Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNN i ( rr JDAGUR 24. JÚNÍ ! n Il; Tj111 T 1 TV S r^^ÍT- , -prjii' l |l. 'IjT i HÆTTtlLEG lll.imiSVIIT Stella eftir Þórunni Valdimarsdóttur/ljósmynd: Björg Sveinsdóttir í NÆRFELLT tvo áratugi hefur Megas verið að, og sent frá sér plötur. Listi heíur verið valinn til þess að gera þessa áratugina upp, fínna hinar bestu plötur tímans. Spurningalisti var sendur út til gagnrýnenda, tónlistarmanna og fólks sem tengist dægurlagatónlist á einn eða annan hátt. Platan Bleikir náttkjólar var valin besta plata áttunda áratugar- ins. Á níunda áratugnum í þriðja sæti afmælisplata í tilefiii 201 árs afinæli borgarinnar sem hann ól, Loftmynd, og í fimmta sæti hin umdeilda plata Höfúð- lausnir. Nú er tíundi áratugurinn í renn- unni, runninn upp og að renna upp, það fer eftir því hvort árþúsundið hefst árið 2000 eða 2001. Segja sumir að í stað hins kalda og svalandi stríðs sé runnin upp hlý og yndisfeg endurreisn, fin de siecle, sem reynsla aldanna sýnir að er höfúgur og sætur gerjunartími í fistum og hugvísindum. Nú er kominn út leiðar- vísir upphafs aldalokanna, platan Hætt- uleg hljómsveit og glæpakvendið Stella. / / RÆH m MEGASITEEIM AFIWUTK0MM PL0TU HAMS 19B ífflM egas, getur þú í stuttu 1W/H máli gert grein fyrir I W |H lýrísku innihaldi þcss- I arar plötu? I W Textarnir eru upp- JL V -^fl. rifjun, uppgjör og dað ur við kaldastríðsárin, ljúfsár tregi: tilfinningaarfurinn sem maður hélt að væri manns einkaskynjun, reyn- ist við reikningsskil hafa verið upp- lifun annarrar kynslóðar og manni alls óviðkomandi. Þessi plata hamr- ar inní fólk að ekki þýði að hengja sig í neitt þessa heims, textamir minna á gamla sálma, ekki þýðir að hengja sig í sjóntaugina, eða treysta um of á skilvitlegan kraft. Lagið um íslenska bóndann segir frá því hvernig bjargræðið verður hans banabiti. Allt sem þú átt er refur og aftur refur, og þótt refur sért kemurðu honum aldrei í verð. Eina sem refabóndinn getur gert er að dreyma sig burt frá sorg og sút. Góður vilji fer beint í gjaldþrot og alþrot, viljinn er aðhlátursefni guðanna, svefn er allt, sem þarf. Lagið um hina alíslensku hríð fjallar um hina sígildu þjóðlegu kvöl, náttúrulögmálið sem brýtur öll náttúrulögmál, mönnum er hér á landi ekki blásið í bijóst heldur blásið á bijóst. Lagið um Basil fursta er um endurreisnarmanninn sem brann inni áður en endurreisnin gekk í garð, með tilvísun í þann sem ekki má nefna. Talsmaður tilvistar- stefnunnar er ekki talkúmhvítur gáfubiti á frönsku kaffihúsi, heldur íslensk bóndakona sem er að rem- bast við að koma skipulagi á líf sitt. Tilvistarvandann er að finna í texta um greip og eplasafa og í heilræðayísum, sem er viðvörun vegna skeíjulausrar upphafningar skynfæranna, sem fákænu fólki er hætt við. Menn koma', sjá og eru sigraðir. Sjónin er böl eins og dæm- in sanna. Ef auga þitt hneykslar þig, haltu þá blaðamannafund, og það er alkunna. Fæðing dúalismans í barnshuganum er dokumenteruð í laginu um rauðu rútumar, sem aka samkvæmt áætlun um heima alla. — Á einum stað má heyra mjög greinilega að þú kveðst heita Elísa- bet, orðrétt „Auðvitað heiti ég Elísa- bet hvað annað?