Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 68

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 68
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 slzi- © 1990 Universal Press Syndicale /f [//ðe/Utrt cé biðo' eftir éiLky/m'tngv # c/m sfóforSsbundinr dóm. hrofómari Hringdu í mig. Ég finn hvergi þráðlausa símann minn ... HÖGNI HKEKKVÍSI Gróður o g grasbítar Til Velvakanda. Hin svokölluðu gróðurvandamál hafa oft borið á góma í fjölmiðlum hin síðari ár og ber þar allt að sama brunni. Sauðkindinni ætíð kennt um, þegar illa fer, ásamt bændum sem leiða hana til fjalls — tvo mánuði á ári þegar best lætur. Eigi skal þó borið blak af henni til fulls, en þar kemur nú fleira til, eins og Páll heitinn Sveinsson, sagði eitt sinn við mig á Reykjaheiði, þegar við stóðum í að merkja fyrir girðingu þar, sem átti að friða land til uppgræðslu við Þeistareykjahraun — og gerði það. „Landeyðingin fylgir hraun- unum meðan þau eru lítið sem ekkert gróin, en það getur tekið aldir“ — „sauðkindin er lítið sem ekkert hjá því,“ bætti hann við. Eftir minni reynslu af þessu í meira en 40 ár hefi ég komist að raun um, að þetta er hárrétt, þó mér detti ekki í hug að draga ijöð- ur yfir sauðkindina til fulls. Það væri jafn heimskulegt eins og að kenna síminnkandi fjárstofni bænda um allar vammir og skammir í landi hér, en loka augun- um fyrir öllu hinu. Hvað um „hobbyið" — hestana á ég við, sem hafa það eitt fyrir stafni í mörgum tilfellum árið um kring að setja alla grasrót í flag hjá eigendum sínum — og fara að því loknu til nágranna og hjálpa þar upp á sakirnar með sama hætti. Má ekki fækka þessum bit- vörgum, sem eru orðnir svo marg- ir að til vandræða horfir? Margir forvígismenn í landgræðslumálum hafa fengið hrós í hnappagatið fyrir að hafa komið þessu öllu í betra horf en til stóð fyrir síðustu aldamót, þegar til auðnar horfði vegna kaldrar veðráttu — þótt hin- ir séu raunar líka til, sem hafa lagt hönd á plóginn með þreytu í baki og sigg í lófum, þar með tald- ir hinir lítt nefndu bændur, á leið til Golgata með þyrnikórónur sínar í höndum. Þá vil ég nefna heiða- gæsina, hún veldur stórtjóni á gróðri víða um land. Þessum grey- um verður að fækka á mannúðleg- an hátt, áður en hin veikbyggðu grös, sem enn hjara á varpstöðvun- um þeirra, hætta gersamlega að bera fræ. „Landið allt skógi vaxið, milli fjalls og fjöru,“ segir í gömlum heimildum. Þetta er vitaskuld ekki rétt fremur en svo margt annað í fornsögum okkar, þar úir og grúir af skáldskap — blekkingum rétt eins og nú gerist í ræðu og riti — krítað liðugt eins og nú. Sand- og moldrok á hálendinu, er — því miður ekkert nýtt fyrirbæri. T.d. var þar ekki neinn rósagarður þeg- ar „Skúli gamli sat á Sörla einum“ — og þeir félagar „óðu fram í þykk- um moldar mekki, mylsnu hrauns og dökku sanda-róti“ — og líklega hefur „klárinn góði“ ekki gripið niður víða á ferð sinni yfir hálend- ið, frá norðaustri til suðvesturs, enda féll hann dauður niður að því gönuskeiði loknu, — var síðan „heygður Húsafells í túni, hneggj- ar þar við stall með öllum týjum, og bíður eftir vegum fjalla nýjum“. Geta má einnig þess að Jóhann skáld Sigurjónsson frá Laxamýri kvað eitt sinn: „Oft ég svartan sandinn leit, svíða grænan engi reit.