Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÐESEMBER 1990 ÓSKÖP DÆGI- LEG DROTTNING A Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Margrét Þórhildur Danadrottn- ing segir frá lífi sínu Anne Wolden-Ræthinge skráði Þuríður J. Kristjánsdóttir íslenskaði Myndir eftir Georg Oddner Útg. Bókaútgáfan Órn og Örlyg- ur Margrét Þórhildur Danadrottn- *dng og Anne Wolden Ræthinge hafa unnið þessa bók upp úr fjölda sam- tala sem þær hafa átt. Margrét drottning hefur komið fyrir sjónir sem glaðvær og hugnanleg mann- eskja, hressandi og hvorki of virðu- leg né of glannaleg. Sú mynd stað- festist við lestur þessarar bókar. Margrét greinir frá uppvexti og er hugleikið að rifja upp ár síðari heimsstyijaldarinnar og það sem hún man frá þeim tíma, þá nokk- urra ára. Frásögnin vindur sig-fram mjög þekkilega. Blaðakonan kemur hvergi við sögu en á stöku stað er líkt og Margrét sé að ávarpa les- anda, einkum þegar hún brýtur heilann um eitthvað eða finnst henni hafa orðið á í messunni. Hún segir frá því þegar stjórnarskrár- breytingin var samþykkt í Dan- mörku 1953 og hún varð þá ríkis- arfi og vangaveltur hennar í kjölfar þess. Samskipti hennar við systurn- ar og foreldra hennar eru lifandi og hispurslausar. Fyrirferðarmikill kafli er um hjónaband hennar og Henriks prins, og syni þeirra og svo eru nokkkrir kaflar þar sem drottningin brýtur heilann um hlutverk sitt, trúmál og söguna og sitthvað fleira. Það er afar hressandi að lesa margt í frá- sögninni og kannski einkum hve drottningin tekur sjálfa sig mátu- lega hátíðlega og að hún gerir sér mæta vel grein fyrir því að hún gegnir ekki þessu háa embætti vegna eigin verðleika heldur erfða. Því sé engin ástæða til að dást að henni á þeim forsendum. Kímnin virðist vera ríkur í fari drottningar enda segist hún vera danskari en allt sem danskt er. Margrét Þórhildur Þetta er ekki stórbrotin saga en hún er ósköp dægileg frásögn um viðfelldna konu, hlýja og mann- eskjulega vitra. Þýðing Þuríðar J. Kristjánsdóttur er lipur og á góðu máli. Mér fannst myndir Georgs Oddner rýrar. Áskriftarsiminn er 83033 2>HITACHI EF HITACHI VÆRI BÍLL, ÞÁ VÆRI HITACHI - BENZ...! En þú þarft ekki að eiga fyrir Benz - til að eiga fyrir Hitachi. Hjá Rönning í Sundaborg 15 fœrðu hágœða Hitachi tœki á frábœru verði og með Munaláni getur þú dreift greiðslum í allt að 30 mánuði og eignast því ekta Hitachi -sjónvarp, -tökuvél eða -myndbandstœki strax. Af hornfirsk- um hófaljónum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Jódynur. Hestar og mannlíf í Austur- Skaftafellssýslu II. Egill Jónsson bjó til prentunar. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1990. 239 bls. Fyrir tveimur árum kom út fyrsta bindi þessa safnrits. Var þá gert ráð fyrir að bindin yrðu tvö. Nú þegar annað bindi er út komið er í form- ála þess boðað eitt bindi enn. Virðist því allt benda til að hér sé í uppsigl- ingu ritsafn mikið um hornfirska ferfætlinga og tvífætlinga. Er það vel því að hér er hið myndarlegasta og fróðlegasta ritverk á ferðinni. í þessu bindi eru nítján þættir af fjölbreyttu efni. Ritstjórinn, Egill Jónsson á Seljavöllum, ríður á vaðið með yfirlitsritgerð um samkomu- hald, fyrstu kappreiðar, stofnun hestmannafélags (1935) og sitthvað , fleira. í beinu framhaldi af því er ritgerð Þorkels Bjarnasonar um ræktun hornfirskra hrossa. Þá koma nokkrar ritgerðir þar sem einkum er ljallað um hin kunnustu hrossa- kyn þar eystra (sem þó eru öll mik- ið skyld að því er virðist): Arnanes- hross, Mýrahross, Fornustekkahross og Hólahross. Ritgerðir tvær eru um hornfirskan þátt í hrossaræktun í Hreppum vestra. Forvitnilegt er þetta allt og gagnlegt. Þéttbýlis- menn, sem lítið vita, en eru að svip- ast um eftir góðum reiðhesti, ættu að átta sig betur á því eftir lesturinn hvers má vænta. Hrossaræktunar- menn þarf varla að fræða sérstak- lega. Ekki get ég neitað því að dálítið varð ég fáfróður þreyttur og ruglað- ur á sífelldri upptalningu þeirra ein- kennilegu og virðingarlitlu hrossa- nafngifta sem Hornfirðingar hafa tíðkað: Óða-Rauðka, Lúlla-Rauðka, Villa-Rauðka, Palla-Rauðka, Valda- Stjarna, Dilksnes-Blesi, Dúa-Rauð- ur, Pöllu-Jarpur, OIla-Yrpa, Stein- unnar-Brúnka, Sigga-Bleikur, Gísla-Stjarna, Kötu-Brúnka, Höllu- Grána, Magnúsar