“ Lagið Ekki heiti ég Elísabet? er útlegging á hinni sígildu og ban- vænu gestaþraut „að vera eða vera ekki“. Með svipuðu sniði en þó í öðrum dúr eru nokkrir textar sem fjalla um útgerð næturlífsins í hrefnuhreðjum (krummaskuðum, útkjálkum) hugans á okkar viðsjár- verðu tímum. í þessum flokki er Marta smarta, sem er of móðins til að mæðast. Marta er jafnframt vamarlaus gagnvart hinni lífrænu forritun sem verið hefur í gangi allt frá stóm sprengingunni í upphafi vega og afvega, eins og öll hennar fórnarlömb. Ungfrú Reykjavík er stóra systir Mörtu, sem alla klækina kann. Þema lagsins sýnir hin skil- yrtu viðbrögð í samskiptum kýnj- anna, og vamarleysi beggja í út- gerðinni. Keflavíkurkajablús fjallar um það þegar ódýrar lausnir ein- staklinga gera innsiglinguna á end- anum ómögulega, og skilin þegar hin mannlega náttúra verður ónátt- úra og mennskir hafsbotnar gnæfa yfir öldumar. En togarasjómanni tamast það er að tala sem minnst um það allt. — Þér er hugstæð heimsstyrjöld- in .. . Stríðið var hér með sinn hrylling og glamör, en drengir aldir upp eft- ir stríð sáu bara eftirskinið í tindát- um og fundu af stríðinu eftirkeim- inn. Eftirstríðsárabarnið upplifír þannig eina sterkustu goðsögn allra tíma, hinn skelfílega blossa. Bmni stríðsins er niðurtaining að fæðingu eftirstríðsárabarns sem er skotið inn í nýjan tíma. Hafmeyjarblús er um hafmeyjuna sem yfírgefur sinn ömgga botn og eigrar í áttina að villuljósi. Öðmm þræði er þetta lag um einmanaleik- ann, um hina ógnvænlegu stöðu þegar allar minningarnar em úr framtíðinni og borgin böðuð ljósi sem einhvemtímann mun skína. Skásti kosturinn er óskomð völd í Þykjustunni. Prinsinn reynist ann- arrar kynslóðar ónytjungur, erfingi athafnamanns, se.m vill treysta ítök sín í viðskiptalífínu með mægðum. Hann hefur verið rekinn gegnum erlendan verslunarskóla, klyfjaður krítarkortum, en er fávís um eðli og langanir — skynjar hvorki eigin tilfínningar né tilfinningar ástar- . . . Segja má ab tcíli mínu sé beint til kjama ein- staklingsins, en ekki tilþeirra umbúba semjjöl- miblar hafa skap- ab. Einhverra hluta vegna virb- ast textar mínir seinteknir. þurfí og ofurnæmra hafmeyja. — Eitt lagið ber nafnið Partí, það er ekki góð íslenska... Partíið er um afstæðið og skammtaeðlisfræðilegar verkanir í mannlegum samskiptum. Með því að skoða ákveðið ferli breytir þú því. Veraleikinn getur aldrei orðið fastur nema þegar endurskoðun lýk- ur með lögboði. Partíinu lýkur með því að réttvísin sigrar. Hin blinda réttlætisgyða staulast inn og vinnur þreytulega enn einn Pyrrhosarsigur- inn. Lagið „Ékkert hefur skeð“ fjal lar ekki síður um ummyndanir, hina líffræðilegu læsingu sem ekki vill hleypa frelsinu og hamingjunni inn. Eitt lítið bros getur gefið lífínu lit. — Hvemig getur maður þá skilið lagið Dansleikur? í textanum um dansleikinn er limbóið sálum fordæmdra lífs ígildi. Gólfið, loftið og veggimir em úr iðandi kjöti. Þar er þrettánda kyn- fónían leikin af iyomsveit hússins. Fólkið ber höfuðið hátt allt til þess það fýkur. Háhælaðir skór skilja eftir för í parketinu. Dýrlingar þess- ir em syndarar með framtíð. Allir vita sinn næturstað. Þegar birtir af degi hefur kirkjan í Hmna annað hvort sokkið eða upp stigið. — Eitt lagið heitir Söngur um ekkert. Hvernig getur ekkert orðið að yrkisefni? Öll er platan meira og minna um ekkert, það er að segja nýraunsæið. Á ákveðnum tímum dags fyllast útvarpsrásirnar af engu. Fólk öðlast tilvist gegnum það eitt að útvarpa sér. Á þetta fólk sér tilvist utan ljós- vakans? Sögumaður sannar tilvem sína með því að telja upp það sem hann hefur ekki. Tómið hjalar við sjálft sig og fínnur með því lífsfyll- ingu. — Margt í útskýringum þínum í textum plötunnar gæti virst bera vitni um hroka og vanmetakennd, og þú talir því viljandi þannig að alþýða manna geti ekki skilið . . . Tal mitt er ekki daður við hinn lága samnefnara. Alþýða manna er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.