Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JUNI 11 MMLORKA 26. iúní & 3. júlí \i/ 1 >/ \N vika 29.500 a mann Hjón með 2 börn 2ja-l 1 óra. Heildarverð 118.000 JL vikur 34.900 Var allt tilbúið þegar þið flutt- uð? „Nei, það var ekki allt tilbúið, en síðan hafa komið ýmsar viðbæt- ur. Þjónustumiðstöðin er tekin til starfa og það er alveg prýðilegt fyrirkomulag. Þar er alltaf fullt og eitthvað að gerast." Væntanlega hafa flestír tekið húsnæðisstjórnarlán? „Já, og menn gengu út frá því að lánað yrði til 40 ára. En svo breyttist það, sett var ný reglu- gerð á þessu tímabili. Þeim sem > selt höfðu sínar íbúðir fyrir meira en nam andvirði nýju íbúðanna, var gert að borga lánin upp á 5 árum.“ Kom þessi reglugerð mjög í bakið á ykkur? „Jú, hún gerði það eiginlega. Einkum hefur þetta reynst erfitt fyrir sumar ekkjur sem hér búa og eru ekki það vel í stakk búnar. Þær sjá jafnvel ekki alveg hvernig fer. En sumar hafa auðvitað feng- ið lánað til 40 ára.“ Þetta hús er nýtt og lítur ljóm- andi vel út. Eru menn eitthvað farnir að hugsa til þess, þegar kemur að viðhaldi? „Og nei, ekki ennþá. Það er góður frágangur á öllu hér, um- gengni er ennfremur með ágætum og við höfum mjög góðan umsjón- armann. En auðvitað kemur ein- hvern tímann að viðhaldi.“ Eruð þið með öryggisbjöllu í ykkar íbúð? „Þeim sem vildu, var gefinn kostur á því að fá öryggistæki og við gerðum það strax. Ég held reyndar að flestir hafa gert það, enda 'aldrei að vita hvenær á þarf að halda,“ segir Guðmundur J. Kristjánsson. Finnbogi Júlíusson: a mann MÆTTiGERARAÐ FYRIR MEIRA RÝMI „ÞAÐ er óstand á planinu hérna fyrir utan. Við erum búin að borga þijár milljónir til borgarinnar, sem ekkert er búið að vinna fyrir. Það verður að líta svo á, að þetta liggi bara sem veltufé hjá henni. Mér finnst að borgin eigi að malbika hérna, þótt ekki væri nema til bráðabirgða, því þeg- ar stendur á suðvestri verður svo mikið uppstreymi að gluggakisturnar verða svartar af ryki,“ segir Finnbogi Júlíus- son, íbúi á Aflagranda 40. Hefur verið staðið við allt sem var lofað, þjónustuna og aðbúnað- inn? „Já, það finnst mér að mestu leyti. Við höfum yndælan_ hús- vörð, fyrsta flokks mann. Ég vil alls ekki klaga undan því. En mér finnst t.d, hart, að borgin skuli ekki geta sagt til um hver lóða- mörkin eigi að vera við svona mikla byggingu og að ekki skuli vera gert ráð fyrir meira rými fyrir þetta gamla fólk. Það hlýtur að vera gert ráð fyrir gömlu fólki hér til frambúðar. Og það þarf auðvitað rými, t.d. fyrir fleiri stóla í slíku blíðskaparveðri og nú er.“ Hvernig finnst þér húsið byggt? „Mér finnst hvurgi góður frá- Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 139.600 vikur 39.700 a mann Finnbogi Júlíusson: Geðjast vel að teikningunni, byggingunni sjálfri, en hvurgi snyrti- mennska í frágangi. gangur, hvurgi snyrtimennska í frágangi, þótt reyndar standi ýmislegt til bóta. En ég býst við að þetta sé stabílt og gott og mér geðjast vel að teikningunni, bygg- ingunni sjálfri.“ Finnst þér þessar íbúðir dýrar? „Ja, hvað er dýrt í dag?,“ spyr Finnbogi Júlíusson á móti. Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 158.800 Vikulegt dagflug FERÐASKRIFSTOFAN 9TKXVTI4C HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.