Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ # # ORTG Þrátt fyrir stórstígar fram- farir íhúsnæðis- málum aldraðra, með byggingu sérhannaðra þjónustuíbúða, eru ýmsar brota- lamirífram- kvæmdinni. ITUJWI? eftir Kristján Þorvaldsson/myndir: Kristj án Arngrímsson HVAÐ getur þú gert, þegar þú nálgast efiri ár og þráir öryggi og áhyggjulaust ævikvöld? Verður þú að búa áfram í eigin hús- næði, sem ekki hentar þér lengur? Blasir við að þú þurfir að fara á elliheimili, eða á sérstaka stofhun, jafnvel þótt þú unir því ekki, enda heilsan góð og lífskraftur nægur? Eru einhverjir aðrir kost- ir? Og hvað þarf að borga fyrir þá? Lengst af hefur verið litið á elliheimili og stoftianir, sem lausn í húsnæðismálum fyrir stóran hóp aldraða. Og þess eru jafiivel dæmi, að aldraðir hafi látið íbúðir sínar í skiptum fyrir rúm á elliheimilum. Gjarnan hefur verið talað um aldraða og öryrkja í sömu mund og sameiginlega lausn fyrir báða. Þrátt fyrir öra þróun og gerbreyttar áherslur er umræðan á margan hátt aftur orðin einhliða. Áherslan nú er einkum á sérhannaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða; séreignaríbúðir með samtengdum eða nálæg- um þjónustumiðstöðvum í eigu og umsjá sveitarfélaga. Þessi þró- un hefur verið einkennandi fyrir síðasta áratug, en í Reylyavík einni hafa verið byggðar 440 slíkar íbúðir og nálægt 220 íbúðir eru í undirbúningi eða byggingu. Iangflestir eigendur þessara íbúða hafa fengið lán úr Bygg- ingarsjóði ríkisins. Eftirspurnin leiddi til þess að stofnaður var sérstakur lánaflokk- ur árið 1988 til að auðvelda fólki, 60 ára og eldri, að komast yfir sérhannaðar þjónustu- íbúðir. Að mati nefndar á vegum félagsmálaráðherra, sem skilaði skýrslu til ráðherrans fyrir síðustu áramót, er fyllsta ástæða til að doka við og huga að framtíðarskip- an húsnæðismála aldraðra og lána- málum. Að mati nefndarinnar hafa vissulega orðið stórstígar framfarirf en í mörgum tilfellum ekki verið nægilega vel staðið að undirbúningi framkvæmda, húsnæðið of dýrt, markmið í öryggis- og þjónustumál- um óljós, eignafyrirkomulag vafa- samt pg fjárhagsgrundvöllur í mol- um. Af samtölum sem blaðamaður átti við aðila sem vinna að hús- næðismálum aldraðra, er ljóst að ofangreindar fullyrðingar eiga við nokkur rök að styðjast. Engu að síður eru fjölmargir aldraðir, sem hafa nýtt sér þessa nýju kosti, ánægðir með sitt hlutskipti og telja málum best borgið með byggingu fleiri séreignaríbúða í framtíðinni. 100 milljarðar í eigu aldraðra Upphaf þess að Húsnæðisstofnun ríkisins hóf að veita lán úr Bygging- arsjóði til íbúðabygginga fyrir aldr- aða má rekja til lagasetningar frá árinu 1968, er heimilaði húsnæðis- málastjórn að veita sveitarfélögum, Öryrkjabandalagi íslands og elli- heimilum lán til byggingar leigu- húsnæðis í kauptúnum og kaup- stöðum. Það var forysta Öryrkja- bandalagsins sem hvað mest beitti sér fyrirlagasetningunni, enda varð Öryrkjabandalagið einna fyrst til að nýta sér hana, eins og sjá má á stórbyggingum þess við Hátún í Reykjavík. „ ... var aðeins heimilt að veita lán til byggingar íbúða og hélst það lengi svo, þótt fljótlega kæmi fram tilhneiging til að ská- skjóta sér fram hjá því ákvæði með því að kalla það „eldhús“, væri eld- hússkápnum komið fyrir í herberg- ishorni eða þeir hengdir á stofu- vegg. Reyndar er það enn svo og hefur löngurri hlotist af þessu mis- 1 ræmi í heildartalningu íbúða, þar sem slíkar „íbúðir" munu ekki tald- ar sem íbúðir þótt Húsnæðisstofnun hafi lánað út á þær sem slíkar,“ segir í skýrslu starfshóps félags- málaráðherra. Lagaákvæðunum var breytt árið 1971 og fékkst þá heimild til þess að veita lán úr Byggingarsjóði, m.a. til byggingar einstakra herbergja í dvalarheimil- um aldraðra, dagvistarhúsnæðis aldraðra