Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur ,'21. mars - 19. apríl) W* Þú ferð bráðum í skemmtilega ferð. í dag kaupir þú einhvem íjörgrip handa heimilinu. Vertu íkki alltaf að hugsa um hversu 5eint miðar upp metorðastigann. Naut '20. apríl - 20. maí) Þú endumýjar klæðnað þinn á aæstu vikum. Heillandi persónu- eiki og ríkulegir tjáningarhæfi- eikar koma þér að góðu haldi lúna. Listrænir hæfileikar þínir komast f sviðsljósið. Þú verður að snara út peningum fyrir auka- kostnaði í sambandi við ferðalag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Æt Sjálfstraust þitt og félagslyndi fara vaxandi á næstunni. Stund- am verður maður að fara út fyr- ir alfaraleið til að fmna það sem ■naður leitar að. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HS6 Samband þitt við náinn ættingja iða vin er ekki eins gott og það ætti að vera að þínu mati, en þú hefur ánægju af féiagsstarfi í lag. Einhleypir kynnast róm- mtíkinni. -> Ljón (23. júlí - 22. ágúst) íinhver sem þú hittir í dag reyn- ist þér hjálplegur i viðskiptum. Starfsábyrgðin leggst þungt á )ig og gerir þig ókátari en þú itt að þér að vera. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér gengur vel í viðskiptum á næstunni. í dag hugsar þú aðal- !ega um velferð bamsins þíns. Þér bjóðast ótal tækifæri í félags- málunum. V°g -Ar (23. sept. - 22. október) Þú ferð óvenjumikið i helgarferð- ir næsta mánuðinn. Þér býðst fjárfestingartækifæri í gegnum kunningsskap. Heimilið er í brennidepli hjá þér núna. Sporödreki (23. okt. -21. nóvember) Samband hjóna er mjög náið í dag og þau skipuleggja skemmti- ferðalag saman. Tillaga sem bor- in er undir þig þarfnast ýtarlegr- ar skoðunar af þinni hálfu. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m ’’ Leikur og starf fara ve! saman í dag. Hjón eru ekki sammála um eitthvað sem kaupa þarf til heim- ilisins. Samvera er aðalmálið næsta mánuðinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ýttu áhyggjunum til hliðar i bili og njóttu þeirra tækifæra sem þér bjóðast til að skemmta þér. Rómantík og útivera eiga að ganga fyrir. Þú sérð hilla undir árangur erfiðis þíns. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) 55* Heima er best í dag. Það lifnar yfir félagsstarfi þínu á næstunni, en Iausir endar sem varða ásta- málin kunna að valda þér kvíða. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það verður gestkvæmt hjá þér næsta mánuðinn. Rómantík og skapandi verkefni eiga að sitja í fyrirrúmi núna. Njóttu þess að fara um nágrannasveitimar og sinntu áhugamálum þínum. AFMÆLISBARNIÐ þarf að vera sívinnandi til að vera ánægt. Það á auðvelt með að tjá sig og getur náð langt á sviðum sem gera kröfu til þess eiginleika. Það ætti ekki að láta fastheldni í skoð- unum hindra þroska sinn. Rit- störf, kennsla og störf sem tengj- ast listum eru líkleg til að freista þess sem starfsvettvangur. Það er nógu klókt til að komast áfram á vitsmununum einum, en ætti einnig að leggja sig fram. Það er fært um að stuðia að bættu þjóðfélagi. Stj'órnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK lt was a dark and stormy niqht. Það var dimm óveðursnótt. 5o what else i5 new? Hvað annað er í fréttum? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Enn á ný færðu það á tilfinn- inguna að ekkert réttlæti sé í heiminum: Andstæðingamir hafa tuddast í næfurþunnt geim, sem virðist þó liggja til vinnings. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 854 ¥G73 ♦ K9762 ♦ 84 Austur ♦ G10 ¥ÁD9 ♦ 54 ♦ Á107652 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði Pass 1 grand 2 lauf Páss Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: laufþristur, þriðja hæsta. Þú drepur fyrsta slaginn á laufás og drottningin fellur hjá sagnhafa. Hverju spilarðu í öðr- um slag? Suður á greinilega hjónin blönk í laufí og sennilega sexlit í spaða. Þá á hann eftir 5 spil í rauðu litunum. Suður þarf ekki að eiga mikið í tígli til að geta nýtt litinn, svo það er nauðsyn- legt að ráðast strax á hjartað. Hugsanlega á makker kónginn. Norður ♦ 854 ♦ G73 ♦ K9762 ♦ 84 Austur ♦ G10 iiiii rr ♦ 54 ♦ Á107652 Suður ♦ ÁKD763 ¥K82 ♦ G10 ♦ KD En það er ónákvæmt að spila hjartaás. Þegar makker frávísar verður að skipta yfir í lauf og þá hefur sagnhafi tíma til að fría slag á tígul. Rétta spilið er hjartadrottningin. Suður fær á kónginn, en þegar makker kemst inn á tígul sendir hann hjartatíuna í gegnum gosa blinds. Fleygbragð. Vestur ♦ 92 V 10654 ♦ ÁD83 ♦ G93 Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Miinchen um áramótin kom þessi staða upp í skák tékkneska stórmeistarans Lechtynskys (2.430), sem hafði hvítt og átti leik, og V-Þjóðverjans Bastians (2.340). Svartur lék síðast 42. - Ba3-d6?, honum hafði greinilega yfirsézt hótun hvíts: 43. Dxc8! og svartur gafst upp, því eftir 43. - Dxc8 44. Rf6+ - Kh8 45. Rg6 er hann mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.