“ Þessi reitur er nú græddur fýrir löngu, líkt og margir fleiri af svipaðri gerð. H afa bændur unnið þar hörðum höndum, með hjálp Landgræðslunnar, og sjást þess merki víða ef betur er að gáð, en raun ber vitni um — saman- ber áróður af mörgu tagi. En betur má ef duga skal, a.m.k. hvað öræfin varðar. Þótt „melgrasskúfurinn harði“ kunni að leynast einhvers staðar „þar sem Kaldakvísl kemur úr Vonar- skarði“, þá er ég ansi hræddur um að hann muni lengi enn fylgja eft- ir „skógarleifunum" fornu á Sprengisandi, og þar í grennd. Má því telja víst að þó nokkur handtök séu óunnin varðandi auðnina sem illa grær, og það er mörgum til efs að nægja muni til fulls að reisa þar eitt voldugt ferðamanna plan, endanna milli, á fótaskinni lélegrar umgengni. Meira þarf til Valtýr Guðmundsson Þessir hringdu Gleraugu Gleraugu með málmumgerð og dökkum gleijum töpuðust, senni- lega við Laugaveg. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 25386. Fundarlaun. Úr Gucce kvenarmbandsúr tapað- ist á veitingastaðnum Ömmu Lú föstudagskvöldið 14. desember. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 20633. Gleraugu Tvískipt gleraugu fundust við Bankastræti í síðustu viku. Upp- lýsingar í síma 10970. Skemmdarverk Kona hringdi: „Ég vil koma á framfæri aðvör- un til fólks sem hefur jólatré með ljósum útivið. Við vorum með eitt slíkt í garðinum en einn morgun- inn var allt farið. Hjá nágrannan- um höfðu allar perur verið teknar úr og lágu eins og hráviði út um allt. Eina ráðið virðist vera að hafa útijólatré í fötum og taka þau inn á nóttinni." Jólaföt Poki með jólafötum á þtjú börn tapaðist í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli mánudaginn 17. desember. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 97-61444 eða 91-71941. Læða Bröndótt lítil læða týndist frá Hallveigarstíg 4 fyrr í mánuðin- um, Vinsamlegast hringið í síma 13138 eða 35118 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Víkverji skrifar Víkveija hefur stundum dottið í hug, hvort ekki ætti að kæra forráðamenn fyrirtækja í höfuð- borginni (og auðvitað alls staðar annars staðar) fyrir misþyrmingar á íslenzkri tungu í auglýsingum. Á dögunum þ'urfti Víkveiji að kaupa málningu. Verzlun heitir Litaver og þangað lagði Víkveiji leið sína. En skemmst er frá að segja, að utan á húsinu voru auglýs- ingar, sem fældu Víkveija í burtu. Þar stóð m.a. : Komdu við í Lita- ver. Og á fleiri stöðum var nafn fyrirtækisins í öðru falli en Víkveija fannst eiga við. Víkveiji hefur séð fleiri dæmi þess, að forráðamenn fyrirtækja hendi fallbeygingunni fyrir róða af því að þeir telja það þjóna fyrirtæk- inu bezt að nafn þess sé aðeins haft í nefnifalli og engu falli öðru, hvert svo sem samhengið er. Má vera að einhverjir auglýsingamenn telji þeim trú um þetta. En hvernig sem á þessu stendur og hversu heitur eignarréttarmaður sem Vikveiji er, þá getur hann ekki varizt þeirri til- hugsun, að svona tilræði við ís- lenzka tungu falli ekki undir neitt annað en hryðjuverkastarfsemi. Og hana þarf að uppræta. xxx Samkvæmt nýrri reglugerð um ullarmat gefst bændum nú kostur á að margfalda verðmæti ullar með því að rýja féð áður en það er tekið í hús á haustin. Kröfur til úrvalsullar hafa verið hertar til muna með nýju reglugerðinni, en lélegasta ullin verður aftur á móti nánast verðlaus. Talið er að bændur geti allt að því nífaldað verðmæti ullarinnar með haustrúningi í stað þess að láta féð ganga í reyfinu allt sumarið og klippa það síðan um eða eftir réttir. Miðað við vísi- tölubú, sem er rúmlega 400 vetrar- fóðraðar kindur, þýðir þetta að bóndinn fær um 335 þús. kr. fyrir ullina í stað 40 þús. kr. Bændur eru greinilega farnir að gera sér grein fyrir hvað haustrúningurinn getur gefið þeim í aðra hönd, því síðastliðið haust tvöfaldaðist magn haustrúinnar ullar, eða úr 70 tonn- um í 140 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.