Kristjánssonar- Egill Jónsson Yrpa o.s.frv., o.s.frv. Þetta fínnst gömlum Skagfirðingi heldur skrítnar og lítilsigldar nafngiftir. En sinn er siður í landi hveiju. En hér er líka rætt um fólk. Grein Ulfars Antonssonar um hesta og fólk í Arnanesi er sælgætislestur ekki síst vegna frásagna af fólkinu. Einn megin kostur þessarar bókar er að mínu viti hversu hér fléttast vel saman mannlíf og hrossa. Án hinna traustu og góðu hrossa hefði mannlíf naumast þrifist á þessum slóðum. í sumum frásögnum má vart á milli sjá hvort má sín meira kjarkur og harðfylgi manns eða hests. Hér er ekki rúm til að gera ein- stökum greinum frekari skil, en margar eru þær athyglisverðar, svo sem ritgerð Steinunnar B. Sigurðar- dóttur um Þorberg í Hólum, tvær ritgerðir Sigurðar Björnssonar og síðast en ekki síst þýðing'á hluta íslandsævintýris eftir J.A. Beckett. Nokkuð er af myndum í bókinni af mönnum, hrossum og stöðum. Vel virðist frá bókinni gengið í hvívetna og varð ég t.a.m. lítið var við prentvillur. BERNSKAN Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Líf, leikur og störf íslenzkra barna fyrr og nú. Höfundar: Símon Jón Jóhannsson og Bryndís Sverrisdóttir. Prentlögn og kápa: Sigurþór Jak- obsson. Skrár: Ivar Gissurarson. Eftirtaka mynda: Litgreining. Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentverk: G.Ben. prentstofa hf. Útgefandi: Örn og Örlygur hf. Þetta er mjög fróðleg bók um líf, aðbúnað, leiki og störf barna frá vöggu til fermingar. Af miklu lítil- læti vilja höfundar ekki flokka bók- ina meðal fræðirita: „ ... þar sem beitt er sagnfræðilegum vinnubrögð- um né tæmandi úttekt af neinu tagi. ..“ Lítillæti sagði ég, því hver er sú bþk sem fiytur „tæmandi út- tekt“? Ég hefi aldrei rekizt á slíka, aðeins höfunda, er talið hafa sig rit- að slíka bók. Hér er stuðzt við ævi- skrár, frásagnir, gömul heimildarrit, blaðagreinar, já, það er hreint ótrú- leg elja sem höfundar sýna við efnis- leit, enda árangurinn mikill, og framsetning þeirra á efni með mikl- um ágætum. Þeir skipta með sér verkum. Símon Jón ritar um aðbún- að, stórar stundir í lífi barna, um vinnu þeirra og fræðslu. Bryndís um leiki og leikföng. Til að skýra mál er fjöldi ljós- mynda, gamlar og nýjar, og líka teikningar. Hveijum kafla fylgir til- vitnanaskrá, þar sem lesanda er bent á, hvar hann geti lesið sér bet- ur til, og í lok bókar eru heimildar- skrá, atriðaskrá og myndskrá, sem auðvelda mjög uppslátt og notkun bókar. Hver sem les verður geysi- fróður eftir, þekkir sjálfan sig betur, þá rót er hann er sprottinn af. Það hefir ekki alltaf verið auðvelt að vera barn á íslandi, þess megum við, dekurbörn nútímans, sannarlega oftar minnast: „Árið 1903 var t.d. tíu ára dreng- ur sveltur og barinn til dauða hér á landi. Honum hafði verið komið fyr- ir hjá bónda sem boðist hafði til að taka hann fyrir minna meðlag en almennt tíðkaðist. Þegar dauði drengsins var tilkynntur komst hér- aðslækniriiin af því að „ . .. drengur- inn hafði þjáðst af miklum næring- arskorti og verið svo magur, að telja hefði matt beinin í síðum hans á löngu færi. Drep var inn í bein á báðum stórutám og bjúgbólga á fót- um.“ Bóndinn játaði að hafa mis- þyrmt drengnum og ........ dregið hann meðal annars á eyrunum til þess að þröngva honum til að sópa frá kúm og barið hann með vendi...“ Bóndinn var síðan dæmd- ur í árs betrunarhúsvinnu fyrir vik- ið.“ Öldin okkar 1901 — 1930. Svo beija menn sér á bijóst og segja að heimur fari versnandi! Feikn hafði ég gaman af lestri um leikföng barna. Þar er víða leitað fanga, bæði erlendis og hér heima. Niðurlag kaflans, Barnagaman, er: „Til þess að leikir geti lifað verða börn að fá tækifæri til að taka þá í arf frá eldri kynslóðum.“ I þessum orðum felst takmark bókarinnar allr- ar, að efla skilning okkar á lífi þeirra sem undan okkur fóru, forða frá gleymsku dögum þeirra, leik og striti. Þarft verk. Fróðleiksbrunnur. Hafið allir, er að unnu, þökk fyrir vandað verk, fróðlegt og skemmti- legt í senn. Hvað er ein gölluð síða (163)?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.