Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1990 Söfhun vegna landgræðslu- skógaátaks VERIÐ er að undirbúa heirasóknir á öll heimili landsins þeim tilgangi að leita eftir stuðningi við Land- græðsluskógaátak 1990, en seldar verða grænar greinar sem kosta 500 kr. stykkið. Söfnunin er til að standa undir kostnaði við mesta átak í landgræðslu og skógrækt frá upphafi vegar hér á landi. Margir hópar leggja þessu máli lið, og má þar nefna félaga í Kiwan- i_s, Lions og Rotary, Ungmennafélagi íslands, skógræktarfélögum, skáta- félögum og íþróttafélögum. Forsvarsmenn átaksins segjast vonast til þess að hvert heimili lands- ins kaupi að minnsta kosti eina græna grein. p SH, SÍF og Sjáv- arafiirðadeildin Rætt um að gera fyrirtæk- in að hluta- félögum UMRÆÐUR hafa verið um að gera Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samband íslenskra fisk- framleiðenda og Sjávarafurða- deild Sambandsins að hlutafélög- um. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa einnig átt sér stað einhverjar óformlegar viðræður milli fyrirtækjanna um að taka upp formlegt samstarf, en það er þó talið flókið að koma því á að óbreyttu félagsformi þeirra. Á aðalfundi SH sem hefst' í dag verða samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins ræddar hugmyndir að gera fyrirtækið að hlutafélagi, en umræður munu hafa átt sér stað um nokkurt skeið innan SH um það hvort hagur væri af því að breyta félags- formi fyrirtækisins. Innan sjávarafurðadeildar Sam- bandsins hefur undanfarið verið starfandi nefnd til að kanna mögu- leika á stofnun hlutafélags, og mun vera samstaða í nefndinni um að sá kostur væri æskilegur. Var þetta meðal annars rætt á fundi Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins í gær. Vegna skuldastöðu Sambandsins mun þetta þó vera talið erfitt fram- kvæmdar, þar sem óljóst sé hvaða skuldir. það félag þyrfti að taka með sér svo bankastofnanir samþykktu stofnun þess. Morgunblaðið/Hannes Ingi Togarinn Þórhallur Daníelsson strandaður á Faxaskeri í innsigling- unni að Hornafirði. Lóðsbátnum hvolfdi er hann reyndi að koma togaranum á flot og á myndinni sjást þrír menn sem um borð voru í bátnum á kili hans. Á innfelldu myndinni sjást mennirnir á kili bátsins, en þar biðu þeir í 15-20 mínútur áður en trillan Drífa bjarg- aði þeim. Höfii í Hornafirði: Þrjú strönd á sama stað á sama sólarhringmim TVEIR bátar strönduðu í gær- kvöldi á Faxaskeri í innsigling- unni í Hornafirði. Fyrr um morg- uninn sökk lóðsbáturinn Bjöm- inn þegar hann reyndi að draga togarann Þórhall Daníelsson á flot en togarinn strandaði á Faxa- skeri seint í fyrrakvöld. Mann- björg varð í öllum ströndunum, togarinn komst á flot um miðjan dag í gær en bátarnir tveir sátu enn fastir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Skipin eru í eigu útgerðarfyrirtækisins Borgeyjar að lóðsbátnum undanskildum. Báturinn Lyngey SF strandaði um kl. 18 í gær og stundarfjórð- ungi síðar var Hrísey SF komin að strandstað til björgunarstarfa en ekki vildi betur til en að báturinn festist skammt frá kinnungi Lyng- eyjar. Búist var við að bátamir næðust út á árdegisflóðinu. Tveir skipveijar af togaranum Þórhalli Daníelssyni, sem strandaði á Faxaskeri sem er neðansjávar í innsiglingunni í Hornafirði, voru á dekki lóðsbátsins Bjömsins þegar bátnum hvolfdi skyndilega. Skip- stjóri bátsins var í stýrishúsinu þeg- ar óhappið varð og gekk honum verst að komast frá borði. „Ég get ekki útskýrt hvernig þetta átti sér stað,“ sagði Torfi Friðfinnsson, skipstjóri á lóðsbátn- um. „Bátnum hefur hvolft áður og hafði víst ekki verið stöðugleika- mældur.“ Torfi var inni í stýrishús- inu þegar bátnum hvolfdi. Hann sagðist ekki hafa verið lengi í sjón- um, altént hefði hann ekki þurft að draga andann á leiðinni upp. Á kilinum biðu mennirnir í 15-20 mínútur áður en trillan Drífa bjarg- aði þeim um borð. Lóðsbáturinn, sem kom til Hornafjarðar fyrir tveimur mánuð- um, hafði ekki verið stöðugleika- prófaður. Bátnum hvolfdi í Hafnar- fjarðarhöfn á síðasta ári og fórst þá einn maður. í febrúar síðastliðn- Safiiaðarfólk Fríkirkjunnar greiðir ekki fyrir aukaverk: Laun presta þjóðkírkjunnar fyrir aukaverk bundin lögum - segir Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur „SAMKVÆMT lögum þiggja prestar þjóðkirkjunnar laun frá ríkinu og þeir hafa ávallt fengið greitt sérstaklega fyrir svokölluð auka- verk. Það þyrfti því mikla kerfisbreytingu ef taka ætti upp sama háttinn og í Fríkirkjunni, að aukverk verði safnaðarfólki að kostnað- arlausu,“ sagði Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, í samtali ‘við Morgunblaðið. Valgeir Ástráðsson, formaður Prestafélags ís- lands, sagðist ekki geta ímyndað sér að fólk sæi sér fjárhagslegan ávinning af því að flytja sig í annan söfnuð, enda væri ekki um svo háar upphæðir að ræða. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag ákvað aðal- fundur Fríkirkjunnar fyrir skömmu að safnaðarfólk þyrfti ekki framar að greiða fyrir vinnu prests, organ- ista og kirkjuvarðar við aukaverk. Þetta á við um skím, fermingu, hjónavígslu, kistulagningu og greftrun. Laun þessara starfs- manna, sem söfnuðurinn greiðir þeim, hækka á móti. Talið er að þessi breyting feli í sér um 400-500 þúsunda króna útgjaldaauka fyrir söfnuðinn, en þá er miðað við að athafnir verði um fjórðungi fleiri en þær hafa verið undanfarin ár. í greinargerð um breytinguna seg- ir, að vonast sé til að þetta fyrir- komulag laði fleiri nýja einstakl- inga að söfnuðinum og auki tekjur hans sem því nemur. Guðmundur Þorsteinsson, dóm- prófastur, sagði að ekki væri hægt, að líkja þessari breýtingu hjá Fríkirkjunni við þjóðkirkjuna. Fríkirkjusöfnuðurinn væri rekinn fyrir sóknargjöld og væri í sjálfs- vald sett hvernig þeim væri ráð- stafað. „Skipting launa presta þjóð- kirkjunnar, í föst laun frá ríírinu og sérstakar greiðslur fyrir auka- verk, hefur verið lengi í lögum,“ sagði hann. „Ef prestar ættu að fara að afsala sér þessu launafyrir- komulagi þá þarf að líta á þá kosti aðra sem bjóðast. Það eru ýmsir með efasemdir um að ríkið hækk- aði laun presta sem næmi tekju- missi þeirra, ef hætt yrði að greiða fyrir aukaverkin. Söfnuðir hefðu ekki bolmagn til að taka þessa breytingu á sig, því það kæmi nið- ur á safnaðarstarfinu, til dæmis ýmiss . konar féjagslegri .þjónustu kirkjunnar." Dómprófastur sagði að ekki væri um svo háar upphæðir að ræða fyrir aukaverk presta að þær gætu skipt sköpum fyrir fjölskyld- ur. „Þetta er fyrst og fremst spum- ing um kjaramál presta og mér þykir ekki ólíklegt að föstum laun- um hafi verið haldið niðri einmitt vegna þessara tekna. Þær eru að vísu misháar. Hæstar eru þær í fjölmennustu söfnuðunum, en þar er starfið einnig umfangsmeira." Valgeir Ástráðsson, formaður Prestafélags íslands, sagði að hann teldi það mjög sérstætt að vonast væri eftir fjölgun í Fríkirkjusöfnuð- inum vegna þessara breytinga. „Ég get ekki ímyndað mér að fólk sjái sér fjárhagslegan ávinning af því að flytja sig í annan söfnuð, enda er ekki um svo háar upphæðir að ræða,*1 sagóí hann. um fórst lóðsbátur Homfírðinga í aftakaveðri. Togarinn Þórhallur Daníelsson komst á flot skömmu eftir að lóðs- bátnum hvolfdi og hélt til hafnar þar sem löndun úr honum hófst. Hafði hann þá verið strandaður í tólf tíma en hann virtist ekki vera mikið skemmdur. í gærkvöldi var reynt að bjarga lóðsbátnum af hafsbotni þar sem hann maraði hálfur í kafi. Sturlaugur Þorsteinsson, oddviti á Höfn, sagði að bæjarstjórnin hefði haldið fund í gær og þar hefði ver- ið rætt um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda. Sagði hann að verið væri að leita að nýjum dráttarbát til kaups eða leigu en taldi víst að Bjöminn yrði ekki notaður áfram. Skákmótið í Gausdal: Margeir með- al efstu nianna MARGEIR Pétursson er efstur á skákmótinu í Gausdal í Noregi með 2 vinninga ásamt fieiri skák- mönnum að loknum tveimur uro- ferðum. Auk Margeirs tefla fjórir aðrir íslenskir skákmenn á mót- inu. Karl Þorsteins og Snorri Bergsson eru með l'A vinning og líklegt er að Lárus Bergsson bætist í hópinn. Hann er með heldur lakari stöðu í biðskák en heldur að líkindum jafn- tefli. Tómas Bjömsson ermeð 1 vinn- ing. Margeir vann í gær Oliver Reeh, alþjóðlegan meistara frá Vestur- Þýskalandi, Karl vann sænska stór- meistarann Lars Karlsson frá Svíþjóð. 45 skákmenn taka þátt í mótinu í Gausdal, þar af 5 stórmeistarar og 15 alþjóðlegir meistarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.