Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 72

Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 72
- svo allt sé tryggt SJÓVÁ ALMENNAR FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Salan á Þormóði ramma athuguð Frumsýning nálgast Morgunblaðið/Einar Falur Þótt fjárhagsvandi íslensku óperunnar sé enn ekki Sigurbjörnsson sem syngur hlutverk Monterones leystur láta söngvarar og starfsfólk það ekki aftra greifa, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sem syngur hlutverk sér frá undirbúningi að sýningunni á Rigoletto eftir Gildu á fyrstu sýningunum og Garðar Cortes sem Verdi sem frumsýnd verður annan dag jóla. A mynd- syngur hlutverk hertogans. inni er verið að farða þrjá söngvara óperunnar, Jón Forsætisráðherra um hækkun Búnaðarbanka og sparisjóða á nafnvöxtum: Ein versta aðför að þjóðar- sáttínni sem gerð hefur verið FJÓRIR alþingismenn Norður- I landskjördæmis vestra sendu for- | Hálf millj- ón í skóinn ÞÓREY Gyða Þráinsdóttir, átta ára gömul telpa, fékk óvæntan glaðning í skóinn á dögunum. Þar var happa- þrenna sem gaf 500 þúsund krónur í vinning. „Mér brá dálítið fyrst en svo er þetta allt í lagi. Ég hef aldrei fengið svona mikið í skóinn áð- ur,“ sagði Þórey Gyða hin á- nægðasta. Pjölskylda Þóreyjar Gyðu er að byggja og ætlunin er að flytja inn fyrir jól. „Ég ætla að nota peningana til að gera herbergið mitt í nýja húsinu okkar fínt. Ég ætla líka að hjálpa systrum mínum að gera sín herbergi fín og svo ætla ég að kaupa hamstur fyrir afganginn af því mér finnst svo gaman að dýrum,“ sagði Þórey. Morgunblaðið/Sverrir Þórey Gyða með skóinn góða. seta sameinaðs Alþingis bréf í gær þar sem þeir fara fram á að Ríkis- endurskoðun verði falið að rann- saka sölu fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Þá sendi samstarfshóp- ur hcimamanna á Siglufirði frá sér hörð mótmæli við sölunni í gær þar sem staðhæft er að kaupendur fyrirtækisins hafi haft aðgang að tilboði samstarfshópsins og samið sitt tilboð út frá því. í bréfi þingmannanna segir að þeir óski mjög eindregið eftir því við forseta þingsins að þeir feli Ríkisend- urskoðun að rannsaka sölu fjármála- ráðherra á meirihluta hlutabréfa í Þormóði rarama. „Við teljum þann gjörning þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að Ríkisendurskoðun rannsaki málið. Það er mjög brýnt að ekki verði dráttur á rannsókn þessari og því óskum við að forsetar afgreiði málið svo fljótt sem verða má,“ segja þingmennimir í bréfinu. Sjá ennfremur blaðsíðu 34. NAFNVEXTIR Búnaðarbanka og sparisjóðanna hækka í dag. Skuldabréfavextir hjá Búnaðar- banka hækka um 1,25% og hjá sparisjóðunum um 0,5%. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra gagnrýndi í gær harðlega vaxtahækkun Búnaðar- banka og sagði hana jafnvel stangast á við lög. Hann segir að ef rétt reynist að hagnaður bankanna verði gífurlegur á ár- inu, þá sé þessi vaxtahækkun ein versta aðför að þjóðarsáttinni sem hér hefur verið gerð. Guð- mundur J. Guðmundsson formað- ur Verkamannasambandsins seg- ir óskiljanlegt að vextir eigi að fylgja verðbólgu, en á sama tíma eigi laun að standa í stað. Steingrímur Hermannsson sagði að í ljósi þess að lánskjaravísitala væri nú jafnvel lægri en lægsta spá Seðlabankans væri þessi vaxta- breyting óskiljanleg. „Skýringin sem ég fæ er að bankinn verði að hækka vextina nú til að ná íslands- banka,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að bankarnir ættu samkvæmt lögum að taka sjálfstæðar ákvarð- anir um vexti, en ekki að miða við aðra banka. „Ef svo fer sem mig grunar að bankar og sparisjóðir skili gífurlegum hagnaði, þá er þetta ein sú versta aðför að þjóðar- sáttinni sem hér hefur verið gerð.