Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 18
18_____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990_ Ahrif upplýsingarstefnunnar __________Bækur_______________ Helgi Skúli Kjartansson Upplýsingin á íslandi. Tíu rit- gerðir. Ritstjóri: Ingi Sigurðsson. 320 bls. Hið íslenzka bókmennta- félag. Reykjavík 1990. „Upplýsir>gin“ eða upplýsingar- stefnan mun vera íslenskum lesend- um kunn í tvennu samhengi aðal- lega. Annars vegar úr mannkyns- sögu, þar sem hún er bæði tengd við róttækar nýjungar í hugsunar- hætti, og menningu (bornar fram af andans mönnum eins og Volt- aire, Kant eða Hume) og við stjórn- arstefnu hins svonefnda „upplýsta einveldis“ (hjá þjóðhöfðingjum eins og Friðriki mikla í Prússlandi og ýmsum samtímamönnum hans.) Hins vegar úr íslenskri bókmennta- sögu, þar sem algengt er að nota heitið upplýsingaröld um tímabilið 1770-1830, tíma Eggerts Ólafsson- ar,_ Jóns Þorlákssonar o.fl. I þessari bók er fjallað um áhrif upplýsingarstefnunnar á íslenskt þjóðlíf og menningu, aðallega á tímabilinu fráþví um 1750 til 1830. Meginefni bókarinnar eru níu rit- gerðireftirjafnmarga höfunda, sem hver um sig rannsakar áhrif upplýs- ingarhugmynda á tilteknu sviði. Margir höfundanna eru reyndir og viðurkenndir fræðimenn, flestir þó um fertugt eða yngri; meirihlutinn sagnfræðingar en nokkrir rannsaka sögu á grundvelli annarra fræði- greina. Um stjórnsýslu fjallar Harald Gustafsson sænskur fræðimaður sem er þaulkunnugur íslenskum heimildum upplýsingartímans og hefur samið mjög merkilega dokt- orsritgerð um íslenska embættis- menn á 18. öld og áhrif þeirra á stjórn landsins. Davíð Þór Björg- vinsson, dósent við lagadeild, ritar um refsilöggjöf og réttarfar í saka- málum, og er grein hans stytt gerð af kandídatsrigerð hans í lögfræði. Hér er m.a. til athugunar sú við- leitni upplýsingarmanna að gera refsingar mildari og mannúðlegri. „Atvinnumál" heitir ritgerð Lýðs Björnssonar sagnfræðings og fjall- ar um marga merkilega hluti: við- tökur Islendinga við hagfræðihug- myndum upplýsingarinnar (t.d. bú- auðgistefnunni); viðleitni yfirvalda til að betrumbæta verkmenningu landsmanna, einkum í sveitabú- skap; og um nýjar atvinnugreinar sérstaklega um „Innréttingar" Skúla fógeta. Þá ritar Hjalti Hugason, kirkju- sagnfræðingur og háskólakennari, um guðfræði ogtrúarlíf. Upplýsing- arstefnan gat stangast óþægilega á við hefðbundin trúarviðhorf, og rekur Iljalti þau mái eins og þau birtust á Islandi, ekki aðeins í vel þekktum deilum um sálmabækur og húslestrarbækur, heldur í guð- fræðilegum áherslum og blæbrigð- um hjá ýmsum kennimönnum tíma- bilsins. Loftur Guttormsson dósent á hér grein um fræðslumál sem hann varði nýlega til doktorsprófs ásamt fleiri ritgerðum sínum, en hann hefur verið afkastamikill könnuður uppeldis og uppfræðslu á íslandi á 17.