Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 69

Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ IÞROi I iR FlMMtUDAGUR W. 'DBSEMBER 1990 69 RYMINGARSALA VERSLUNIN HÆTTIR ALLTÁAÐ SELJAST!! Dæmi um verö: Nýjar kylfur ... frá kr. 1.000 Notaðar kylfurdg^" " 500 Pútterar ...zZ. " " 1.500 Bolir ............ " " 500 Buxur ........... " " 1.500 Leðurhanskar .... " " 500 Opið frá kl. 15-19 Laugard. og sunnud. frá kl. 12-18 KAUPIÐ JÓLAGJÖF GOLFARANS NUNA! í< A j Golfverslun John Drummond Golfskálanum Grafarholti simi:82815 Ótrúlegarframfarir hjá Norðmönnum: Norðmenn þakka þjálf- aranum Furuseth, Skárdal og Arnesen slá í gegn NORÐMENN hafa komið mjög sterkir út úr þeim heimsbikar- mótum sem fram hafa farið nf vetur. Ole-Christian Furuseth sigraði í svigi á þriðjudag og Atle Skárdal og Lasse Arnesen stóðu sig frábærlega í bruni í Gröden um sfðustu helgi. Þeir urðu númer 3 og 4 í fyrri keppn- inni og 1 og 4 í hinni seinni. Atle endurtók aftur og aftur í eyru fréttamanna eftir sigurinn að Dieter Bartsch væri maður- inn á bak við velgengni þeirra. Hann, eins og Ole-Christian Furuseth, þakkaði þjálfaranum fyrir frammistöðuna, en Furu- seth notar hvert tækifæri til að hrósa Alex Gartner, svigþjálf- ara norska landsliðsins. Bartsch, sem er 43ja ára Austurrík- ismaður, segir að liðinu gangi vel af því að það leggi sig fram, vinni mikið og mórailinn sé góður. „Ég er svo heppinn að Norð- Anna mennirnir hafa trölla- Bjarnadóttir trú á hálfgeggjuðum skrifar hugmyndum mínum,“ hefur svissneska íþróttaþlaðið Sport eftir honum, en hann vill ekki segja í hveiju þessar hugmyndir felast. „Þá væru þær ekki lengur geggjaðar.“ Bartsch lærði íþróttakennslu í Edin- borg og hefur 18 ára reynslu sem skíðaþjáifari. Hann þjálfaði enska ■Jandsliðið frá 1972 til 1979, gerðist þá einkaþjálfari Marie-Theres Nadig en tók við svissneska brunkvennalið- inu 1982. Hann var yfirþjálfari aust- urríska karlalandsliðsins frá 1985 til 1987 og þjálfaði Jolanda Kindle frá Liechtenstein i eitt ár áður en honum var boðin þjálfarastaðan í Noregi vo- rið 1988. Hann átti þá einnig kost á að fara til Bandaríkjanna eða Ítalíu en kaus Noreg, mörgum til mikillar undrunar og sumura jafnvel til hneykslunar. Noregur var þá ekki háttskrifaður í alpagreinum skíða- íþróttarinnar. En Bartsch segir að launin hafi ekki bara lokkað heldur hafi Norska skíðasambandið sýnt meiri trú á honum og hæfni hans en önnur sambönd. Hús keypt fyrír norska liðið í Austurríki Lasse Kjus og Kjetil-Andre Aamodt, sem stóðu sig ágætlega í stórsvigi í Alta Badia, um helgina - Kjus var 3. eftir fyrri umferð en datt í seinni og Aamodt varð 11. - höfðu ekki vakið sérstaka athygli þegar Bartsch hóf störf í Noregi, en þeir fóru ekki fram hjá neinum á unglingaheimsmeistara- mótinu á skíðum í fyrra. Skárdal vakti athygli í bruni í fyrra og fáir kannast ekki við Furuseth. Frammistaða skíða- kappanna jók áhuga Norðmanna á alpagreinum og fyrirhugaðir vetra- rótympíuleikar í Lillehammer 1994 hafa losað um pyngju stjórnvalda. Þau hafa veitt álitlega upphæð til skíða- landsliðsins og auk þess fjárfesti fyrir- tækið Bergesen 64,5 milljónir ÍSK. í húsnæði fyrir lið Bartsch og Gartners í Götzens, skammt frá Innsbruck, í ár. Liðin hafa samastað þar á meðan keppnistímabilið í evrópsku Ölpunum stendur yfir og hafa það eins og heima hjá sér. Skárdal