“ Guðmundur J. Guðmundsson sagði ekki vera hægt að bjóða launafólki með 40 til 70 þúsund króna laun upp á að bankar, með um milljarð í hagnað, réttlæti vaxtahækkun með verðbólgu. „Hvað á ég að segja við félaga mína í Dagsbrún ef þeir spytja um kauphækkun? Ég skil ekki svona ábyrgðarleysi, hreinlega skil það ekki,“ sagði hann. Einar Oddur Kristjánsson for- maður Vinnuveitendasambandsins sagði VSÍ ekki vilja dæma um ein- stakar vaxtahækkanir eða vaxta- breytingar. „Það er enginn stóri sannleikur til í því. En það er þeim mun meiri ástæða til að vara menn við þeim verðbólguvæntingum, sem mér finnst margir aðilar í þjóðfélag- inu núna hafa uppi, langt umfram efni,“ sagði hann. Sá einnig bls. 34. Slitnar upp úr viðræðum lækna og hins opinbera: Tvöfalt yfirvinnuálag boðið gegn endurskipulagningu vaktakerfis Læknar telja reglubundnar vaktir óframkvæmanleg-ar veg’na mannfæðar VIÐRÆÐUR samninganefnda ríkisins og Reykjavíkurborgar og læknafélaganna um kjör aðstoðarlækna á sjúkrahúsum sigldu enn í strand síðdegis í gær eftir árangurslausan samningafund. Nýr fund- ur hefur ekki verið boðaður. Læknar hafa farið fram á að þeim verði greitt tvöfalt yfirvinnu- kaup fyrir þá vinnu, sem fer fram yfir sextán tíma í hverri vinnulotu. Eins og nú háttar til, eru vinnulotur aðstoðarlækna 26 klukkustundir, 3. til 4. hvern sólarhring. Færa þeir meðal annars þau rök fyrir kröfum sínum, að aðrar starfsstétt- ir njóti þessara kjara, þar á meðal hjúkrunarfræðingar, sem vinna við hlið aðstoðarlækna. í tilboði samninganefndar ríkis- ins og Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram í gærmorgun, var fallizt á þessa kröfu, en það gert að skil- „yrði að vinnufyrirkomulag á sjúkra- húsunum yrði endurskipulagt og komið á reglubundnum vöktum lækna, svokölluðum hlaupandi vöktum, eins og tíðkast hjá öðrum starfsstéttum. I tilboði samninga- nefndarinnar kom fram að til bráða- birgða væri hægt að fallast á að greiðsluákvæði vegna lágmarks- hvíldar tækju gildi, þegar sjúkra- húsin hefðu skipulagt reglubundna vinnu aðstoðariækna þannig, að lágmarkshvíid fáist að staðaldri ef vinnuskipulaginu sé fylgt. Samninganefnd ríkisins telur að því markmiði sé hægt að ná, til dæmis með því að flytja til vinnu- skyldu aðstoðarlækna, áður en þeir taka bundr.a vakt, þannig að þeir fái nokkurra klukkustunda hvíld yfir miðjan daginn. Um helgar megi bijóta upp vaktirnar. Guðríður Þorsteinsdóttir, sem er í forystu samninganefndar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að eins og málum væri nú háttað, væri það regla en ekki und- antekning að aðstoðarlæknar ynnu í 26 tíma lotum, og því myndu þeir fá tvöfalt kaup fyrir tíu tíma, sem myndi hafa í för með sér alltof mikinn útgjaldaauka. Þar sem ákvæði um aukið álag fyrir vinnu fram yfir sextán tíma giltu, væri það refsiákvæði, til þess ætlað að slík vinna heyrði til undantekninga. Læknar telja að óframkvæman- legt sé að taka upp kerfi hlaupandi vakta hjá aðstoðarlæknunum, ein- faldlega vegna þess að þeir séu allt- of fáir. Það eykur enn á vandann að nýútskrifuðum læknum, sem hingað til hafa fyllt stöður aðstoðar- lækna, fer sífellt fækkandi vegna fjöldatakmarkana í læknadeild Há- skólans. Læknar gerðu ríki og borg það gagntilboð, að þeir væru tilbúnir að slá af kröfum sínum um helming fyrstu þijá mánuði næsta árs, á meðan verið væri að leita leiða til að breyta vinnufyrirkomulagi á spítulunum. Því boði var enn hafn- að, og viðræður strönduðu. Sem stendur ganga sérfræðingar í störf aðstoðarlækna á sjúkrahús- um. Að sögn Jóhannesar Pálmason- ar, framkvæmdastjóra Borgarspít- alans, mun slíkt ekki ganga til lengdar, enda eru margir sérfræð- ingar komnir yfir miðjan aldur og þola illa slíkt vinnuálag. Jóhannes sagði að það yrði því sjálfhætt að halda uppi fullri þjónustu. Þó yrði leitað allra leiða til þess að komast hjá því að þurfa hugsanlega að loka sjúkradeildum. DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.