-19. öld; hér birtir hann athuganir sem ná í senn yfir form- lega barnafræðslu og skólahald og þá „fullorðinsfræðslu" sem upplýs- ingarmenn vildu koma á framfæri fyrir milligöngu kirkjunnar og ekki Ingi Sigurðsson síst með bókaútgáfu. Sú hlið máls- ins er tekin til nánari umijöllunar í grein Helga Magnússonar sagn- fræðings um fræðafélög og bóka- útgáfu, þar sem Lærdómslistafélag- ið og Landsuppfræðingarfélagið eru í aðalhlutverkum. Þá eru að lokum greinar um rit- störf íslenskra upplýsingarmanna á ólíkum sviðum (auk þess sem fram kemur í fyrrnefndum ritgerðum, t.d. hjá Hjalta um trúarleg rit): Helga K. Gunnarsdóttir bók- menntafræðingur og bókavörður ritar um bókmenntir, þýddar og frumsamdar, og er ljóðlistin þar í öndvegi. Ingi Sigurðsson dósent, ritstjóri þessarar bókar, á grein um sagnfræði eins og hún var stunduð á Islandi á upplýsingaröld, t.d. af Joni Espólín'. Óg loks ritar Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bókavörður og höfundur Kortasögu íslands, um náttúruvísindi og landafræði. Auk þessara níu ritgerða skrifar ritstjórinn, -Ingi Sigurðsson, ræki- legan inngangskafla, „Upplýsingin og áhrif hennar á íslandi“, þar sem hann setur sviðið fyrir hinar ein- stöku rannsóknir og dregur að nokkru saman niðurstöður þeirra. Samskonar kafla, en miklu styttri, ritar hann á ensku að bókarlokum. Síðan fylgja skrár: mjög rækilegar heimildaskrár, annars vegar um frumheimildir, hins vegar fræðirit (og taka báðar jafnt til prentaðra rita og handrita); þá myndaskrá, en bókin er ríkulega myndskreytt og er ekki síst gaman að sjá íburð- armiklar titilsíður margra af ritum íslensku upplýsingarinnar; og loks skrá um mannanöfn. Með henni fyllir bókin 320 leturdijúgar tvídálka síður, þannig að þetta er allmikið rit að vöxtum. Og þar eft- ir efnismikið, því að höfundarnir taka efni sín fræðilegum tökum og byggja á miklum rannsóknum sem vissulega sæta tíðindum í íslenskri sagnfræði. I ritgerðasafni eftir marga höf- unda fer ekki hjá því að hver „syngi með sínu nefi“, enda eru greinarnar nokkuð sundurleitar að stíl og blæ, en frágangur er samræmdur (t.d. heimildavísanir, sem eru neðanmáls auk heimildaskráa í bókarlok). Við- fangsefni hefur tekist að samstilla að því marki að ekki eru tilfinnan- lega endurtekningar, þótt víða snertist umfjöllunarefni höfunda. Efnistök eru líka að nokkru marki samræmd, t.d. leggja allir höfundar rækt við að kanna, hver á sínu sviði, erlendar rætur upplýsingar- áhrifanna; og allir halda þeir sig við það sem aðalatriði að rannsaka upplýsinguna sem hugmyndastefnu eins og hún birtist í orði og verki hjá Islendingum. Þannig eru þetta samstæðar rannsóknir, sem mynda ásamt yfirlitsritgerð Inga, býsna markvissa heild. Ég held að tekið sé á öllum mikilvægustu hliðum efnisins, en þó í nokkuð ójöfnum hlutföllum, og er þar tilfinnanlegast hve lítið rúm verður fyrir hið fjöl- þætta viðfangsefni Lýðs Björnsson- ar sem hefði, eftir á að hyggja, verið efni í tvo kafla með álíka rækilegum efnistökum og aðrir í bókinni. Það er meginstyrkur þessarar bókar hvernig þar helst í hendur mikill fróðleikur, studdur ólíkri sér- fræðiþekkingu höfundanna, og rækileg túlkun hans og tenging. Svo að eitt dæmi sé nefnt, þá gera höfundarnir víða mjög gagnlegan greinarmun á ólíkum straumum innan upplýsingarinnar, og má þá nærri geta að Islendingar kynnast því helst — af Dönum — sem Þjóð- veijar hafa fram að færa og er stundum æði frábrugðið boðskap þekktustu upplýsingarpostula með- al Frakka og Breta. Þannig koma hér við sögu hugtök sem öf lítið hefur farið fyrir í