, því hana skorti ekki það sem til þurfti, skap, kímni og fram- kvæmdasemi. Seinna meir þegar leið hennar lá norður á Siglufjörð og hún hóf sinn búskap skorti hana aldrei tíma til að setjast niður og skrifa okkur línu. Nú er hún farin frá okkur, og kemuv ekki til baka. En eitt verður aldrei tekið frá okkur, og það er minningin um ljöruga og lífsglaða stúlku. Við munum ávallt muna Ástu Maríu. Góður Guð geymi hana. Þröstur Ólafsson, Ásta Sigríð- ur Ólafsdóttir, Ingvar Þór Ólafsson, Auðunn Snævar Ólafsson, Guðbjartur Karlott Ólafsson, Sólveig Arndís Hilmarsdóttir, Elías Hilmars- son. Fædd 21. apríl 1942 Dáin 19. mars 1990 Mig langar hér með nokkrum orðum að minnast æsku- og ævi- vinkonu minnar sem nú verður kvödd frá Neskirkju í dag. Við ól- umst báðar upp á Vattarnesi við Reyðarfjörð og þó að væri á okkur tveggja ára aldurs munur vorum við alltaf leikfélagar. Margs er að minnast frá þeim árum. I fyrstu leiks barna þar sem allir voru vin- ir eða stríð geisaði. Þá var Veiga alltaf sáttasemjarinn og friðflytj- andinn. Þannig var hún strax sem barn. Við Veiga gengum oft tvær saman um Nesið okkar og var þá margt rætt og krufið. Við gengum ekki ósjaldan niður á tangann en þar sást vítt og breitt „út fyrir land“, eins og það var oftast kall- að. Eitt af mínu eftirlæti þar var að horfa á öldurnar rísa hærra og hærra og skella á boðunum. Við settumst þarna tvær litlar stelpur og horfðum hugfangnar. Loks stóð Veiga upp, nú skyldi haldið heim á leið. „Nei, Veiga, nú kemur ein sem er stærst," sagði ég. Þarna stóð hún róleg og þolinmóð, þar til loks mér fannst nóg komið. Mér finnst þessi saga líka lýsa henni vel. Að láta alltaf annarra óskir sitja í fyrirrúmi, án þess að mót- mæla eða kvarta. Hún var alltaf tilbúin að gleðja aðra og fáa hef ég hitt jafn þolinmóða. Aldrei hef ég heldur kynnst nokkurri mann- eskju jafn lausa við öfund og slúð- ur. Hún var í alla staði svo heiðar- leg en jafnframt lokuð um eigin líðan. Ung að árum missti Veiga föður sinn af slysförum og mamma henn- ar baslaðist ein með bamahópinn sinn. Það var því ekki um neina lengri skólagöngu að ræða fyrir Óskar lést á heimili sínu á Flókagötu 47, 66 ára að aldri eft- ir áratuga löng veikindi við ein- staka umönnun eiginkonu sinnar. Sjálfur kvartaði hann aldrei. Hér er góður drengur genginn og lang- varandi heilsuleysi lokið. Óskar fæddist hér í Reykjavík 7. desember 1923. Móðir hans var Birgitta Guðbrandsdóttir. Faðir hans var Þorkell Þórðarson, sem eldri Reykvíkingum var að góðu kunnur. Óskar ólst upp hjá föður sínum og eiginkonu hans, Guðrúnu Kristjánsdóttur. í skjóli þeirra naut hann öryggis og hjartahlýju og allar minningar frá æskudög- unum voru tengdar þeim og hálf- systkinum hans tveimur. Þau eru Þórður Þorkelsson, endurskoð- andi, en hans kona er Svanhildur Guðnadóttir og eiga þau eina dótt- ur. Systirin er Ragnheiður, hennar maður er Helgi Sigfússon og eiga þau tvær dætur og tvo syni. Ohætt er að segja, að ávallt var kært með þeim eins og best getur verið og voru systkinin og fjölskyldur þeirra Óskari afar kær. í sama húsi og Óskar ólst upp í bjó