Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 31

Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 31 Líbanon: Stefnt að sam- einingu Beirút undir einn her Beirút. Reuter. STJÓRN Elias Hrawis, forseta Líbanons, kynnti í gær áætlun um að ná allri höfuðborg lands- ins, Beirút, á sitt vald og binda enda á yfirráð vopnaðra sveita óbreyttra borgara yfir ýmsum svæðum í landinu. Hún Iofaði að sameina Beirút og svæði í norður- og suðurhluta landsins undir einn her, loka öllum skrif- stofum sjálfstæðu hersveit- anna, ná af þeim höfnum og stöðva ólöglega skatt- og toll- heimtu þeirra. Stjórnin kynnti áætlunina ellefu dögum eftir að sýrlenskir og líb- anskir stjórnarhermenn réðust á Austur-Beirút, sem er á valdi kristinna manna, og neyddu Mic- hel Aoun, yfirmann hersveita kristinna, til að gefast upp. í landinu eru níu hersveitir óbreyttra borgara, sem leggja ólöglega skatta á íbúa, verslanir, bensínstöðvar, kvikmyndahús veitingahús og bari. Þær hafa einnig haft sjö hafnir á sínu valdi. Þá hafa margar þeirra smyglað hassi úr landinu og flutt inn vopn. Hagfræðingar segja að tollheimta ríkisins hafi minnkað um helming frá því sveitirnar náðu höfnunum á sitt vald. Helstu sveitirnar sem hér um ræðir eru sveit kristinna manna (LF), Hizbollah („Flokkur Guðs“) er styður írani, og Framsækni sósíalistaflokkurinn (PSP), sem er flokkur amal-shita og drúsa og nýtur stuðnings Sýrlendinga. Óperahátíð á Hótel íslandi sunnudaginn 28. október kl. 18.30 Tónlist * Aida Brúðkaup Fígarós Carmen Carmina Burana Don Giovanni Faust Fuglasalinn I Vespri II Trovatore Káta ekkjan La Traviata Leðurblakan My Fair Lady Nabucco Porgy og Bess Ævintýri Hoffmanns o.fl. o.fl. Miðasala og borðapantanir á Hótel íslandi alla daga frá kl. 9-17 Listamenn íslensku óperunnar flytja úrvalsmola úr óperum, óperettum og söngleikjum Við sýnum lit...þótt útlitið sé svart Stuðningsmenn. Matseðill * * Innbakað rjúpnaseyði „Carmina Burana4 * 99 Fiskirúlla Pagliacci44 * Kryddhjúpað lamb „del Trovatore4 .44 Logandi ísbikar „Nazze di Figaro“ * * Er ekki kominn tími til að fá þingmann sem hefur þekkingu og áhuga á rekstri og stjórnun fyrirtækja ? Kjósum Láru Margréti Ragnarsdóttur í 4.-6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 26.-27. október n.k. Burt með höft, miðstýringu og ríkiseinokun. Kosningaskrifstofa í síma: 27804, 27810, 28817 og 28847. J n WjgiHU Metsölublað á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.