Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ IÞROi I iR FlMMtUDAGUR W. 'DBSEMBER 1990 69 RYMINGARSALA VERSLUNIN HÆTTIR ALLTÁAÐ SELJAST!! Dæmi um verö: Nýjar kylfur ... frá kr. 1.000 Notaðar kylfurdg^" " 500 Pútterar ...zZ. " " 1.500 Bolir ............ " " 500 Buxur ........... " " 1.500 Leðurhanskar .... " " 500 Opið frá kl. 15-19 Laugard. og sunnud. frá kl. 12-18 KAUPIÐ JÓLAGJÖF GOLFARANS NUNA! í< A j Golfverslun John Drummond Golfskálanum Grafarholti simi:82815 Ótrúlegarframfarir hjá Norðmönnum: Norðmenn þakka þjálf- aranum Furuseth, Skárdal og Arnesen slá í gegn NORÐMENN hafa komið mjög sterkir út úr þeim heimsbikar- mótum sem fram hafa farið nf vetur. Ole-Christian Furuseth sigraði í svigi á þriðjudag og Atle Skárdal og Lasse Arnesen stóðu sig frábærlega í bruni í Gröden um sfðustu helgi. Þeir urðu númer 3 og 4 í fyrri keppn- inni og 1 og 4 í hinni seinni. Atle endurtók aftur og aftur í eyru fréttamanna eftir sigurinn að Dieter Bartsch væri maður- inn á bak við velgengni þeirra. Hann, eins og Ole-Christian Furuseth, þakkaði þjálfaranum fyrir frammistöðuna, en Furu- seth notar hvert tækifæri til að hrósa Alex Gartner, svigþjálf- ara norska landsliðsins. Bartsch, sem er 43ja ára Austurrík- ismaður, segir að liðinu gangi vel af því að það leggi sig fram, vinni mikið og mórailinn sé góður. „Ég er svo heppinn að Norð- Anna mennirnir hafa trölla- Bjarnadóttir trú á hálfgeggjuðum skrifar hugmyndum mínum,“ hefur svissneska íþróttaþlaðið Sport eftir honum, en hann vill ekki segja í hveiju þessar hugmyndir felast. „Þá væru þær ekki lengur geggjaðar.“ Bartsch lærði íþróttakennslu í Edin- borg og hefur 18 ára reynslu sem skíðaþjáifari. Hann þjálfaði enska ■Jandsliðið frá 1972 til 1979, gerðist þá einkaþjálfari Marie-Theres Nadig en tók við svissneska brunkvennalið- inu 1982. Hann var yfirþjálfari aust- urríska karlalandsliðsins frá 1985 til 1987 og þjálfaði Jolanda Kindle frá Liechtenstein i eitt ár áður en honum var boðin þjálfarastaðan í Noregi vo- rið 1988. Hann átti þá einnig kost á að fara til Bandaríkjanna eða Ítalíu en kaus Noreg, mörgum til mikillar undrunar og sumura jafnvel til hneykslunar. Noregur var þá ekki háttskrifaður í alpagreinum skíða- íþróttarinnar. En Bartsch segir að launin hafi ekki bara lokkað heldur hafi Norska skíðasambandið sýnt meiri trú á honum og hæfni hans en önnur sambönd. Hús keypt fyrír norska liðið í Austurríki Lasse Kjus og Kjetil-Andre Aamodt, sem stóðu sig ágætlega í stórsvigi í Alta Badia, um helgina - Kjus var 3. eftir fyrri umferð en datt í seinni og Aamodt varð 11. - höfðu ekki vakið sérstaka athygli þegar Bartsch hóf störf í Noregi, en þeir fóru ekki fram hjá neinum á unglingaheimsmeistara- mótinu á skíðum í fyrra. Skárdal vakti athygli í bruni í fyrra og fáir kannast ekki við Furuseth. Frammistaða skíða- kappanna jók áhuga Norðmanna á alpagreinum og fyrirhugaðir vetra- rótympíuleikar í Lillehammer 1994 hafa losað um pyngju stjórnvalda. Þau hafa veitt álitlega upphæð til skíða- landsliðsins og auk þess fjárfesti fyrir- tækið Bergesen 64,5 milljónir ÍSK. í húsnæði fyrir lið Bartsch og Gartners í Götzens, skammt frá Innsbruck, í ár. Liðin hafa samastað þar á meðan keppnistímabilið í evrópsku Ölpunum stendur yfir og hafa það eins og heima hjá sér. Skárdal sagður of latur fyrír gönguskíði Skárdal, sem