einn- ig föðurbróður hans, Björn, ásamt fjölskyldu sinni. Var því mjög ná- inn samgangur milli fjölskyldn- anna. Gunnar, sonur Björns, og Óskar voru jafnaldrar og miklir vinir. Reyndist Gunnar frænda sínum og vini einstaklega_ vel í langvarandi veikindum Óskars Veigu, sem þó var bæði vel greind og sérstaklega myndarleg við saumaskap. Eg held að hún hafi alltaf saknað þess. Hún byijaði því 14 ára að vinna fyrir sér á Laugar- vatni. Þegar minni skólagöngu lauk 17 ára, fórum við saman um haustið að vinna í Reykjavík. Fljótlega skildu leiðir aftur, við giftumst og ég fór til Danmerkur með mínum manni, en hún eignað- ist börn með manni sínum, Einar Brynjólfssyni. Fyrst dreng sem heitir Kristinn Þór og síðan tvíbur- ana Ásgeir og Biynjar. Samband okkar rofnaði ekki þó við sætum hvor í sínu landinu, við sendum hvor annarri línu og hitt- umst þegar ég kom heim. Og gegnum öll þau ár sem liðin eru höfum við alltaf verið ómetan- legar vinkonur. Alltaf höfum við getað leitað til hvor annarrar þeg- ar þegar eitthvað bjátaði á. Það er ríkidæmi að eiga slíkan vin sem ég átti. Þegar drengirnir hennar voru upp komnir skildi hún við mann sinn. Þá settist að hjá henni öryrki og einu sinni enn gat hún að fullu fórnað sér fyrir aðra og hlúð að því sem henni fannst eiga bágt. Gleymt sjálfri sér. Núna í lokin komu stór tíðindi fyrir mig, ég átti merkisafmæli og sú fyrsta sem ég spurði hvort gæti komið með mér í ferðalag til Spánar af tilefn- inu var Veiga. Við höfðum bollalagt og talað um þetta ferðalag í fleiri mánuði og aldrei þessu vant hlakkaði hún til einhvers sjálfrar sín vegna. Þarna fengum við loks tækifæri til að tala mikið saman, en það með heimsóknum og umhyggju allri. Að bamaskólanámi loknu og með nokkru hléi innritaðist Óskar í Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi lýðveldisárið 1944. Verslun- ar- og kaupsýslustörf lágu vel fyr- ir honum. Hann var snillingur i bókhaldi og bréfaskriftum inn- lendum jafnt sem erlendum. Eng- inn vafi leikur á því, að ef honum hefði enst heilsa hefði tölvunotkun orðið honum kærkomið verkefni. Hann stundaði verslunar- og skrif- stofustörf til ársins 1946, er hann hélt utan til að afla sér aukinnar menntunar. Innritaðist hann í verslunarskóla í Stokkhólmi og dvaldi þar um eins árs skeið og minntist oft dvalar sinnar þar og taldi sig hafa stækkað sjóndeildar- hringinn og menntast vel. Óhætt er að fullyrða að gæfu- spor sitt steig Óskar hinn 27. ágúst 1954, er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Sigur- björgu Sighvatsdóttur, mikla mannkostakonu. Eftir brúðkaupið var ferðinni heitið til Banda- ríkjanna, þar sem enn skyldi leitað frekari menntunar, og i borginni Trenton, New Jersey stundaði hann nám við verslunarskóla um eins árs skeið. Sigurbjörg er dótt- ir hjónanna Sigríðar Vigfúsdóttur, ættaðrar af Eyrarbakka, og Sig- hvats Einarssonar, pípulagninga- meistara, ættaðs undan Eyjafjöll- um. Rak Sighvatur um áratuga skeið umfangsmikinn rekstur í Oskar Th. Þorkels- son - Minning Fæddur 7. desember 1923 Dáinn 22. mars 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.