sagður of latur fyrír gönguskíði Skárdal, sem er 24 ára rafvirkji, er frá Lunde. Hann byijaði skíðaferil- inn á gönguskíðum, reyndi svig en skar sig ekki úr fyrr en hann byijaði í bruni. Hann er sagður of latur fyrir gönguskíðin, of hægfara fyrir svigið en rétti maðurinn í brunbrekkurnar. Björn Li, fv. þjálfari norska landsliðs- ins, uppgötvaði hann á heimsmeistara- mótinu í Bomeo 1985 þegar Lasse Amesen datt illa án þess að nokkur veitti því sérstaka athygli. Arnesen, sem er 25 ára og að læra arkitektúr, er nú í hópi hinna bestu í bruni ásamt Skárdal. Bartsch segir að þessir tveir séu bara toppurinn á fsjakanum og er bjartsýnn á frammistöðu norska landsliðsins í bruni næstu árin. - Svo það tekur því kannski að læra nöfn eins og Didrik Marksten, Tom Stians- en og Asgeir Linberg. Sá síðast nefndi liggur með rifm liðabönd í Osló en hinir tveir lentu í 55. og 60. sæti og 57. og 40. í Gröden á Italíu. ÍÞfémR FOLK ■ GLENN Hoddle, fyrrum leik- maður enska landsliðsins og Tott- enham, sem hefur leikið með Mónakó í Frakklandi, er á heim- leið. Hoddle hefur átt við meiðsli að stríða í hné í eitt ár og fyrir stuttu gekkst hann undir aðgerð í London. Hann hefur æft með Chelsea að undanförnu. ■ FORRÁÐAMENN Mónakó segja að Hoddle sé besti leikmaður- inn sem hefur leikið hjá félaginu, en því miður hafi hann ekki ge*að leikið með félaginu í ár. ■ PETER Shilton fékk 300 þús. ísl. kr. í sinn hlut - eftir ágóðaleik sem haldinn var fyrir hann, en þá lék enskt úrvalslið gegn heimslið- inu, en Guðni Bergsson lék með heimsliðinu, eins og kom fram hér á síðunni í gær. Kevin Keegan kom frá Spáni til að leika með enska liðinu og skoraði hann síðasta mark liðsins, sem vann 4:0. ■ PAUL Eliott hefur óskað eftir að vera seldur frá Celtic. Félagið keypti hann frá Pisa á Italiu fyrir 600 þús. pund. Chelsea og QPR hafa áhuga á að kaupa Eliott, sem áður lék með Luton og Aston Villa. Atle Skárdal er hér á fullri ferð í bruni. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN BÆKUR Æfinga- og kennslu- bók í knattspymu Bókaútgáfan IÐNÚ hefur gefið út bókina Lærðu knattspyrnu eftir Janus Guðlaugsson, íþróttakennara og námstjóra í íþróttum. Bókin fjallar um undirstöðuatriði og tækni í knatt- spyrnu. „Bók þessi er skrifuð til að aðstoða unga knattspyrnumenn í að ná tökum á tækninni, en hún getur einnig verið þjálfurum, leiðbeinendum og öðrum áhugamönnum fróðlegt og ánægjulegt lestrarefni," segir höfund- ur m.a. í inngangi. Bókin, sem er 135 blaðsíður með heimildaskrá, skiptist í 16 kafla auk formála, sem Þór Símon Ragnarsson, formaður tækninefndar Knattspyrnu- sambands íslands skrifar. Skýringar- myndir eru 73 auk Ijósmynda. Framarar með söludag Framarar verða með sérstakan söludag í félagsheimili sínu við Safa- mýri á morgun, laugardag. Það verður Framplatan og afmælisbók félagsins til sölu. Boðið verður upp á kaffiveitingar. ------lœrðu -== nattspyrnU AI'OOO- osi •• ly>n oóm on ucclm^ • undil**.AA;Nt(:ió>OU . Janus Gublaugsson HEILSUSANIIEGAR JÓIAGJAFIR JÓLATILBOÐ: Lyftingabekkui með fótæfingum og 50 kg lóðasetti. Verð aðeins kr. 15.700, StRf. 14.900. Fáanlegir aukahlutir: Hnébeygjustandur kr. 4.484, Butterfly kr. 4.500. Úrval af þrekhjólum frá Kettler V-Þýskalandi. Verð frá kr. 15.500, stgr. 14.725. Ármúla 40, sími 35320. AMR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.