er 24 ára rafvirkji, er frá Lunde. Hann byijaði skíðaferil- inn á gönguskíðum, reyndi svig en skar sig ekki úr fyrr en hann byijaði í bruni. Hann er sagður of latur fyrir gönguskíðin, of hægfara fyrir svigið en rétti maðurinn í brunbrekkurnar. Björn Li, fv. þjálfari norska landsliðs- ins, uppgötvaði hann á heimsmeistara- mótinu í Bomeo 1985 þegar Lasse Amesen datt illa án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli. Arnesen, sem er 25 ára og að læra arkitektúr, er nú í hópi hinna bestu í bruni ásamt Skárdal. Bartsch segir að þessir tveir séu bara toppurinn á fsjakanum og er bjartsýnn á frammistöðu norska landsliðsins í bruni næstu árin. - Svo það tekur því kannski að læra nöfn eins og Didrik Marksten, Tom Stians- en og Asgeir Linberg. Sá síðast nefndi liggur með rifm liðabönd í Osló en hinir tveir lentu í 55. og 60. sæti og 57. og 40. í Gröden á Italíu. ÍÞfémR FOLK ■ GLENN Hoddle, fyrrum leik- maður enska landsliðsins og Tott- enham, sem hefur leikið með Mónakó í Frakklandi, er á heim- leið. Hoddle hefur átt við meiðsli að stríða í hné í eitt ár og fyrir stuttu gekkst hann undir aðgerð í London. Hann hefur æft með Chelsea að undanförnu. ■ FORRÁÐAMENN Mónakó segja að Hoddle sé besti leikmaður- inn sem hefur leikið hjá félaginu, en því miður hafi hann ekki ge*að leikið með félaginu í ár. ■ PETER Shilton fékk 300 þús. ísl. kr. í sinn hlut - eftir ágóðaleik sem haldinn var fyrir hann, en þá lék enskt úrvalslið gegn heimslið- inu, en Guðni Bergsson lék með heimsliðinu, eins og kom fram hér á síðunni í gær. Kevin Keegan kom frá Spáni til að leika með enska liðinu og skoraði hann síðasta mark liðsins, sem vann 4:0. ■ PAUL Eliott hefur óskað eftir að vera seldur frá Celtic. Félagið keypti hann frá Pisa á Italiu fyrir 600 þús. pund. Chelsea og QPR hafa áhuga á að kaupa Eliott, sem áður lék með Luton og Aston Villa. Atle Skárdal er hér á fullri ferð í bruni. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN BÆKUR Æfinga- og kennslu- bók í knattspymu Bókaútgáfan IÐNÚ hefur gefið út bókina Lærðu knattspyrnu eftir Janus Guðlaugsson, íþróttakennara og námstjóra í íþróttum. Bókin fjallar um undirstöðuatriði og tækni í knatt- spyrnu. „Bók þessi er skrifuð til að aðstoða unga knattspyrnumenn í að ná tökum á tækninni, en hún getur einnig verið þjálfurum, leiðbeinendum og öðrum áhugamönnum fróðlegt og ánægjulegt lestrarefni," segir höfund- ur m.a. í inngangi. Bókin, sem er 135 blaðsíður með heimildaskrá, skiptist í 16 kafla auk formála, sem Þór Símon Ragnarsson, formaður tækninefndar Knattspyrnu- sambands íslands skrifar. Skýringar- myndir eru 73 auk Ijósmynda. Framarar með söludag Framarar verða með sérstakan söludag í félagsheimili sínu við Safa- mýri á morgun, laugardag. Það verður Framplatan og afmælisbók félagsins til sölu. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ------lœrðu -== nattspyrnU AI'OOO- osi •• ly>n oóm on ucclm^ • undil**.AA;Nt(:ió>OU . Janus Gublaugsson HEILSUSANIIEGAR JÓIAGJAFIR JÓLATILBOÐ: Lyftingabekkui með fótæfingum og 50 kg lóðasetti. Verð aðeins kr. 15.700, StRf. 14.900. Fáanlegir aukahlutir: Hnébeygjustandur kr. 4.484, Butterfly kr. 4.500. Úrval af þrekhjólum frá Kettler V-Þýskalandi. Verð frá kr. 15.500, stgr. 14.725. Ármúla 40, sími 35320. AMR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.