og kaupa á húsnæði á al- mennum markaði fýrir aldraða. Frá því lögin tóku gildi hafa ver- ið reistar yfir 2.000 íbúðir og vist- einingar um land allt með tilstyrk Iána úr Byggingarsjóði ríkisins. Málin þróuðust því í samræmi við löggjöfina allt fram á líðandi ára- tug, er gífurleg eftirspurn varð eft- ir söluíbúðum á vegum félagasam- taka og sveitarfélaga. Alls eru um 26 þúsund manns í landinu 65 ára ára og eldri. í skýrslu starfshóps félagsmálaráðherra frá því í desember í fyrra, kemur fram, að samkvæmt skattframtölum og öðrum upplýsingum eru eignir þessa aldurshóps ríflega 100 milij- arðar króna. Starfshópurinn telur æskilegt að stefnumótun í hús- næðis- og lánamálum aldraðra taki mið af þeirri staðreynd. En flestir sem kaupa þjónustuíbúðir, hafa tek- ið lán hjá Húsnæðisstofnun, með niðurgreiddum vöxtum. Það eitt vekur vissulega upp spumingar um hvort þjónustuíbúðirnar séu hag- kvæmur kostur, hvort þær séu hreinlega ekki of dýrar. Það hlýtur að vera markmið hjá fólki, að lifa áhyggjulaust ævikvöld, þurfa ekki skuldsetja sig á efri árum. Umdeild verðlagning „Verðið er í mörgum tilfellum ótrúlega hátt miðað við sambæri- legar eignir á markaðnum og oft er ekki verið að bjóða mikla þjón- ustu. Þetta eru kallaðar þjónustu- íbúðir fyrir aldraða, en ég get ekki séð að það standi alltaf undir nafni. Oft er boðið upp á sáralítið umfram það sem fyrir hendi er í venjulegum fjölbýlishúsum," segir Jón Guð- mundsson, fasteignasali, hjá Fast- eignamarkaðnum Óðinsgötu. Hann segist þekkja dæmi um svokallaðar þjónustuíbúðir sem hafi verið seldar á allt að 30% hærra verði en sam- bærilegar íbúðir á hinum hefð- bundna fasteignamarkaði. En Jón segir að ekki megi gleyma, að sum- ir aðilar hafi vandað verulega til allra verka, svo sem byggingarfé- lögin Breiðablik og Gimli, og senni- lega seljist þær íbúðir langt undir kostnaðarverði á markaði, þótt dýr- ar þyki. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum úthlutað byggingaverktökum ásamt samtökum aldraðra lóðir vegna bygginga söluíbúða. Enn- fremur hafa verið keyptar eignalóð- ir fyrir slíkar byggingar. Ármanns- fell hf. hefur byggt í samstarfi við Samtök aldraðra og Gylfi og Gunn- ar sf. í samvinnu við Félag eldri borgara. Nú nýverið var gengið frá samningum Ármannsfells og sam- takanna Réttarholts, sem eru sam- tök um byggingu íbúða fyrir aldr- aða í Fossvogs- og Smáíbúðahverf- inu. Landsbanki íslands hefur sam- ið um að fjármagna bygginguna á fyrstu stigum, en hingað til hefur jafnan verið sótt um framkvæmdal- án til Byggingarsjóðs ríkisins. Byggingaverktakarnir'tveir, Ár- mannsfell og Gylfi og Gunnar, eru langstærstir á þessu sviði. Að jafn- aði er um fjórðungur starfsemi Guðmundur 1 Kristjánsson: FÓRFRÁM ÚRÁÆTLUN EINS0GSV0 MARGTANNAÐ „ VIÐ fluttum inn í fyrra, í kring- um 20. júlí. Húsið átti ekki að vera tilbúið fyrr en í septem- ber, en Ármannsfell hafði lokið verkinu mun fyrr en áætlað var, sem hlýtur að teljast óvenjulegt," segir Guðmundur J. Kristjánsson, sem ásamt eig- inkonu sinni, Unni Guðjónsdótt- ur, býr í bjartri þriggja her- bergja íbúð í húsinu á Afla- granda 40. Húsbyggingin var á vegum Samtaka aldraðra og Ármannsfells hf. Þau hjónin segjast una vel við sinn hag og vera ánægð með þá reynslu sem þau hafa þegar fengið af sam- býlinu við aðra íbúa Aflagranda 40. En var það dýr kostur að kaupa þjónustuíbúð? „Ég segi það kannski ekki, en þetta fór fram úr áætlun, eins og svo margt annað,“ segir Guð- mundur. „í upphafi var gert ráð fyrir að þriggja herbergja íbúðin kostaði 4,6 milljónir en hún fór nú yfir 6 milljónir." Hjónin Guðmundur J. Kristjánsson og Unnur Guðjónsdóttir segjast una vel við sinn hag, sem íbúar á Aflagranda 40 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.