Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRIL 1990 37 Háskólinn á Akureyri eftir Önnu S. Snorradóttur Lengi hefir legið í náttborðinu rnínu grein, sem Þórarinn Þórar- insson fyriv. ritstjóri birti í Tíman- um 23. febrúar sl. og nefndi „Há- skólinn á Akureyri þarf sjálfstæð- an tekjustofn". Það riíjaðist upp við lestur þess- arar ágætu greinar, að undirrituð var svo lánsöm að vera á ferða- lagi fyrir norðan — á leið í Svarf- aðardal á ættarmót — sama dag og Háskólinn á Akureyri var sett- ur í fyrsta sinn. Sem betur fer gafst tími til að vera í kirkjunni og hlusta á frábæra ræðu fyrsta rektors skólans, Haraldar Bessa- sonar. Þar voru einnig flutt ávörp, og gaman var að hlýða á söng ofan af kirkjulofti þar sem Akur- eyringurinn Kristján Jóhannsson fyllti kirkjuna með hinni gullfal- legu rödd sinni. Þetta var mikil hátíð og snerti strengi í brjósti gamallar skólastjóradóttur. Mér fannst Akureyri stækka og fríkka og gladdist innilega. Það er útbreiddur misskilning- ur, að allar stofnanir eigi að vera í höfuðborginni. Þvert á móti ber nauðsyn til þess að dreifa þeim eins og kostur er ef okkur er það alvara, að halda byggð í landinu víðar en við Faxaflóann. Þegar MA fékk réttindin Mikil saga er af baráttu norðan- manna til þess að gera gamla gagnfræðaskólann, sem var arf- taki Möðruvallaskóla, að stúdents- skóla. Engum dettur í hug í dag að efast um réttmæti þeirrar ráð- stöfunar, og nú eru menntaskólar víða. En háskóli á Akureyri er rökrétt framhald þess máls, þótt ekki hvarfli að greinarhöfundi, að setja eigi niður háskóla víða um land. Einn háskóli utan höfuðborg- arinnar er nauðsyn fyrir lands- byggðina, og ég minnist samtals við hjón í Mývatnssveit, sem sögðu, að nú yrði þeim kleift að styðja dóttur sína til háskólanáms, sem enginn kostur hefði verið fyr- ir þau, ef hún hefði þurft að fara suður. Það var nálægðin, sem gerði þetta auðveldara og dró úr kostnaði með heimili og foreldra að bakhjarli í grennd. Þannig mun áreiðanlega verða um fleiri ung- menni í nálægum héruðum. Peningar, peningar, peningar í greininni, sem getið er um hér að framan, hefír Þórarinn ritstjóri það eftir ívari Jónssyni, sem skrif- að hafði um þetta mál í Tímann í janúar leið, að hinn nýi háskóli hafi farið þess á leit við ijárveit- ingavaldið að fá 210 milljónir á árinu 1990 en ijármálaráðherra og menntamálaráðherra lækkað það niður í 78 milljónir. Það var stórmannlegt! Þar segir einnig að sökum harðra mótmæla hafi þetta framlag verið hækkað aftur um 20 milljónir í meðferð þingsins. Síðan ég las þetta hef ég ekki fylgst með fjárveitingum til Há- skólans á Akureyri, en þ. 29. mars sl. rakst ég á frásögn í Morg- unblaðinu ásamt mynd, þar sem segir frá því að Sölusamtök ísl. fiskframleiðenda hafi afhent Há- skólanum á Akufeyri eina milljón króna að gjöf, sem veija skuli til rannsókna. Þetta var merk frétt og hefði mátt vera á forsíðu allra blaða. Milljón krónur er að vísu ekki talið mikið fé í ijármálaheim- inum, en framtakið er lofsvert og hvetur til þess að rétta fram hönd og styðja við bakið á hinni ungu menntastofnun. Það má leiða hug- ann að því, hve miklar rannsóknir hafi farið fram hérlendis áður en menn köstuðu sér til sunds í fisk- eldið og, hve smávaxin upphæðin, sem hinn nýi skóli fór fram á, verður í samanburði við gjaldþrot- aupphæðir fiskeldisstöðvanna vítt og breitt um landið. Skólarnir og framtíð þjóðar Við eigum allt undir góðri menntun þegnanna. Margt er í ólestri í skólakerfinu, en í hvert sinn og jákvæðar fréttir berást er það raunverulegt gleðiefni, og þá er að sjálfsögðu ekki átt við pen- inga einvörðungu. En nýr skóli, sem er að vinna sig upp í hinn virðulega sess háskóla, þarf að sjálfsögðu mikið fé en ekki síður góðvild og skilning. Heyrst hafa Anna S. Snorradóttir „Nú þurfa snjallir menn að liugsa djúpt. Á hvern hátt er hægt að tryggja Háskólanum á Akur- eyri sjálfstæðan tekju- stofh?