íslandssögunni eins og kameralismi (hjá Harald og fleiri höfundum), en það er hugsjón um altæka ríkisforsjá, gagnólík þeirri vestrænu grein upplýsingar- innar sem varð upphaf frjálshyggj- unnar. Eða neólógía (hjá Hjalta) sem stóð íslenskum upplýsingar- guðfræðingum nær en deismi eða skynsemishyggja. Þetta er aðeins nefnt sem eitt dæmi af flölmörgum um athyglisverða fleti á þessu vel heppnaða samfloti ólíkra fræði- manna. VVÍB VERÐBRÉFASJÓÐfR VERÐBRÉFAMARKAÐS ÍSLANDSBANKA HF. kt. 540489-1149 Ármúla 13a, 108 Reykjavík Evrópusj ódur Sjóður 10 Gjalddagi l.mars 2007. Sala Sjóösbréfa 10 hófst 17. desember 1990 Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. MUNDU MIG ÉG MAN ÞIG Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Andrés Indriðason. Kápa: Halla Helgadóttir og Miles Parnell. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Utgefandi: Mál og menning. Ég hefi alltaf, síðan ég las fyrst bók eftir Andrés, talið hann meðal beztu höfunda, ekki aðeins þeirra, er fyrir unga rita, heldur líka allra hinna. Já, hér er skáld sem á erindi við hugsandi fólk, hvar sem það er statt á lífsins braut. Efnisval hans, efnistök, Iistræn frásögn, kærleikur til lífsins, veldur. Og ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þessa bók, 6 sjálfstæðir þættir, hver öðrum at- hyglisverðari. Ilmur er fyrst. Þróttmikill strákur og blind teipa hittast. Hann leikur listir sínar með bolta, hún stendur bjargarlaus í ókunnu umhverfi. Hvort þarfnast frekar hjálpar? í brjósti hvors er meira ljós? Saga úr skólalífinu fjallar um ófbeldið, sem svo mjög er fjallað um í dag. Nýliði í skóla, telpa, verð- ur fyrir barðinu á „köppum“ bekkj- arins. Að hlið þeirra er kennarinn leiddur, spaugilegur væskill, sem neitar að horfast í augu við stað- reyndir, lifir í draumheimi. A bekkj- arsamkomu verða væsklarnir þrír að horfast í augu við napran sann- leik, eru hirtir á eftirminnilegan hátt. Varamaðurinn. Stjarna liðs veit sjaldnast, hvernig þeim líður sem alla tíð verður að bíða á varamanna- bekk, fær ekki að sýna, hvað í hon- um býr. Tilitsleysi og hroki eru hér leidd fram, smæð þeirra sýnd og gleðin, þá á þessum löstum er sigr- ast. Karla í karpinu. Af hugsunar- leysi og í fíflaskap draga drengir hættu á veg, valda slysi. Hver er Andrés Indriðason bróðir minn? Hver systir? í augu við þær spurnir fá pjakkarnir að horfast. Úlli. Ungur snáði er fyrst af „ást“ teymdur til fíflskapar, síðar vímu og af hlýzt slys. Mundu mig! Ég man þig! Barnslegri hrifni unglinga lýst á hugljúfan hátt. Allar eru sögurnar áleitnar spurnir um viðhorf okkar til lífsins, til náungans. Þrungnar spennu, sagðar á þann hátt, að þú leggur bókina ekki frá þér fyrr en hún er öll lesin. Stíll höfundar er slíkur, að hann leikur sér að máli, velur efni skart- búning. Berið til dæmis saman Ilm, sem mér finnst bera af, og síðan Karla í karpinu og Úlla hins vegar, orð og stíll er allur annar. Höfund- ur á hörpu, margstrengja, og leikur á hana af snilld. Ég endurtek: Þetta er bók, ekki aðeins fyrir börn, heldur hvern þann er fögru máli og boðskap ann. Hafi höfundur og útgáfa kæra þökk fyr- ir frábæra bók. f t: i i- I I I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.