“ neikvæðar raddir um þennan skóla, en það er alltof snemmt að vera með úrtölur. Ef við lítum til nágrannalandanna sjáum við, að þar er að finna háskóla á fleiri stöðum en í höfuðborgunum þar sem allt er að kafna í annríki. Mér er næst að halda, að Akur- eyri sé kjörinn staður fyrir há- skóla. Bærinn býður upp á margt og þar er meiri ró og meira næði heldur en í höfuðborginni. Það væri óskandi-að fleiri stórfyrirtæki gætu séð af ijármunum til Háskól- ans á Akureyri heldur en SÍF. Þórarinn ritstjóri talar um sjálf- stæðan tekjustofn og segir þar margt greindarlegt eins og hans er von og vísa. Alveg var ég búin að gleyma því, að það var hinn mæti maður Guðjón Samúelsson, sem gaf Alexander Jóhannessyni það ráð, að stofna til happdrættis til að tryggja Háskóla íslands sjálfstæðan tekjustofn. Það er auðvitað raunalegt, að þjóð sem vill heita menningarþjóð, skuli reka háskóla sinn að hluta til fyr- ir happdrættispeninga en ætla ekki til þess fé úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar. En svona er þetta, og happdrættið hefir reynst vel. Nú þurfa _ snjallir menn að hugsa djúpt. A hvern hátt er hægt að tryggja Háskólanum á Akur- eyri sjálfstæðan tekjustofn? Margt norðanmanna býr um allt land og flestum er, held ég, hlýtt til Akur- eyrar. Þá er eiginlega ekki eftir annað en að brýna alla til að standa vörð um skólann fyrir norð- an og leggja á góð ráð um, hvern- ig hann megi spjara sig í framtíð- inni. Það er ekki treystandi á pólit- íkusa og fjárvana ríkissjóð. En mörgu Grettistaki hefir verið lyft með samstilltu átaki fólks. Það má kannski taka sér í munn, svona í lokin, orð skáldsins frá Fagraskógi í skólasöng MA, sem hljómaði á Brekkunni og gerir enn, og einnig eftir að leiðir skildu og fundum bar saman á ný: „Höld- um saman, Norðanmenn.“ Höfundur er fyrrvcrandi blaðamaður. Breiðfirðingnr- inn má ekki de^ja eftir Bergsvein Skúlason í iðjuleysi ellinnar, nær karlæg- ur, hef ég verið að fletta gömlum Breiðfirðingi (tímariti Breiðfirð- ingafélagsins). Ég mun að vísu hafa litið yfír hann, þegar mér barst hann í hendur á liðnum árum, en hef þá haft öðrum hnöpp- um að hneppa, og þótt lítið til hans koma oftast. Skal ekki fjöl- yrt um það hér. En nú sé ég að þetta er merkisrit, sem ég vildi síst láta vanta í mitt fátæklega bókasafn. Það má kannski segja, að hann hafi verið á bernskuskeiði, en hafi nú náð fullorðinna manna aldri, senn fimmtugur. Hann hefur þá tekið út seinni vöxtinn, eins og stundum var sagt um þá sem sein- þroska voru í æsku, en seinna náðu góðum þroska. Um Breiðfirð- inginn má segja, að aldrei hefur hann verið betur á sig kominn en um þessar mundir, síðan Einar Kristjánsson tók við stjórntaum- unum. — Einar mun vera Dala- maður og skólastjóri. En er nú hættur ritstjórninni, að mér er sagt, því miður. Þar sýnist mér að verið hafi réttur maður á rétt- um stað. — Einar hefur leitt fram á ritvöll- inn marga ágæta höfunda, sem fáir eða engir vissu um áður að gætu dregið saman orð í blaða- grein, ekki síst konur. Má þar til nefna Sigurborgu Eyjólfsdóttur frá Dröngum og Kristínu Níels- dóttur frá Saurlátri auk margra annarra sem hér gefst ekki kostur á að nefna. Hefði einhver þjóðháttaspek- ingurinn skrifað álíka ritgerð og þarna er eftir Sigurborgu frá Dröngum, og birt í virtara tíma- riti en Breiðfirðingurinn er, þætti mér ekki ótrúlegt að hún hefði hlotið lof fyrir, en hvergi hef ég séð endurminninga Sigurborgar getið. Þá hefur ritstjórinn skotið inn í síðasta árganginn sem ég hef Bergsvein Skúlason „Nú sé ég að þetta er merkisrit, sem ég vildi síst láta vanta í mitt fátæklega bókasafti.“ séð, stórfróðlegri ritgerð eftir Lúð- vík Kristjánsson, um Lúðvík Harboe kristniboða, nokkra ís- lenska biskupa og uppfræðingar- fisk. Þann fisk hef ég, og senni- lega fleiri fáfróðir, ekki heyrt nefndan áður. Lúðvík bregst ekki frekar en fyrri daginn. Og nú vantar mann í ritstjóra- stólinn. Sæti Einars kann að verða vandfyllt. En svo margir ungir menn hafa tekið próf í sagnfræði og skyldum greinum við Háskóla íslands, að þar ætti að vera hægt að finna hæfan mann, ef vilji væri til að halda Breiðfirðingnum á floti. Það gæti eins verið kona. Dettur mér þá fyrst í hug Þórunn Valdimarsdóttir. Ekki skortir hana ritleikni. Biðst ég svo afsökunar á þessum slettirekuskap. En Breið- firðingurinn má ómögulega deyja á besta skeiði ævinnar. Höfundur er ríthöfundur. FI) I! EI, IIIIU! Ævintýraleg sumardvöl fyrir 6-12 ára börn að sumardvalarheimilinu Kiarnholtum í Biskupstungum Á sjötta starfsári okkar bjóðum við upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá: Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur o.fl. V E R Ð : 1 vika 15.800 kr., 2 vikur 29.800 kr. Staðfestingargjaldfyrir 1 viku 5.800 kr., 2 vikur 9.800 kr. Systkinaafsláttur: 1. vika 1.200 kr., 2 vikur 2.400 kr. T í M A B I 27. maí - 2.júní (1 vika) 3.júní — 9.júní (1 vika) 10-júní - 16. júní (1 vika) 17. júní - 23. júní (1 vika) 24.júní — 6.júlí (2vikur) 8.júlí - 14.júlí (1 vika) 15. júlí — 21. júlí (1 vika) 22.júlí - 3.ágúst (2vikur) 6. ágúst - 12. ágúst (1 vika) 12. ágúst - 18. ágúst (1 vika) Innritun fer fram á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði Sími 65 22 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.